Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1989, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1989.
Útlönd
Ortega, forseti Nicaragua:
Setur kontraskæru-
liðum skilyrði
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
setti kontraskæruiiöum skilyröi fyr-
ir áframhaldandi vopnahléi í gær.
Sagði hann aö stjómvöld myndu ekki
efna hótun sína um aö binda endi á
vopnahlé sandinista og skæruhða ef
skæruliðar sýndu merki afvopnunar
fyrir þriðjudag. Vopnahlé náöist
milli stríðsaðila þann 1. apríl síðast-
liðinn en aðiiar hafa sakað hvor ann-
an um að brjóta gegn því æ síðan.
„Við viljum ekki stríð, viö viljum
frið,“ sagði Ortega. Haft var eftir
honum á fundi leiðtoga Ameríku-
ríkja á Costa Rica um helgina að
hermenn sandinista myndu vígbúast
gegn kontraskæruhðum á ný á mið-
vikudag. Hefur hann sakað kontra-
skæruhða um að herða árásir sínar
síðustu vikur.
En í gær sagði hann að sandinistar
myndu ekki þurfa að binda enda á
vopnahléið leggðu kontraskæruliðar
niður vopn fyrir desember, sam-
kvæmt samkomulagi leiðtoga S-
Ameríkuríkja.
Ortega hefur sakað Bandaríkin,
sem stutt hafa kontraskæruiiðana,
um að leggja hindranir í veg fyrir
afvopnun skæruliða. Reuter
jwT mm
W'
r;;.. * • ' vié^
Daniel Ortega, forseti Nigaragua, hefur sett kontraskæruliðum skilyrði fyrir
áframhaldandi vopnahléi. Símamynd Reuter
Stjómvöld í Búlgaríu:
Lofa að hraða umbótum
Stjómvöld í Búlgaríu sögðust í
gær mundu leggja sitt af mörkum
til að hraða umbótum í þjóðfélag-
inu en einu umbæturnar sem oröið
hefur vart í Búlgaríu eru á sviði
efnahagsmála. Mikh og sívaxandi
óánægja ríkir meðal almennings.
Todor Zhivkov, leiðtogi komm-
únista í Búlgaríu, viðurkenndi að
stjórnvöld hefðu ekki staðið fyrir
umbótum í anda „perestrojku"
Gorbatsjovs Sovétforseta og sagði
að endurskipulagmngar og end-
urnýjunar væri þörf. Ólíkt þeirri
umbótaöldu sem nú gengur yfir
Ungveijaland og Pólland hafa um-
bætur í Búlgaríu einkum beinst að
því að koma lífi í staðnaðan efna-
haginn.
Vestrænir stjómarerindrekar
segja að mannaskiptin í efstu stöð-
um í Austur-Þýskalandi - þegar
Erich Honecker var vikið til hhðar
og Egon Krenz tók við - hafi vaidið
ugg meðal ráðamanna í Búlgaríu.
Einn stjómarerindreki sagði í sam-
tali við Reuter-fréttastofuna að
yfirlýsingar Zhivkovs væru
óvenjulegar. Hann kvaðst þó efins
í að endurskipulagning myndi eiga
sér stað.
Reuter
I>V
Mótmælendur á Wenceslastorgi í Prag í Tékkóslóvakíu á laugardaginn. Kröfðust þeir meira frelsis og mannréttinda.
Símamynd Reuter
Fjöldahandtökur
eftir mótmælaf und
Tékkneska lögreglan skipaöi í gær
erlendum fréttamönnum aö fara frá
Wenceslastorgi í miðborg Prag og
handtók fjóra sjónvarpsmenn,
bandaríska og franska, daginn eftir
að tíu þúsund manns höfðu haldið
mótmælafund á torginu gegn yfir-
völdum.
Eftir að öryggislögreglan haföi
leyst upp fund mótmælenda á laug-
ardagskvöld vora þijú hundruð
fimmtíu og fimm manns handteknir.
Tahð var að flestir þeirra væm enn
í haldi í gær. Þrír Ungveijar, þar af
tveir fréttamenn, vom handteknir á
laugardagskvöld, að því er ung-
verska fréttastofan MTI tilkynnti í
gær. Hafði fréttastofan það eftir ung-
verskum stjómarerindrekum í Prag
að annar þeirra hefði verið í haldi í
nokkrar klukkustundir en hinn hefði
verið rekinn úr landi í gær. Sá þriðji
var enn í haldi í gær.
Var þetta í annað sinn á þremur
mánuðum sem tékknesk yfirvöld
handtaka ungverska ríkisborgara í
mótmælaaðgerðum. Sjö Ungveijar
vom handteknir 21. ágúst þegar
innrásarinnar í Tékkóslóvakíu var
minnst. Öhum nema tveimur, sem
vom sektaðir og reknir úr landi, var
sleppt fljótlega.
Tékkneska leikritaskáldið Vaclav
Havel gat ekki tekið þátt í mótmæla-
aðgerðunum á laugardaginn. Havel
var handtekinn í síðustu viku en
leyft að dvelja á sjúkrahúsi þar sem
hann kvartaði undan verkjum fyrir
bijóstinu.
Þrátt fyrir að sumir mótmælenda
hefðu hvatt almenna borgara til að
koma saman aftur í gær var allt með
kyirum kjörum í miðborginni þar
sem tugir hðsforingja þrömmuðu um
torgið og göturnar þar í kring.
Þrátt fyrir aö mótmælafundurinn
á laugardagskvöld hafi ef til vill ver-
ið sá stærsti í tuttugu ár þykir hann
sýna að Tékkar eru enn hikandi þeg-
ar um er að ræða kröfur um endur-
bætur. Og vestrænir stjórnarerind-
rekar segja að þar sem lögreglunni
hafi tekist svo vel að leysa upp fund-
inn með ofbeldisaðgerðum sínum
muni yfirvöld ekki breyta harðri af-
stöðu sinni gegn viðræðum svipuð-
um þeim sem leitt hafa til umbóta í
Ungveijalandi og Póllandi.
Reuter
Austur-Þýskaland:
Kommúnistar með
eigin fjöldafundi
Austur-þýskir kommúnistar stóðu
fyrir eigin fiöldafundum um helgina
en þurftu þrátt fyrir það að horfast
í augu við þúsundir óánægðra Aust-
ur-Þjóðveija sem kröfðust umbóta
og svara við spumingum um framtíð
lands og þjóðar.
Hin opinbera sjónvarpsstöð í A-
Þýskalandi fiahaði ítarlega um fiöl-
dagöngumar í Austur-Berhn, Leipz-
ig og víðar á sunnudag en tugir þús-
unda austur-þýskra borgara tóku
þátt í þeim. Um tuttugu þúsund söfn-
uðust saman fyrir utan þinghúsið í
A-Berhn. Fagnaöi mannfiöldinn ák-
aft þegar hver ræðumaðurinn á fæt-
ur öðmm hvatti th þess að póhtískir
fangar yrðu látnir lausir. í öhum
mótmælagöngunum í Austur-Þýska-
landi þessa helgi var þess krafist að
Nýr vettvangur - stærstu stjómar-
andstöðusamtök A-Þýskalands - yrði
lögleiddur. Þó samtökin séu enn
ólögleg hafa þau samt sem áður í
raun verið viðurkennd þar sem fuh-
trúar kommúnista hafa þegar átt við-
ræður við fthltrúa þeirra.
Á fiöldafundunum um helgina
kröfðu Austur-Þjóðveijar kommún-
ista svara um umbætur og fóru fram
á aukið lýðræði. Andófsmenn hafa
skipulagt fiöldamótmæh í kvöld í
Leipzig, sjötta mánudagskvöldið í
röö. Borgarstjóri Leipzig hefur heitið
því að vera viðstaddur og svara fyrir-
spurnum borgarbúa.
Reuter
AUGL ÝSINGAS TOFAN JURTI
í stærri og betri verslun.
Við bjóðum uppá vörur frá SANSUI,
JVC, BONDSTEC, DANTAX, ELTA og FINLUX
Hjá okkur færð þú, HLJÓMTÆKI,
SJÓNVÖRP, MYNDBANDSTÆKI,
TÖKUVÉLAR, HÁTALARA,