Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Qupperneq 28
TOYOTA COROLLA GTI ’88 - steingrár, rafm. í topplúgu, rafm. í rúðum, central- læsingar, álfelgur, vökvastýri o.fl. Uppl. á Bílasölu Reykjavíkur, sími 678888 bflASALA RC/KJAVÍKUK “ RÆKTAÐU HEILSUNA! f Heilsugarðinurm í Garðabœ er margbreytileikinn í fyrirrúmi og allirfá . þarlíkamsþjálfunviðhœfi, Pú eykur styrk þinn og þol með: • Markvissri tœkjaþjálfun. • Frísklegri leikfimi alla daga. | • Skokki eftir skipulögðum skokkleiðum undir leiðsögn kennara. •Sundi í nýrri og glœsilegri sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar í Garðabœ. Góðurheilsurœktardagurersvo • fúllkomnaður í gufunni og nuddpottinum og jafnvel með nuddi efvill. Öll þjálfun er undir eftirliti sérfrœðinga -lœkna, sjúkraþjálfara, íþróttakennara og nœringarfrœðinga sem veita ráðgjöf, hver á sínu sviði. • Allt þetta kostar aðeins 4.750 kr. fyrir mánuðinn og þú mátt koma eins oft í viku og þú vilt. Auk þess er boðið upp á ókeypis reynslutíma! Afsláttur er fyrir skólafólk og þá sem geta mœttfyrri hluta dags, Góð heilsa er mikils virði . • -láttuhanahafaforgang! HEILSUGARÐURINIM Foivama- og endurhœfingarstðð GARÐATORGI1, GARÐAB/E, SfMI: 656970 OG 656971 « m MÁNUDÁGUR 11. SEPTEMBER 1989. Iþróttir • Sigurvegarinn í 1000 vatna rallinu, MMC Galant, 300 hestöfl, drif og beygjur á öllum hjólum. Sænska áhöfnin Mikael Ericsson og Claes Billstam óku og flugu bílnum til sigurs í hröðustu rallkeppni heims á heimavelli fljúgandi Finna. 1000 vatna rallið: Flugskírteini eða ökuréttindi? - hrakfarir Finna á heimavelli Það þykir orka tvímælis í 1000 vatna rallinu hvort þátttakendur skuli vera handhafar flugskírteinis eða hafa ökuréttindi því á hröðustu sérleiðunum í þessu heimsmeistar- aralh er talið að þeir fljótustu fljúgi bhkkfénu um fimmtung vega- lengdarinnar. Finnska rallið hefur verið einok- að af heimamönnum frá upphafi vega með einni imdantekningu þó, en árið 1971 sigraði Sænski öku- garpurinn Stig Blomqist 1000 vatna rallið á SAAB 96. Þá varð þjóðar- sorg í Finnlandi. Óvænt úrslit Sagan endurtók sig nú er annar sænskur ökugikkur tók sig til og rúllaði Finnunum fljúgandi upp á þeirra heimavelh. Micael Ericson á Mitsibishi Galant sigraði eftir eina hörðustu keppni í heimsmeistara- ralh frá upphafi. Bíll frá Mitsubishi hefur ekki sigrað í heimsmeistara- keppni í rallakstri síðan 1976 er þeir sigruðu Safariraflið á Lancer 1600 GSR. Heimsliðið mætttil leiks Allir bestu rallökumenn heims- ins voru samankomnir í Finnlandi að þessu sinni og hugðust selja sig dýrt, en það er æðsti draumur þeirra allra aö sigra í þessari miklu keppni. Ericson tók forustuna er rallið var nær hálfnað eftir mikið einvígi við Spánveijann Carlos Sainz er ók Toyotu Celica. í hita leiksins velti Spánverjinn keppnisbíl sínum og lauk keppni í þriðja sæti. Óhapp Spánverjans varð fyrrum heims- meistara Timo Salonen á Mazda 323 turbo til happs og náði hann öðru sæti. Eftir mikla yfirburði Lancia hðs- ins undanfarin ár varð þetta rall þeim til mikilia vonbrigða. Heims- meistarinn ítalski, Miki Biasion, mátti sætta sig við sjötta sæti eftir bilanafár. Þrátt fyrir það þykir ör- uggt að hann verji heimsmeistartit- ihnn því hann hefur yfirburða- stöðu eftir gott gengi á árinu. Lan- cia liðið hefur einnig tryggt sér heimsmeistaratitil framleiöenda með yfirburðum þriðja árið í röð. Allir hinir Lancia verksmiðjubíl- amir urðu aö hætta keppni vegna bilana eða útafaksturs. Keppni óbreyttra Harður slagur var í keppni óbreyttra bíla en þar náði þó Lan- cia að rétta nokkuð hlut sinn því Suður-Ameríkumaðurinn Gustavo Trelles á Lancia Delta náði að meija sigur á íslandsvininum Peter Geitel á Mazda 323 turbo. (Geita Pétur var hann nefndur er hann keppti hér tvívegis án árangurs). Ekki var þetta til að auka gleði Finnanna því suður-amerískir ökumenn hafa hingað til ekki verið hátt skrifaðir í rallheiminum og þetta var í fyrsta sinn er Gustavo Trelles steig fæti á finnska grundu. Og að lokum til að nudda salti í sárin varð sænski ökumaðurinn Mats Jonson á Opel Kadett GSI fyrstur þeirra í mark er óku bifreið með drif á einum öxh. Tíu fyrstu keppendur í mark í 1000 vatna raliinu óku alhr fjór- hjóladrifnum breyttum bifreiðum knúnum 300 hestafla hreyflum, sem er hámark þess er nota má í alþjóðlegum keppnum. Rallakstur er þjóðaríþrótt Finna og hafa þeir löngum átt bestu ökumenn heims en nú virðist að þar sé að verða breyting á. • Sænski rallarinn Mats Jonsson hefur gjarnan víðtæk áhrif á andardrátt áhorfenda með tilþrifum sínum og að leiðariokum í 1000 vatna rallinu hafði hann spriklað hraðast allra sem aðeins höfðu eitt drif til að koma hestöflum sínum í jörð niöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.