Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Síða 16
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ1989.
W__________
Spumingin
Hvað þyrfti til að þú flyttist
úr landi?
Oddgeir Jóhannsson: Það kæmi ekki
til greina að ég flyttist úr landi.
Linda Gunnlaugsdóttir: Ekkert gæti
fengið mig til að flytjast héðan. Þaö
er svo ágætt að búa héma.
Bryndis Hauksdóttir: Ég veit það
ekki. Það er ómögulegt að segja.
Sesselja Jónsdóttir: Það þyrfti ansi
mikið til að koma mér úr landi. Helst
væri það ef ég gæti ekki með nokkru
móti framfleytt fjölskyldu minni.
Sveinn Arason: Ætli þyrfti ekki alls
herjar eldgos til að ég flytti frá ís-
landi.
Kristján Jóhann Karlsson: Það þyrfti
helvíti mikið. Það væri helst ef eitt-
hvert atvinnuvesen yrði.
Lesendur
Fékk símareikning efl
ir að síma var lokað
ÍAKT
Account Number Statement Clocing Date Payment Due Date PAGE 1 OF 1
218 236 2Í53 881 5/31/88 6/30/88
Sunanary of Long Dr.stance Charges:
Quostions about your bill? Call 1-800-222-0300.
Current Charges
Oirect Dialed Cal s
Call Total
Interstate Surcharge (2.78%)
Federal Tax
State/Local Tax
fotal Current Charges
61.86
1.56
1.90
3.92
$69.24
Previous Ealance
Paynents
Current Charges
New Bilance Due
For infomation on Reach Out, a new way to
auy long distancc* Call 1-800-222-0300.
Account Status
125.20
125.20CR
69.24
We've cloí.ed your account. Thank you for
using ATftT. We look forward to serving you
again.
Detail of Cuppent Transactions:
No. | Date j Tlme Place | Area - Number | Mins. | Type ol Call* | Amount
1 5/01
2 5/08
3 5/08
4 5/08
5 5/09
6 5/11
7 5/14
8 5/17
9 5/18
10 5/18
11 5/18
12 5/19
13 5/19
2:19 PM TO
12:02 PM TO
1:30 PM TO
1:39 PM TO
3:09 PM TO
3:13 PM TO
1:32 PM TO
2:41 PM TO
1:24 PM TO
4:19 PM TO
8:22 PM TO
6:59 AM TO
1:56 PM TO
ICELAND
CLINTON
ICELAND
ICELAND
LEONIA
WHIPPANY
CLINTON
STILLWATER
STILLWATER
STILLWATER
STILLWATER
STILLWATER
ICELAND
354144036
MN 612 325 5375
35491714
354144036
NJ 201 947 3440
NJ 201 884 8539
HN 612 325 5375
MN 612 439 9493
MN 612 439 9493
MN 612 439 9493
MN 612 439 9493
MN 612 439 9493
354144036
7S Dialed-
t Dialed
6 Jialed-
6 Dialed-
1 Dialed
1 Dialed
6 Dialed
1 Dialed
1 Dialed
1 Dialed
1 Dialed
3 Dialed
19 Dialed-
Overseas Discount
N/Wknd
Overseas Discount
Overseas Discount
Day
Day
N/Wknd
Day
Day
Day
Eve
N/Wknd
Overseas Discount
33.79CR Payment - Thank You
91.41CR Payment - Thank You
Call Total:
O
$61.86
'Se« Reverse Slde For
Important Inlormatlon
Bandarískir símareikningar gefa nákvæma sundurliðun á símtölum.
Eya Eliasdóttir kom:
í ágúst í fyrra kom inn um lúguna
hjá mér símareikningur upp á rétt
um 18.000 krónur. Mér fannst reikn-
ingurinn vera heldur í hærri kantin-
um en borgaði samt. Næst þegar ég
fékk símareikning var upphæðin
komin upp í 30.000 kr. Ég stórefaðist
um að þetta gæti verið rétt, en borg-
aði samt möglunarlaust til að láta
ekki loka símanum hjá mér.
Þegar reikningurinn fyrir tímabil-
ið desember-febrúar kom, hljóðaði
sá upp á 30.270,95 kr. Mér var þá al-
veg nóg boðið, þetta gæti ekki verið
rétt. Ég talaði því við Póst og síma í
Hafnarfirði en þar varð lítið um svör.
Mér var boðið að sjá skrefafjöldann,
en það segir mér ekki neitt. Ég hefði
viljað fá nákvæma sundurliðun á
reikningnum, t.d. hvert var hringt.
Mér var sagt að þær upplýsingar
gæti ég ekki fengið, þ.e. búið var að
ganga frá símareikningum fyrir
þetta tímabii.
Ég taldi útilokað að reikningurinn
gæti verið réttur þótt ég hringdi
stöku sinnum til Færeyja. Ég lét því
loka hjá mér símanum um 10 dögum
eftir að þessi reikningur kom. Ef ég
hefði sjálfvirkilega notfært mér sím-
ann þetta mikið, þá hefði ég borgað
með glöðu geði.
En vandi minn var ekki úr söguxmi
þó símanum væri lokað. Mér var
sendur símareikningur fyrir mars-
maí upp á 22.880,30 kr. Ég talaði aftur
við þá hjá Pósti og síma í Hafnarflrði
en mér var ekki trúað.
Ég þvemeita að borga símareikn-
inga sem geta ekki staðist. Það hlýtur
að vera eitthvað aö símakerfinu, og
ekki nokkur leið fyrir mann að sanna
að svo sé. Skrefafjöldinn einn segir
manni ekki nokkum skapaðan hiut.
Ég hef heyrt að farsímamir hafi lent
inn á línum hjá fólki og eins er mjög
mikið um það að línunum slái sam-
an. Ég held að símakerfið héma sé
mjög lélegt og það bitnar á blásak-
lausu fólki.
Það ætti að vera sjálfsagður réttur
símnotanda að fá skýrar upplýsingar
um símareikninga sína, þ.e. hvert
hringt var, hversu lengi talað o.s.frv.
Maður er alveg vamarlaus þegar
maður fær svöna reikninga framan
í sig.
Bág kjör á landsbyggðinni:
Leiða vonandi
huggulegri kaffihusa
Daglaunamaður skrifar:
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað
það er leiðiniegur eiginleiki hjá ís-
lendingum hversu stórhuga þeir em.
Hjá þeim þjóðum sem ég hef heim-
sótt er algengt að fjölskyldur reki
saman til dæmis litla veitingastaði
eða kaffistofur og láti sér nægja að
lifa þokkalegu lífi af því sem þessi
litiu fyrirtæki gefa af sér. Þetta fólk
metur sjálfsagt meira að þurfa ekki
að hlýöa skipunum frá öðrum og
vinna saman en að komast í álnir.
Hér em hins vegar fá lítil fyrirtæki
þar sem eigendumir sætta sig við að
vera eigendur lítilla fyrirtækja. Jafn-
vel þegar maöur kemur inn í Utla
sælgætis- og tóbaksverslun fær mað-
ur á tilfinninguna að hún sé einung-
is' fyrsta skrefiö á leið eigandans til
mikils auðs. Hann sé þegar kominn
með heildsölu í bílskúrinn og búinn
aö panta Range Rover hjá umboðinu.
Þetta er kannski sök sér í sælgætis-
verslunum en er verra þegar maður
ætlar að fá sér kaffibolla eða eitthvað
í svanginn að ekki sé talað um ef
maður ætlar að fá sér eina bjór-
könnu. Þeir staðir sem selja þennan
vaming hreinlega lykta af þeim
ásetningi eigendanna að ætla að
verða „ógeðslega ríkir“ eins og segir
í danslaginu.
Ég hef verið að velta þessu fyrir
mér að undanfornu vegna umræðna
um bág kjör landsbyggðarfólks og
nauðsyn þess að fækka störfum bæði
í landbúnaði og fiskvinnslu. Em
þetta í raun ekki gleðitíðindi? Þegar
þetta fólk flosnar upp frá sinni
heimabyggð getur það flutt í bæinn
og sett á stofn litlar kaffistofur eða
bari. Þar sem það er vant haröæri
úr sveitinni sættir það sig kannski
við að reka þessi afdrep en láta ekki
ffeistast af draumum um Range Ro-
ver enn stærri fyrirtæki og sand af
seðlum.
Mörgum finnst harðfiskur hið mesta sælgæti.
Þjóðlegt sælgæti:
Góður harðfiskur
Helgi Vigfússon hringdi:
Mig langaöi til að benda fólki á að
það fæst alveg einstaklega góður
harðfiskur í versliminni Guðmundi
H. Albertssyni á Langholtsvegi 42.
Harðfiskurinn er alveg hreinn,
ekki eitt einasta bein í honum. Er
harðfiskur þessi hreinasta sælgæti.
Ég hef ekki fengið hann svona góðan
síðan Sigurgeir Falsson verkaði
harðfisk vestur í Bolungavík um
miðja öldina.
Þetta er allt saman svo einstaklega
snyrtilegt aö það vekur traust og
aðdáun á kaupmanninum.
Hringið í síma
milli kl. ð og 16.
eða skrifið.
Brúðuviðgerðar-
maður f undinn
Mlkið hefur verlð leitað aö brúöuviögerðarmanninum.
Kristbjörg hringdi:
Þann 3. júlí var auglýst eftir brúðu-
viðgerðarmanni í lesendadálki DV.
Mig langar fyrst til að leiðrétta að
maðurinn heitir Jón Traustason, en
ekki Kristinsson.
Ég var sjálf búin að leita lengi að
þessum manni og auglýsa eftir hon-
um, en án árangurs. Loks tókst mér
upp á eigin spýtur að finna hann.
Eins og áður segir þá heitir hann Jón
Traustason og býr á Skúlagötu 76,
fjórðu hæð. Ég held að hann sé ekki
með síma, og því er erfitt að ná sam-
bandi við hann.
Ég vona að upplýsingar þessar geti
komið einhvexjum að gagni. Ég er
sjálf með brúðu í viðgerð hjá honum
núna.