Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. DV Fréttir Hundur festist á teinum heyskera: Skinnið inu á laust frá hold stórum parti - dýralæknir staddur á bænum fyrir tilviljun og bjargaði hundinum „Þegar ég kom aö Snata sat hann fastur á teinum sem standa út úr heyskeranum. Mér tókst aö losa hann af teinunum og sá þá að hann var mikið særður. Svo mikið særð- ur að það munaði engu að ég hlypi strax inn í bæ og næði í byssuna mína til að aflífa skepnuna," sagði Halldór Antonsson, bóndi á Tuma- brekku, Hofshreppi í Skagafirði. Heimihshundurinn á Tuma- brekku, sex ára blendingur af grænlensku hundakyni og lassie, lenti í miklum hremmingum síð- astliðinn miðvikudag. A bæinn kom ókunnugur bíll og þegar hann fór eftir örstutta stund hljóp Snati á eftir honum niöur á milli íbúðar- húsanna á Tumabrekku. Svo illa vildi hins vegar til að Snati hljóp á heyskera sem stendur hjá fjósinu á bænum og notaður er til að skera súrhey. Hann lenti á tindum sem standa út úr skeranum um það bil fet frá jörðu og sat þar fastur. „Gísli Halldórsson, dýralæknir á Hofsósi, var staddur hér á bænum fyrir tilviljun. Hann leit á hundinn og ákvað að reyna að bjarga lífi hans. Hann byrjaði á að svæfa hann og síðan fórum við upp á Sauðárkrók eftir áhöldum til að sauma hann. Það tók um klukku- tíma og ætli það hafi ekki tekið hálftíma að gera að sárum Snata. Hann var mest særður aftan við bóginn, rifinn upp á herðar og á milli framfótanna. Það þurfti alls að sauma 52 spor til að loka skurð- inum. Þetta var mjög ljótt sár því skinnið var iaust frá holdinu á stór- um parti. Það tókst hins vegar vel að gera að sárum hans og hann virðist ætla að ná sér. Snati svaf lengst af á miðvikudag og fimmtudag en í gær var hann farinn að stauta út fyrir dyr. Hann er þó frekar daufur að éta ennþá. Þetta er ágætur fjár- hundur og mikil geðprýðisskepna. Það hefði því verið mikill skaði ef það hefði orðið að aflífa hann vegna þessa slyss,“ sagði Halldór. -J.Mar Hildur Þuríður Rúnarsdóttir, 12 ára stúlka frá Eskifirði, við smábátabryggjuna. Eins og fram kom í frétt í DV í gær heyrði hún neyðarhróp Gísla Guðjónssonar trillu- karls sem féll í höfnina og var hætt kominn. Hildur fer oftast í bíl í skólann en þennan morgun var hún gang- andi. Það má segja aö það hafi ráðið úrslitum um hversu vel tókst til. Á minni myndinni sjást Guðjón Gíslason, dóttirin Guð- rún Jónína og eiginkonan Ingibjörg Stefánsdóttir. Þau eru spariklædd enda að fara í 25 ára afmælisveislu tengadóttur sinnar. Guðjón var þá hinn hressasti og ekkert eftir sig eftir volkið. DV-myndir Emil Viðbúnaðaræfing hjá Almannavömum ríkisins og Ólafsfirðingum: Misskilningur á misskilning ofan Gyifi Kiistjánssan, DV, Akureyri: „Þaö var einhver misskilningur í þessu og það er ágætt að slíkt gerist á æfingunum en ekki í raunveruleik- anum,“ segir Kjartan Þorkelsson, bæjarfógeti á Ólafsfirði, en hann á einnig sæti í almannavamanefnd þar í bænum. Almannavamanefnd Ólafsfjarðar var kölluð saman til fundar í upp- hafi ársins vegna bréfs frá Almanna- vörnum ríkisins þar sem boðin var viðbúnaðaræfing vegna snjóflóða í öllum snjóflóðabyggðum landsins. í fundargerð nefndarinnar á Ólafs- firði segir að á þessum fundi hafi verið hringt inn á fundinn og spurt um möguleika varðandi fjarskipti. Skömmu síðar var aftur hringt og spurt hvort búið væri aö boða út björgunarsveit. Því var svaraö þann- ig að slíkt væri ekki gert fyrr en til- kynning hefði borist um hættu- ástand eða snjóflóð. Enn var hringt til nefndarmanna á Ólafsfirði og nú var verið að afla upplýsinga um hættu á siyóflóðum og til hvaða ráða væri gripið og á hvern hátt. Kjartan Þorkelsson á Ólafsfirði veitti upplýsingar varð- andi þessar fyrirspumir jafnóðum. Rúmri klukkustund eftir að síðast var hringt til nefndarmanna á Ólafs- firði fór svo Kjartan í símann og hringdi í Almannavarnanefnd ríkis- ins. Þar fékk hann þá þær upplýsing- ar aö æfingu væri lokið fyrir nokkm en láðst hefði að tilkynna almanna- varnanefnd um það! Þar með lauk þessari æfingu. „Æf- ingin var í rauninni þessi þrjú sím- töl. Við reiknuðum hins vegar með að það ætti að setja upp eitthvað ákveðið prógramm en það var vegna einhvers misskilnings," sagöi Kjart- an, og er óhætt að segja að þessi „æf- ing“ hafi einkennst af misskilningi á misskilning ofan. Heimsókn Ólafs Ragnars til Rúmeníu 1983: Hugsanleg þátttaka Ceausescu í sex landa hópnum könnuð „Þetta var á þeim tíma er Rúmenía var opinberlega andvíg uppsetningu skammdrægra og meðaldrægra kjamorkuflauga í Evrópu. Viö vor- um að kanna viðhorf ríkja sem voru bæöi innan og utan hemaðarbanda- laga og höfðu lýst sig andvíg uppsetn- ingu stýriflauganna í Evrópu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson ijármála- ráðherra en hann fór í sína fyrstu og einu heimsókn til Rúmeníu í júní 1983. Þar mætti hann ásamt þing- manni íhaldsflokksins í Kanada og taismanni breska Verkamannflokks- ins í afvopnunarmálum og dvöldust þeir í þijá daga í Rúmeníu. Þeir voru fulltrúar samtakanna Parlimentarians for Global Actions eða Alþjóðasamtökum þingmanna og voru að kanna grundvöll fyrir því að koma á ráði sex þjóðarleiðtoga. Ólafur Ragnar sagði að engin ákvörðun hefði þá legið fyrir um þaö hvaða lönd yrðu með í sex landa hópnum enda málið á könnunarstigi þá. Sagði Ólafur Ragnar að á árinu 1983 hefði verið rætt við á milli 15 og 20 ríkisstjórnir og á árinu 1984 var sex landa hópurinn myridaður. í honum voru forsætisráðherrar Ind- lands, Svíþjóðar, Grikklands og for- setar Argentínu, Mexíkó og Tanza- níu. - í ljósi sögunnar andið þið ekki léttar hjá samtökunum yfir því að forseti Rúmeníu skyldi ekki vera meö? „Það Var nú ekki þannig að máhn væru metin þannig hvort aö við fengjum þá með eða ekki heldur var verið að meta með hvaða hætti væri skynsamlegast að setja þennan hóp saman. Það er því ekki spurning um það hvort að við öndum léttar eöa ekki út af því vegna þess að þegar hópurinn tók að myndast sem slíkur voru þeir ekkert á dagskrá." - Höfðu þið tækifæri í heimsókn ykkar að skynja ástandið í Rúmeníu? „Mjög rækilega því eins og ég hef sagt þá hef ég sjaldan orðið eins „sjokkeraður" af því að heimsækja nokkurt land eins og á þeim þremur dögum sem ég var í Rúmeníu og ég hef nokkuð oft lýst því síðar vegna þess að ég kynntist þarna meiri harð- stjórn og meiri persónudýrkun en ég hélt að væri í raun og veru til. Það gat hver maður áttað sig á því eftir nokkurra daga dvöl að þarna birtist í reynd slík afskræming þess sem stundum hefur verið kennt við Stal- ínisma að maður hélt að það væri aðallega til í kvikmyndum." - En stóð til að fá Ceausescu með í sex landa hópinn? „Nei, en það var rætt við um það bil 20 forystumenn ríkja miðað við afstöðu þeirra í afvopnunarmálum og á þessum árum var Rúmenía með þá sérstöðu að vera eina landið í Varsjárbandalaginu sem var opin- berlega andvígt stefnu bandalagsins í kjarnorkumálum." - En eftir á að hyggja - finnst þér að þú hefðir átt að hrópa hærra um það sem þú varðst vitni að í Rúmen- íu? „Ég hef nú satt að segja oft rætt það vfð ýmis tilefni - bæði á fundum og annars staðar. Á ýmsum alþjóða- samkomum sem ég tók þátt í eftir þetta kom það iðulega fyrir að menn ræddu þá óheillavænlegu þróun sem fór mjög í vöxt í Rúmeníu hvaö snerti brot á mannréttindum, brot gagnvart bömum, harðræði í efnahagsstjóm og fangelsun einstaklinga," sagði Ólafur Ragnar. -SMJ Sjálfstæðisminnihlutirm í Kópavogi: Vill semja um Vatnsendaland Sjálfstæðisminnihlutinn í Kópa- vogi hefur lagt fram tillögu í bæjar- ráöi Kópavogs þess efnis að bæjar- ráðið samþykki að ganga til við- ræðna við borgaryfirvöld í Reykjavík nú þegar um sameiginleg kaup beggja sveitarfélaganna á landi jarð- arinnar Vatnsenda. Vilja þeir aö samið veröi um skiptingu landsins milli Kópavogs og Reykjavíkur á grundvelh samkomulags Reykjavík- ur við Magnús Hjaltested frá 5. jan- úar síðastliðnum og forkaupsréttar- tilboði hans til handa Kópavogi frá 8. janúar. Það eru þeir Richard Björg- vinsson, Arnór L. Pálsson, Guðni Stefánsson og Bragi Michaelsson sem standa að tillögunni. Þeir vilja að forsendur skiptingar landsins verði að þeir hlutar þess sem falla best að byggö Kópavogs verði innan lögsögumarka hans. Þá vilja þeir að ef ekki náist viðun- andi samkomulag þá eigi Kópavogur aö yfirtaka réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar samkvæmt því samkomulagi sem borgin hafði gert viö Magnús. Tillagan verður tekin fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.