Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 44
Fréttir pv
Strandskipið Mariane Danielsen selt norskum aðila:
Fórum með ónýtan
samning til Póllands
- segir framkvæmdastjóri Lyngholts
^.44
Andlát
Baldur Karlsson skipstjóri, Egils-
braut 6, Þorlákshöfn, andaðist föstu-
daginn 27. október.
Þórunn Helgadóttir, Hellisgötu 17,
Hafnarfirði, andaðist í Landspítalan-
um þann 26. október.
Sigurður Likafrónsson andaðist að
Sólvangi í Hafnarfirði 26. október sl.
Jarðarfarir
Útfor Guðbjargar Pálsdóttur, Einars-
stöðum, Reykjahverfi, verður gerð
frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn
31. október kl. 14.
Ragnar Hall málari, Réttarholtsvegi
^29, verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 31. október kl.
13.30.
Útfór Vilborgar Þórólfsdóttur fer
fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 1. nóvember kl. 13.30.
Jarðarfór Carls Billich fer fram frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. okt-
óber kl. 13.30.
Útfór Ágústu Jónsdóttur frá Kjós,
Rofabæ 27, Reykjavík, fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. okt-
óber kl. 13.30.
Þórunn Jónsdóttir lést 19. október.
Hún fæddist að Rauðabergi í Fljóts-
hverfi 17. september 1897. Foreldrar
hennar voru Jón Pétursson og Ragn-
hildur Steingrímsdóttir. Útfór Þór-
unnar verður gerö frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 15.
Ingibjörg Björnsdóttir lést 22. októb-
er. Hún fæddist 13. febrúar 1906 á
Básum í Grímsey. Foreldrar hennar
voru hjónin Björn Bjömsson og
Freygerður Þorkelsdóttir. Ingibjörg
giftist ung Valdemar Júlíussyni en
hann lést árið 1963. Þau hjónin eign-
uðust þrjú böm. Útför Ingibjargar
verður gerð frá Akureyrarkirkju í
dag kl. 13.30.
Júlíus B. Skúlason lést 21. október.
Hann fæddist í Reykjavík 29. maí
1948, sonur hjónanna Helgu Kristins-
7 dóttur og Skúla Júlíussonar. Júlíus
lærði rafvirkjun og starfaði við það
um tíma og verslunarstörf en síðustu
árin vann hann hjá Skipaútgerð rík-
isins. Eftirlifandi eiginkona hans er
Ásdís Hallgrímsdóttur. Þau hjónin
eignuðust þrjú böm. Útfór Júlíusar
verður gerö frá Hveragerðiskirkju í
dag kl. 14.
Fyrirlestur
Nám, námsefni og kennsla
í náttúrufræði
-tengsl þessa og rannsóknir
Þriöjudaginn 31. október flytur dr. Aly-
son McDonald fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunar uppeldis- og mennta-
mála er nefnist: Nám, námsefni og
kennsla í náttúrufræði - tengsl þessa
og rannsóknir. Dr. Alyson er kennari á
Hólum í Hjaltadal. Hún mun kynna eigin
rannsóknir á náttúrufræöikennslu er-'
lendis og hérlendis. Rannsóknastofnun
uppeldis- og menntamála gengst nú fyrir
röð fyrirlestra um rannsóknir og skipu-
lag á sviði náttúrufræðikennslu í grunn-
skólum og framhaldsskólum og er þetta
þriðji fyrirlesturinn. Fyrirlestramir eru
haldnir í húsakynnum RUM, Kennara-
skólahúsinu við Laufásveg, á þriðjudög-
um kl. 16.30. Öllum er heimiU aðgangur.
Tilkyimingar
Basar í Furugerði 1
Basar verður haldinn hjá Félagsstarfi
aldraðra í Furugerði 1 laugardaginn 4.
nóvember kl. 14. Tekið verður á móti
munum miðvikudaginn 1. nóvember og
fostudaginn 3. nóvember kl. 13-15. Kaffi-
veitingar á staðnum.
Nú er tími endurskins-
merkjanna
í skammdeginu eykst til muna hætta á
slysum á gangandi vegfarendum. Ástæð-
an er m.a. sú að ökumenn koma ekki
auga á þá fyrr en um seinan. Til að koma
í veg fyrir slik slys skipta endurskins-
merki sköpun. Sé vegfarandi dökkklædd-
ur og án endurskinsmerkja sjá bílstjórar
hann ekki fyrr en í 20 til 30 metra Qar-
lægð. Hafi hann hins vegar endurskins-
merki byijar að glampa á merkin allt að
fimm sinnum fyrr. Þeir sem þurfa að
vera á ferðinni utanhúss í skammdeginu
ættu ekki að hugsa sig tvisar um heldur
verða sér úti um endurskinsmerki. Þau
fást í apótekum um land allt og einnig í
mörgum öðrum verslunum. Foreldrar
eru beðnir um að huga sérstaklega að
þessum málum, svo og kennarar og fóstr-
ur. Umferðarráð hvetur alla landsmenn
til að verða sér úti um endurskinsmerki
nú í vetrarbyijun. Þau eru ódýrt, einfalt
og þægilegt öryggistæki í umferðinni.
Ungmennafélagið Dagsbrún í
A-Landeyjum 80 ára
Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-
Landeyjum á 80 ára afmæh um þessar
mundir en stofndagur félagsins var 23.
október 1909. Félagið minnist þessara
tímamóta með hófi í Gunnarshólma laug-
ardagskvöldið 11. nóvember kl. 21. Þang-
að eru íbúar Austur-Landeyjahrepps vel-
komnir, svo og allir fyrrverandi og nú-
verandi félagar í Dagsbrún ásamt mök-
um sínum. Þátttaka óskast tilkynnt fyrir
6. nóvember í símum 98-78575 og 98-78231
og fyrir félaga á Reykjavíkursvæðinu í
síma 91-74214.
Fundir
ITC-deildin Fífa
heldur almennan kynningarfund mið-
vikudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.15 að
Hamraborg 5, 3. hæð, og gefst fólki þar
tækifæri til að kynnast þjálfun þeirri sem
fer tram innan ITC-samtakanna. Stef
fundar er: Gott er vinum góðum með
gleðistund að njóta. Nánari upplýsingar
veita Jóhanna í s. 42232 og Guðlaug í s.
41858.
Haustfundur Jökla;
rannsóknarfélags íslands
verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarár-
stíg, þriðjudaginn 31. október kl. 20.30.
Dagskrá: Rannsóknir á veðurfari með
samsætumælingum á ískjömum og
myndband úr jeppaferð þvert yfir landið
frá Egilsstöðum vestur í Borgarfjörð.
Tónleikar
Tónleikar í Norræna húsinu
Þriðjudaginn 31. október mun írski gítar-
leikarinn Simon Taylor halda tónleika í
Norræna húsinu í Reykjavík og hefjast
þeir kl. 20.30. Hr. Taylor hefur haldið
fjölda tónleika á írlandi og á Stóra-Bret-
landi, jafnt sem einleikari og kammertón-
listarmaður. Hann leikur oft í útvarpi og
sjónvarpi í heimalandi sínu og hefur gef-
ið út hljómplötu með útsetningum á írsk-
um þjóðlögum. Efnisskrár hans em jafn-
an óvenjulegar og áhugavekjandi fyrir
gitaráhugafólk og almenning. Hann læt-
ur írska tónlist skipa veglegan sess á tón-
leikum sínum, jafnt útsetningar á göml-
um þjóðlögum sem samtímaverk sem
sum hver hafa verið samin sérstaklega
fyrir hann. Inn í þetta blandar hann
þekktum spænskum gítarverkum. Á tón-
leikunum í Reykjavik gefst því í fyrsta
sinn hér á landi kostur á að heyra sýnis-
hom af írskri gítartónlist.
„Þegar við vorum komnir út til
Póllands kom í ljós að við vorum
með gerónýtan samning í höndun-
um. Hann hljóðaði upp á 535 þúsund
dollara viðgerðarkostnað og tveggja
mánaða afgreiðslufrest. Miðað við 1,8
milljóna dollara söluverð á skipinu
leit dæmið ipjög vel út. Pólverjamir
gátu hins vegar engan veginn staðið
við þann samning. í raun var um
viðgerð upp á 1,2 milljónir dollara
að ræða og sex mánaða afgreiðslu-
frest. Við sáum fram á vandræði þar
sem krafist var nýrra samninga og
innágreiðslna ef gera ætti við skipið.
Því sáum við okkur ekki annað fært
en aö selja skipið og losna út úr dæm-
inu. Þetta var skemmtilegt ævintýri
en við riðum ekki feitum hesti frá
því,“ sagði Guðlaugur R. Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Lyngholts sf.
„Þetta er eins og hvert annað bull.
Guðlaugur hafði ekki vit á samnings-
gerð af þessu tagi og áður en ég hjarg-
aði þessu skipi gerðum við samning
þess efnis að ef hann fengi þann
kostnað, sem hann lagði út, greiddan
auk tveggja til þriggja milljóna væri
hann alsæll. Hann stóð hins vegar
ekki við þann samning. Það hefur
aldrei staöið til að viðgerð færi fram
á hans vegum, það var hreinlega
aldrei inni í myndinni," sagði Finn-
bogi Kjeld útgerðarmaður þegar DV
bar undir hann orð Guðlaugs R.
Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Lyngholts sf.
„Ég gerði viðgerðarsamning og
í Vogum, í samtah við DV.
Norskir aðilar hafa keypt flutn-
ingaskipið Mariane Danielsen sem
strandaði rétt utan við hafnarmynn-
iö í Grindavík í janúar. Guðlaugur
vildi ekki segja frá kaupverði skips-
ins.
Þeir Lyngholtsmenn björguðu
skipinu á flot úr Grindavíkurfjöru
snemma í vor með fulltingi Finnboga
Kjeld. Slitnaði upp úr samstarfi
Lyngholts og Finnboga og héldu
Lyngholtsmenn utan með' skipið til
Gydinia í Póllandi þar sem átti að
gera við það. En af hverju voru Lyng-
holtsmenn með ónýtan samning í
höndunum?
„Við létum Finnboga Kjeld gera
samninginn við Pólverjana fyrir
okkur þar sem hann hafði meiri
reynslu í slíku en við. Hann ætlaði
greiddi kostnaðinn við að draga skip-
ið út. Guðlaugur var alltaf að draga
að gera upp þessa hluti okkar á milli
en við áttum þetta til helminga. Hann
vildi hins vegar ekki standa við sína
munnlegu samninga þegar út var
komið. Eg sagði að óþekktar stærðir
væru varðandi viðgerðina og meira
væri því ekki skynsamlegt að borga.
Ég sagöi að ég kæmi ekki nálægt
þessu meira ef hann væri ekki maður
til að standa við það sem hann hafði
sjálfur lagt til. Ég fór síðan bara frá
Póllandi og mér skilst að Guðlaugur
hafi verið að gaufa við þetta mál í
allt sumar og ekki komið neinu
áfram.“
auk þess að kaupa skipið. Þaö hefð-
um við hins vegar betur látið ógert.
Samningurinn um viðgerðarkostnað
var af einhverjum ókunnum ástæð-
um hafður mun lægri en hann átti
að vera. Þegar Pólverjamir skrifuðu
undir stóðu þeir í þeirri trú að Finn-
bogi ætti skipið. Hann gat hins vegar
ekki keypt skipið af okkur þegar til
kom og við fórum til Póllands með
ónýtan samning sem Pólverjamir
höfðu í raun aldrei viðurkennt. í
stuttu máh má segja að við höfum
látið gamlan ref plata okkur til Pól-
lands á vitlausum forsendum. Pól-
verjamir eru ekki alsaklausir heldur
þar sem þeir skrifuðu undir þennan
ónýta samning. Hefðum við vitað að
samningurinn var ónýtur hefðum
við tekið kauptilboðum hér heima
áðurenviðfórumtilPóhands." -hlh
- Þið sömduð um að þú keyptir skip-
ið?
„Ég hefði ekki komið nálægt þessu
nema af þ ví ég ætlaði að eignast þetta
skip. Ég gerði samninginn um við-
gerðina en fékk hins vegar ekki tæki-
færi til að fylgja honum eftir þar sem
Guðlaugur stóð ekki við það sem
hann hafði sagt. Viðgerðarsamning-
urinn er alveg óskyldur björgun
skipsins. Samstarf okkar náði aðeins
til björgunarinnar."
- Guðlaugur segir að samningurinn
hafi verið of lágur.
„Það er af því hann hefur ekki vit
á þessu."
-hlh
LÆKNINGASTOFA
mín verður frá 1. nóvember í læknastöðinni
Uppsölum, Kringlunni 8-12, sími 686811.
Erlingur Þorsteinsson
Fjölmiðlar
ems
Það hefur nýlega koraið í ljós að
núkih hluti íslendinga vhl að við
göngum i Evrópubandalagið. Þeir
sem framkvæmdu könnunina
gerðu síðan iht verra með þvi að
spyrja fólkið hvað Evrópubanda-
lagið væri. Eh gáfaðir íslendingar
vita upp til hópa ekkert hvers kon-
ar fyrirbæri þetta er. Allir gera ráð
fyrir aö þetta sé einhvers konar
þróunarhjálp stóru landanna í Evr-
ópu og að peningar fari að flæða inn
í landið.
Flestir voru hka á því að við ætt-
um að halda fiskimíöunum. Þetta
kalla Bretarnir að geyma bæði kök-
una og éta hana. Þeir góðu vinir
okkar væru ekki seinir á sér að
kílya inn fyrir 200 mílumar ef þeir
hefðu tækifæri til. Ef við gerðum
þá að vinum okkar þyrftum við
ekki neina óvini.
Kannski hefur fólk haldið að það
væri búiö að ákveða staðlaö veöur
fyrir Evrópubandalagslöndin eða
viljað gera Island að héraöi á Spáni.
Nærri níu tíundu hlutar þeirra sem
höfðu myndað sér skoðun á því
hvort ísland ætti aö vera hluti af
EFTA eða EB vissu a.m.k, ekkert
hvers slags fyrirtæki þetta væru.
Og þá hefur eitthvað brugöist.
Sjónvarpið geröi sér greín fyrir
þessu í gær og reyndi aö bæta úr
með því að grípa í Jón Baldvin sem
er í heimsókn hér á landi og láta
hann útskýra máhö. Th þess að
fólk skilji hvað um er að ræða þarf
meira en tíu mínútna viðræðu í
núöjúm fréttum. í lýöræöisþjóö-
félagi á fólk kröfu á upplýsingum
og fleiri en einu sjónarhorni. Sjón-
varpið ætti að geta sett sarnan
kynningar- og umræðuþátt um
þetta mál á þann hátt að fólk hefði
áhuga á.
Svo er sagt að það leiðinlegasta
sem hægt sé að finna sé himnaríki
á sunnudegi. Rikissjónvarpið sýnir
að það getur koraist nærri þessu á
stundum. Þátturinn 1 Jtróf í umsjón
Arthúrs Björgvins Bollasonar virt-
íst gerður fyrir þá sem segja alla
hst leiðinlega. Hann hefur undan-
farið duflað við Mínervu, gyðju
heimspekinnar, í útvarpi á sunnu-
dagskvöldum. Honum brást boga-
listin þegar hann reyndi við allar
listagyðjurnar í einu í gærkvöldi.
Einhtt Litrófiö vár samsett úr
stífum uppstihingum sem voru
tengdar saman meö hátíölegum
kynningum Arthúrs, Hann er þó
meö betri kynnum sem koma
frama í sjónvarpi, hefur þægilega
rödd með rennandi sunnlenskum
framburði, hvort sem hann talar á
íslensku, þýsku eða ensku. Það
þarf hins vegar meira en bara óað-
finnanlégan framburð til aö fólk
hafi áhuga á svona þætti og þá er
tilganginum ekki náö. Listir hafa
þann eiginleika að geta ; veriö
spennandl og það er allt I lagi að
gera sér mat úr því.
Ef Litrófið var óspennandi mátti
líta enn þurrari uppstihingu í þætt-
inum Úr ljóðabókinni. Hann er
sýndur á sunnudagskvöldum á
ágætum tíma, þ.e, síðast á dag-
skránni þegar ahir eru farnir að
sofa. Það er eins gott, því það verö-
ur ekki í fljótu bragði séð hvaða
erindi svona þáttur á í sjónvarp.
Nema sem svefnmeðal.
Gísli Friðrik Gísíason
Finnbogi Kjeld:
Guðlaugur stóð ekki
við munnlegan samning