Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 38
50 LAtfGAfe'DÁÓÍfe 27.1 Andlát_____________________________ Þorsteinn Kristinn Halldórsson Þorsteinn Kristinn Halldórsson, Borg í Garði, lést þann 19. janúar sl. Útfor hans fer fram frá Útskála- kirkjuídagkl. 14. Þorsteinn fæddist að Vörum í Garði þann 22.2.1912 og ólst þar upp. Hann ólst upp við fiskvinnslu og búskap og hóf sjósókn sem ungl- ingur. Hann tók flj ótlega að sér vél- - stjórastörf og var landformaður á m/b Gunnari Hámundarsyni í mörg árog var gert út frá Sandgerði og Keflavík. Á yngri árum var Þor- steinn við síldveiðar frá Norður- landi og var eitt ár á Siglunesi við fiskverkun. Árið 1953 eignaöist hann nýbyggt skip ásamt foður sín- um og bróður. Hlaut það nafnið Gunnar Hámundarson eins og fyrri skip föður hans. Fiskurinn af því hefur alla tíð verið verkaður í húsi útgerðarinnar að Vörum í Garði. Þorsteinn stjórnaði verkuninni allt til dauðadags. Árið 1939 flutti hann að Borg, sem hann byggði sjálfur, ogbjóþarallatíð. Þann 4.6.1938 gekk Þorsteinn að eiga Önnu Margréti Sumarliðadótt- ur, f. 25.8.1917 að Meiöastöðum í Garði. Foreldrar hennar voru Sum- arliði Eiríksson, fiskverkandi að Meiðastöðum, ogTómasína Odds- dóttir húsmóðir. Þau voru bæði ætt- uð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Böm Þorsteins og Önnu Margrét- areru: Halldór Þorsteinn, f. 12.7.1938, matvælatæknifræðingur, búsettur í Hafnarfirði, og er maki hans Hulda Axelsdóttir. Em börn þeirra: Tómas Þorsteinn, f. 15.1.1973; Þorsteinn Axel, f. 12.3.1974; og Helga Sigur- lína,f. 22.1.1978. Jón Steinar Guðbjörnsson, fóstur- sonur, f. 26.1.1942, vélstjóri, búsett- ur í Keflavík, og er dóttir hans Anna.f. 11.1.1969. Gylfi, f. 31.12.1944, framleiðslu- stjóri, nú nemandi í Fiskvinnslu- skóla í Hafnarfirði, búsettur í Garði. Óskírð dóttir, f. 3.4.1954, d. sama dag. Tómas Sumarliði, f. 25.2.1956, viö- skiptafræðingur, búsettur á Álfta- nesi, og er maki hans Sólbjörg Karlsdóttir. Er barn þeirra: Guðrún, f.5.8.1986. Kristjana Oddný, f. 1.11.1957, hjúkrunarfræðingur, búsett á Álfta- nesi, og er maki hennar Ingólfur Björgvin Ingólfsson. Barn þeirra er: AnnaMargrét, f. 12.5.1987. Systkini Þorsteins: Vilhjálmur Kristján, f. 5.7.1913, búsettur í Brekku í Garði, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur; Gísli Jóhann, f. 10.7. 1914, búsettur í Hafnarfirði, ekkill Lovísu Dagmarar Haraldsdóttur; Halldóra, f. 27.9.1915, búsett í Kefla- vík; Steinunn, f. 29.10.1916, búsett í Keflavík, gift Benedikt Guðmunds- syni; Guðrún, f. 23.3.1918, búsett í Reykjavík, gift Sigurbimi Tómas- syni; Elísabet Vilborg, f. 22.5.1919, búsett í Keflavík, ekkja Jónatans Agnarssonar; Þorvaldur, f. 17.8. 1920, búsettur í Garði, kvæntur Ingi- björgu Jóhannsdóttur; Kristín, f. 22.11.1921, búsett í Reykjavík, gift Friðriki Sigurði Guðjónssyni; Marta Guðrún, f. 12.2.1923, búsett í Garði, gift Kjartani Ásgeirssyni; Helga, f. 9.9.1924, dó í æsku; Þorsteinn, f. 10.1.1927, látinn; Karitas Hallbera, f. 12.9.1928, búsett í Garði, var gift Einari Daníelssyni. ForeldarÞorsteinsvoruHalldór, . f. 22.2.1887 í Melbæ í Leiru, látinn, útvegsbóndi og skipstjóri, og Krist- jana Pálína Kristjánsdóttir húsmóð- ir, f. 2.11.1885, í Koti á Vatnsleysu- strönd, látin. Halldór var sonur Þorsteins, út- vegsbónda á Meiðastöðum í Garði, Gíslasonar, b. á Augastöðum í Borg- arfirði, Jakobssonar, Snorrasonar, prests á Húsafelli, Björnssonar. Móðir Gísla var Kristín Guð- mundsdóttir. Móðir Þorsteins var Halldóra Hannesdóttir. Móöir Halldórs var Kristín Þor- láksdóttir. Móðir Kristínar var Hólmfríður Jónsdóttir, b. í Eyvakoti á Eyrarbakka, Einarssonar, og Ing- veldar Jónsdóttur, b í Tungu, Ás- björnssonar. Kristjana, móðir Þorsteins, var dóttir Kristjáns, b. í Hellukoti, Jóns- Þorsteinn Kristinn Halldórsson. sonar, b. í Breiðagerði, Pálssonar, b. í Kálíhaga í Sandvíkurhrepppi, Vigfússonar. Móðir Páls var Guðrún Kjartans- dóttir. Móðir Kristjáns var Margrét Pálmadóttir, b. í Háakoti í Meðal- landi, Jónssonar, og Kristínar Jóns- dóttur, Gunnarssonar frá Borgar- felh. Móðir Kristjönu var Vilborg Hall- dórsdóttir, b. á Hofi, Magnússonar. Móðir Vilborgar var Elísabet Gísla- dóttir, b. í Útverkum í Unnarholti, Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur. HEF OPNAÐ LÆKNINGASTOFU AÐ LÁGMÚLA 5 Tímapantanirfrá kl. 10-12 virka daga í síma 34354. Vigfús Magnússon læknir. Sérgrein: geðlækningar. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um starf námstjóra tónlistarfræðslunnar Samkvæmt ákvæðum 71. greinar laga um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, nr. 87/1989, er hér með auglýst til umsóknar starf námstjóra tónlistar- fræðslunnar. Samkvæmt áðurgreindum lögum er verksvið námstjóra tónlistarfræðslunnar yfirstjórn námskrár- og námsefnis- gerðar, samræming náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð varðandi ráðningar kennara, ráðgjöf varð- andi starfs- og fjárhagsáætlanir skóla, upplýsingamiðl- un og erlend samskipti. Jafnframt skal námstjóri tónlist- arfræðslunnar sinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstörfum fyrir kennara og skólastjóra tónlistarskóla. Samkvæmt áðurnefndum lögum er námstjóri tónlistarfræðslunnar jafnframt formaður fimm manna samstarfsnefndar tón- listarfræðslunnar, svo sem nánar er kveðið á um í lögun- um. Ráðið er í starf námstjóra tónlistarfræðslunnar til fjög- urra ára í senn. Um er að ræða hálfa stöðu. Umsækjendur skulu hafa lokapróf frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík eða sambærilega menntun. Áskilin er menntun í uppeldis- og kennslufræðum og starfs- reynsla við kennslustörf í tónlistarskóla. Umsóknir, ásamt afritum af prófskírteinum og upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, skulu berast mennta- málaráðuneytinu fyrir 20. febrúar 1990. Umsækjendur þurfa að geta tekið við starfi sem fyrst. Laus staða Dósentsstaða (37%) í sýklafræði við læknadeild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 25. janúar 1990 NESKAUPSTAÐUR Blaöbera vantar strax í innbæinn. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-71723 Heilsugæslustöð á Blönduósi Tilboð óskast í að fullgera húsnæði á 1. hæð heilsugæslustöðvar á Blönduósi sem nú er tilbúin undir tréverk. Flatarmál hússins er um 700 m2. Verkið skal unnið af einum aðal- verktaka. Verktími er til 1. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, til og með föstud. 15. febrúar 1990 gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. febrúar 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Frá lögmönnum Höfðabakka Hreinn Loftsson héraðsdómslögmaður, sem rekið hefur eigin lögmannsstofu að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, hefur frá og með 15. janúar 1990 gerst meðeigandi í Lögfræðistofunni Höfðabakka 9 sf. Mun hann því héðan í frá reka lögfræðistofuna í félagi við Vilhjálm Árnason hrl., Olaf Axelsson hrl., Eirík Tómasson hrl. og Árna Vilhjálmsson hdl. Jafnframt hefur verið ákveðið frá og með sama degi að breyta nafni félagsins í Lögmenn Höfðabakka sf. Reykjavík, 26. janúar 1990 Lögmenn Höfðabakka Vilhjálmur Árnason hrl. Ólafur Axelsson hrl. Eiríkur Tómasson hrl. Árni Vilhjálmsson hdl. Hreinn Loftsson hdl. Afmæli dv Gunnar Óskarsson Gunnar Óskarsson, löggiltur rafverktaki, Hjallavegi21, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun, 28.janúar. Gunnar er fæddur í Reykjavík og ólst upp á Hjallaveginum. Hann hóf nám í rafvélavirkjun árið 1954 hjá norskum rafvélavirkja, Har- aíd Hansen, sem rak verkstæði við Hverfisgötu 64. Gunnar er nú eig- andi verkstæðisins ásamt bróður sínum og er verkstæðið rekið að Súðarvogi 52. Bróðir Gunnars er Eyjólfur Reynir, f. 3.5.1951, rafeindavirkja- meistari í Reykjavík. Foreldrar Gunnars eru Óskar .Sigurður Guðjónsson vélvirki, f. 10.9.1911, ogÞóra Sigurrós Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 16.3. 1911. Skaftason Skafti G. Skaftason, Austur- strönd 14, Seltjarnarnesi, verður sextugur á morgun, 28. janúar. Skafti er fæddur í Vestmanna- eyjum en ólst upp í Reykjavík. Hann hefur lengst af starfað við tankahreinsun. Eiginkona Skafta er Arndís Björnsdóttir. Einar Guðbjöm Helgason Einar Guðbjöm Helgason bif- reiðarstjóri, Vitastíg 8A, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Einar er fæddur í Holti í Álfta- veri í Vestur-Skaftafelissýslu og ólst upp í Vík í Mýrdal. Þönglabakka 6, Mjödd, noröan við Kaupstaó. Sími 670760. Blómaskreytingar við öll tækifæri. Sendingarþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.