Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (1 >27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Merki óstjórnar
Merki óstjórnar eru hvarvetna. í því sambandi er
rétt fyrst að rifja upp, hvernig forsætisráðherra málar
ástandið björtum litum. Hann sagði, að ríkisstjórnin
hefði unnið marga varnarsigra í erfiðu árferði undan-
gengis árs. Þrátt fyrir háværar kröfur um stórfehdar
gengisfelhngar, hefði ríkisstjórnin hafnað öllum koh-
steypuleiðum með tilheyrandi óðaverðbólgu. Ríkis-
stjórnin hefði beitt sér fyrir íjölþættum aðgerðum til
styrktar undirstöðuatvinnuvegunum. Hrakspám stjórn-
arandstöðunnar hefði verið hrundið, og þróun væri nú
í átt til jafnvægis á flestum sviðum efnahagsmála. Þetta
birti Tíminn með fyrirsögninni Kohsteypu hafnað,
hrakspám hrundið. En almenningur í landinu þarf ekki
að trúa forsætisráðherrra. Ekkert lát er á samdrættin-
um í þjóðfélaginu. Gjaldþrot hrannast upp. Verðbólga
er mikh, og enn stefnir í gengislækkun með nokkru
mihibih. Erlendar lántökur aukast mikið. Þetta er slæm
stjórn, og umræður forsætisráðherra í síðustu viku
breyta þar engu. Þarna er bara á ferð slyngur stjórn-
málamaður, sem viU láta stjórnina Uta betur út en hún
á skihð.
Almenningur veit sem sé betur. En lítum einnig á,
hvað Þorvaldur Gylfason, prófessor á hagfræði, sagði í
DV á föstudaginn. Undir það má taka. Ríkisstjómin
ætlar að halda áfram að kynda undir verðbólgu. í fyrsta
lagi er þegar fyrirhugaður þriggja miUjarða halh á A-
hluta fjárlaga. En fyrst og fremst ber að Uta á fyrir-
hugaðar lántökur ríkisms í heild og þensluáhrif þeirrra
á þjóðarbúskapinn á næsta ári.
Erlendar skuldir þjóðarinnar munu samkvæmt Uár-
lagafrumvarpinu hækka upp í 53 prósent af þjóðartekj-
um í lok næsta árs. Þær námu 41 prósenti af þjóðartekj-
um um síðustu áramót. Þetta mun þýða, að hvert
mannsbam í landinu skuldar 700 þúsund krónur erlend-
is í lok næsta árs í stað 400 þúsund króna í lok síðasta
árs. Erlendar skuldir hverrar gögurra manna fjölskyldu
aukast þá um 1200 þúsund krónur á tveimur árum. Eða
um 50 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Þetta er
hrikaleg efnahagsóstjórn, sem kallar á verðbólgu og
gengisfellingar, hvað sem forsætisráðherra segir.
Það væri unnt að ráðstafa opinberu fé miklu betur
en fjárlagafrumvarið gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir mikla
skattpíningu ná endar engan veginn saman hjá ríkiiiu.
Miklu af því veldur þjónkun ráðherra við gæðinga sína,
útvalið lið, sem nánast fær það, sem það viil, þótt al-
menningur þoli miklar búsifiar. Þetta er hið versta rang-
læti. Eins og Þorvaldur Gylfason segir mætti, með því
að ráðast gegn gífurlegri sóun á mörgum sviðum, ekki
sízt í sjávarútvegi og landbúnaði og banka og sjóðakerf-
inu, losa mjög mikið fé. Það mætti svo nýta til upp-
byggingar um allt land og binda enda á eilífan halla-
rekstur ríkisins. Þessi hallarekstur ríkisins hefur um
margra ára skeið kynt undir verðbólgu og skuldasöfnun
erlendis. Þetta getur hver maður séð. Það er deginum
ljósara.
Við komumst því að þeirri óhrekjanlegu niðurstöðu,
að ummæli forsætisráðherra í síðustu viku, séu hjóm
eitt.
Ríkisstjórnin hefur farið illa að ráði sínu. Þetta er ein
sú versta stjórn, sem við höfum haft. Því miður hefur
þessi stjóm ekki unnið teljandi vamarsigra eða hmndið
slæmum spám.
Haukur Helgason
Hver á þína
peninga?
FJöldi félaga og samtaka safnar
peningum í því skyni að koma fram
ákveðnum hugðarefnum sínum,
íþróttafélög til byggingar íþrótta-
húsa og leikvalla, líknarfélög til
líknarmála margs konar og enn
aðrir til annarra góðra málefna.
Þegar fulltrúar þessara aðila
banka á dyrnar hjá okkur tökum
við þeim vel, kaupum happdrættis-
miða, þó að við teljum næsta víst
að við vinmnn aldrei á hann, enda
tilgangurinn ekki sá með miða-
kaupunum heldur að styrkja gott
málefni. En það er ekki eins víst
að við tækjum jafnvel í málin ef
það gerðist að sá sem seldi okkur
happdrættismiðann segði okkur
það svo árið eftir að peningamir
okkar hefðu verið notaðir í allt
annað.
Stjómina í félaginu heíði langað
til að skreppa til Danmerkur til að
hitta menn í sama félagi þar eða
eitthvað álika. Ætli við mundum
þá ekki segja viðkomandi að éta
það sem úti frýs og halda sig sem
lengst í burtu frá okkur meö happ-
drættismiðana sína. Við mundum
ekki Uða svona kónum aö svíkja
út úr okkur.
í þágu góðs málefnis
Fyrir mörgum árum var hækkað-
ur söluskattur til þess að þjóðin
aðstoðaði Vestmannaeyinga vegna
eldgossins í Heimaey. Öllum fannst
eðlilegt að hjálpa Vestmannaeying-
um. Sumir sögðu aö vísu aö hætt
væri við því að skatturinn lækkaði
ekki aftur þrátt fyrir það að allri
aðstoð væri lokið við Vestmanna-
eyinga.
Það vom líka orð að sönnu. Sölu-
skattsprósentunni, sem lögð var á
vegna eldgoss í Heimaey, hefur
ekki enn verið létt af. Söluskattm-
hefur meira aö segja hækkað tölu-
vert síöan en samt er ekkert gos í
Heimaey eða aðrar náttúruham-
farir eri íslenskir stjórnmálamenn.
Þannig era peningamir okkar
teknir fyrst í þágu góðs málefnis
en svo' renna þeir beint í hítina.
Báknið stækkar.
Fyrir nokkrum árum gekk Sverr-
ir Hermannsson menntamálaráð-
herra ábúöarmikill um ganga Al-
þingishússins. Hann hafði komið í
gegn lagafrumvarpi um sérstakan
eignarskattsauka en tekjum af
eignarskattsaukanum átti að verja
til byggingar þjóðarbókhlöðu.
Vissulega var þetta vel meint hjá
Sverri en ýmsir urðu til þess að
benda á að líkur væra á því að eign-
arskattsaukinn yrði varanlegur
skattstofn. sú varð líka raunin.
Hitt held ég að fáa hafi getað órað
íyrir að skatturinn yrði innheimtur
en tekjum hans varið í allt annað
en Þjóðarbókhlöðuna.
Mér er sagt að Þjóðarbókhlöðu-
skatturinn nemi nú frá því að hann
var lagöur á um 700 milljónum.
Mér er líka sagt að af þessum tæp-
um 700 milljónum hafi einungis 234
milljónir runnið til Þjóðarbókhlöð-
unnar. Fjármálaráðherrar þeir
sem setið hafa frá því aö skatturinn
var lagður á hafa því stolið frá
þessu góða málefhi hvorki meira
né minna en um 460 milljónum.
Dálagleg summa það ef kæmi sam-
an á einn stað.
Sýnu verstur er þó fjármálaráð-
herrann sem núna situr. Hann
reynir ekki að dylja ræningjahátt-
inn og segir nú að ekkert sér eðli-
legra en Háskóh íslands láti af
hendi rakna af framkvæmdafé sínu
til Þjóðarbókhlöðunnar af því að
hann æth að stela peningunum sem
til þeirra hluta vora ætlaðir.
Miklir menn
Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn-
Kjallariim
Jón Magnússon
lögmaður
ar Grímsson, er formaður í flokki
sem heitir Alþýðubandalag. Með
honum í ríkisstjóm situr maður
sem heitir Svavar Gestsson og var
formaður í þessu sama Alþýðu-
bandalagi á undan Ólafi. Svavar
þessi er menntamálaráðherra og í
vor kom hann fram fyrir þjóðina
og miklaðist af lagasmíð nokkurri
sem hann taldi sér til tekna að hafa
staðið fyrir og fengið samþykkta.
Manni skildist einna helst á
menntamálaráðherranum að nú
væri íslenskum menningarhúsum
borgið og það væri honum að
þakka.
Lög Svavars hétu Lög um Þjóðar-
bókhlöðu og endurbætur menning-
arbygginga. Lög þessi fjalla um það
að Þjóðarbókhlöðuskatturinn hans
Sverris skuli renna til að klára
Þjóðarbókhlöðuna en síðan skuh
hann renna til endurbóta á húsa-
kosti menningarstofnana og við-
halds gamalla húsa í eigu ríkisins.
Á meðan Svavar er þannig að fá
þingmenn til að samþykkja menn-
ingarskattinn siim situr formaður-
inn hans í næsta stól við hhðina
og leggur á ráöin með að stela öh-
um skattinum með húð og hári á
kostnað Háskóla íslands. Mér leik-
ur mikil forvitni á að vita hvort
æðsta manni menntamála finnst
þetta allt í lagi.
Siöferðið og valdið
Menn hafa velt fyrir sér siðferði
í stjómmálum. Mér finnst ekkert
siðferði að plata peninga út úr fólki,
eins og þeir hafa gert sem hafa lagt
á gjöld sem áttu að renna til ákveð-
inna hluta en hafa runnið eitthvað
aht annað.
Þannig Ðnnst mér hreint siðleysi
að leggja á bflaeigendur skatt sem
renna á tíl vegagerðar en er síðan
notaður í eitthvað aUt annað. Mér
finnst siðleysi að leggja skatt á
þjóðina til að byggja Þjóðarbók-
híöóu en stela honum síðart.
Það er svo merkUegt að til sumra
hluta era til nógir peningar en eng-
ir til annarra. Þannig era tíl nógir
peningar til að greiða tíldursferð
fiármálaráðherra tíl Mexíkó. - TU
að greiða fyrir aðstoðarmann Stef-
áns Valgeirssonar. - TU að niður-
greiða íslenskt lambakjöt ofan í
Færeyinga þannig að þeir fái það
helmingi ódýrara en við hér heima.
Það era líka til milljarðar tU að
henda í aumingjasjóð Stefáns Val-
geirssonar sem í fæstum tflvikum
verður tíl annars en lengja í heng-
ingaról vonlausra fyrirtækja.
En þessir peningar era ekki ein-
hverjir einkafjármunir stjóm-
málamanna þó að þeir virðist
margir hverjir áhta að svo sé og
láti þannig. Er ekki mál tíl komið
að menn með smásjálfsvirðingu í
póhtík rísi upp gegn þessari vit-
leysu?
Jón Magnússon
„Mér leikur mikil forvitni á að vita hvort æðsta manni menntamála finnst
þetta allt i lagi,“ segir greinarhöfundur. - Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra.
„Þessir peningar eru ekki einhverjir
einkaQármunir stjórnmálamanna þó
aö þeir virðist margir hverjir álíta að
svo sé og láti þannig.“