Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 39
LAyGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. 51 Eggert B. Sigurmundsson Eggert Benedikt Sigurmundsson skipstjóri, Laufskógum 27, Hvera- gerði, er sjötugur í dag. Eggert fæddist á Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp til fimm ára aldurs en faðir hans var þar héraöslæknir frá 1908-1925. Þá flutti fjölskyldan að Laugarási í Biskupstungum en síðan til Reykjavíkur er Eggert var tólf ára. Hann missti móður sína sama ár, var eitt sumar norður á Breiðumýri, í sveit að Brjánslæk á Barðaströnd en síðan hjá foður sín- um í Breiðafjarðareyjum og í Bol- ungarvík. Eggert hóf nám við Stýrimanna- skólann 1941 og lauk fiskimanna- prófi hinu meira 1943. Hann stund- aði sjómennsku frá fjórtán ára aldri og hafði því verið til sjós í hálfa öld er hann kom í land í árslok 1984. Eggert var sautján ára á línuveiðar- anum Fróða, síðan á Vestra frá ísafirði og loks á samvinnubátun- um. Eftir stýrimannapróf .var hann stýrimaöur á togamum Skuth og á Skaftfellingi en bæði þessi skip sigldu með fisk til Englands á stríðs- árunum, auk þess sem hann var stýrimaður á Dóru frá Hafnarfirði sem sigldi til Aberdeen í stríðslok. Eftir stríð var Eggert skipstjóri á fiskibátnum Hugrúnu frá Bolungar- vík og síldarbátnum Dóru, Kútter Eyfirðingi og togaranum Guðmundi Pétri í eigu Einars Guðfinnssonar. Þá var Eggert íþrjúog hálft ár skip- stjóri á Særúnu sem Einar Guð- finnsson hafði í vöruflutningum milli Reykjavíkur og Vestfjarða. Árið 1966 réð Eggert sig á sanddælu- skipið Sandey hjá Björgun hf. en þar var hann stýrimaöur og síðan skip- stjóri til ársloka 1984 er hann kom íland. Eggert kvæntist 1944 Unni Bene- diktsdóttur húsmóður, f. 24.11.1923, döttur Benedikts Benediktssonar, kaupmanns á Hellissandi, og konu hans, GeirþrúðarKrisjánsdóttur. Eggert og Unnur hófu sinn búskap í Bolungarvík. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar í þrjú ár en fluttu þá vestur á Hellissand. Þá fluttu þau í Kópavoginn um 1960 en keyptu Auðsholtshjáleigu í Ölfusi 1969 og höfðu þar búskap til 1980 er þau fluttu til Hveragerðis þar sem þauhafabúiðsíöan. ' Eggert og Unnur eignuðust sex syni. Þeir eru: Benedikt Geir, f. 1945, lést af slysfórum 1950; Sigurður Kolbeinn, f. 1949, byggingameistari á Seltjarnarnesi, kvæntur Unu Sig- urðardóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Benedikt Geir, f. 1950, framkvæmdastjóri íslax á Nauteyri við ísafiarðardjúp, kvæntur Önnu Maríu Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau tvo syni; Unnsteinn Borgar, f. 1951, rafvirki á Skarðsá á Skarðsströnd, kvæntur Dagnýju Karlsdóttur húsmóður og á hann fimm börn; Ásgeir, f. 1955, bygginga- meistari á Selfossi, kvæntur Bryn- hildi Valdórsdóttur húsmóður og eiga þau einn son, og Ari, f. 1959, nemi í iönrekstrarfræði við Tækni- skóla íslands, kvæntur Jennýju Sveinsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur. Foreldrar Eggerts voru Sigur- mundur Sigurðsson, f. 24.11.1877, d. 14.11.1962, hérðaðslæknir, og kona hans, Kristjana Anna Egg- ertsdóttir, f. 24.11.1894, d. 20.8.1932, húsmóðir. Sigurmundur var sonur Sigurðar, steinsmiðs í Bræðraborg í Reykja- vík, bróður Bjarna, langafa Einars Hauks hagfræðings, föður Sólveigar leikkonu. Sigurður var einnig bróð- ir Guðrúnar, langömmu Hilmars Guðlaugssonar, borgarfulltrúa og formanns byggingarnefndar, og Gylfa Thorlacius hrl. Þá var Guðrún langamma Eyrúnar, ömmu Magn- úsar Kjartanssonar tónlistarmanns. Sigurður var sonur Sigurðar, b. í Gelti í Grímsnesi, ættföður Galtar- ættarinnar, Einarssonar. Móðir Sig- urðar í Gelti var Guðrún Kolbeins- dóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar en meðal afkom- enda hans má nefna Einar Jónsson myndhöggvara, Alfreð Flóka mynd- listamann, Mugg, Pétur Sigurgeirs- son biskup og Tryggva Ófeigsson útgerðarmann. Móðir Sigurðar var Ingunn Bjarnadóttir. Móðir Sigurmundar var Sigríður, dóttir Ögmundar Jónssonar, b. á Bíldsfelli í Grafningi, og Elínar Þor- láksdóttur. Kristjana Anna var dóttir Eggerts Jochumsspnar, kennara og sýslu- skrifara á ísafirði, bróður Matthías- ar þjóðskálds. Eggert var sonur Jochums, b. í Skógum í Þorskafirði, Magnússonar. Móðir Jochums var Sigríður, systir Guðrúnar, langömmu Áslaugar, móöur Geirs Hallgrímssonar. Sigríður var dóttir Ara Jónssonar, b. á Reykhólum, og konu hans, Helgu Árnadóttur, prests í Gufudal, Ólafssonar, lög- sagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannesar Nordal. Móðir Eggerts Jochumssonar var Afmæli Eggert Benedikt Sigurmundsson. Þóra, systir Guðrúnar, ömmu skáld- anna Herdísar og Ólínu Andrés- dætra. Þóra var einnig systir Guö- mundar, prests og alþingismanns á Kvennabrekku, föður Theodóru skáldkonu, móður Guðmundar Thoroddsen, læknaprófessors og yfirlæknis. Guðmundur var einnig faðir Ásthildar, móður Muggs og ömmu Péturs Thorsteinssonar sendiherra. Móðir Önnu Kristjönu var Guð- rún, systir Kristínar, móður Sigurð- ar, skólastjóra á Laugum, Gisla rit- stjóra og Filippíu skáldkonu (Hug- rúnar) Kristjánsbarna, en sonur Hugrúnar er Helgi Valdimarsson læknir. Guðrún var dóttir Kristjáns, b. á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, Jónssonar, og Sólveigar Jónsdóttur, b. á Syðra-Garðshorni, Jónssonar. ára Sigurður Guðmundsson, Spítalastíg3, Hvammstanga. SnorriR.Jónsson, Marbakkabraut 3, Kópavogi. 70 ára Karl Guðmundsson, Þorgeirsstöðum, Bæjarhreppi. Kristján Þorsteinsson, Háteigi, Borgarfiaröarhreppi. 60 ára Magnús Alcxandersson, Hjaröarhaga 56, Reykjavik. 50ára Friðbjörn B. Bjamason, Skarðsbraut 2, Akranesi. Albert Finnbogason, Lágholti 10, Mosfellsbæ. Þau hjónin taka á móti vinum og vandamönnum að heimili sínu eftir klukkan 15.00. JónÓlafsson, Hvassahrauni8, Grindavík. Bergljót Gunnarsdóttir, Njarðagötu9, Reykjavík. Jóhannes Stefánsson, Svarfaöarbraut 14, Dalvík. Þorleifur Þórarinsson, Hverfisgötu 32, Reykjavík. Sturla Snorrason, Álfhólsvegi 57, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í Lions- heimilinu, Sigtúni 9, mílli klukkan 17og20. 40 ára Ásdís Sigurðardóttir, BaugsvegiS, Seyöisfiröi. Hilmar J. Hauksson, Strandaseli 7, Reykjavík. Simon Þorteinsson, Bárugötu 22, Reykjavxk. Helga Dýrleif Haraldsdóttir, Ásvegi 3, Árskógshreppi. Guðjón Kristinn Sveinsson, Árskógum 11, Egilsstöðum. Til hamingju með afmaelið 28. janúar 75 ára Sigríður Þórðardóttir, Vogatungu 85A, Kópavogi. Aðalheiður Kristjánsdóttir, Heiðvangi 4, Hafnarfirði. Unnur Ragnarsdóttir, Heiðargerði 6, Vatnsleysustrand- arhreppi. Snæbj öro Benediktsson, Fífuhvammi l.FelIahreppí. Valdís Kristinsdóttir, Engimýri 10, Garðabæ. Ragnar Sigurður Ólafsson, Ægisbyggð 12, Ólafsfirði. 60 ára ÓskarJónsson, Kolfreyju, Fáskrúðsfiarðarhreppi. Hailiði Kristbjörnsson, Birnustöðum, Skeiðahreppi. 50 ára Ainalía Jónsdóttir, 40ára Margraret Mary Dwyer, Ránarslóö 17, Höfn i Hornafirði. Karl S. Hannesson, Grundarási 4, Reykjavík. Stanislawa Janina Zawadzka, Karmelitaklaustrinu, Hafnarfirði. Þóroddur Friðrik Þóroddsson, Engihjalla 23, Kópavogi. Grétar B. Þorsteinsson, Lyngbergi 13, Þorlákshöfn. Sigríður J. Einarsdóttir, Kársnesbraut 7, Kópavogi. Svanberg Árnason, Furulundi ÍE, Akureyri. Magnús V. Jónsson, Efstasundi 13, Reykjavík. Magnús Friðbergsson, Leifsgötu 30, Reykjavik. Byggðavegi 101G, Akureyri. t Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim ersýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föðurokkar, sonar, bróður og tengdasonar, Ólafs Inga Jónssonar, Sefgöröum 22, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum. Sigríður Sigurjónsdóttir Anna Sigurborg Ólafsdóttir Helga Guöjónsdóttir Ingi Rafn Ólafsson Málfriður Jónsdóttir Sigurjón Ólafsson Anna Jónsdóttir HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboð Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps óskar hér með eftir til- boðum í byggingu einnar hæðar einbýlishúss úr stein- steypu, verk nr. 10703 úr teikningasafni tæknideildar Hús næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss er 113 m2. Brúttórúmmál húss er 400 m3. Húsið verður byggt við götuna Lækjarbakka 3, Lýtings- staðahreppi, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Lýtingsstaða- hrepps, Laugarbóli, 560 Varmahlíð, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, frá þriðjudeginum 30. janúar 1990 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en föstudag- inn 9. febrúar 1990 kl. 11.00 og verða þau opnuð að við- stöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Lýtingsstaðahrepps, Tæknideild HR. HUSNÆÐISStOFNUN D83 RlKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK - SÍMI - 696900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.