Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 30. OKTpBER 1989v Góöar um- búðir utan um vont efni Hin nýja bók Harðar Bergmanns, Umbúðaþjóðfélagið, sem Menning- arsjóður gaf út á dögunum, lítur vel út, og er mikil prýði að bráð- skemmtilegum teikningum Búa Kristjánssonar. Umbúðirnar eru góðar. En hvernig er efnið? Vissu- lega eru þar nokkur orð í tíma töluð. Hörður gagnrýnir lækna, kennara og ýmsa sérfræðinga fyrir að skapa þörf fyrir þjónustu sína og bendir á það, að í skólum og á sjúkrahúsum eru eyðendur aðrir en greiðendur. Útgjöld til skóla- og heilbrigðismála hafa snarvaxið síð- ustu áratugi. En um það má efast, að við séum menntaðri og hraust- ari en fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Ég get samt ekki sagt, að ég sé hriflnn af þessu verki. Málfar mætti í fyrsta lagi vera vandaðra. Tökum 25. bls. til dæmis. „Með því að líta til baka skilur maður oft stöðu sína í dag og hvers megi vænta.“ Þetta mætti orða betur svo. „Með því að horfa um öxl skilja menn oft betur, hvar þeir eru staddir og hvers megi vænta.“ Málalengingar eru miklar í bók- inni, og sums staðar bregður fyrir mærð. Tuggur Með nokkrum undantekningUm er efnið annars vegar gamlar tugg- ur, sem enginn getur mælt á móti, hins vegar fullyrðingar, sem eru hæpnar eða beinlínis rangar. Lít- um fyrst á tuggurnar. Hörður legg- ur mikla áherslu á það, að hagvöxt- ur færi okkur ekki hamingju. Þetta er auðvitað rétt, enda hafa þúsund- ir heimspekinga og hagfræðinga bent á það á undan honum. Hagvöxtur er ekki tilgangur í sjálfum sér, heldur merkir hann það, að tækifærum okkar í lífinu ijölgar. Flateyjarbók kostaði lík- lega árslaun verkamanns. Nú kost- ar eintak af Njálu úti í búð hið sama og meðalmáltíð á veitingahúsi. Er þetta einskis virði?. Þótt velmegun færi okkur líklega ekki hamingju, getum við í öðru lagi fullyrt, að fátækt færi okkur áreiðanlega óhamingju. Þrátt fyrir aflt hefur hagvöxturinn útrýmt margvíslegu böli. Nú þurfa mæður ekki lengur að horfa upp á börn sín láta lífið vegna skorts. Það er líka rétt, sem Hörður held- ur fram, að erfitt er eða ókleift að mæla framfarir á einhvern töluleg- an eða efnislegan mæhkvarða. Ein- um þykir það afturfor, sem annar telur framför. Við getum ekki sannað, að eitt skipulag sé betra en annað. Eitt vitum við þó. Fólk kýs jafnan séreignarskipulagið með fótunum. Það flyst frá Mexíkó til Bandaríkjanna, frá Austur-Þýska- landi til Vestur-Þýskalands, frá Kínaveldi til Hong Kong. Hæpnar fullyrðingar Þótt Hörður vilji ekki kannast við það í inngangi bókarinnar, er hann auðvitað sósíalisti, hatursmaður viðskiptaskipulagsins, og hikar ekki við að fella sleggjudóma. Einn er, að suðrænar þjóðir tapi á við- skiptum við okkur Vesturlanda- menn, svo að okkur sé um fátækt þeirra marga að kenna. En hverj- um má þá kenna um fátækt þeirra, áður en þær hófu viðskipti við nor- rænar þjóðir? Hvernig stendur þá á því, að þær suðrænu þjóðir eru ríkastar, sem stunda mest viðskipti við Vesturlandamenn, til dæmis íbúar Hong Kong og Taívans, en hinar fátæækastar, sem reka aðal- lega sjálfsþurftarbúskap? Það er líka hæpið, sem fram kem- ur í ritinu, að rányrkju og mengun megi rekja til viðskiptaskipulags- ins. Náttúruspjöll verða, þar sem enginn ber ábyrgð á náttúrugæð- um. Þau má með öðrum orðum oft- ast rekja til þess, að einkaeignar- réttur hefur ekki fengið að mynd- ast á náttúrugæðum. Það, sem allir eiga, hirðir enginn um. Besta dæ- mið er ofveiðin á íslandsmiðum. Hún stafar af því, að aðgangur að fiskimiðunum hefur verið öllum frjáls. Úthluta þyrfti veiðileyfum og leyfa síðan frjálsa verslun með þau. Því er við að bæta, að rán- yrkja og mengun er hvergi meiri en í hinum miðstýrða hagkerfi austan járntjalds. Hörður segir í þriðja lagi, að milliliðakostnaður sé of hár í við- skiptaskipulaginu og heildarsýn vanti þar yfir þjóðlífið. Þessar full- yrðingar hans steyta á skeri hinnar óhjákvæmilegu vanþekkingar okk- ar og óvissu. Það er hægara sagt Bókmeimtir Hannes Hólmsteinn Gissurarson en gert að stilla saman allar eining- ar atvinnulífsins, og eina skyn- samlega ráðið, sem mannkynið hefur fundið við því, er að leyfa milliliðum að starfa. Og hver hefur nægilega þekkingu til þess að hafa heildarsýn? Hugmyndakreppa sósíalista Bók Harðar Bergmanns má hafa til marks um hugmyndakreppu sósíalista. Hið gamla fyrirheit þeirra um allsnægtir á næsta leiti er augljóslega ekki lengur fram- bærilegt. Þeir hafa þess vegna grip- ið til einhvers konar dalakofasós- íalisma. Nú dreymir þá sveitasælu- drauma. Við eigum að sættast við náttúruna, segja þeir, hætta sér- hæfingu og hafna efnishyggju. Bíl- ar eru blikkbeljur, flestar þarfir okkar eru gerviþarfir og svo fram- vegis. Hvers erum við bættari að fá að velja úr 120 gosdrykkjateg- undum? Hörður segir, að markmiðið sé ekki að stækka þjóðarkökuna eða auka afköstin við baksturinn, held- ur að baka hollari köku. En hvaðan hefur Hörður vitneskju sína um, hvað sé hollt og hvað óhollt, hvað séu gerviþarfir og hvað ekki? Hvers vegna má ekki leyfa fólki að velja sjálfu um kökur á frjálsum mark- aði? Það snæðir þær, og það greiðir fyrir þær. Saga Vesturlanda hefur verið saga baráttunnar við stjórn- lynda menntamenn, sem stíga sí- fellt fram í nýjum gervum, nýjum umbúðum. Og svar okkar nútímamanna við dalakofasósíalismanum er tvíþætt. Ef þið viljið, þá skuluð þið hverfa aftur til náttúrunnar og stofna samvinnufélög ykkar og sam- yrkjubú, en i guöanna bæunum reynið ekki að neyða okkur inn inn í þau með ykkur! Ef þið hafnið við- skipaskipulaginu, þá getið þið ekki heldur ætlast til þess að fá að njóta með okkur afrakstursins af frjáls- um viðskiptum, einkaframtaki og atvinnufrelsi. Höröur Bergmann: Umbúðaþjóöfélagiö, Menningarsjóður, Reykjavik 1989. Hannes Hólmsteinn Gissurarson # Menning Blóðrót William Dempsey Vaigardson er maður nefndur og fæddist á Gimh í Nýja íslandi fyrir hálfri öld. Eins og eftimafn hans og fæðingarstaður gefa til kynna er hann af íslenskum ættum. William er af mörgum tal- inn einn af helstu rithöfundum Nýja íslands nú um stundir enda eru ritverk hans sprottin úr umhverfi þess og persönur bóka hans þaían komnar. William er, líkt og Bjami Guðnason og Umberto Eco, ekki að- eins rithöfundur heldur og háskólaprófessor, gegnir embætti í bókmenntum við Viktoríuháskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada. Fyrsta bók Williams D. Valgard- sons var smásagnasafn sem bar nafnið Bloodflowers og kom út árið 1973. Síðan hefur hann sent frá sér smásögur, skáldsögur og ljóð og hafa nokkrar sagna hans verið kvikmyndaðar. Hver er sá þriðji? Nýlega kom út í Kópavogi lítil rauö bók sem hefur að geyma fyrstu þýðingu á verki eftir William D. Valg- ardson á íslensku. Bókin heitir Blóðrót en svo nefnist titilsagan úr áðumefndu smásagnasafni Williams upp á íslensku. Þessi rauða bók var gefin út í tilefni kanadí- skra daga í Reykjavík fyrr í þessum mánuði og er prentuð á vandaðan 120 gr. Borregaard-pappír. Sagan Blóðrót segir frá Danny Thorson sem ræðst sem kennari til afskekktrar eyjar langt úti fyrir strönd Labrador. Hann leigir hjá Poorwilly-hjónunum sem kynnt eru til sögunnar strax í fyrstu línum hennar. Þau setja hann inn í aðstæöur þær sem ríkja í sam- félagi eyjarinnar en þær em um margt hinar dular- fyllstu; hjátrú og fullkomin undirgefni viö forlögin em ráðandi öfl. Ýmsir fyrirboðar verða þegar á vegi Dann- ys - og þeir boða ekkert gott. Einn slíkur snertir hann sjálfan beint: hann shtur upp lítið rautt blóm sem allt morar af þarna í eynni en hr. Poorwilly lætur hann vita að slíkt sé ógæfumerki. Um sama leyti mæta þeir gömlum afar laslegum, að ekki sé sagt lík-legum, manni sem studdur er af ungri dóttur sinni sem Danny rennir umsvifalaust hýru auga til. Þetta vora Veiki- Jack og Adel dóttir hans. Sú var trú eyjaskeggja að öll óhöpp, slys eða dauðsföll gerðust í þrenningum: ef eitt dauðsfall yrði, væri hættan ekki liðin hjá fyrr en tvö önnur hefðu orðið. Þannig varð talan þrír að ganga upp í tölu látinna til að allt gæti tahst öruggt. „Allt er þegar þrennt er,“ sögðu menn. Og nú var komið að Veika-Jack - hann skyldi verða númer tvö. Og þá var spurningin: hver verður sá þriðji? Niður í djúpin Spenna sögunnar og óhugnanlegt andrúmsloft er einmitt reist á þessum grunni hjátrúar og dulhyggju. Hér sannast enn á ný hið margreynda: það sem ahir trúa - og vita - að muni gerast, það gerisf.' Bfida fer Bókmenntir Kjartan Árnason það svo í sögunni að þær hörmungar sem menn væntu, riðu yfir. Ekki nóg með það: fleiri fylgdu í kjöl- farið. Og þá þurfti að byija að telja upp á nýtt, fyrsti, annar, þriðji... Umhverfi Blóðrótar og þessi grunntónn sögunnar sem minnst var á, koma íslenskum lesanda kunnug- lega fyrir sjónir: hið htla samfélag og sérkennileiki þess. En um leið er þessi smáheimur erkitákn fyrir mannfélagið, hvar sem er og á öllum tímum. Sé þessi saga Wilhams D. Valgardsons skihn táknrænum skiln- ingi, er freistandi að skoða hana sem ferð mannsins (Dannys eða einhvers annars) inn á við, það er að segja niður í sálardjúpin þar sem fyrir verða alls kyns hindurvitni og mótuð trú sem framkalla allt það illa sem við hugsum! Með öðrum orðum: sérhver maður er sinn eiginn skapari. En þegar maðurinn rekur sig á veggi sinna eigin fordóma er ekki með öllu víst að undirvitund hans sé reiðubúin („í stakk búin“) að söðla um og taka inn nýjar hugmyndir. Enda lendir Danny í mestu vandræðum þegar hann freistar þess að komast burt úr eynni: talstöðin bilar, bátar eru læstir með keðjum. Því hversu djöfullegt sem maður- inn hefur það þá er hann a.m.k. öruggur í eymd sinni; hún er sá möndull sem tilveran snýst um. a Punktur, komma ... Þýðing Guðrúnar Guðmundsdóttur á sögunni er hin ágætasta í aha staði; aðeins einu sinni hrökk ég við: þá segir að stungið hafi verið upp í Danny þegar allt bendir til aö tekið hafi verið framm í fyrir honum. Hins vegar er kommusetning með fornlegasta móti og gerir að verkum að manni finnst maður staddur í texta frá því snemma á öldinni. Kommur eru settar á undan öllum samtengingum og tengiorðum (og, en, ef, að, þegar, eða, sem, svo o.s.frv.) en þetta hefur að mínu mati þau áhrif á annars ágætan texta að hann verður allur eins og sundurhöggvinn. Samtengingar og tengi- orð eru nefnilega þeirrar undursamlegu náttúru að hafa í sér „innbyggt“ lestrarhlé svo kommum í þeirra návist er að jafnaði ofaukið. Það var annars gaman að kynnast Wihiam D. Valg- ardson. William D. Valgardson: Blóðrót. Smásaga, 35 bls. Sigmar Þormar gaf ut, 1989. Kjartan Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.