Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 42
42 Afmæli MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. DV Guðmundur G. Þórarinsson Guömundur G. Þórarinsson al- þingismaður varð fimmtugur í gær. Guðmundur fæddist i Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, tók fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ1963 og próf í byggingarverk- fræði frá danska tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1966. Guðmundur var verkfræðingur í skipulagsdeild og síðar í gatnadeild borgarverkfræðings í Rvík 1966- 1970. Hann rak eigin verkfræðistofu í Reykjavík 1970-79 en breytti henni þá í fyrirtækið Fjörhönnun hf. í eigu starfsmanna. Guðmundur stofnaði ásamt fleiri Verkfræðiskrifstofu Suðurlands á Selfossi 1973 og rekur ásamt fleiri fiskeldisstöðina ísþór hf. í Þorlákshöfn síðan 1985. Guð- mundur var borgarfulltrúi í Reykja- vík 1970-74. Hann hefur veriö í framkvæmdastjórn og miðstjórn Framsóknarflokksins og var gjald- keri hans 1979-86. Hann var í stjóm Stéttarfélags verkfræðinga 1969-70 og varaformaður 1970-71. Guð- mundur var í hafnarstjórn Reykja- víkur 1970-1974, í stjórn Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur 1970-74. Hann hefur verið formaður bygg- ingarnefndar Listasafns íslands frá 197^ og var forseti Skáksambands íslands 1969-74. Guðmundur hefur verið stjórnarformaður Ríkisspítal- anna frá 1987, í stjórn Þróunarfé- lagsins og í samninganefnd um orkufrekan iðnað. Hann var vara- þingmaður fyrir Suðurland 1974-78 og fyrir Reykjavík 1978-79, alþingis- maður 1979-83 og frá 1987. Guðmundurkvæntist 31.12.1961 Önnu Björgu Jónsdóttur, f. 15. maí 1939. Þau skildu. Foreldrar hennar eru Jón Guðmann Bjarnason, bíla- viðgerðarmaður í Reykjavík, og kona hans, Guðbjörg Sveinbjarnar- dóttir. Börn Guðmundar og Önnu eru Kristín Björg, f. 10.12.1962, nemi í dýralækningum í Kaupmannahöfn; Þorgerður, f. 23.5.1966, stúdent, sambýlismaður hennar er Þorkell Egilsson stúdent; Jón Garöar, f. 30. 4.1968, og Ólafur Gauti, f. 15.2.1978. Sonur Guðmundar og Sigrúnar Valdimarsdóttur lyíjafræðings er Valdimar Garðar, f. 12.11.1987. Alsystkini Guðmundar eru Jó- hann Þórir Jónsson, f. 21.10.1941, ritstjóri og útgefandi Tímaritsins Skákar, kvæntur Sigríði Vilhjálms- dóttur kennara, og íris Guðfinna, f. 27.1.1943, gift Werner íbsen, sjó- manniíReykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Kristján Bjarnar, f. 19.11. 1944, framkvæmdastjóri í Reykja- vík; Kristlaug Dagmar, f. 21.1.1945, starfsstúlka á sjúkrahúsinu á Sel- fossi, gift Snorra Þorlákssyni jarð- 'ýtustjóra; Kristín, f. 26.11.1945, starfsmaður á auglýsingastofu Rík- isútvarpsins, gift Ómari Ólafssyni, birgðaverði hjá Rafmagnsveitu rík- isins; Símonía Ellen, f. 21.4.1949, verslunarmaður, gift Sveini Sig- hvatssyni, framkvæmdastjóra á Höfrí í Hornafirði; Ingveldur Guð- finna, f. 21.4.1947, gift Ingjaldi Ind- riðasyni, b. á Stórakambi í Breiðu- vík; Helgi, f. 7.5.1948, trésmiður á Flateyri, kvæntur Sólveigu Sigurð- ardóttur; Sigurður Reynir, f. 13.11. 1950, lögreglumaður í Reykjavík; Ragnheiður, f. 22.12.1951, verslun- armaður í Hveragerði, gift Sigurði Jakobssyni tæknifræðingi; Kol- brún, f. 22.12.1951, húsmóðir, gift Birni Eiríkssyni, rafvirkja í Vogum; Þórunn Guðjóna, f. 21.4.1954, gift Björgvini Sveinssyni, tæknifræð- ingi í Reykjavík; Einar Matthías, f. 2.1.1955,fiskeldisstarfsmaðurí Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Hrafn- kelsdóttur læknaritara; Jakob Sig- urjón, f. 1.7.1956, stöðvarstjórifisk- eldisstöðvar á Selfossi, kvæntur Arnheiði Auðbergsdóttur, og Ólaf- ur, f. 3.11.1959, verslunarmaður á Selfossi,kvæntur Önnu Stefáns- dóttur. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæöra, eru Ingibjörg Kristjánsdótt- ir, f. 19.7.1947, verslunarmaður í Hafnaríírði, gift Hilmari Friðriks- s^ni, framkvæmdastjóra Parma hf; Omar Kristjánsson, f. 3.9.1948, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarfélagsins, kvæntur Kol- brúnu Methúsalemsdóttur, og Jó- steinn Kristjánsson, f. 21.3.1950, framkvæmdastjóri Myndbanda hf., kvæntur Gyðu Brynjólfsdóttur. Foreldrar Guðmundar eru Þórar- inn Ólafsson, verkamaður í Reykja- vik, og Aðalheiður Sigríður Guð- mundsdóttir. Þórarinn var sonur Ólafs, verka- manns í Kaupmannahöfn, Péturs- sonar, sjómanns í Reykjavík, Þor- varössonar, bróður Sveinbjarnar, langafa Friðriks Ólafssonar stór- meistara. Bróðir Péturs var Óli, afi Inga R. Jóhannssonar skákmeist- ara. Móðir Þórarins var Guðfinna Helgadóttir, systir Sveins, for- manns Prentarafélagsins. Aðalheiður er dóttir Guðmundar, GuðmundurG. Þórarinsson. sjómanns í Ólafsvík, Þórðarsonar, b. í Ytri-Bug í Fróðárhreppi, Þórar- inssonar af Kópsvatnsættinni, bróð- ur Þórarins, fóður Þórarins, fyrrv. alþingismanns og ritstjóra. Annar bróðir Guðmundar var Kristján, afi Vigdísar Bjarnadóttur, deildar- stjóra skrifstofu forseta íslands og konu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Guðmundur var son- ur Þórðar, b. í Ytri-Bug í Fróðár- hreppi, hálfbróður Árna, afa Halld- óru Ingólfsdóttur, ekkju Kristjáns Eldjáms forseta. Móðir Aðalheiðar var Ólafía Sveinsdóttir, systir Guð- rúnar, móður Ragnars Þórðarsonar, kaupmanns í Reykjavík. Guðmundur stendur í álviðræð- um í Amsterdam þessa dagana. Elías Jónsson Ehas Jónsson, fyrrv. birgðavörð- ur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Skipholti 32, Reykjavík, er áttatíu ogfimm áraídag. Elías fæddist á Eyrarbakka, ólst þar upp og hlaut þar sína barna- skólamenntun. Hann byijaði sextán ára til sjós og var þá í sjóróðrum á teinæringi frá Þorlákshöfn í nokkur ár en flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann réð sig sem háseta á milli- landaskip Eimskipafélagsins. Þar var Elías í siglingum allt til ársins 1943, lengst af á Goðafossi. Er Elías kom í land réðst hann til Rafmagns- veitu Reykjavíkur og starfaði þar við birgðavörslu. Hann varð birgða- vörður Rafmagnsveitunnar og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1979. Elías kvæntist 16.7.1953 Guðrúnu Einarsdótturhúsmóður, f. 16.12. 1921, dóttur Einars Grímssonar, b. í Neðri-Dal í Biskupstungum, og konu hans, Kristjönu Kristjánsdótt- urhúsfreyju. Systkini Guðrúnar: Ármann Kr. Einarsson rithöfundur, Jón Einars- son, b. í Neðri-Dal, Ársæll Kr. Ein- arsson lögregluþjónn, Grímur er lést ungur, Valdimar sem er látinn, Oddgeir leigubílstjóri og Hólmfríður kaupmaöur. Sonur Elíasar og Guðrúnar er Guðmundur Jón Elíasson, f. 14.6. 1954, læknir í Reykjavík, kvæntur Sigríði Valsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm, Elías Frey, f. 12.3. 1979, ValÁrna, f. 1.11.1982, Evu Maríu, f. 21.6.1987 og Elvar Jón, f. 10.5.1989. Alsystir Elíasar var Guðríður Jónsdóttir, f. 17.9.1902, d. 3.5.1981, húsmóðir í Reykjavík, gift Halldóri Jónssyni, en þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þá á Elías fjögur hálfsystkini sam- feöra. Þau eru: Guðmundur Jóns- son, f. 2.11.1908, d. 1973, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, eftir- lifandi kona hans er Helga Eiríks- dóttir, eignuðust þau tvær dætur og er önnur þeirra látin; Gunnar Jóns- son, f. 14.1.1913, d. 19.7.1981, birgða- vörður Landssmiðjunnar, kvæntist Sigrúnu Lilju Hjartardóttur og eign- uðust þau tvö börn; Guðrún Jóns- dóttir, f. 18.5.1919, gift Einari Sæ- mundssyni og eiga þau tvö böm, og Jón Jónsson, f. 21.11.1920, fram- kvæmdastjóri H. Benediktsson & Co„ kvæntur Hólmfríði Einarsdótt- ur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Elíasar voru Jón Ás- björnsson verslunarmaöur, f. 20.11. 1876, d. 26.10.1938, ogfyrri kona hans, Guðrún Elíasdóttir húsmóðir, f. 8.11.1879, d. 30.11.1906. Stjúpmóðir Elíasar og seinni kona Jóns var Þórunn Gunnarsdóttir, f. 28.11.1885, d.17.3.1977. Bróðir Jóns var Guömundur, for- seti bæjar- og síðar borgarstjómar Reykjavíkur. Jón var sonur Ásbjörns, tómthús- manns á Eyrarbakka, Ásbjörnsson- ar, b. í Tungu í Gaulveijabæjar- hjáleigu, Þorsteinssonar, b. að Mið- fossum í Andakíl, Magnússonar, b. í Ausu, Ólafssonar, b. í Ausu, Guð- mundssonar. Móðir Jóns var Guð- ríður Sigurðardóttur, b. í Efra-Seli í Flóa, Björnssonar, b. í Garðhúsum, Sigurðssonar, í Sviðngörðum, Lofts- sonar, b. í Vorsabæ, Guðmundsson- ar. Elias Jónsson. Guðrún, móðir Eliasar, var vest- firsk, dóttir Elíasar, b. í Baulhúsum, Tungu og síöast Álftamýri, bróður Bjarna, hreppstjóra í Dufansdal, afa Sveins V. Ólafssonar hljóðfæraleik- ara. Elías var sonur Péturs, hrepp- stjóra í Reykjafirði, Péturssonar, b. í Miðhlíð og að Skjaldvararfossi, Bjömssonar. Móðir Péturs í Reykj- arfirði var Elin Arngrímsdóttir. Móðir Elíasar í Tungu var Guðrún, dóttir Sigurðar Sigurðssonar, b. í Trostansfirði, og konu hans, Sigríð- ar Bjarnadóttur. Móðir Guðrúnar Elíasdóttur var Guðbjörg Jónsdóttir, b. aö Lauga- bóh, Guðmundssonar, b. á Gilsstöð- um á Ströndum, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Þórunn Hafliðadótt- ir. Móðir Guðbjargar var Guðrún, dóttir Bjöms Jónssonar, b. á Brekku á Sæbólssókn, ogkonu hans, Mar- grétar Jónsdóttur. Sérfræöingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaóastrætis sími 19090 Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælis böm og aðstandendur þeirra til að senda þvi myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir af- mæbð. Muniö að senda okkur myndir Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambæri- legum upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðs- ins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna Iiggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrir- vara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum. Til hamingju með afmælið 30. október 95 ára Hallgríraur Jónasson, Hringbraut 50, Reykjavík. 90 ára Arndís A. Baldurs, Hnitbjörgura, Blönduósi. Tryggvi Ólafsson, Sóleyjargötu 23, Reykjavík. 80 ára Katarina S. Magnússon, Ásbraut 15, Kópavogi. 75 ára Guðlaug Nikodemusdóttir, Langholtsvegi 27, Reykjavík. Stefán Þórðarson, Reykjahlið 10, Reykjavík. 60 ára_______________________ Batdur Ólafsson, Fit 1, Vestur-Eyjafjallalireppi. Halla Þorbjörnsdóttir, Austurvegi 7, Vík í Mýrdal. Jón Þorsteinsson, Giljahlið, Reykholtsdalshreppi. Valgerður Jónsdóttir, Kotlaugum, Hrunamannahreppi. Þórunn F riðriksdóttir, Ástúni 12, Kópavogi. 50ára Gunnar Arthursson, Aðallandi 12, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Álfhólsvegi 62, Kópavogi. Svanhildur Baldursdóttir, Bakkaseh29, ReykjavSk. 40 ára Einar B. Gústafsson, Fífuseh 20, Reykjavík. Elísabet Stefánsdóttir, Háteigsvegi20, Reykjavík. Guðmunda Guðmundsdóttir, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Guðmundur Reynisson, Sjávargötu 16, Njarðvík. Guðný Aðalgeirsdóttir, Esjuvöllum 1, Akranesi. Hannes Eiríksson, Gröf; Hofshreppi. Magnús Magnússon, Byggöarenda, Reykhólahreppí. Már V. Magnússon, Grundargerði 6D, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.