Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989. dv Lesendur 15 Af blaðafull- trúum og heimavinnu Guðmundur Sigurðsson skrifar: Það voru kostulegar „umræður" á „Dagskrá11 rásar 2 fyrir nokkru síð- an. Þar spjallaði útvarpsmaðurinn Sigurður Salvarsson við þá Einar Sigurðsson, blaðafulltrúa Flugleiða hf., og Jörund Guðmundsson, full- trúa Arnarflugs, vegna baráttu flug- félaganna um úthlutun áætlunar- leyfa í innanlandsflugi. Jörundur virtist lítið komast að , fyrir málgleði Flúgleiðamannsins en ? þó nóg til þess að Flugleiðamaðurinn 5 setti ofan í við Jörund og álasaði 3 honum fyrir að „vinna ekki heima- ; vinnuna sína betur“. - Þetta var eitt- j hvað í sambandi viðþaðaðJörundur = sagði þrjá menn eiga sæti í stjórn j. Flugfélags Norðurlands hf. (FN) á « Akureyri. Einar fullyrti hins vegar í að þar ætti aðeins einn Flugleiða- ► maður sæti og að Flugleiðir hf. ættu o í vök að veijast vegna sóknar FN í manna inn á leiðir og markaði Flug- leiða hf. - FN væri „aggressívt“ í sókn og FN-menn væru ekki „brúð- ur“ Flugleiða hf. Það er skrýtið að Amaflugsmenn skuli ekki hafa leiðrétt blaðafulltrú- ann - nema það hafi farið fram hjá bréfritara. En það rétta er að af þeim fimm mönnum, sem sæti eiga í stjórn og varastjórn FN, em þrír starfs- menn Flugleiða hf., þ.e. tveir í aðal- stjórn og einn í varastjórn. Blaðafulltrúi Flugleiða ætti e.t.v. að kíkja betur á sína eigin heima- vinnu. Ekki sakaði heldur að hann fengi lánaðar samþykktir Flugfélags Norðurlands hf. hjá stjórnarfor- manninum, sem vinnur í sömu skrif- stofubygingu, og athugaði hvort hann fyndi ekki ákvæði um að sam- þykki „allra stjórnarmanna“ FN þurfi til að mál, sem geti valdið sam- keppni á milli Flugleiða hf. og FN, nái fram að ganga. - Ef til vill er al- veg nóg að einn Flugleiðamaður sé í stjóm Flugfélags Norðurlands hf. til að allt tal um samkeppni sé út í blá- inn. Skila- I gjaldið var sælgæti Óskar Steindórsson hringdi: Ég var að koma úr versluninni Kaupstað í Mjódd. Þangað fór ég með nokkrar tómar plastflöskur og áldósir og hugðist skila þeim fyrir ungan dreng sem vildi koma skilagjaldinu í sparibaukinn sinn. Er ég hafði skilað hinum tómu, umbúðum eins og reglur segja til um fór ég og ætlaði að ná í skila- gjaldið. Mér var þá vísað á sæl- gætisbúðina í versluninni þar sem skilagjaldið myndi afhent í formi sælgætis! Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hugsaði með mér aö það yrði nú ekki til fagnaðar að setja sælgæti í bauk unga mannsins. - En staðreyndin lá á borðinu, skilagjaldið var sæl- gæti. Þetta fer að líkjast því sem var lenska hér áður fyrr varðandi innlegg bænda. Allir þekkja þann sið sem viðgekkst hjá kaupfélög- unum til skamms tíma þar sem krafist var að menn tækju inn- eignarnótur við innlögn afurða en ekki peninga. Á landsbyggð- inni man ég líka eftir kaupmanni einum sem hafði það að venju að gefa krökkum aldrei til baka nema í formi sælgætis. Ég kaila þetta ekki skilagjald, andvirði, sem manni er gert að taka við í formi inneignarnótna, nema upphæðin fari upp fyrir vissa krónutölu, þá fyrst sé hægt að greiða út! - Einkennilegt fyrir- komulag þetta. NAÐU í SEDIL, HLUSTAÐU, OG TAKTU PÁTT í STÓRSKEMMTIUGUM LEIKURINN Fullt hús er spurningaleikur á vegum Bylgjunnar og SJÓVÁ- ALMENNRA. Hann stendur yftrfrá mánudeginum 30. október til fóstudagsins 10. nóvember. Auk SJÓVÁ- ALMENNRA gefur fjöldi fyrirtœkja vinninga í Fullt hús. Til einhversþeirra má sækja númeraðan svarseðil. Á ttteðan á leiknum stendur sendum við út eina létta spurningu daglega, sem þú skráir svar við á svarseðilinn, en jafnframt drögum við út númer. Þeim heppna hlustanda sem á það númer á svarseðli sínum gefur SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingu t heilt ár. Eigandi seðilsins verður að hafa samband við Bylgjuna fyrir kl. 17:00 santa dag. Að kepptti lokittni skila þátttakendur síðan inn svarseðlum sínum til einhvers af fyrirtœkjunum sem gefa vinning eða SJÓVÁ-ALMENNRA og umboðsmanna þeirra og Bylgjan saftiar þeim saman. Þriðjudaginn 14. nóvember verður dregið úr réttum svörum, í beinni útsendingu frá ttýjum húsakynnum SJÓ VÁ-ALMENNRA að Kringlunni 5, ttafn hins Ijónhepptta hlustanda. Hlustandatis sem hlýtur, Fullt hús: Húsgögn, innréttingar, málningu, gólfefni ogfleira til híbýlaprýði að verðmœti á aðra milljón króna. VINNINGARNIR ELDHÚSINNRÉTTING Fit hf, Bajarhraiini H, Hafnarfirði. VATNSRÚM Vatnsrúm hf, Skeijitnni II. GÓLFEFNI / DÚKAR Metró í Mjódd. MÁLNING Málarinn, Grcttsási>cgi. BAÐHERBERGISINNRÉTTING J. Þorláksson & Norðmann, Sitðurlandsbraut 20. BLÓMASKREYTING Borgarblómið, Skipliolti 35. GÓLFFLÍSAR Parma Bæjarltrauni 16, Hafnarfirði. í BARNAHERBERGIÐ Axis, Smiðjuvcgi 9, Kópavogi-. LÝSING Rafkattp, Ánnúla 24. STOFUHÚSGÖGN Línan, Suðiirlandsbraut 22. TRYGGINGAR SJÓVÁ-ALMENNAR tryggingarhf. SVARSEÐLANA FMÐU HJÁ ÖLLUM ÞEIM FYRIRTÆKJUM SEM GEFA VINNINGA í KEPPNINA OG SJÓVÁ-ALMENNUM EÐA UMBOÐSMÖNNUM ÞEIRRA SEM ERU Á HLUSTUNARSVÆÐI BYLGJUNNAR. Vatnsrum hf —líhon-ht bobgarblOvjð & /1&NORMANN SJOVÁHIdALMENNAR tarma Rafkaup

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.