Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 27. MNÚAR J990. „Það væri kaldhæðnislegt í þessu nýja starfi að ég fengl dóm fyrir brot á klámlögunum. Ég held að það væri varla fyrirgefanlegt," segir Þorvarður Elíasson meðal annars en hann tekur við sem sjónvarpsstjóri á Stöð 2 á fimmtudag. lands telur hann mjög góö og segir að vissulega verði viss eftirsjá í starf- inu. „Það er mjög gefandi að starfa með ungu fólki og nemendur Versl- unarskólans eru ólíkir nemendum annarra skóla. Þetta er líflegra og skemmtilegra fólk en maður mætir í öörum framhaldsskólum. Kannski ánægt með sjálft sig en ég hef gaman af fólki sem ekki er að farast úr minnimáttarkennd. Ég hef haft mik- ið samband við bæði núverandi nem- endur og þá sem hafa lokið námi.“ Þorvarður fékk líka góðar móttök- ur hjá nemendum sínum er ljóst var aö hann væri orðinn sjónvarpsstjóri. „Þegar ég mætti í skólann biðu nem- endur eftir mér með rauðar rósir.“ Þorvarður er þó ekki hættur, hann segist ákveðinn í að hefja störf að nýju í skólanum að loknu ársleyfmu. „Það er afbragðsfólk í Verslunar- skólanum og engin afgerandi vanda- mál hafa komið upp. Ef einhver vandamál hafa komið upp hefur maður reynt að gera mikið úr þeim til að láta vita af því.að það sé skóla- stjóri í skólanum." Enginn fjölmiðlamaður í hinu nýja starfi, sem er mjög ólíkt því gamla, eru mörg svið og þar á meðal þarf dagskrárstefnu. Þor- varður segist bera endanlega ábyrgð á því sem fram fari á Stöð 2 og þurfi því að fylgjast vel með. Hann segist í raun vita lítið um starfsemi Stöðv- arinnar, hvort sem um sé að ræða innlenda dagskrárgerð eða erlent efni. „Það er í raun hálfkúnstugt að ég sé kominn inn í þennan fjölmiðla- heim, jafnlítill fjölmiðlamaður og ég er. Að vísu hef ég mikinn áhuga á því sem er að gerast í þjóðfélaginu og fyígist vel með fréttum. Þó ég hafi mjög afgerandi skoðanir á málefnum og í pólitík er ekki þar með sagt að ég þurfi að koma skoðunum mínum í framkvæmd £ar sem ég sit við stjórnvölinn. Akvarðanir eiga að koma neðan frá og ganga upp. Sann- leikurinn er sá aö stjómendur gera ekki annað í níutíu prósent tilvika en samþykkja hugmyndir sem koma frá öðrum." Skemmtilegri fréttir Þorvarður segir aö þó eigendum hafi fjölgað og komi úr einni stétt manna eigi það ekki að breyta neinu um rekstur stöðvarinnar enda hafi fyrri eigendur einnig verið í fyrir- tækjarekstri. Þorvarður segir að eig- endaskiptin komi ekki til með að breyta neinu t.d. í sambandi við fréttaflutning Stöðvar 2. „Ég myndi vilja fá meira af skemmtilegum frétt- um sem spanna vítt svið. Eg er mjög ánægður með að fréttastofa Stöðvar 2 hefur gert minna að því en frétta- stofa Ríkissjónvarpsins að elta miður skemmtilegar fréttir. Mér finnst Stöð 2 hafa leitað meira út til fólksins og verið með víðfeðmari fréttir. Þess vegna hef ég frekar horft á fréttatíma Stöðvar 2. Þó ég hafi pólitískan áhuga hef ég engan áhuga á umræðum sem eru eins dag eftir dag og í fæstum tilfellum skipta máli. Ég hugsa að það sé misskilningur að fólk hafi svo mikinn áhuga á að fylgjast með stjórnmálamönnum, eins og sagt er. Þetta eru oft hæfileikamenn í sviðs- framkomu og ná því athygli manna en hafa oftast minna um að tala. Ég vil að fréttir snúist meira um fólkið í landinu og þess störf. Vitaskuld verða fréttir að byggjast upp á því sem fólk hefur áhuga á að heyra og sjá. íslendingar eru þannig gerðir aö þeir vilja fylgjast vel með.“ Vanbyggt húsnæði Þorvarður segist vera sannfærð- ur um að Stöð 2 eigi eftir að blómstra. „Það þarf að koma öllu í betra horf og styrkja stööu fyrirtækisins með ýmsum hætti. Þegar það allt er kom- ið í lag er ég viss um að starfsfólkið mun reka öfluga og góða sjónvarps- stöð. Öll niál verða skoðuð og bruðl verður ekki leyft,“ segir nýi sjón- varpsstjórinn. „Húsnæðið er van- byggt. Astand þess er eðlileg afleið- ing fjármálastöðu fyrirtækisins. Það þarf að skipuleggja það betur og koma hlutum þannig fyrir að þeir þjóni rekstrinum betur. Þetta er mik- ið' og flókiö fyrirtæki, mikill tækja- búnaður og stórt húsnæði en það má koma hlutum betur fyrir innan þess. Það er greinilega mikið.af færu starfsfólki hjá Stöðinni en það þarf hins vegar að gíra saman starfsfólk í dagskránni og íjármagnið. Ég veit ekki ennþá hvort einhverra breyt- inga verður þörf þegar það verður gert.“ ■ Þorvarður segist ekki vita betur en að fyrri eigendur verði áfram í störf- um hjá fyrirtækinu. „Hvað þeir munu gera hugsa ég ekki um fyrr en ég hef tekið við starfinu," segir hann. Vil skila árangri Þorvarður hefur það orð á sér að hann sé kröfumikill og vilji hafa aga á hlutunum. Hann er ekki tilbúinn að viðurkenna það. „Minn vinnustíll hefur alltaf verið sá að skipta mér af sem fæstu en ef ég gef fyrirmæli krefst ég þess að eftir þeim sé farið. Mönnum finnst það kannski mikill agi þegar ég gef fyrirskipanir en þaö er einu sinni minn stíll. Ég get þó varla sagt að ég strái í kringum mig skipunum. Ég hef aldrei heyrt bömin mín kvarta undan aga. í starfi krefst ég þess af sjálfum mér að skila ár- angri. Þegar ég byrjaði hjá Verslun- arráði var það í litlu húsnæði í mið- bænum og það var á þeim tíma sem Hús verslunarinnar var byggt. Ég fór frá Verslunarráðinu um sama leyti og það flutti í nýja húsið. Þegar ég kom inn í Verslunarskólann var að hefjast uppbygging og nú fer ég það- an þegar henni er lokið. Ég vil sýna svona árangur. Ég hef ekkert gaman af silkihúfustarfi þar sem maður fær ekki að gera neitt. En þótt ég sé orð- inn sjónvarpsstjóri þá er ég ekki fyr- ir ræðuhöld eða umtal,“ segir Þor- varður Elíasson, hinn nýi sjónvarps- stjóri Stöðvar 2. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.