Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Jane Fonda hefur eins og flestar aðrar kvik- myndastjömur látið skerpa útlit- ið með aðstoð læknavísindanna. Ólíkt mörgiun öðmm er hún ófeimin að viðurkenna það. Hún sagði í viðtali fyrir stuttu að hvaða leikkona sem þyrfti að af- klæða sig fyrir framan mynda- vélamar vildi að hún liti sæmi- lega út. „Ég er aö verða fimmtíu og tveggja ára og húðin er ekki eins slétt og áður.“ Og hún viður- kenndi að hún hefði farið bæði í andlits- og bijóstalyftingu og gerði allt til að líta út fyrir að vera yngri en hún er. „Ég hef eytt hluta að ævi minni til að hjálpa fólki við að auka sjálf- straust sitt, því skyldi mig ekki einnig langa til að öðlast meira sjálfstraust og jafnvel vera talin „hættuleg kona“. Eddie Murphy- er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. • Undanfama mánuði hefur hann þó haldið sig á mottunni og verið trúr sýning- arstúlkunni Nicole Mitchell. Það er nú svo komið að hún gengur með bam og er Murphy faðirinn. Blikur era samt á lofti, alla vega era síðustu aðgerðir leikarans gagnvart Mitchell þær að vafi er á áframhaldandi sambúð því að Murphy hefur keypt mikla villu þar sem Mitchell á að vera með bamið. Húsið, sem er í námunda við heimfii foreldra Mitchell, er aftur á móti í Sacramento en Murphy ætlar sér ekki að yfirgefa Hollywood og til að tryggja sig hefur hann villuna á eigin nafni. Elisabeth Taylor hefur verið eins og margir aðrir í hinum mestu vandræðum með aukakílóin. Hefur meira borið á þessum vandræðum hennar en annarra vegna þess að hún má ekki láta sjá sig á almannafæri án þess að mynd sé tekin af henni og svo getur hún séð í blöðunum daginn eftir hvort hún hefur þyngst eða lést frá því síðasta mynd var tekin. Satt er það að ótrúlegar sveiflur hafa verið í þyngd þessarar frægu leikkonu á síðustu árum. Hún gerir sér aug- ljóslega grein fyrir veikleika sín- um því þær fréttir berast af henni að hún panti öll fót sem hún kaupir í þremur stærðum svo þau passi öragglega á hana. Smáhlé fyrir Ijósmyndarann á upptökum á Jólaleg jól. Taliö frá vinstri: Svanhildur Jakobsdóttir, Anna Mjöll, Gunnar Smári Helgason, Ólafur Gaukur, Jón Kjell Seljeseth og í fanginu á honum er sonur hans, Kjell Þórir. DV-mynd KAE Fjölskylda gerir jólaplötu Þeir sem best þekkja til segja að plötuútgáfa í ár verði með mesta móti ef ekki verði um metútgáfu að ræða. Meðal listamanna, sem koma með plötu, er Ólafur Gaukur og fjöl- skyldumeðlimir hans, eiginkonan Svanhildur Jakobsdóttir og dóttirin Anna Mjöll, en báðar era þekktar söngkonur. Plata þeirra er tileinkuð jólunum og heitir Jólaleg jól. Á plötunni verða tíu jólalög, sum þeirra þekkt og önn- ur minna þekkt. Lögin eru öll erlend fyrir utan eitt sem er eftir Ólaf Gauk. Textamir á plötunni eru allir eftir hann. Dalvík: Bæjarliðið best í pílukasti Kristján Þór Júliusson bæjarstjóri var í sigurliöinu. DV-mynd Geir Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík: Keppni í pflukasti er byrjuð hér á Dalvík. Ekki er þó til þess vitað að skipuiagöar æfingar séu hér í þessari íþróttagrein sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Fyrsta mótið var firmakeppni og þar kepptu þriggja manna lið frá nokkrum fyrirtækjum á staðnum auk vistmanna á Dalbæ, heimili aldraðra, en þar fór keppnin fram. Sigurvegari í keppninni varð lið Dalvíkurbæjar meífbæjarstj órann, Kristján Þór Júlíusson, í broddi fylkingar. Það vann til eignar veg- legan bikar sem gefinn var af Dalbæ. Eftir keppnina lék EX-tríóið létta tónlist, boðið var í kaffi og kökur og þær vora ekki af verri endanum. í vetur er hugmyndin að brydda upp á ýmsum nýjungum í félagslíf- inu og má segja að þama hafi sú fyrsta verið á ferðinni. Forstöðu- maður Dalbæjar er Halldór Guð- mundsson. Menn frá netaverkstæöi Hraðfrystihúss Eskifjarðar að gera við nót Hrings GK og framar á bryggjunni er veriö að landa sild úr Hring og Gunnari Bjarnasyni SH. DV-myndir Emil Eskifjörður: Allt snýst um síldina Emil Thoraiensen, DV, Eskifirði: Hér á Eskifirði - eins og á mörgum öðrum stöðum á Austfjörðum - snýst nú nánast allt um síld og aftur sfld. Bæjarbúar taka virkan þátt í vinnslu þeirra verðmæta sem síldin skapar á einn eða annan hátt. Hér verður gjaldeyririnn til þó að mörgum finn- ist að of lítið verði oft eftir af honum í byggðarlaginu. Eins og ætíð áður er Eskifjörður einn aðalsíldarbær landsins og nú er saltað þar í fimm söltunarstöðvum. Síldin setur hressandi blæ á bæjar- lífið og mörgum finnst það einn skemmtilegasti tími ársins þegar unnið er af kappi við að veiða og salta þennan fallega fisk, silfur hafs- ins, og þá gleymist oft staður og stund. Hvað gerði fræga fólkið... ? Þessi kunnuglegu andlit tilheyra kvikmynda- stjörnunum Gregory Peck og Jane Fonda. Mynd þessi var tekin af þeim er þau voru við- stödd frumsýningu á Old Gringo en þau ieika aðalhlutverkin í þeirri mynd. Old Gringo er lengi búið aö vera hugarfóstur Jane Fonda og var hún aöaldriffjöörin viö gerð myndarinnar. Leikkonan þekkta Goldie Hawn óskar Lee Grant, leikstjóra og leikkonu, til hamingju en sú síöarnefnda fékk sérstök heiðursverðlaun á kvikmyndahátíð þar sem aðeins voru sýndar kvikmyndir gerðar af konum. Til að mynd geti talist keppnishæf á þessari kvikmyndahátíð verður hún annaðhvort að vera skrifuð eöa henni leikstýrt af kvenmanni. Diana prinsessa og ónefndur herforingi taka fyrir eyrun þegar öskrandi herflugvélar þjóta fram hjá í litilli hæð. Mynd þessi var tekin í síðustu viku er Diana var viðstödd kýnningu á nýrri herflugvél en þess má geta að Díana er heiðursforingi í flugher Breta. Það fylgir ekki sögunni hvort hún kann nokkuð að fljúga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.