Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. Menning Bókavertíðin styttist ár frá ári: Útgefendur veðja allir á vikuna fyrir jólin „Þaö er tilgangslaust aö ætla enda- laust að dreifa útgáfunni á allt árið þegar markaöurinn er þannig aö mest vit er í að stytta útgáfutímann. Bækur á íslandi eru jólagjafir í sam- keppni viö aðra gjafavöru og illa gengur að þreyta því,“ sagöi Steinar J. Lúövíksson hjá Frjálsu framtaki. Bókaútgáfa virðist ætla aö vera með seinni skipunum fyrir þessi jól. Útgefendur eru sammála um aö óráðlegt sé að gefa bækur út á öðrum tíma en síðasta mánuðinn fyrir jólin. Útgáfutíminn virðist því vera að styttast fremur en hitt. Útgefendur, sem DV ræddi við, eru sammála um að tvennt valdi þessu öðru fremur. í fyrsta lagi viija útgef- endur ekki að bækur þeirra teljist gamlar þegar aðalösin í bóksölunni hefst að áhðnum desember. „Augun mega ekki vera orðin vön bókunum þegar vertíðin hefst,“ sagði Önundur Björnsson, útgefandi hjá Tákni. „Halldór Laxness sagði eitt sinn að ekkert í heiminum væri eldra en dagblað frá í gær. Þetta viröist hka eiga við um bækur." Útgefendur kvarta undan því að bækur, sem koma út snemma árs, liggi til jóla og ekkert gerist annað en að á þær safnist kostnaður og að þær veki htla athygli þegar bóksalan hefst loks fyrir alvöru. Reynsla síð- ustu ára sýnir að bróðurparturinn af bóksölu í landinu fer fram dagana frá því nýtt greiðslukortatímabil hefst, 17. desember, til aðfangadags. „Útgefendur geta kennt sjálfum sér um hve iha gengur að dreifa bóka- útgáfunni á árið. Þeir eru ekki nógu kjarkmiklir sölumenn til að breyta heíðinm,“ sagði Þórarinn Friðjóns- son, útgáfustjóri hjá Vöku-Helgafelh. Annað atriði, sem hvetur útgefend- ur th að stytta útgáfutímann, er aö flestir þeirra verða að fá lán hjá prentsmiðjunum til að koma bókun- um út. Yfirleitt fá prentsmiðjumar ekki greitt fyrir sitt verk fyrr en eftir áramót. Útgefendur sjá engan tilgang í að skulda prentsmiðjunum í marga mánuði þegar tekjumar af bóksöl- unni koma hvort eð er næstum allar í desember. „Prentsmiðjurnar eru eiginlega okkar bankar og einkum eru þær stærri mjög hðlegar við að lána prentkostnaðinn en þetta hvetur óneitanlega útgefendur til að stytta útgáfutímann,“ sagði Önundur Bjömsson. -GK Skrif uð í aftokustfl - segir Hannes Hólmsteinn um nýja flölmiðlabók Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Það er aftökustíll á bókinni en ekki jaröarfarar-." DV-mynd GVA „Ég tel að fjölmiðlar séu svo mikilvægir að þeir verðskuldi umfjöllun. Auk þess eru íslensk- ir fjölmiðlar sérstaklega áhugaverðir," segir Hannes Hólmstéinn, lektor í stjómmálafræði. Nú er væntanleg frá honum bók um íjölmiðla þar sem rýnt er í stöðu íslenskrar fjölmiðlunar. Stofnun Jóns Þorlákssonar gefur bókina út. „Ég vona að bókin geti í senn verið til fróð- leiks fyrir upplýstan almenning og til kennslu í framhaldsskólum og í háskólum. Ég reyni að hafa bókina skemmtilega. Það er aftökustíh á henni en ekki jarðarfarar-,“ segir Hannes. Leikreglur um fjölmiðia „Sumt af efni bókarinnar hef ég lengi átt í fórum mínum en ég skrifaði hana að mestu leyti á þessu ári. Ég hafði mjög gaman af þessu. Það hefur ótrúlega margt driflð á daga íslenskra fjöl- miðla. í bókinni eru íjölmiðlar gagnrýndir þegar þeir eiga það skhið. Ég mæh hka með því aö ríkið láti þá afskiptalausa. Það er langt mál í bókinni um þær leikreglur sem eiga að ghda um fjöl- miðla. Ég held að við séum ekki nægilega vakandi um prentfrelsi og almennt um tjáningarfrelsi eins og Spegilsmálið og mál fijálsu útvarpstöðv- anna í verkfahi BSRB árið 1984 sýna. Ég segi frá atburðarásinni í fjölmiðlaslagnum í þessu fræga verkfalli og hvað gerðist að tjalda- baki. Ég hygg hka að mörgum þyki forvitnilegir tveir kaflar um Ríkisútvarpið. Neytendur eiga að gefa fjölmiðlum einkunnir en ekki stjórnmálamenn. Það er fáránlegt að skylda menn th að kaupa þjónustu íjölmiðla sem þeir kæra sig ekki um. Ég tel að fjölmiðlar eigi að vera jafnábyrgir og neytendur vhja hafa þá þó aö vitaskuld eigi þeir að lúta landslögum, þar á meðal meiðyrðalöggjöf. Ég vh hka að stjómmálamenn taki krumlurn- ar af fjölmiölunum. Stjórnmálamenn mega ekki hafa geðþóttavald yfir þeim. Það er til dæmis fáránlegt ef virðisaukaskattur er lagður á og síðan veittar undanþágur frá ári til árs þannig að íjölmiðlarnir éti úr lófa fjármálaráðherra." Viðbrögð stjórnmálamanna Hannes skiptir bókinni í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um prentmiölana frá upphaii og þá sérstaklega um íslensk blöð. Annar hlutinn fjallar um ljósvakamiðlana og hinn þriðji um fréttamenn. „Ég ræöi mikið um íslenska tungu í bók- inni,“ segir Hannes. „Þróun fjölmiðlanna er líka rakin og ég hygg að mönnum þyki forvitnhegar hugleiðingar mínar um viðbrögð íslenskra stjórnmálamanna við fjölmiðlabyltingunni. Ég ræði hverjum hefur tekist og hverjum hefur mistekist að glíma við fjölmiðlana. Ég er með sérstaka kafla um tvo aðsópsmestu fjölmiðlamenn tuttugustu aldarinnar, þá Jónas Jónsson frá Hriflu og Vilmund Gylfason. Ég geri og þróun Morgunblaðsins sérstaklega að umtalsefni og einnig framtíð flokksblaðanna. Ég gagnrýni einnig töluvert kenningar ís- lenskra fjölmiðlafræðinga. Þar á meðal eru Þor- björn Broddason og Stefán Jón Hafstein. í bókinni er einn kafli sem heitir Tvö hneyksli. Ég safna líka saman fjölda mistaka og glappa- skota sem fjölmiðlamenn hafa gert. Þama eru líka myndir af kunnum atvikum sem vakið hafa umtal.“ Fjölmiðlabók Hannesar er önnur bókin sem hann gefur út í ár. Hin er um sögu Sjálfstæðis- flokksins í 60 ár og var dreift á nýhðnum lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Hannes hefur skýr- ingu á reiðum höndum á því hvemig honum hefur tekist að koma tveimur bókum frá sér á einu ári. „Ég færi samkennurum mínum í stjórnmála- fræði sérstakar þakkir í formálanum fyrir að hafa sthlt kennslubyrði minni svo í hóf að ég hef nægan tíma th rannsókna og ritstarfa," seg- ir hann. Fjölmiðlapistlar Síðastliðið sumar byrjaði Hannes aö skrifa pistla um fjölmiðla í DV við misjafnar vinsældir þeirra sem um var skrifað. Nú hefur verið hlé á skrifum Hannesar um skeið en hann byijar aftur 1. nóvember. „Þetta er skemmtheg dægrastytting," segir Hannes um pistlaskrifm. „Fjölmiðlamenn verða að hafa hitann í haldinu. Að stjórnmálamönnum undanteknum eru þeir sjálfumglaðasta stétt á íslandi. Sumir segja að ég líti á það sem hlutverk mitt að reisa mér vélbyssuhreiður og skjóta á aht kvikt sem nálgast. Kannski eiga menn þá ekki von á góðu með bókinni," sagði Hannes Hólm- steinn Gissurarson. -GK Thor Vllhjálnisson vinnur út frá þekktu sakamáli i nýju skáldsög- Jón Örn Marinósson, fyrrum tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, er húmoristi góður eins og þeir vita sem undanfarin ár hafa fylgst með flutningi hans á ís- lendingabók og Ódáinsvallasögu í útvarpinu. Jón hefur nú tekið sögur sínar saman í bók sem kemur út hjá Tákni senn hvað höur. Bókin hefur fengið: nafnið ís- lendingathvera og í undirtitli - byrðin og brosið. Litið hefur heyrst til Jón Arnar eftir að hann yfirgaf útvarpið og fór að seipja auglýsingatexta en nú geta aðdá- endur hans riíjað upp tóninn í Jóni Erni. á tréfæti Stefán Jónsson, sem alltaf er kallaður fréttamaður, heidur áfram að birta endurminningar sínar fyrir þessi jól. Nýja bókin heitir hvorki meira né minna en Lífsgleöi á tréfæti með byssu og stöng. Það er Forlagið sem gefur út. í bókinni segir hann sögu ástríðu sinnar aö veiða en Stefán hefur ura árabil verið einn ötul- asti veiðimaöur landsins. Gilchr þá einu hvort hann er með byssu eða stöng. Fyrri endurmitmingabók Stef- áns heitir Að bre>Ta fjalli og kom út fyrir tveimur árum. Þar sagði hann einkum frá uppvexti sínum á Djúpavogi og í Þingeyjarsýslu. Æskustöövarnar eru þó aö sögn ekki langt undan í þessari bók. Fóiskuverk á Ymsar sögur hafa gengið um að Thor Vilhjálmsson sæki sögu- efni sitt í skáldsögunni Náttvígi til umtalaðs sakamáls hér á landi. Því hefur hann neitað en sagt að í nýju sögunni Qalli liann um fólsku - í hverri mynd sem hún birtist. Hann nýtir sér lflta að hluta fólskuverk sem framið var á Sel- tjarnarnesi á síöasta ári þegar þrh' ungir menn réðust á gömul hjón og böröu þau th óbóta. At- burður þessum líkur kemur fyrir undir lok sögunnar og fer ekkert milli mála við hvað er átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.