Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. >9 Dv________________Útlönd Thatcher: Ver stefnuna Niöurstöður nýrra skoöana- kannana í.. Bretlandi, sem birtar voru um helgina, sýna ekki mikinn stuðning íhaldsflokksins né for- sætisráðherrans, Margaret Thatc- her, meðal almennings í kjölfar atburða síðustu daga. Samkvæmt niöurstöðum könnunar sem birtist í dagbiaðinu The Mail í gær telur rúmur helmingur breskra kjós- enda að ráðherrann eigi að láta af störfum. í dagblaðinu Independent kemur fram að vinsældir Thatc- hers eru þær lægstu sem nokkur forsætisráðherra hefur notið síðan farið var að kanna hug kjósenda til ráðmanna fyrir flmmtíu árum. Thatcher kvaðst um helgina ekki hafa hugsað sér að breyta um stefnu í efnaghagsmálum í kjölfár afsagnar fjármáiaráðherrans, Nig- el Lawson, og efnahagsráðgjafa síns, Sir Alan Walters. Mennirnir tveir sögðu af sér á fimmtudag vegna ágreinings um efnahagsmál, sérstaklega um inngöngu Bret- lands í evrópska myntkerfið. Vegna þessara afsagna greip Thatcher tii þess að stokka upp í stjórn sinni. í kjölfar alis þess hófst mikil umræða í Bretlandi og víðar um hvort Thatcher gæti haldið í stjómartaumana þar til kosningar fara fram, um mitt ár 1992. Sir Geoffrey Howe, varaforsætis- ráðherra Bretlands, kvaðst í gær ekki mundu reyna að ýta Thatcher til hhðar og annar háttsettur íhaldsmaður og einn þeirra sem talinn er líklegur eftirmaður Thatcher, komi til þess, Michael Heseltine, fyrrum vamarmálaráð- herra, tók í sama streng. „Ég hef áður sagt að ég mun ekki bjóða mig fram gegn Thatcher.“ Fréttaskýrendur segja að próf- raun á styrk forsætiráðherrans komi fyrst í dag á verðbréfamörk- uðum. Pimdið féll mjög í verði strax í kjölfar afsagnar Lawsons. Verðbréfasalar vilja vita hver verð- ur stefna arftaka Lawsons, John Major, fyrrum utanríkisráðherra, en hann hefur sagst munu halda stefnu Lawson til streitu. Reuter TIL SÖLU VERSLUNAR-, IÐNAÐAR- OG SKRIFSTOFUHUSNÆÐI Á besta stað í rótgrónu verslunar- og iðnaðarhverfi í austurhluta Kópavogs. Horn- hús að Smiðjuvegi 4. Um er að ræða tvær samliggjandi einingar á efri jarðhæð, rúmlega 100 m2 hvor. Góðir greiðsluskilmálar. EINNIG TIL SÖLU EÐA LEIGU 620 m2 samtengt húsnæði: Götuhæð 440 m2, lofthæð 2,50-5,00 m. II. hæð, skrif- stofa 180 m2. Auðveldlega má skipta húsnæðinu í hluta. Húsnæðið hentar vel fyrir alls konar verslunar- og þjónustustarfsemi svo sem heild- verslun, smásöluverslun, lögmannastofu, fasteignasölu, endurskoðunarþjónustu, lík- amsræktaraðstöðu, sólbaðsstofu og margt, margt fleira. Nánari upplýsingar veittar hjá: Agli Vilhjálmssyni hf., s. 77200. Fasteignasölu Agnars Gústafssonar, s. 21750. TIL LEIGU Tuttugu láta lífið í flugslysi á Hawaii Tuttugu létust þegar lítil, tveggja hreyfla flugvél fórst á eyjunni Mo- lokai á Hawaii um helgina. Meðal hinna látnu voru þrettán gagnfræða- skólanemar, allir meðlimir blakliðs Molokai-skólans sem og þjálfari þeirra. Auk þeirra létust tveir ferðá- menn og tveggja manna áhöfn. Véhn, sem var í eigu Aloha Islanda- ir flugfélagsins, var af gerðinni de Havilland Otter, tveggja hreyfla. Hún var í flugi milli eyja Hawaii-eyjaklas- ans á laugardag,' frá Maui tíl Mo- lokai, þegar hún hvarf af radar. Þá var véUn við norðvesturströnd Maui. Venjulegur flugtími á milli þessara staða er fimmtán til tuttugu mínútur. Bandarísk strandgæsluvél kom auga á brennandi flak vélarinnar í gærmorgun, í Halawa-dalnum í Mo- lokai. Þrjár þyrlur voru þegar í stað sendar á vettvang. Þegar björgunar- menn komust að flakinu haifði eldur- inn slökknað. Enginn komst lífs af. Orsakir slyssins eru ekki kunnar. Reuter Jarðskjálfti í Alsír: Nítján fórust Nítján létust og meira en eitt hundrað slösuðust þegar tveir öflug- ir jarðskjálftar gengu yfir Alsír í gærkvöldi. Fyrri jarðskjálftinn mældist 5,5 á Richerskvarða og olh hann talsverðu tjóni. Um tíu mínút- um síðar máttí fmna annan minni skjálfta. Jarðskjálftamir áttu upptök sín í Oued Djer í E1 Affron-héraði, um sextíu kílómetra vestur af höfúð- borginni. Tuttugu og sex slösuðust í höfuðborginni sjálfri, veggir hrundu og eldar kviknuðu. Að minnsta kosti ein bygging hrundi í borginni sam- kvæmt fréttum útvarpsins í Alsír. Flestir sem biðu bana voru í bæn- um Tipaza og næsta nágrenni, rétt hjá upptökum skjálflans. í októbermánuði fyrir réttum niu árum létust 4.500 í jarðskjálfta í A1 Asnam-héraði í Alsír, um sextíu kíló- metra suðvestur af höfuðborginni. Reuter 3. nóvember. 8. sýning laugardagskvöldið 4. nóvember. Húsid opnað kl. 19.00. Miða- og bordapantanir í síma 23333. jsk LAMBADA- DANSINN Matseóill: Rækju- og laxafrauð meö rifsberjasósu Hunangsgljáður hamborgarhryggur með Bordelaisesósu Bjóðum einnig 5 og 7 rétta kvöldveiöi Happahjolið: ^aUTARHOLTI 20 S(M, SAMEINADI GRÍNFLOKKURINN sýnir sápuóperuna HLfÓMSVEITIRNAR: DE LÓNLÍ BLÚ BOJS ROKKSVEIT RÚNARS JÚLÍUSSONAR SVEITIN MILLI SANDA ROKKBANDID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.