Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 17
ai .17 Lumar Arnar Páll Hauksson fréttamaður á einni stærstu frétt áratugar- ins? - Arnar Páll (t.v.) ræðir við Friðrik Ólafsson skrifstofustjóra og Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sameinaðs Alþingis. Dómararnir og hinir dæmdu Island kemst sennilega svo ná- lægt því að vera réttarríki, að okk- ur verður starsýnna en ella á þær örfáu undantekningar, sem eru til frá því. Ég hygg, að íslenskir dóm- arar hafi staðið sig sæmilega síð- ustu hundrað árin. En þeir hafa ef til vill ekki' gætt sín sem skyldi á tveimur hættum. Önnur er að láta undan tímabundnu almenningsá- liti, hin að dæma eftir strangasta lagabókstaf án tillits til sjálfs anda laganna. Til stuðnings fyrri full- yrðingunni vísa ég til nokkurra mála, sem hafa verið ofarlega á baugi á íslandi, en um hina síðari miða ég við eigin reynslu, þótt ég taki fram, að enginn sé dómari í eigin sök. Fanginn og dómarinn Geirfinnsmáhð og Hafskipamálið eru alkunn, og virðast gæsluvarð- haldsúrskurðir dómara í þeim ahs ekki standast lagalega, þótt þeir hafi hvílt á almenningsáhti. En fyr- ir nokkru rak á fjörur mínar bók eftir Ásgeir Jakobsson rithöfund, Fanginn og dómarinn, um meðferð Skúla Thoroddsens, bæjarfógeta á ísafirði fyrir síðustu aldamót, á Sig- urði nokkrum Jóhannssyni (Sig- urði skurði), en af henni spruttu hin svonefndu Skúlamál: Lands- höfðingi, Magnús Stephensen, fékk Skúla vikið frá fyrir embættisaf- glöp, en Hæstiréttur Ðana hnekkti síðar frávikningunni. í þessari bók leiöir Ásgeir sterk rök að því að Sigurður skurður hafi verið saklaus af manndrápi, sem Skúli bar á hann, en fil með- ferð Skúla á Sigurði hafi mótast af sterku almenningsáUti gegn hinum umkomulausa alþýðumanni. Landshöfðingi hafi haft efnislega rétt fyrir sér, þótt líklega hafi hon- um gengið til fjandskapur við Skúla ekki síður en umhyggja um réttarreglur. Sagan getur svo sannarlega verið KjaUariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjórnmálafræði kaldhæðin. SkúU Thoroddsen hef- ur lengi verið hetja íslenskra rót- tækUnga: Kommúnistar völdu blaði sínu sama nafn og blað hams á ísafirði hafði borið, Jón Guöna- son samdi eins konar helgisögu hans, og Ragnar Arnalds skrifaði um hann leikrit, Uppreisnina á ísafirði. En getur verið, að höfðing- inn og efnamaðurinn Skúli hafi verið að níöast á hinum fátæka al- þýðumanni Sigurði, vegna þess að almenningsáUtið var Sigurði andsnúiö? (Sagan getur ekki aðeins verið kaldhæðin. Hún á það líka til að endurtaka sig: Hið fræga Rúðu- borgarávarpðSkúla Thoroddsens nokkru eftir Skúlamálin minnir auðvitað á ekkert frekar én friðar- umsvif Ólafs Grímssonar meö vin- um hans erlendis, Papandreú í Grikklandi og Gandhí á Indlandi.) Örlög dómararns Annað tfiefni er tfi þessara hug- leiðinga. Síðustu tvær vikur hafa birst athyglisverðar greinar eftir Björn Bjarnason í Morgunblaðinu um mál Magnúsar Thoroddsens, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Bjöm bendir á, aö málið hafi aðeins verið á vitorði örfárra einstakUnga, áður en því var laumað tfi Arnars Páls Haukssonar, fréttamanns í Ríkishljóðvarpinu. Þessir einstakl- ingar hafa síðan alUr borið fyrir dómi, að þeir hafi ekki verið heim- fidarmenn Arnars Páls. Einhver þeirra hefur framið meinsæri, en það er hér sem annars staðar talið mjög alvarlegt brot. (Skemmst er að minnast þess, að þáverandi full- trúi bæjarfógetans í Keflavík var fyrir örfáum árum dæmdur í nokk- urra mánaða fangelsi og missi mál- flutningsréttinda fyrir slík brot.) Arnar Páll Hauksson lumar þess vegna á einni stærstu frétt áratug- arins. Hver framdi meinsæri? (Raunar blasir svariö við, þegar málsskjöUn eru lesin vandlega.) Aðalatriðið í máU Magnúsar Thoroddsens er, að einhver örfárra einstaklinga í hópi æðstu ráöa- manna þjóðarinnar hleypti með lausmælgi sinni af stað atburðarás, sem lauk með frávikningu Magn- úsar. Fjármálaráðherra brást siðan með því að fullyrða, að Magnús hefði brotið reglur, sem hvergi eru finnanlegar. Og dómsmálaráð- herra brást með því að láta undan þvi almenningsáliti, sem hinn nafnlausi heimfidarmaður Amars Páls og fjármálaráöherra höfðu myndað í sameiningu. Áfengiskaup Magnúsar vom óviðeigandi, þótt hann geti vissu- lega sagt sér tfi vamar, að hann hafi notaö þá þumalfingursreglu að kaupa áfengi á sérkjömm fyrir þá upphæð, sem honum hafi verið greitt fyrir að vera handhafi for- setavalds, og að vegna tíðra utan- landsferða forseta hafi upphæðin verið óvenjulega há. En var þetta afbrot? Og réttlætti það frávikn- ingu? Dómarar í undirrétti létu al- menningsálitið því miður stjórna sér og svömðu játandi. Eigin reynsla Víkjum nú að hinni hættunni. Þar tala ég af eigin reynslu, því að ég var fyrir nokkmm ámm dæmd- ur fyrir það í Hæstarétti að reka útvarpsstöð í verkfalli opinberra starfsmanna 1984. Sá rekstur var tvímælalaust brot á bókstaf þágild- andi útvarpslaga. En naut ég ekki vemdar þeirra ákvæða stjórnar- skrárinnar, sem áttu aö tryggja hugsunarfrelsi? Var lagabókstaf- urinn (hafi hann staðist í upphafi) ekki fyrir löngu orðinn úreltur vegna tíðaranda og tækniþróunar? Og braut nauðsyn ekki lög við þær sérstöku aöstæður, sem urðu haustið 1984, er landið var fjöl- miðlalaust? Dómararnir höfðu rök- semdir minar og verjanda míns að engu. Þeir dæmdu eftir bókstafn- um, en tóku ekkert tillit til anda laganna og eðlis íslenskrar stjóm- skipunar. Ég er á hinn bóginn sannfæröur um það, eins og raunar flestir rétt- arspekingar heims, að stundum geta lög verið svo óréttlát eða að- stæður svo óvenjulegar, að það, sem sýnist fyrst ólögmætt, reýnist síðan í senn réttmætt og lögmætt. Ef Alþingi setur lög um, að ekki skuli verslað við blökkumenn eða fólk af Gyðingaættum, þá mun ég hiklaust óhlýðnast þeim. Þegar neyðarástand er vegna jarðelda eða jarðskjálfta, hlýtur eignarréttur einstaklinga stundum að víkja. Vissulega er meðalhófið vandrat- að. En íslenskir dómarar mættu íhuga gaumgæfilega orð hinnar helgu bókar: Dæmið ekki, svo að þér verði ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuö þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Geirfinnsmálið og Hafskipamálið eru alkunn, og virðast gæsluvarðhaldsúr- skurðir dómara í þeim alls ekki stand- ast lagalega, þótt þeir hafi hvílt á al- menningsáliti.“ Þúsundáraríkin Það var í Madrid, þann 28. júní, að mig minnir, þegar forsætisráð- herrar tólf „stóru“ ríkjanna komu þar saman, að frú Thatcher var að vanda öfugsnúin í flestu. Vegna sigurvissu stefnu sinnar vildi hún samt sýna þýölegt viðmót, að minnsta kosti í peningamálum og bauð forsætisráðherra Frakka hvorki meira né minna en fjár- magnseiningu eða stefnu í þúsund ár. Það hét víst á frönsku „l’union monetaire dans mfile ans“. Stjómmálamenn eru síétandi á ófrumlegan hátt eftir bókmennt- um: að þessu sinni „riddarasög- um“ því að tala forsætisráðherr- anna var látin vera sú sama og „frönsku jafningjanna tólf‘. Eng- inn af jafningjunumn hafði neitt við boðið að athuga. Þeir hlupu samt ekki til. Tíminn var nægur. Þúsund ár er enn langur tími. Fagurfræðileg staðreynd Peningastefnan flaskar á einu, þegar hún boðar komu þúsundára- ríkis fjármagnsins. Hún gerir sömu skyssu og aðrar eilífðarstefnur, eins og boðskapur Hitlers um þús- undáraríki nasismans, sá hluti kommúnismans sem varð fljótt villuráfandi, að ríki guðdómsins ógleymdu: það er næstum fagur- fræðfieg staðreynd, í listum og mannlífmu, að engin stefna „lifir“ KjaUariim Guðbergur Bergsson rithöfundur í rauninni lengur en í tíu ár, eftir að hún lagði af stað af fullum krafti. Þetta á líka viö um ástiná og hjónabandið. Fullur kraftur ástar- innar varir í fimm ár. Hann við- heldur sér með herkjubrögðum í tvö í viðbót, en tórir svo í þrjú ár eftir það og fjarar út og deyr. Það er að segja, ef þeir sem verða fyrir ástinni kunna ekki að beita lítfilæti ímyndunaraflsins. í hstum er það sama að segja. Kúbisminn var aðeins í fimm ár í fullu fjöri, en lognaðist síðan út af, eftir tíu ára formúlunni. Eins fór fyrir súrrealismanum og SÚM- stefnunni hér. Einnig er hægt að færa þetta upp á Thatcherstefnuna, stjómmál yfir höfuð og byltingar. Rússneska bylt- ingin var í fimm ár „lifandi bylt- ing“. Eftir það fjaraði hún út, lok- aðist inni í sínum eigin hroka og beitti aldrei uppörvandi htfilæti ímyndunaraflsins. Þannigbreyttist hún í afskræmingu sem fullnægði notagildi til aö mynda margra hsta- manna, einkum rithöfunda. Eftir það hafa listirnar ekki borið sitt barr: þær sviku innsta eðli sitt, það að vera trúar sára sannleikanum hvað sem það kostaði. „Tíu ára reglan“ Ekki er auðvelt að útskýra lög- mál „tíu ára reglunnar". En það er hægt að fylgjast með ferh hennar á fremur einfaldan hátt. Þeir sem eru seldir undir stefnuna fyllast hroka, í sama mæli og lifandi orkan dvínar. Athöfn breýtist þá í orð. Þögnin hverfur: hin hljóðláta at- höfn, það að kunna að lúta af lítfi- læti valdi hins frumstæða krafts, sem er uppspretta lifandi athafna okkar. í hstum og ástinni lýsir þetta sér í því, að farið er dult með kraftinn. Hann er ekki hafður til sýnis nema þegar nauðsyn krefur. í fjármálum, á meðan þau voru að einhverju leyti trygg, létu auðmenn bera fremur lítið á sér og auði sínum, nema þess gerðist alger þörf. Að búa yfir auði, andlegum og veraldlegum eða ástarauði, fylgir viss níska, þörf fyrir varðveislu. Eða varðveisla og eyðsla fylgjast að. Þær haldast í hendur, leiðast, eins og áður var gert, á meðan það var eðhlegt að vera barn, elska aðra menneskju, styðja hver annan af eðhsbundinni þörf fyrir sam- hjálp, án mikils skrifstofubákns. Hrokinn er kannski ekki tfi falls. En hann blossar undarlega oft upp skömmu fyrir falhð. Líkt og lygin blossar upp, rétt áður en hinn „rétti“ sannleikur kemur í ljós. Grátleg glópska Glópska í stjórnmálum er hvorki séreinkenni hægri- né vinstri- stefnu. Hún er afskaplega lunkin yiö að færa sig á milli landa og manna. Eitt af hinni grátlegu glópsku er það, að þegar þúsund- áraríki makaðshyggjunnar er að líða undir lok á Bretlandi er reynt aö koma því á legg í Sovétríkjun- um, Kannski munu þjóðir samt læra eitthvað af reynslu sósíahsta á Spáni, sem skiptu um andlit við valdatökuna og htu til almennings með peningahyggjubros frú Thathcher, í staðinn fyrir upp- hafna samhyggjusvipinn sem var á stofnanda flokksins, Pablo Iglesias. Mér finnst vera líklegt að spænskir kjósendur sanni að ein- hverju leyti um næstu helgi tíu ára kenningu mína: Sósíahstaflokkur- inn tapar ekki meirihlutanum. En hann mun tóra við völd. Almenningur vfil ekki auö- hyggju, uppvakninginn frá síðustu öld. Guðbergur Bergsson „Fullur kraftur ástarinnar varir í fimm ár. Hann viðheldur sér með herkju- brögðum í tvö ár 1 viðbót, en tórir svo í þrjú ár eftir það og fjarar út og deyr. Það er að segja, ef... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.