Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. • '—.V ,• ■M'.V.M 3 dv Viðtalið Nafn: Anna Olafsdóttir Björnsson Aldur: 37 ára Staða: Þingkona Kvennalista „Ég á óskaplega mörg áhuga- mál. Gallinn er bara sá aö ég hef ekki tima tU aö sinna nema einu áhugamáli i emu. Núna er þaö myndlistin sem á hug minn allan og hefur raunar átt nokk- uö lengi. Myndlistin er eitt af því sem togar stöðugt í mann og þó maöur vilji hætta að máia þá er þaö mjög erfitt. Ég hef stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík í nokkur ár en hef ákveðið að taka mér irí frá nárai fram að áramótum. Þá vonast ég til að geta tekið til við námiö á.nýjan leik. Þó mér finnst nú raunar ótrúlegt eins og staðan er í dag að ég hafi tima til þess. Svo er ég með aigera vegg- tennisdellu, ég byrjaði að stunda þessa iþrótt fyrir einu og Mlfu ári og finnst hún afar skemmtileg. Raunar er það mjög misjafnt hversu oft í viku ég kemst í veggtennisinn eða allt frá því komast einu sinni og upp í að fara fiórum sinnum. Byrjaði á útvarpinu Anna vaifi stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972. „Að ioknu stúdentsprófi hóf ég nám í Myndlista- og handíðaskóiann og Háskólann þar sem ég lagði stund á ai- menna bókmenntasögu og sagnfræði og lauk BA-prófi í þessum greinum 1978. Ég hætti hins vegar í Myndlista- og handiðaskóianum þegar ég var hálfnuð meö námið og lauk því ekki prófi frá skólanum. Sama ár og ég lauk BA-prófinu byrj- aði ég sem lausamaöur hjá út- varpinu ög sá um þætti um bók- menntir. Síðan hef ég verið við- loöandi útvarpið enda finnst mér það ákaflega skemmtileg vínna. Árið 1980 hóf ég störf sem blaðamaður á Vikunni og vann þar til ársins 1985 þegar ég ák- vað að gerast lausamaður í greininni. Á meðan ég var á Vikunni var ég t framltalds- námi í sagnfræði og lauk cand. mag.- prófi 1985.“ Á meðan Anna var lausamað- ur í blaðamennsku skrifaöi hún meðal annars greinar fyrir ýrais blöð og sá um útgáfu ehm- ar bókar og síðast iiðið ár rit- stýrði hún ritínu Heilsuvernd. Álftneslngur „Ég tel mig Álftnesing þótt ég hafi ekki flutt út á Álftanes fyrr en ég var 12 ára en þá flutti fiöl- skylda mín úr vesturbænum út á Alftanes. Ég hef búiö á Álfta- nesinu lengst af síðan.“ Anna er gift Ara Sigurðssyni og eiga þau hjón tvö börn, Ólaf, 10 ára, og Jóhönnu, 12 ára. -J.Mar DISKUR SR-4500 SR-5500 Ecostar 1000E m/öllu kr. 112.000 stgr. ||| Ecostar SR-4500 m/öllu kr. 159.900 stgr. ||| Ecostar SR-5500 m/öllu kr. 186.900 stgr. p: Verð er með uppsetningu en án kapla. ||| w A j VIÐ BJOÐUM Euro, Vísa og Samkorta raðgreíðslur til allt að 12 mán. eða skuldabréf til 6 mán. IfllfliIIlf - VST-70007 UMHElMINUM v'h /1* \ SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 1,2 metra sporöskjulaga dískur sem vírkar eíns og 1,5 m. Þessí dískur er mjög sterkur og safn- ar ekkí í síg snjó. 1. Sky news 2. Sky movies 3. Sky one 4. MTV 5. Eurosport 6. Screensport 7. Lifestyle EFTIRTÖLDUM STÖÐVUM ER HÆGT AÐ NÁ 8. The children’s channel 9. Filmnet 10. TV3 11. RTL plus 12. Nordíc channel 13. TV-5 14. Worldnet 15. Sat 1 16. Super channel 17. Teleclub 18. RAI uno 19. RAI due 20. TVE 21. 3 sat 22. RTL-Veroníque

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.