Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 Klndur á flæðiskeri: Stefndu til hafs á undan ,> björgunarmanni Níu kindur komust í hann krappan á flæðiskeri undan Helgafellsíjöru á Snæfellsnesi í gær. Litlu munaði að flætt hefði að þeim er björgunar- menn komu á vettvang á gúmmíbát. Ekki gekk áfallalaust að ná öllum kindunum þvi að fjórar þeirra lögð- ust til sunds í átt til hafs er björgun- arsveitarmaður var kominn á skerið. „Bóndinn á Helgafelli tók eftir kindunum er þær voru á skeri um 100 metra frá ströndinni. Þær höfðu verið í þaranum og endað uppi á skeri. Það mátti litlu muna að flæddi alveg að þeim er viö komum og þær hefðu drukknað - þetta var mjög tæpt,“ sagöi Geir Sigurðsson í björg- S^unarsveitinni Berserkjum í samtah viðDV. „Við náðum fyrst að setja fjórar í bátinn og var ég þá skilinn eftir með þeim sem eftir voru á meðan bátur- inn skilaði hinum í land. Þegar bát- urinn fór skipti engum togum að þær sem voru enn á skerinu skelltu sér í sjóinn og í átt til hafs á móti sól- inni. Báturinn var fljótur með hinar kindumar og náðust þær sem voru í sjónum því bráðlega. Þegar komið var í land voru þær mjög lerkaðar og ein lá bara eftir volkið. Kindurnar ■náðu sér svo fljótlega og bóndinn sleppti þeim upp á tún,“ sagði Geir sem er formaður björgunarsveitar- innarBerserkjaí Stykkishólmi. -ÓTT Skagaflöröur: Þrír hreppar sameinast Hofsóshreppur, Hofshreppur og Fellshreppur verða sameinaöir við sveitarstjómarkosningarnar næsta vor. íbúar hreppanna samþykktu sameininguna með miklum meiri- hluta í kosningum sem fóru fram um helgina. Þegar kosið verður til sveit- --•arstjórna vorið 1990 verður því kosið til einnar sveitarstjórnar í stað þriggja. íbúar hins nýja sveitarfélags verða um 450. Flestir eru íbúarnir á Hofs- ósi eöa um 250. í Hofshreppi eru um 160 íbúar og í Fellshreppi em um 50 íbúar. „Það hefur ekkert verið rætt um nafn á sveitarfélagið. Það verður eflaust tílfinningamál. Við vildum sjá hvort vilji væri til sameiningar áður en farið var að ræða nafniðsagði Jón Guðmundsson, oddviti í Hofs- hreppi. - Óttast minni hreppirnir ekki slæman fjárhag Hofsóshrepps? „Nei. Við hefðum ekki vfljað sam- einingu ef við væmm hræddir. Stað- an styrkist mikið við sameining- una,“ sagði Jón Guðmundsson. -sme LOKI Stóri bróðir segir þetta ekki flugráð heldur óráð! Flugráð mælir með samkeppni innanlands „Niöurstaöa flugi-áðs era ótví- ingu sérleyfa í innanlandsflugi á í minnihluta flugráðs mótmæltu gert það. En aöalskylda stjómvalda ræð skilaboð frá heimamönnum og næstu flmm áram. ákvörðun meirihlutans. er að stuðla að sem viðtækastri bæjarstjórnum sem hijóta aö kalla Þrir fulltrúar flugráös mæltu Steingrímur J. Sigfússon sam- þjónustu án þess að missa sjónar á á breytingar. Hugmyndir okkar með að auk Flugleiða skyldu Arn- gönguráðherra sagði í samtali við öryggi," sagði Steingrímur. hafa greinilega fengið meirihluta- arflug innanlands og Valur And- DV í morgun að hann myndi halda Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi fylgi í flugráöi enda hafa Vest- erseníVestmannaeyjumfásérleyfi fund meö flugráði á næstu dögum Flugleiöa, segir að óvarlegt sé að mannaeyingar og Húsvikingar milli VestmannaeyjaogReykjavík- og kynna sér betur rökstuðning skiptauppþeimsmáamarkaðisem sýnt okkur stuöning. Fjöldi fólks ur. Einnig var mælt með sérleyfi flugráðsmanna. „Égætlasjálfurað er í innanlandsflugi. „Við teljum hefur haft samand við okkur, til handa Amarflugi innanlands geyma að tala um mína afstöðu þar heppilegra að halda áfram upp- meira að segja frá Akureyri þar ásamt Flugleiðum á milli Reykja- tfl leyfin verða afgreidd í lok vik- byggingu þess kerfis sem hefur sem við sóttum ekki um. Þar virð- víkur og Húsavíkur. Auk þess unnar en það er ijóst að einhverjir verið gert á undanfómum árum ist vera uppsöfnuð gremja vegna mælir meirihlutinn með veitingu verða óánægðir með lokaniður- með þvi að fljúga vélum með jafn- langvarandi einokunarfyrirkomu- sérleyfa fyrir smáu flugfélögin til stöðuna. Afstaða flugráðs kemur þrýstiklefa á langleiðum ofan veð- lags - fólk vill breytingar," sagði ísafiarðar, Akureyrar og Egils- mér ekki á óvart enda hef ég orðið urs,“ sagöi Einar. Ami Ingvason, framkvæmdasfióri staða í flugi til Reykjavíkur þrátt var viö mismunandi sjónarmið. -ÓTT Araarflugs innanlands hf„ um af- fyrir að umsóknir félaganna um Það þarf aö horfa til margra þátta stöðu meirihiuta Flugráös um veit- slikt liggi ekki fyrir. Tveir fulltrúar og ég reikna með að flugráð hafi Háhyrningar í Sædýrasaf ninu Fjórir háhyrningar eru nú í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Voru þeir allir veiddir í síðustu viku út af Hornafirði, þrjú kvendýr og eitt karldýr. Að sögn forráðamanna Sædýrasafnsins verða háhyrningarnir i sóttkvi i tvær til þrjár vikur og vildu þeir sérstaklega leggja áherslu á aö á meðan háhyrningarnir væru í sóttkví væru þeir ekki til sýnis. Háhyrningarnir eru allir seldir fyrirfram en ekki var hægt að fá uppgefið hvert þeir færu. Á myndinni sjáum við „konurnar" sem virtust una sér vel og voru strax farnar að aðlagast breyttum aðstæðum. „Karlinn" var aftur á móti í fýlu að sögn umsjónarmanna og hélt sig í einu horninu. -HK/DV-mynd GVA Innbrotsþjófar gómaðir ölvað- ir á stolnum bil Tveir menn voru teknir á stolnum bíl eftir að þeir höfðu brotist inn í gærmorgun hjá fyrirtæki sem til- heyrir Hagvirki í Bólstaðarhlíð 20. Bflnum stálu mennirnir við Austur- gerði með því að tengja beint og héldu þeir að því loknu að Bólstaðar- hlíð þar sem þeir brutust inn og stálu símtækjum. Mennirnir náðust er lögreglan í Reykjavík tilkynnti um ökumann, grunaðan um ölvun við akstur. Lög- reglan í Kópavogi náði síðan mönn- unum á bílnum stolna og innbrotið komst upp er nánar var farið aö kanna það sem þeir höfðu meðferðis í bílnum. Játning mannanna lá fyrir eftir yfirheyrslur í gær. ÓTT Mannbjörg er trilla sökk Mannbjörg varð þegar trillan Frami frá Skagaströnd fylltist af sjó og sökk á Húnaflóa snemma á laug- ardagsmorgun. Einn maður var um borð. Hann kom sér strax í björgunarbát en trillan sökk á augabragði. Maðurinn sendi upp neyöarblys og nokkru síð- ar var bátur björgunarsveitarinnar á Skagaströnd kominn á staðinn. -hlh Veðrið á morgun: Allhvasst og skúrir Á morgun veröur suðaustanátt á landinu, allhvöss við suður- og suðvesturströndina en hægari í öðram landshlutum. Skúrir á Suður- og Suövesturlandi en bjartviðri norðanlands. Hitinn verður 5-6 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Kgntucky Fried Chicken Hjallahrauni //, Hafnarfirði Kjúklingarsem bragó erað. Opið alla daga frá 11-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.