Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 17 Lesendur „Heimtufrekja“ ríkisstarísmanna: „Vilja þessir andsk... meira?“ Baldur Ragnarsson kennari skrifar: „Heimtufrekja þessara ríkisstarfs- manna á sér §ngin takmörk. Réttast væri að láta þessa kennara dúsa í verkfalli i allt sumar. Þessar kröfur eru alger vitfirring". - Ummæli af þessu tagi eru ekki óalgeng manna á meðal þegar talið berst aö kröfugerð og verkfalli BHMR. Fæstir virðast hins vegar nokkuð vita um hin raunverulegu kjör ríkis- starfsmanna og hvemig þau hafa þróast á undanfómum árum. - Lítum nánar á það dæmi. Algeng byrjunarlaun BHMR- félaga, þ.á.m. kennara, hjúkrunar- fræðinga, lögfræðinga, o.fl., eru sam- kvæmt launaflokki BHMR 141-32. Þann 1. des. 1986 voru þessi laun nákvæmlega kr. 42.791. í dag eru laun samkvæmt þessum sama launa- ílokki kr. 55.559. Hækkunin á ríflega tveimur árum nemur kr. 12.786 eða tæplega 30%. „Nú, og er það ekki nóg? Vilja þess- ir andsk... meira?" - Ójá, og það ekki að ófyrirsynjú. Hækkun láns- kjaravísitölunnar á sama timabili var nefnilega 55%, hækkun fram- færsluvísitölunnar 63% og hækkun launavísitölu 62%. Nú skal ekki um það deilt að taxta- kaup hefur almennt ekki hækkað um mikið meira en 30 - 40% á umræddu tímabili. En hækkun launavísi- tölunnar segir okkur þó að flestir launþegar hafa aukið tekjur sínar umfram hækkun taxtakaups. Það er algengt úrræði þeirra sem ekki vinna hjá ríkinu að bæta sér upp kjaraskerðingar með aukinni yfirvinnu. Sumir njóta að auki ríf- legra yfirborgana á taxta. Þessi leiö stendur t.d. kennurum alls ekki til boða. Yfirvinna er af skornum skammti og yfirborganir engar. Því hafa kennarar tekið höndum saman við aöra háskólamenntaða ríkis- starfsmenn og krefjast nú mann- sæmandi launa fyrir dagvinnu. Sumir landsmenn virðast haldnir „Dennaveikinni" alræmdu. Þeir hafa hreinlega steingleymt þeirri stefnu allra launþegasamtaka að menn eigi að geta lifað af dagvinnunni ein- göngu. En hætt er við að margur Séð yfir þjóðgarðinn í Skaftafelli. í þjóðgaröinum í SkaftafellL: Salerni, lokun og samskipti Magnús Karlsson hringdi: Eg hef verið að fylgjast með skrif- um í DV um störf landvarða í þjóð- garðinum í Skaftafelh og samskipti þeirra við þjóðgarðsvörðinn Stefán Benediktsson. Mig langar að segja frá því að um páskana kom ég í Skaftafell og ég var m.a. að aðstoða þrjá Breta frá BBC sjónvarpsstöðinni sem voru að vinna heimildarmynd þarna fyrir austan. Þessir menn vildu fá að nota salern- isaðstöðu að Skaftafelli, en Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður meinaði þeim aðgang. Það var ekki fyrr en undir lok dvalar Bretanna þarna, eftir 1-2 vikur, sem Stefán Ekið á bifreið: Vitni vantar S.G. skrifar: Aðfaranótt sunndagsins 23. apríl var ekið á bifreið mína kyrrstæða fyrir utan heimili mitt í Hléskóg- mn. Svo mikið gekk á hjá tjón- valdinum að með spymum og dekkjavæli vakti hann upp fólk í húsunum í götunni sem telur sig geta borið kennsl á hann. Það er ansi hart að leggja bíl sín- um fyrir utan heimili sitt og verða fyrir því að hann er skemmdur af ungum piltum sem ekki hafa í sér manndóm til að taka afleiðingum gerða sinna heldur láta annan sitja uppi með skaðann. Þessi ungi ökumaður ók á nýleg- um, ljósum eða hvítum Mitsubisi Lancer bil. Pilturinn er grannleit- ur, ekki mjög hávaxinn, með skol- leitt stutt hár. - Ef þú, lesandi góð- ur, kannast við lýsinguna, vertu þá híálplegur og láttu vita í síma 72322. Það er ótækt að menn skuli kom- ast upp með að vinna tjón sem í þessu tilfelli er á dauðum hlut. En á hvað ekur hann næst? Ég er sann- færð um aö ökumanni Mitsubishi- bílsins væri það lærdómsríkt að taka afleiðingum gerða sinna. nemandinn gleymi því ekki hvernig menntun er metin í þessu þjóðfélagi þegar hann sjálfur þarf aö velja framtíðarstarf sitt. Aðrir landsmenn eru svo haldnir „Guðrúnarflensunni". Þeir fjasa og fárast yfir hlutum sem þeir hafa nú bara eiginlega ekkert vit á, t.d. laun- um ríkisstarfsmanna. Þaö er von þess sem þetta ritar að sem flestir hristi af sér veikindaslenið (orsakast líklega af of mikilli yfirvinnu) og taki undir rétmætar kröfur BHMR um mannsæmandi laun fyrir dagvinnu og að menntun verði metin að verð- leikum. Breiðir, rryúkir og þægilegir. Margar gerðir og litir. Verð kr. 3.600,- Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Póstsendum Lipurtá Borgartúni 23 Sími 29350 bauð þeim náðarsamlega að nota sal- ernin, og þá fylgdu reyndar með whisky og vindlar! Þarna voru að sjálfsögðu fleiri á feröinni og mér fmnst það furðuleg framkoma af þjóðgarðsverði að leyfa ekki aðgang aö salernum í þjóðgarð- inum um páskana. Mér er sagt að túnin þarna hafi ekki verið falleg yfir að líta þegar snjórinn fór, mannasaur og klósettpappír úti um allt. Þessir menn sem ég nefndi voru að vinna að stórum þætti fyrir BBC, þætti sem um 60 milljónir manns munu sjá, og það var athyglisvert hvernig var tekið á móti þeim í Skaftafelli... Uncle Berís og DV Hrísgrjón allan ársins hring Hrísgrjón eru ekki árstímabundin, hvorki í gæðum né verði. Þau eru jafn góð og jafn ódýr hvenær árs sem er. Og nú er alveg tilvalinn tími til þess að bregða sér inn í eldhús, taka út Uncle Ben’s hrísgrjónapakkann, gefa hugarfluginu lausan tauminn og byrja að elda. Hrísgrjón í alla rétti Aðalréttir, forréttir, eftirréttir; sendu okkur eftir- lætisuppskriftina þína. Uppskriftasamkeppnin er öllum opin og við höfum áhuga á alls konar uppskriftum. Þriggja manna dómnefnd velur síðan verðlaunaréttina 10. «==*) FYRSTU VERÐLAUN Ferð fyrir tvo til Florida í sex daga, með gistingu á fyrsta flokks hóteli. 2.-10. VERÐLAUN “ Við bjóðum 9 aukaverðlaun; níu hágæða finnsk pottasett frá Hackmann. Eitthvað sem allir kokkar vilja eiga. Þátttökureglur: Nota skal Uncle Ben's hrisgrjón í uppskriftina. Nákvæm mál skulu gefin upp og uppskriftin skýrt uppsett, helst vélrituð. Merkið með dulnefni og látið nafn, síma og heimilisfang fylgja í lokuðu umslagi, merkt dulnefninu. Verðlaunauppskriftir verða birtar í DV og framleiðendur Uncle Ben’s áskilja sér rétt til frekari birt- inga. Ennfremur að hætta við keppnina ef ekki berast uppskriftir sem uppfylla kröfur dómnefndar. Uppskriftir skulu sendar til DV. Utanáskriftin er „Hrísgrjónasamkeppni" DV Þverholti 11, 105 Rvk. SÍÐASTI SKILADAGUR ER 7. MAÍ. Unde Ben’s Uncle Ben’s - hrísgrjónin sem ekki klessast saman. Ml •*—r- • - lip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.