Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989, 7 Fréttir § SAMSUIMG VGA PatreksQörður: Rúmri hálfri milljón safnað í varmateppi yfir sundlaugina m Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: ------------------------------------ Síöastliöinn sunnudag stóö íþrótta- félagiö Höröur á Patreksfirði fyrir áheitasundi til styrktar sundlauginni á staðnum. Markmiöiö meö sundinu var að safna fyrir varmateppi sem breytt veröur yfir sundlaugina. Meö tilkomu teppisins verður hægt að spara kyndingarkostnað á laug- inni til muna, auk þess sem bæjarbú- ar vonast til að geta notað laugina lengur en í þrjá mánuöi á ári eins og einungis hefur verið hægt hingað til. Syntir voru 100 kílómetrar og tók sundiö 12 klukkustundir. Áheitum var safnaö á laugardeginum með því að velunnarar sundlaugarinnar gengu í hús. Alls söfnuöust 230 þús- und krónur frá einstaklingum. Þá hafa fyrirtæki á Patreksfirði gefið vilyrði fyrir 300 þúsund króna fram- lagi. Varmateppi, eins og safnað var fyrir, kostar tæpar 600 þúsund krón- ur. Sundhópurinn Dúllumar, sem skipaður er konum sem alltaf koma tvisvar í viku í sund, efndi til kaffi- sölu á sunnudeginum og tókst hún hið besta. Þær söfnuðu 16 þúsund krónur sem þær gáfu til styrktar þessu verkefni. íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði efndi siðastliðinn sunnudag til áheitasunds þar sem markmiðið var að safna fyrir varmateppi sem hægt verður að breiða yfir sundlaugina á staðnum. DV-mynd BB, ísafirði Hvammstangi: Líkur á að sparisjóð- urinn selji sláturhúsið Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki: Forráöamenn Ferskra afurða hf. - hlutafélagsins sem tók sláturhús Sig- urðar Pálmasonar á Hvammstanga á leigu á síðasta hausti - hafa undan- fariö átt viðræður við stjórn Spari- sjóðs Hvammstanga um kaup á slát- urhúsinu. Sparisjóðurinn keypti húsið á nauðungaruppboði í fyrra en leigu- samningur, sem FA gerði við þrota- búið í fyrra, rennur út nú í haust. Taldar eru miklar líkur á að af kaup- unum verði. Sigfús Jónsson á Laugarbakka, einn forsvarsmanna Sláturfélagsins, segir rekstur siáturhússins ganga vel. Lögð er áhersla á að selja sem mest af kjötinu ferskt og spara þann- ig frystikostnað. Sumarslátrun hófst hjá félaginu fyrir tveim vikum og kom á óvart hvað dilkar eru vænir. Fallþungi er að meðaltali 15 kíló og er það talin kjörþyngd með tilliti til fitu. ísaQöröur: Sektir ef beltin eru ekki notuð Lögreglan á ísafirði ætlar næstu daga að taka hart á þeim ökumönn- um sem ekki hafa ljósin kveikt og eins ef fólk notar ekki bílbelti. A fimmtudag voru sjö bíleigendur kærðir fyrir að hafa ekki fært bíla sína til skoðunar. TÖLVUSKJAIR \ Brautarholti 2, Rvk, sími 27133 ■sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.