Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 7
JfifitWJteQVfi, 3pt QKTOgEfi 1989. 7 Fréttir Framkvæmdir við byggingu parhúsa fyrir aldraða eru hafnar en auk þess er verið að byggja alls þrettán íbúðir í kaupleigu- og verkamannabústaða- kerfinu. DV-mynd Garðar Guðjónsson Borgarnes: Nítján félagslegar íbúðir Níu milljónum umbúða skilað Um níu milljón einingum af öl- og gosdrykkjaumbúðum hafði verið skilað til Endurvinnslunnar 25. okt- óber. Það þýðir að um 45 milljónir hafi verið greiddar fyrir umbúðir frá því fyrirtækið hóf móttöku umbúða 8. ágúst síðastliðinn. Hversu hátt skila- hlutfall skyldi það vera? „Það er ekki tímabært að segja til um skilahlutfall á einnota umbúðum eða hvað sé eðlilegt skilahlutfall. Móttaka umbúða hefur verið í gangi í tvo og hálfan mánuð og því hefur ekki fengist nógu góð mynd af skil- unum. Fólk var líka búið að safna töluverðu af umbúðum áður en mót- taka umbúða hófst og sú söfnun er enn að skila sér. Það verður ekki hægt að gefa út neinar ábyggilegar tölur um skilahlutfallið fyrr en í árs- lok,“ sagði Gunnar Bragason, fram- kvæmdastjóri Éndurvinnslunnar, í samtah við DV. Gunnar sagði að menn hefðu það hins vegar á tilfinningunni að skilin lægju í kringum rúmlega 50 prósent. Mættu þau varla vera meiri þar sem töluverður kostnaður hefði verið við upphaf reksturs fyrirtækisins og væri enn. Þegar um hægðist og jafn- vægi hefði náðst, eftir um fjögurra mánaða starfsemi, væri gert ráð fyr- ir að rekstur fyrirtækisins þyldi um 75 prósent skil. Væri þá miðað við erlendar tölur. Væri eftir að sjá hver endanlegur kostnaður og hvernig söfnunarkerfið úti á landi yrði. Væru peningar af sölu umbúöanna, þeirra sem skila sér ekki, einu tekjur fyrir- tækisins. -hlh Garðax Guðjónsson, DV, Akranesi: Veruleg aukning verður á félagslegu húsnæði í Borgarnesi á næstu árum. Hafnar voru framkvæmdir við bygg- ingu tíu félagslegra íbúða þar á síð- asta ári og framkvæmdir við níu aðr- ar hefjast á þessu ári. Fyrirhugaö er aö byggja þrjú par- hús fyrir aldraða en þar er um að ræða bæði söluíbúðir og leiguíbúðir. íbúðirnar eru litlar og standa við Dvalarheimili aldraðra. Verið er að byggja níu íbúða blokk við Hrafnafell, þar sem verða bæði kaupleigu- og verkamannaíbúðir, en auk þess er verið að byggja fjórar verkamannaíbúðir við Arnarfell. Met slegin í slátursölunni Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Að sögn Péturs Hjaltasonar, skrif- stofustjóra hjá Verslunarfélaginu Höfn á Selfossi, var slátrað 14400 fiár í sláturhúsi Hafnar í haust. Hæstu meðalvigt átti Guðmundur Þorvalds- son, Laugarbökkum í Ölfushreppi, na einnicr átti hann bvnesta dilkinn, 26,4 kíló. Þess má geta að Guðmund- ur er búinn að vera með þyngsta dilkinn síðan ég fluttist hingað tO Selfoss fyrir um átta árum. Það voru öll met slegin í slátursölu hjá Höfn að sögn Péturs en kjötsala í lágmarki. Slátursalan var 6% meiri en í fyrrahaust. STANLEY bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu er eins og sívakandi dyravörður sem opnar og lokar þegar þrýst er á hnapp. Aukið öryggi, aukin þægindi. r The one to consider first is the top-rated V Stanley 3500. lt was fast; its auto- reverse safety feature was the gentlest; , and it can be had with a number of useful / accessories. We judged it a Best Buy. I Hið útbreidda og virta neytendablað CONSUMER REPORTS (okt. 88) gerði úttekt á bílskúrshurðaopnurum. STANLEY kom út sem bestu kaupin. STANLEY Vörur sem eru viðurkenndar fyrir gæði VETRARHJÓLBARÐAR GREIÐSLUKJÖR: TIL DÆMIS EKKERT ÚT íríJRÖ OG 1 DEKK A MANUÐI KRISPIT (4RA MÁNAÐA VISA RAÐGREIÐSLUR EÐA EUROKREDIT) VERÐ FRA KR. 00 Ihvers VEGNA AÐ KAUPA SÓLUÐ DEKK ÞEGAR ÞÚ GETUR FENGIÐ NÝJA VETRAR- HJÓLBARÐA Á ÞESSU VERÐI? Þetta er eitthvað fyrir þig 0 JÖFUR HF HJÓLBARÐADEILD. ÝBrtAVÉÖjtí:; SlMI'42600- OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.