Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. Fréttir Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra: TóHfaMur IffeyHr á við Sóknarkonur - allt greitt úr gjaldþrota sjóðum Fast á hæla forsætisráðherrans koma Matthíasarnir, Bjarnason og Mathiesen, með rétt á 162 þúsundum á mánuði. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er sá þingmaður sem hefur áunnið sér rétt til hæstu lífeyrisgreiðslna úr Láfeyrissjóðum alþingismanna og ráðherra. Nú þegar hefur hann rétt á tæplega 170 þúsund krónum á mánuði úr sjóð- unum. Á eftir Steingrími koma Matthíasamir Bjamason og Mathi- esen sem hafa irnnið sér rétt á um 162 þúsund krónum á mánuði. Þrisvar sinnum fljótari að ná í réttindi í lögum um lífeyrissjóð alþingis- manna er ákvæði um að þingmað- ur vinni sér rétt á 2 prósentum af þingfararkaupi í eftirlaun fyrir hvert byrjað ár á þingi. Eftir 5 ár hækkar þetta hlutfall. Þannig fær þingmaður rétt á 30 prósent af þingfararkaupi eitir sex ár á þingi eða um 5 prósent fyrir hvert ár. Þessi þingmaður fengi nær þrisvar sinnum minni réttindi ef hann væri í almennum lífeyrissjóði. í almennum lífeyrissjóðum vinna menn sér inn rétt á 1,8 prósentum á ári upp að 30 ámm. Eftir það fá þeir 0,9 prósent fyrir hvert ár. Yfirstandandi þing er 22. þing Steingríms. Hann hefur því rétt á 64 prósentum af þingfararkaupi. Ef sams konar reglur væru í lífeyr- issjóði alþingismanna og í almenn- um lífeyrissjóðum hefði Steingrím- ur hins vegar ekki áunnið sér rétt nema fyrir 40 prósentum af núver- andi launum. Nær allt greitt úr ríkissjóði Ráðherrar em mim fljótari að ávinna sér réttindi en þingmenn. Fyrir hvert ár í ráðherrastóh fá þeir rétt á 6 prósentum af ráð- herralaunum. Þeir em því meira en þrisvar sinnum fljótari að vinna sér inn réttindi en þorri fólks. Þannig hefur Friðjón Þórðarson áunnið sér réttindi til tæplega 25 þúsund króna eftirlauna á mánuði vegna ráðherratíðar sinnar í ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsens. Því fer fjarri að lifeyrissjóðir al- þingismanna og ráðherra standi undir þessum lífeyrisgreiðslum. Hvomgur sjóðurinn hefur eyri i eigu sinni. Þeir em því í raun gjald- þrota. Af 68 miiljóna króna lífeyris- greiðslum til alþingismanna í fyrra komu tæp 79 prósent beint úr ríkis- sjóði til viðbótar við fost'iðgjöld atvinnurekenda. Sama hlutfall var tæp 87 prósent hjá ráðherrum. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Tólffaldur lífeyrir á við Sóknarkonu Það vill svo til að lífeyrisgreiðslur tíl alþingismanna á síðasta ári vom jafnmiklar og til Sóknarkvenna eða 68 milljónir. Hins vegar fengu 99 þingmenn af þessum 68 milljónum en 782 sóknarkonur. Meðaltalsgreiðsla til þingmanna var mn 57 þúsund krónur á mán- uði. Sóknarkonumar fengu hins vegar um 7 þúsund á mánuði. Þing- mennimir fengu því tæplega átt- faldan lífeyri á við Sóknarkonum- ar þrátt fýrir að þeir hafi eflaust skilað skemmri starfsævi sem þingmenn en Sóknarkonumar sem verkakonur. 25 ráðherrar fengu um 8,6 millj- ónir í lífeyrisgreiðslur í fyrra eða tæplega 29 þúsimd krónur á mán- uði að meðaltali. Þessir menn vom einnig þingmenn þannig að mánað- argreiðslur til þeirra hafa verið nálægt 84 þúsund krónum á mán- uði. Þessi upphæð er nærri tólfiold sú upphæð sem Sóknarkonur feng- u að meðaltali. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra á rétt á hæstu lífeyris- sjóðsgreiðslunum, tæplega 170 þúsundum á mánuði. 10 milljónir í iðgjöld -68 milljónir í lífeyri Það gefiír ákveðna mynd að bera lifeyrissjóði Sóknarkvenna og al- þingismanna saman. Eins og áður sagði greiddu þessir sjóðir út sömu upphæð í lífeyri í fyrra eða 68 mihj- ónir. Það vom 99 þingmenn sem skiptu þessari upphæð á mihi sín en 782 Sóknarkonur. Þrátt fyrir að þingmenn hafi fengið 68 mihjónir vom iðgjöld í sjóðinn ekki nema 10,5 milljónir. Iðgjöld í sjóð Sóknar- kvenna voru hins vegar 138,2 mihj- ónir. Þetta gefur ákveðna mynd af mismunandi lífeyrisréttindum þessara hópa. Ástæðan fyrir þessum mun á sjóðunum felst bæði í réttindum þingmanna og eins því að hfeyrir þeirra er að fuhu verðtryggður. Tíu hæstu þingmennirnir Eins og áður sagöi hefur Stein- grímur Hermannsson áunnið sér mest réttindi af þingmönnum. Matthíasamir tveir koma næstir. Ragnar Amalds er fjórði með um 148 þúsund á mánuði í áunnin rétt- indi. Þar næst kemur RagnhUdur Helgadóttir með um 142 þúsund, Friðjón Þórðarson með um 136 þús- und, PálmÞ Jónsson með um 131 þúsund, HaUdór Ásgrímsson með um 130, Jón Helgason með um 118 þúsund og þeir Geir Gunnarsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson með um 111 þúsund krónur hvor. í dag mælir Dagfari Uppaeyra farsímans Það er aUtaf þægUeg tilfmning að fá sunnudagsmoggann inn um lúguna á laugardagskvöldi. Blaðið er þykkt í hendi og minnir á það er Kristinn Finnbogason vó Tím- ann í sínum sterklegu höndum og kvað upp úr með það að eftír því sem blaðiö væri þyngra þeim mun betra væri það. Dagfari er að eðlis- fari sjúkur í dagblöð og fréttir sem þau flytja. Eftir að hafa kembt í gegnum öU helgarblöðin fyrir há- degi á laugardag myndast síðan tómarúm þar til á laugardags- kvöldi að Mogginn skreppur inn um lúguna. Þykkt og gómsætt Utur blaðið út og Dagfari hreiðrar um sig í besta stólnum til að veija kvöldinu í faðmi hins prentaða máls meðan afgangurinn af fjöl- skyldunni situr opinmynntur fyrir framan skjáinn og lætur mata sig á menningarlausu drash. Eftir að hafa flett í gegnum allar þessar hundrað og eitthvað síður af Mogganum byijar maöur aftur að leita án árangurs aö einhveiju sem er lesandi en finnur harla fátt. Þetta er eins og svona ofvaxið Al- þýðublaö sem átti sjötíu ára af- mæli fyrir helgi og tókst að halda því vandlega leyndu. Að vísu gaf það út sérblað í tílefni þessara tímamóta og í þessu sérblaði voru núverandi og þá sérstaklega fyrr- verandi ritstjórar blaðsins látnir vitna um ágæti blaösins og þess stærsta kost sem er sá áð það er lesið af fáum en góðum mönnum og hefur þar af leiðandi haft gífur- leg áhrif á framvindu þjóðmála. Miðað við hvernig málum er komið í þjóðfélaginu í dag er þetta hins vegar vafasamur heiður,’ svo að ekki sé meira sagt. En hveijum þykir sinn fugl fagur og eflaust geta aUir verið sammála um að páfagaukurinn er htskrúðugri heldur en öminn ef út í það er far- ið. En það er þetta með lestur Dag- fara á sunnudagsmogga. Ein frétt skar í augun og má segja að þar meö hafi áskriftin verið réttlætt. „Uppaeyrað - nýr faraldur" var fyrirsögn sem fangaði augu Dag- fara eftir að hann hafði ekki lagt í að lesa leiöindagreinar gamla Helg- arpóstshösins. Þessi stutta en gagnmerka frétt á forsíðu fjallaöi um þá hættu sem uppum nútímans er búin með tilkomu farsímans. Hér er hreinlega um lífshættu að ræða eða fast að því. Uppar eru hringdir upp um miðja nótt og svefndrukknir teygja þeir sig eftir símanum og stinga loftnetinu inn í eyrað með þeim afleiðingum að hljóðhimnan springur. Afleiöingin verður sú að þeir fá svokahað uppaeyra. Þar með er frétt Mogg- ans eiginlega búin en skilur eftir margar hugleiðingar eins og góðar fréttir eiga aö gera. Hversu margir íslendingar eru komnir með uppa- eyra? spyr maður sjálfan sig. Fræg- ustu menn íslandssögunnar frá Gunnari á Hhðarenda bera alhr farsíma, svo sem Ómar Ragnarsson og fuhtrúar á landsfundi sjálfstæð- isflokksins. Getur verið að Ómar og íhaldið séu komnir með uppa- eyra og þess vegna sé fátt nýtilegt að frétta af báðum vígstöðvum. Hvað er hægt að gera til að forða mönnum frá þeim hræðilegu örlög- um að fá uppaeyra? Nú spyr sá sem ekki veit og er enn svo aftarlega á merinni að hann á ekki farsíma til að hafa með sér á klósettið vegna þess eins að fram til þessa hefur engin heims- bylting átt sér stað meðan Dagfari er á þessum helga stað og þar fyrir utan með öllu óvist að hann hefði nokkur áhrif á gang mála jafnvel þótt heimsbylting ætti sér stað á þessu þýðingarmikla augnabliki og farsími í seihngarfjarlægð. En margir eru þess fullvissir að heih og hamingja mannkyns sé undir því komin að þeir geti verið í síma- sambandi við umheiminn dag og nótt og þetta framlag til björgunar alheimsins verður seint þakkaö. En svo eru sumir sem vilja láta líta svo út að þeir séu ómissandi hvar og hvenær sem er. TU þess að und- irstrika eigið mikflvægi gagnvart náunganum er til dæmis bráð- nauðsynlegt aö eiga bílasíma og tala1 í hann á rauðu ljósi á öllum gatnamótum. Fyrir þá sem aldrei eru hringdir upp í bílnum og eiga hvergi erindi við annan hefur breskt fyrirtæki hafið framleiðslu á gervibílasíma. Þetta tæki er úr plasti, htur út eins og alvörusími en kostar ekki nema eitt pund. Dagfari varð sér úti um eitt stykki um daginn og síðan hefur virðing samborgaranna aukist stórlega þegar lýðurinn horfir upp á Dag- fara á hverjum gatnamótum með símtól upp að eyranu. Þetta er ein- hver stórkarhnn, hugsar lýðurinn sem ekur Trabant og horfir á höfð- ingjann. Með þessu móti fúhnægir Dagfari sínum mikilmennskuhvöt- um en er um leið öruggur um að fá ekki uppaeyra og þar með er til- ganginum náð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.