Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 5
MÁ^nIjDAG'tIR 30/ ofefÓBeÍi' Í989.
Fréttir
Flying Tigers fækkar ferðum
Viökoriíum Flying Tigers hefur
fækkað úr tveimur ferðum á viku
í eina vegna minna framboðs af
fiskafurðum til Japans. Auk þess
þykir ekki borga sig að lenda í
Keflavík fyrir minna en tíu tonna
vörusendingar.
Fulltrúar Federal Express, sem
eiga Flying Tigers, fóru þess á leit
við utanríkisráðuneytið að það
hefði milbgöngu um samninga
umboðsaðilans Flugfax hf. og Flug-
leiða vegna afgreiðslugjalda. Tals-
menn félagsins sögðu afgreiðslu-
gjöld á smáum formum vera ósann-
gjörn.
Nú hefur allvel þokast í sam-
komulagsátt hjá Flugleiðum og
umboðsaðilanum Flugfax vegna
afgreiðslugjaldanna á breiðþotun-
um. Ljóst er þó að viðkomum þotn-
anna fækkar úr tveimur í eina því
ekki þykir borga sig fyrir svo stóra
þotu að stoppa fyrir minna en um
10 tonn.
Afgreiöslugjald fyrir neðra þilfar
verður 2.615 dollarar eins og verið
hefur en óttast var aö Flugleiðir
hækkuðu verðið í 6.250 dollara.
Hins vegar á eftir að semja um
gjaldtöku fyrir efra þilfar. Lyfta
fyrir efra þilfar, sem kostaði Flug-
leiðir um 7 milljónir króna, kemst
væntanlega í notkun um miðjan
nóvember.
Guömundur Þór Þormóðsson,
framkvæmdastjóri Flugfax, sagði í
samtali við DV að hann væri nokk-
uð ánægður með árangur viðræðn-
anna. „Mér finnst að fulltrúar
Flugleiða ræði málin nú af meiri
sanngimi en í fyrri umræðum.
Hins vegar á eftir að ræða ýmislegt
ennþá, s.s. hleðslu á efra dekki.
Ferðir breiðþotnanna verða aðeins
einu sinni í viku á Japansmarkað
en ég á von á að framboð eigi eftir
að aukast verulega á næstu mánuð-
um,“ sagði Guðmundur.
-ÓTT
Samgönguráðherra:
Ekki hissa
að útflytj-
epdur vilji
betri
þjónustu
„Ég hef nú reynt að vera já-
kvæður gagnvart aukinni þjón-
ustu og nýjum möguleikum fyr-
ir okkur í flutningamálum.
Hins vegar er æskilegt að þeir
flutningar séu frekar í gegnum
þjónustu íslenskra aðila. Yfir-
leitt er ríkjandi umburðarlyndi
fyrir frjálsri þjónustu sem ekki
er fyrir hendi. En mér skilst að
áform séu uppi hjá Flugleiöum
um .að auka þá þjónustu sem
er fyrir,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon samgönguráðherra
um væntanlega umsókn Luft-
hansa um flugrekstrarleyfi fyr-
ir fiskflutningum frá íslandi til
New York.
Lufthansa hefur gefiö út vilja-
yfirlýsingu til flutningamiðlun-
arinnar Flugfax hf. um að taka
að sér vöruflutninga til New
York frá íslandi einu sinni í
viku. Umsókn um flugréttindi
er á leiðinni frá Lufthansa til
samgönguráðuneytisins.
- Islenskir útflutningsaðilar
hafa hvatt Flugfaxmenn til þess
að stuðla að því að traustur
aðili bjóði flutninga til Banda-
ríkjanna.
„Ég er ekki hissa á því að út-
flytjendur vilji að þeim séu opn-
aðir möguleikar fyrir betri
þjónustu í flutningum. Okkur
ber aö standa sem best aö þeim
málum. En þessi umsókn gæti
orðið hvatning til þeirra sem
þegar hafa þessi mál í sínum
höndum."
-ÓTT
Enska er okkar mál
NÁMSKEIÐIN HEFJAST1. NÓVEMBER
INNRITUN STENDUR YFIR
FYRIR
NYTT
FULLORÐNA
7 VIKNA ENSKUNAMSKEIÐ
TVISVAR í VIKU, EINN OG HÁLFAN
TÍMA
í SENN
6 VIKNA VIÐSKIPTAENSKA
í HÁDEGINU EÐA Á KVÖLDIN
7 VIKNA FRAMHALDS-
NÁMSKEIÐ
SAMTALSTÍMAR
7 VIKNA SKRIFLEG ENSKA
6 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ
FYRÍR ÚTLENDINGA
FYRIR BORN
6-8 ÁRA
NÁM OG LEIKIR
8-12 ÁRA
ENSKUNÁMSKEIÐ
13-15 ÁRA
UNGLINGANÁMSKEIÐ
UNDIRBÚNINGUR FYRIR
SAMRÆMD PRÓF
UNDIRBUNINGUR FYRIR
T.O.E.F.L. PRÓF
UNDIRBÚNINGUR FYRIR
P.E.T. PRÓF
METIN í CAMBRIDGE OG
ALÞJÖÐLEG VIÐURKENNING VEITT
BÓKMENNTANÁMSKEIÐ
UMRÆÐUTÍMAR - LESTUR
LEIKSKÓLI
FYRIR 3-5 ÁRA BÖRN
FÖSTUDAGA E.H.
EINKATÍMAR
SÉRKENNSLA EFTIR ÓSKUM NEMENDA
Ensku Skólinn
TUNGATA 5, 101 REYKJAVIK
HRINGDU í SÍMA
25330/25900
OG KANNAÐU MÁLIÐ
Höflim opnaö glæsilega toppavershui
að Fákafeni 9
Nýjar sendingar nýkomnar af vönduðum ullargólfteppum.
Nýjar gerðir, nýjir litir. Mikið úrval til á lager.
EURO samningar - VISA raðgreiðslur. Næg bílastæði.
Velkoinin í giæsilega sérverslun með gólfteppi.
TEPMERSIDN
FRIDRIKS RERTELSEN
FÁKAFENI 9 SÍMI 686266