Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 23
MÁNUp.^GjJjll 30. QKTÓBER ^989. 23 Iþróttir Grindvíkingar skoruðu síðustu ellefu stigin - og tryggðu sér sigur á Tindastóli undir lokin, 82-78 Auður B. Sigurðardóttir, DV, Suðumesjum: „Þetta var mjög þýðingarmikiU sigur fyrir okkur, eftir að hafa tapað ijór- um útileikjum í röð. Vonandi erum við núna á beinni braut. Spennan í dag var rosaleg undir lokin, það má segja að þeir hafi verið óheppnir en við héldum haus og náðum að sigr- a,“ sagði Guðmundur Bragason, fyr- irliði Grindvíkinga, í samtali við DV eftir að lið hans hafði sigrað Tinda- stól, 82-78, í æsispennandi leik í gæn Tindastóll var yfir í hálfleik, 49-52, og hafði síðan sjö stiga forskot, 71-78, þegar fiórar minútur voru eftir. Vendipunkturinn var þegar Sverrir Sverrisson fékk dæmt á sig tæknivíti og Tindamir gerðu auk þess mörg mistök undir lokin. Grindvíkingar skoruðu síðustu ellefu stigin og tryggðu sér sigurinn. Guðmundur Bragason var bestur Grindvíkinga og einnig áttu Rúnar Amason og Jeff Null ágæta spretti. Hjá Tindastóli vora Bo Heiden og Valur Ingimundarson góði en báðir vom orðnir þreyttir undir lokin, sérstaklega Bo. Dómarar vora Kristinn Albertsson og Ami Freyr Sigurlaugsson og skil- uðu sínu hlutverki vel. Stig Grindavíkur: Guðmundur Bragason 27, Jeff Nuli 21, Rúnar Ámason 12, Hjálmar Hallgrímsson 9, Steinþór Helgason. 9, Sveinbjöm Sigurðsson 4. Stig Tindastóls: Valur Ingimundar- son 26, Bo Heiden 25, Sturla Örlygs- son 16, Bjöm Sigtryggsson 7, Ólafur Adolfsson 3, Sverrir Sverrisson 1. • Jonathan Bow, Haukum, gnæfir yfir vörn ÍR og skorar. Haukar sigruðu, 85-78. DV-mynd Brynjar Gauti ÍR missti forskotið - Haukar unnu, 85-78 Haukamenn unnu sigur á ÍR-ing- um, 85-78, í úrvalsdeiidinni í körfu- knattleik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Sigur þeirra hékk þá á bláþræði og það var ekki fyrr en undir lokin að þeir sigu fram úr og tryggðu sér bæði stigin. ÍR-ingar komu sterkir til leiks og náðu undirtökunum snemma og komust mest í 22-38. Haukum tókst að saxa á forskotið og í hálfleik var staða 32-44, ÍR í hag. í seinni hálfleik náðu síðan Haukar frábæram kafla og komust yfir um hann miðjan, 56-55. Eftir það varð ekki aftur snúið, þeir keyrðu upp hraðann og náðu öraggri forystu fyr- ir leikslok. Hjá Haukum voru Jón Arnar Ing- varsson og Jonathan Bow bestu menn. ívar Ásgrímsson átti einnig mjög góðan leik. Karl Guðlaugsson var sterkastur í liði ÍR en frekar lítið bar á blökkumanninum Tommy Lee. Dómarar voru Jón Bender og Helgi Bragason og dæmdu þokkalega. Stig Hauka: Jonathan Bow 23, Jón Arnar 23, ívar Ásgrímsson 20, Pálm- ar Sigurðsson 11, Henning Hennings- son 4, Ingimar Jónsson 4. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 22, Jó- hannes Sveinsson 13, Tommy Lee 12, Björn Steffensen 10, Bragi Reynisson 10, Björn Leósson 7, Gunnar Þor- Valur ógnaði - en KR vann, 76-70 Þrátt fyrir yfirburði KR-inga í fyrri hálfleik, 45-27, náðu Valsmenn að ógna þeim undir lok leiks liðanna á Nesinu í gærkvöldi. KR-ingar héldu þó forustinni og sigraðu, 76-70. Það vora þeir Anatolíj Kovtoum og Hörður Gauti sem drifu KR-liðið áfram í fyrri hálfleik og náðu KR- ingar 22 stiga forustu, 41-19. Chris Behrends var sá eini sem náði að komast framhjá sterkri vörn KR. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleik- inn af krafti og söxuðu hægt og bít- andi á forskot KR með Svala Björg- vinsson og Einar Ólafsson í miklum ham. KR-ingar misnotuðu nokkrar sóknir í fáti þegar sóknartíminn var að renna út. Nokkur spenna var í lokin þegar munurinn var kominn í 3 stig, 64-61, en nær komust Vals- menn ekki. Anatolíj var yfirburðamaöur hjá KR. Höröur Gauti var sterkur í fyrri hálfleik og þeir Páll Kolbeinsson, Axel Nikulásson og Birgir Mikaels- son börðust vel í lokin. Hjá Val var Chris bestur en Svali og Einar spil- uðu mjög vel f seinni hálfleik. Dómarar vora þeir Sigurður Val- geirsson og Pálmi Sighvatsson. Stig KR: Anatolíj 28, Höröur Gauti 10, Matthías 10, Páll 10, Axel 9 og Birgir 9. Stig Vals: Chris 30, Einar 14, Svali 13, Ari 5, Arnar 4, Björn 2, Matthias 2. -gsm Njarðvík - Keflavík 103-88 Haukar - ÍR 85-78 Reynir - Þór 67-99 Grindavík - Tindastóll.... 82-78 KR-Valur 76-70 A-riðill: Grindavík 8 4 4 630-626 8 Keflavík... 7 4 3 668-618 8 ÍR 8 3 5 665-682 6 Valur 8 2 7 650-669 4 Reynir 7 0 7 507-681 0 B-riðill: Njarðvík... 8 8 0 729-647 16 KR 7 6 1 511-468 12 Haukar ....7 5 2 626-511 10 Tindastóll. 8 3 5 695-703 6 Þór 8 3 5 673-748 6 Stigahæstir: Bo Haiden, Tindastóli........237 Chris Behrends, Val..........230 Valur Ingimundars., Tindast ....206 Guðmundur Bragason, Grind ...193 Jonathan Bow, Haukum.........180 Guðjón Skúlason, Keflavík....174 Patrick Releford, Njarðv.....164 • Guðmundur Bragason er í hópi stigahæstu manna. UBK-Bolungarvík...........81-71 Akranes-Snæfell....:.......67-88 Léttir-Bolungarvík........55-59 UÍA-UMSB................ 68-63 Snæfell......5 5 0 397-325 10 ÍS...........3 3 0 237-178 6 UÍA..........4 3 1 287-243 6 UMSB.........4 2 2 265-262 4 Akranes......5 2 3 377-378 4 Bolungarv.... 5 2 3 328-363 4 Víkverji.....2 1 1 142-143 2 Laugdælir ....3 1 2 204-205 2 UBK..........5 1 '4 327-404 2 Léttir.......4 0 4 215-288 0 KR - Keflavík..............49-64 Njarövfk - Haukar..........46-38 Grindavík - ÍS.......'.....36-38 Keflavík.......4 4 0 257-187 8 Haukar.........4 3 1 203-171 6 Njarðvík.......3 2 1 129-138 4 ÍS.............3 1 2 128-134 2 Grindavík......3 1 2 129-144 2 ÍR.............2 0 2 98-126 0 KR........... 3 0 3 133-177 0 Létt hjá Þórsurum - unnu Kanalausa Reynismenn, 67-99 Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Þórsarar þurftu engan glansleik til að vinna sigur á Reyni, 67-99, þegar félögin mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Sandgerði í gær- kvöldi. Mótspyma heimamanna var lítil enda vantaði þá Bandaríkja- manninn David Grissom, sem ekki er búinn að fá tilskilda pappíra til að geta leikið áfram með liðinu. Staðan í hálfleik var 35-46, Akur- eyrarliöinu í hag, og á fyrstu sjö mín- útum síðari hálfleiks keyrðu Þórsar- ar endanlega yfir Reynismenn og tryggðu sér sinn þriðja sigur í röð í deildinni. Stig Reynis: Ellert 16, Jón G. 12, Sveinn 12, Sigurþór 12, Einar 8, Víðir 3, Jón Ben 2, Helgi 2. Stig Þórs: Jón Óm 31, Kennard 22, Konráð 20, Eiríkur 8, Guðmundur 8, Ágúst 5, Davíð 2, Bjöm 2, Stefán 1. Leifur Sigfinnur Garðarsson og Kristján Möller dæmdu leikinn vel. KRR A Undanúrslít á gervígrasinu. Fellaskóli - Seljaskólí í dag kl. 15.30. Ölduselsskóli - Hagaskóli míðvíkudag kl. 15.30. Ókeypís aðgangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.