Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. Mikil ólga 1 knattspymmnálimum í Keflavík: „Lítil þekking á starfsemi ráðsins“ - ósmekklega flallað um knattspymuráð ÍBK, segir heimildarmaður DV Iþróttir Sviss: Luzem lagði Xamax „Þessi sigur bætir stööu okkar verulega og við erum komnir þremur stigum frá níunda sæt- inu. Sem stendur er markmið okkar að ná í átta liða úrslita- keppnina en við erum líka farnir aö nálgast efstu liðin,“ sagði Sig- urður Grétarsson, landsliðsmað- ur hjá Luzern, í samtali við DV í gærkvöldi. Luzern vann í gær mikilvægan sigur á Neuchatel Xamax, 1-0, í svissnesku 1. deildar keppninni í knattspymu. Peter Nadig skoraöi sigurmarkið með skalla eftir homspymu eftir aðeins 90 sek- úndna leik. „Við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, fengum þá fjölmörg færi, og eins framan af síðari hálfleiknum. En síöustu tuttugu minúturnar sótti Xamax stíft og þá sluppum við vel með aö halda fengnum hlut,“ sagði Sigurður. Xamax af toppnum Xamax var efst fyrir þessa um- ferð en missti Sion og St. Gallen upp fyrir sig við þennan ósigur í Luzern. St. Gallen vann Servette, 2-3, í Genf og Sion sigraði Bellinz- ona, 3-1. Staðan í deildinni er sem hér segir: Sion......16 8 5 3 25-18 21 StGallen..16 6 8 2 30-20 20 N.Xamax...16 9 2 5 31-25 20 Grasshopp.16 7 4 5 22-16 18 Luzem.....16 6 5 5 29-24 17 Lugano....16 6 4 6 29-27 16 YoungBoys.16 5 5 6 22-23 15 Servette..16 5 5 6 24-26 15 Lausanne..16 4 6 6 18-21 14 Wettingen.16 5 3 8 11-19 13 Aarau.......16 4 4 8 15-22 12 Bellinzona..16 4 3 9 20-35 11 -VS Sigurður setti met Þijú íslandsmet vom sett á unglingamóti Ármanns í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykja- víkur í gær. Sigurður Guðmundsson, UMSB, sem er 10 ára gamalþ setti met í hnokkaflokki þegar hann synti 100 metra bringusund á 1:38,61 mínútiL- Sigurður keppti í flokki sveina og varð sá ellefti í rööinni, ellefu sekúndum á und- an næsta jafnaldra sínum. Boðsundssveitir Sundfélags Suðumesja settu síðan tvö met. A-sveit meyja synti 4x100 metra fjórsund á 5:27,83 minútum og varð í öðm sæti í flokki stúlkna, og A-sveit sveína synti 4x100 metra skriðsund á 5:02,75 minút- um og varö fjórða í flokki pilta. -VS Beagrie til Everton Gunnar SvembjöniSEon, DV, Engiandi: Everton gekk um helgina frá kaupum á Peter Beagrie, 23 ára gömlum útheija frá Stoke, og greiðir 2. deildar félaginu 750 þús- und pund fyrir þennan efhilega knattspymumann. Beagrie hefur leikið með enska 21-árs landslið- inu og bæöi Tottenham og Li- verpool höfðu sýnf mikinn áhuga á að fá hann til liðs viö sig. Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: „Okkur finnst mjög ósmekklegt hvemig okkar mál hafa verið borin á borð í fjölmiðlum síðustu daga. Þeir sem hafa látið hafa eftir sér ýmis ummæli um knattspyrnuráðið hafa greinilega litla þekkingu á starf- semi þess,“ sagði einn af forvígis- mönnum knattspyrnumála í Kefla- vík í samtali við DV í gærkvöldi. Ráðiö sagði af sér í síöustu viku eftir útistöður við aðalstjórn íþrótta- bandalags Keflavíkur. Segja má að deilur um gossjálfsala í íþróttahúsi Keflavíkur hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Knattspyrnuráðið setti upp þann sjálfsala og var ábyrgt fyr- ir honum. Aðalstjórn hugðist ráð- stafa honum til annarra deilda fé- lagsins og við það vildu knattspyrnu- ráðsmenn ekki una. „Margs konar misskilningur hefur verið á ferðinni í þessu máli og ljóst að þeir sem miölað hafa upplýsing- um til fjölmiðla hafa ekki haft mikið vit á því. Aldrei hefur verið talað um að sameina félögin tvö í Keflavík, UMFK og KFK, eða leggja þau niður - heldur var markmiðið að stofna sérstakt knattspyrnufélag innan ÍBK. Það hefði gert knattspyrnuráð- inu auöveldara fyrir á margan hátt, stundum voru til dæmis leikmenn horfnir á braut með undirrituð fé- lagaskipti frá UMFK eða KFK án þess að forystumenn ráðsins vissu af því,“ sagði heimildamaður DV. Farið á bak við ráðið í skiltamálinu „Hvað auglýsingaskiltin varðar er það rétt að samið var um að sú skila- nefnd, sem tók að sér að gera upp skuldir fyrrverandi stjórnar ráðsins, átti að fá ágóðann af þeim skiltum sem fyrir voru á vellinum. Knatt- spyrnuráðið átti að fá tekjur af nýj- um skiltum og fékk mánuð til að afla þeirra. Þegar sú vinna var komin í gang kom ráðið að lokuðum dyrum alls staðar því skilanefndin var þegar farin af stað til að fá ný skilti. Þarna var farið á bak við okkur. Þennan tekjumissi af skiltunum vildum við bæta upp með því að setja upp sæl- gætissölu í félagsheimili ÍBK, þar sem áður var setustofa, og fengum það,“ sagði heimildarmaðurinn. Stuðningsklúbburinn stóð í skilum „Þá er dregin upp alröng mynd af samskiptum okkar við stuðnings- mannaklúbb ÍBK. Það sem við fórum fram á var einfaldlega að klúbburinn stæði í skilum við okkur. Við vorum búnir að útvega klúbbnum miða á leiki, hann seldi miðana og yið áttum að fá prósentur af því. Ákveðinn frestur var gefinn til að standa skil á þeim og klúbburinn stóð við þaö og gekk frá sínum málum við okk- ur.“ Tekjur af sjálfsala teknar af ráðinu „Hvað „sjálfsalastríðið" varðar fékk knattspyrnuráðið þá hugmynd í vor að setja upp gossjálfsala.í íþróttahús- inu og það var gert. Engum öðrum hafði hugkvæmst það en um leið og hin aðildarfélög ÍBK sáu að þarna var möguleiki til tekjuöflunar á ferð vildu allir sinn skerf af ágóðanum. Nú er staðan sú að handknattleiks- deildin á að fá tekjur af sjálfsalanum frá 1. september til 1. maí en knatt- spyrnuráðinu eru úthlutaðir sumar- mánuðirnir, sem gefa minnst af sér. Þetta eru verðlaunin fyrir að koma fram með þessa hugmynd og fram- kvæma hana.“ Bakreikningur vegna ferðar til Eyja „Eitt dæmi um hvernig þeir starfa sem stjórna íþróttamálunum hér í Keflavík. Keppnislið ÍBK í eldri tlokki í knattspymu var í umsjón formanns aðalstjómar ÍBK, Ragnars Arnar Péturssonar. Liðið fór til Vest- mannaeyja og fékk að ganga inn í samning knattspyrnuráðsins við Arnarflug til að fá afslátt á flugfar- gjaldinu. Auk þess ákvað ráöið að styrkja ferð liðsins um 15 þúsund krónur. Nú hefur ráðið fengið í bakið 65 þúsund króna reikning vegna þessarar ferðar, reikning sem er kominn í vanskil. Þetta eru þakkirn- ar fyrir greiða götu liðsins." Furðuleg framkoma Einn þeirra sem DV hefur rætt við um málið hafði þetta að segja: „Ég þekki formann knattspyrnuráösins, Rúnar Lúðvíksson, mjög vel og finnst furðulegt hvernig búiö er að koma fram við hann og ráöið að undan- fórnu. Rúnar er ótrúlega hugmynda- ríkur og það hefur komið þeim félög- um sem hann hefur starfað í að geysilega miklum notum. Hann hef- ur unnið að uppbyggingu knatt- spyrnunnar í Keflavík með framtíð- ina í huga. Til þessa hefur öll vinna í þeim efnum verið þrjátíu árum á eftir tímanum hér í bæ. Fyrstu skref- in í rétta átt hafa verið stigin og nú þarf nýtt blóð í aðalstjórnina. Þar sitja margir af gömlum vana, þeir hafa unniö gott starf en það er tíma- bært að hleypa að nýju fólki og byggja upp fyrir framtíðina. Það er ekki hægt meðan núverandi aðal- stjóm er við völd.“ • Norðurlandamót í nútimafimleikum var haldið í fyrsta skipti hér á landi á laugardaginn. Keppt var í Laugardalshöljinni og þátttakendur voru 34, frá Noregi, Sviþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norðmenn hafa jafnan verið fremstir i flokki á Norðurlöndum i þessari fþróttagrein og þeir sigruðu i hópkeppni. i einstaklingskeppni tókst hins vegar Sofiu Hedman frá Svíþjóð að stinga sér fram fyrir norsku stúlkurnar og tryggja sér Norðurlandameistaratign. Á myndinni leikur ein stúlknanna listir sinar með borða. VS/DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.