Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 25
' MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. 25 kings gegn Stjörnunni á laugardaginn og reynir hér aö brjótast framhjá Gylfa i skell gegn Garðbæingum sem eru áfram meö fullt hús stiga i 1. deildinni. DV-mynd Brynjar Gauti Iþróttir Tíu marka sigur og W ll Stjarnan m j ___ m m enn gysi „Eg er mjög ánægður nicö þenn- an leik hjá okkur, þaö ermikilstig- andi í liðinu og menn lögðu sig alla- í leikirm. Næstu tveir leikir hjá okkur eru mikilvægir því þá mæt- mn við Val og FH og við ætlum aö selja okkur dýrt í þeim leikjum og halda toppsætinu í deildinni,“ sagði Gylfx Birgisson, stórskytta þeirra Stjörnumanna, eftír stórsig- ur Stjörnumanna á liði Víkings, 28-18. Stjarnan tók leikinn strax í sínar hendur og þegar fimm mínútur voru liðnar af honum var staöan orðin, 4-0, Stjörnumönnum í vil. Víkingar náði ekki að skora sitt fyrsta mark fyrr en sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Vörn Stjörnunnar var mjög sterk og Brynjar Kvaran raarkvörður i miklum ham. Stjarnan hafði þetta ijögur til fimm mörk yfjr aiiahfyrri hálfieikinn og í leikhléi haíði Stjarnan gert 13 mörk en Víkingai- 9. Stiaman geröi síðan fyrstu þtjú mörkin í síðari háifleik og var þá staðan orðin 16-9 fyrir Stjörnuna. Meö þessari góðu byrjun í síðari hálfleik má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Víkingar réðu ekkert við fríska Stjörnumenn og komust lítt áleiðis gegn þeim í vörninni. Síðustu minúturnar var aðeins spurning hvort Stjörnumönnum tækist að sigra með tiu marka mun og það tókst þeim þegar Axel Björnsson skoraði úr vinstra horn- inu á síðustu sekúndum leiksins og innsiglaði stórsigur Stjömunn- ar, 28-18. Fjórði sfgurinn í jafnmörgum leikjum Stjaman vann þama sinn flórða sigur í jafnmörgum leikjum og er efst í 1. deild. Stjarnan lék mjög vel i þessum leik, vömin fimasterk og markvarslan hjá Brynjari Kvaran mjög góð. Hann varði alls 15 skot í leiknum, þar af tvö víti og mörg mm a linuskót Víkinga. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá Stjörnunni því allt liðið átti góðan leik, í vöm og sókn. Þetta var ekki dagur Víkinga, sóknarleikuritm gekk ekki upp, vömin frekar slök og markvarslan eftir því. Homamennimir í hði Víkings, þeir Guömundur Guð- mundsson og Bjarki Sigurðsson, vom skástir í siöku liði Vikings. Ðómarar voru þeír Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson og dæmdu þeir frekar ilia. • Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birg- isson 7/1. Sigurður Bjaraason 5, Einar Einarsson 4, Skúli Gunn- steinsson 4, Hafsteiim Bragason 4, Axel Björnsson 2 og Sigurjón Guð- mundsson 1 mark. • Mörk Víkings: Bjarki Sigurðs- son 6/1, Árni Friðleifsson 5/1, Guð- mundur Guðmundsson 4, Einar Jóhannesson 2, og Birgir Sigurös- son 1 mark. -GH Markvarslan ein gladdi augað - þegar FH vann stórsigur, 19-28, á KA á Akureyri Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég skil varla hvað er að en þetta lítur einna helst út eins og menn hafi ekki taugar í þetta enda hrynur allt hjá okkur í leik eftir leik. Mót- herjar okkar í þeim leikjum sem búnir eru hafa eldd veriðsvo sterkir en hjá okkur eru reyndir menn að gera byrjendamistök hvað eftir ann- að,“ sagði Þorleifur Ananíasson, liðs- stjóri KA, eftir að lið hans hefði beð- ið stóran ósigur fyrir FH á Akureyri um helgina. Úrslitin 19-28 eftir að FH hafði leitt í hálfleik, 8-12. Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað og markvarslan nánast það eina sem gladdi í leiknum. Guð- mundur Hrafnkelsson varði 20 skot í marki FH og Bergsveinn Berg- sveinsson 2 vítaköst og hjá KA var Axel Stefánsson markvörður í ham, varði 21 skot. KA hefði því fengið enn verri útreið hefði hann ekki átt svo góðan dag. FH-ingar voru alltaf yfir nema þeg- ar staðan var 1-0 fyrir KA. Þeir kom- ust í 1-4 og 6-11 og leiddu í hálfleik 8-12 sem fyrr sagði. í síðari hálfleik náði KA að minnka muninn í 2 mörk, 13-15, en síðan ekki söguna meir. Óskar Ármannsson og Guðjón Áma- son skoruðu grimmt á lokamínútun- um þegar ekki stóð steinn yfir steini hjá KA og þurftu ekki að hafa mikið fyrir því. Héðinn í banni FH lék án Héðins Giissonar sem var í leikbanni en það kom ekki að sök. Liðið lék ekki neitt sérstaklega vel og það sýnir hvað KA-liðið var slakt. Guðmundur var feikigóður í mark- inu og Guðjón Óskar, Þorgils Óttar og Gunnar Beinteinsson geröu það sem þurfti að þessu sinni. KA-liðið á í miklu basli. Sumir leik- manna liðsins virðast hreinlega vera hræddir í sókninni og glopra boltan- um hvað eftir annað, og vörnin var lengst af eins og gatasigti. Axel Stef- ánsson var yfirburðamaður í liðinu, varði 21 skot og þar af 4 vítaköst, og það var helst að Karl Karlsson, ung- ur piltur sem er að stíga sín fyrstu skref með liðinu, sýndi eitthvað í síð- ari hálfleik. Mörk FH: Óskar Ármannsson 8(3), Guöjón Ámason 7(1), Þorgiis Óttar og Gunnar Beinteinsson 6 hvor, Magnús Einarsson 1. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 5, Karl Karlsson 4, Jóhannes Bjarna- son 3, Sigurpáll Aðalsteinsson 3(2), Pétur Bjamason 2 og Guðmundur Guðmundsson 2. Úrslitum breytt eftir minnisblöðum blaðamanna Dómarar vom Kjartan Steinbach og Einar Sveinsson. Þeir voru í sama gæðaflokki og flestir leikmenn KA og gerðu mikið af mistökum. Þeir kórónuðu svo allt eftir leikinn með því að breyta úrslitum leiksins úr, 19-27 í 19-28 eftir minnisblöðum blaðamanna! - Svo mikið er víst að Einar Sveinsson hefur átt margar betri ferðir til Akureyrar en að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.