Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Page 24
24 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. íþróttir • Kristján Arason - fimm mörk. Stjáni sterkur - enn sigrar Teka Kristján Arason áttí mjög góö- an leik með Teka í gær þegar liö- iö sigraöi Palardera, 21-28, á úti- velli í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Kristján skoraði íimm mörk í leiknum og þetta var ijóröi sigur Teka í jafnmörgum leikjum. Granoilers fór á kostum gegn Malaga og sigraði stórt, 36-19. Atli Hilmarsson skoraöi 4 mörk og Geir Sveinsson 2 fyrir Granoll- ers. „Viö komumst í 13-2 og síðan 19-7 i hálfleik þannig að eftír það var lífínu tekiö létt og allir fengu að spila,“ sagði Geir í spjalli við DV i gær. Alfreð skoraði sjö Aifreð Gíslason var í aðalhlut- verki hjá Bidasoa sem tapaöi fyr- ir Arrate á útivelii, 28-24. Alíreð skoraði 7 mörk, 3 þeirra úr víta- köstum, Þetta var sætur sigur hjá Arrate sem er aö miklu leyti skip- aö leikmönnum sem Bidasoalos- aöi sig við eftir síðasta keppnis- timabil. Vujovic geröi 14 Júgóslavinn Vujovic var í mikl- um ham þegar Barcelona vann stórsigur á hinu öfluga liöi Caja Madrid, 30-19. Hann skoraði heil 14 mörk i leiknum. Barcelona og Teka eru efst með 8 stig eftír 4 umferðir. Arrate er næst með 7 stig, Bidasoa er með 6 en Granollers er í 7. sætinu með 5 stíg. -VS T l.deild á V Úl’slit J" Stjaman - Víkingur..28-18 Grótta - Valur......18-28 ÍR-ÍBV..............26-26 KA-FH...............19-28 KR-HK...............25-20 Vamarleikur Vals vann á Gróttunni - tíu marka sigur Vals á Seltjamamesi, 18-28 „Þetta var okkar besti leikur til þessa og vamarleikurinn er allur að koma til. Ef sterk 6/0 vöm gengur gegn einhverju liði þá er það gegn Gróttu sem vantar hávaxnar skyttur en spilar vel saman. Okkur tókst að bremsa á línuspil þeirra og þar með vorum við með undirtökin," sagði Þorþjöm Jensson, þjálfari Vals- manna, við DV eftir stórsigur Hlíðar- endaiiösins á Seltirningum á Nesinu á laugardaginn, 18-28. Valsmenn léku mjög vel, með geysilega öflugum varnarleik og hraða í sóknarleiknum brutu þeir Gróttuna niður strax í þyijun og komust í 1-6. Eftir það var aldrei spuming um úrslit, Valsmenn léku agað allan tímann, í sókn og vöm, og voru 9-14 yfir í hálfleik. Þegar tíu mínútur vom liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 12-20 og ljóst að Grótta ætti sér ekki viðreisnar von. Með þessu áframhaldi em Vals- menn ekki búnir að segja sitt síðasta orð í toppbaráttu deildarinnar. Vöm- in er aö smella saman og sóknarleik- urinn sömuleiðis. Þar er Brynjar Harðarson farinn að leika meira fyr- ir liðið en í fyrstu leikjunum og átti margar glæsilegar línusendingar auk þess sem hann var firnasterkur í vöminni. Þar er á ferðinni litrík- asti leikmaður 1. deildarinnar í dag. Brynjar er að laga sig að liðinu „Brynjar er búinn aö vera fimm ár í Svíþjóð, í liöi þar sem hann var allt í öllu. Þess vegna hefur hann leikið óagað með Val til aö byrja meö en nú er hann kominn í sterka liðsheild þar sem allir geta skorað og hann er smám saman að laga sig að því,“ sagði Þorbjörn Jensson. Einar varði þrjú vítaköst frá Halldóri Allt Valshðiö lék vel og Valdimar Grímsson var sérstaklega skæður í hraðaupphlaupum. Einar Þorvarð- arson varði 13 skot, þar af fjögur víta- köst, og þrjú þeirra frá Halldóri Irtg- ólfssyni. Grótta átti ekkert svar við varnar- leik Vals og sóknarleikur liðsins var fyrir vikið máttlítUl. Stefán Amar- son gerði margt gott í fyrri hálfleikn- um og Halldór Ingólfsson var drjúg- ur í línusendingum og gegnumbrot- um en kom sjaldan skotum í gegn. Markvarslan brást alveg, Sigtryggur Albertsson varði aðeins tvö skot og Þorlákur Árnason síðan tvö undir lokin. • Mörk Gróttu: Stefári Amarson 5, Svavar Magnússon 4, Páll Björns- son 3, Halldór Ingólfsson 3/1, Sverrir Sverrisson 1, Davíð Gíslason 1, Will- um Þórsson 1. Mörk Vals: Brynjar Haröarson 10/6, Valdimar Grímsson 8, Jakob Sigurösson 4, Júlíus Gunnarsson 3, Finnur Jóhannesson 2/1, Jón Kristj- ánsson 1. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson dæmdu leikinn allþokka- lega. -VS KR við toppinn eftir sigur á HK - KR bar sigurorð af HK, 25-20 KR sigraði lið HK í Laugardals- höll í gærkvöldi með 25 mörkum gegn 20. í hálfleik var staðan 11-8, KR-ingum í vil. KR er í þriðja sæti eftir leikinn í gærkvöldi en HK er nálægt botninum. Leikurinn var jafn framan af og þegar 5 mínútur vora liðnar af leiknum var staðan 2-2. KR-ingar tóku þá heldur betur við sér og náðu að skora fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-2. HK-menn voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn í 7-5. Eftir þaö skiptust liðin á að skora og staöan í leikhléi var 11-8 fyrir KR. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum og eftir 5 mínútna leik hafði HK-mönnum tekist að minnka muninn í 13-11. Þeir fengu þá vítakast sem fór í súginn og KR-ingar bmnuðu fram og skoruðu og breyttu stöðunni í 14-11. Þegar um 10 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 20-16, KR í vil. KR skoraði þá fimm mörk í röð og komst i 23-16. Eftir þennan góða leikkafla hjá KR-ingum voru úrslit- in ráðin og lauk leiknum með sigri þeirra 25-20. Leikurinn var frekar slakur og gerðu leikmenn sig seka um mörg mistök. Liö KR á að geta gert betur. Þaö spilaði ágætlega í vörninni en meira líf vantaði í sóknarleikinn. Leifur Dagfinnsson, markvörður, var besti maður KR og varði hann 16 skot í leiknum. Stefán Kristjáns- son og Þorsteinn Guðjónsson spil- uðu einnig ágætlega Lið HK spilaði ekki vel í leiknum í gærkvöldi. Liðið gerði mikið af mistökum í sókninni og leikmenn vom of mikið aö puöa hver í sínu horni. Baráttan er þó til staðar í I liðinu en leikmenn of æstir í varn- [ arleiknum og bijóta oft illa af sér. I Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliðil HK, lék best HK manna í gær og I einnig var Róbert Haraldsson ógn- [ andi í hægra horninu. • Dómarar í leiknum voru Egill I Már Markússon og Kristján Þórl Sveinsson og dæmdu þeir þokka- [ lega. • Mörk KR: Stefán Kristjánsson I 8, Konráð Olavsson 5/2, Þorsteinn | Guöjónsson 4, Einvarður Jóhanns- son 3, Páll Ólafsson eldri 2, Sigurð- [ ur Sveinsson 2 og Bjarni Ólafsson | 1 mark. • Mörk HK: Óskar Elvar 6/1,1 Magnús Sigurösson 5/5, Róbert I Haraldsson 3, Ólafur Gunnar Már I Gíslason 3, ólafur Pétursson 2 ogl Páll Björgvinsson 1 mark. -GH | Mistök á báða bóga - þegar ÍR og ÍBV skildu jöfn í Seljaskóla, 26-26 Stjarnan,. 4 4 0 0 95-69 8 FH 4 3 1 0 108-86 7 KR ....4 3 0 1 89-90 6 Valur 4 3 0 1 104-86 6 Grótta ....4 1 1 2 74-85 3 Víkingur. ....4 1 1 2 83-93 3 ÍR .....4 1 1 2 99-97 3 HK 4 1 0 3 86-102 2 ÍBV ....4 0 2 2 90-97 2 KA ....4 0 0 4 Markahæstir: 78-101 0 Bryixjar Harðarson, Val....44/15 Stefán Kristjánsson, KR....27/6 Gylfi Birgisson, Stjöm.....26/5 Konráð Olavsson, KR........23/6 Óskar Armannsson, FH.......23/6 Erlingur Kristjánsson, KA..23/7 Magnús Sigurðsson, HK......23/10 Halldór Ingólfsson, Gróttu.23/14 Sigurður Bjamason, Stjöm ....22/1 Ólafur Gylfason, ÍR........22/8 Síðustu mínúturnar í leik IR og ÍBV vom æsispennandi og skemmti- legar. Liðin skiptust á um að skora en gerðu sig sek um fjöldann allan af mistökum í lokin. Leikurinn fór fram á heimavelli ÍR í Seljaskólanum og var í heild jafn og spennandi en ÍR hafði þó fmmkvæðið lengst af í leiknum. En jafntefli varð staðreynd og geta bæöi liöin vel við unað eftir atvikum. Liðin skiptust á um að skora fyrstu mínútumar en þá tóku ÍR-ingar mik- inn fjörkipp - skomöu hvert markið á fætur öðm og komust í 6-2. ÍBV fór nú að koma meira inn í leikinn og náðu Eyjamenn að jafna leikinn þegar um fimm mínútur vom eftir af fyrri hálf- leik. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á um að skora en ÍR hafði eitt mark yfir í leikhléi, 13-12. Eyjamenn byrjuðu á því að skora tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komust þar með í fyrsta sinn yfir í leiknum. En ÍR jafnaöi og komst yfir á nýjan leik. Eftir þetta skiptust liðin á um að skora þangað til ÍR náði sínum besta kafla í leiknum og breytti stöðunni í 23-19. En þá tóku leikmenn ÍBV það ráð að taka tvo leikmenn ÍR úr umferð. Við þetta riðlaðist leikur ÍR-inga mikið og gerðu þeir sig seka um fjöldann allan af mistökum sem sennilega hefur kostað þá sigurinn. Eyjamenn ná að jafna leikinn, 24-24, þegar um fimm mínútur em eftir. Næstu mínútum- ar fengu bæöi liðin fjölda dauðafæra sem þau misnotuðu. Þegar ein mín- úta var eftir fengu ÍR-ingar víti en Viöar Einarsson varði glæsilega. Björgvin Rúnarsson skoraöi svo fyr- ir ÍBV þegar um 30 sekúndur vom eftir. En Jóhann Ásgeirsson jafnaði fyrir ÍR, 26-26, þegar örfáar sekúnd- ur voru eftir af leiknum, við mikinn fögnuð stuðningsmanna ÍR-inga. Gunnlaugur Hjálmarsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn og stóðu þeir sig þokkalega. Mörk ÍR skoruðu: Róbert Rafnsson 6, Ólafur Gylfason 5, Magnús Ólafs- son 5, Orri Bollason 4/2, Matthías Matthíasson 4, Frosti Guðlaugsson 1 og Jóhann Ásgeirsson 1. Mörk ÍBV skoruðu: Sigurður Gunnarsson 6/1, Hilmar Sigurgísla- son 6, Björgvin Rúnarsson 3, Guð- mundur Albertsson 3, Óskar Brynj- arsson 2, Sigbjöm Óskarsson 1 og Sigurður Friðriksson 1. BS • Bjarki Sigurðsson skoraði flest marka Ví Birgissyni. En Víkingar máttu þola tiu marka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.