Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Ás >krift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Landhelgisgæsluvélin fann tvo ólöglega laxveiðibáta fyrir austan land: Annar laxveiðibáturinn er í eigu pólska rikisins Fokker flugvél Landhelgisgæsl- unnar fann tvo báta á meintum ólöglegum laxveiöum fyrir austan land í eftirlitsflugi í gær. Eru bát- arair á sama svæöi og áður sem er fyrir utan lögsögu íslands. Annar báturinn heítir Mínna og er skráður í Póllandi. Skípstjóri bátsins er danskur og heitir Hans Nilson og svaraði hann kalli frá áhöfn flugvélarinnar. Hann sagöist vera á laxveiðum og með honum um borð væru þrír Pólveijar. Þá sagði hann að báturinn væri í eigu pólska ríkisins. Minna var að veiðum um 250 sjómílur austur af Langanesi en 255 sjómílur aust-norð-austur af Langanesi var annar bátur á lax- veiðum. Það var Seagull sem sést hefur þar áður. Seagull siglir undir fána frá Panama en skipstjóri báts- ins svaraði engu þegar áhöf flug- vélarinnar reyndi að hafa samband við hann. Munu eigendur hans vera skráðir í Borgundarhólmi 1 Danmörku. Inni í landhelgi Færey- inga sást síðan færeyskur bátur að laxveiðum en Færeyingar hafa kvóta til umráða þannig að þar mun vera um löglegar veiðar að raíða. Ekkert sást hins vegar til þriðja bátsins, Brodals, en ekki hefur fengist staðfest hvar hann er skráð- ur. Þar sem núhefur fengist staðfest að bátamir eru á iaxveiðum er búist við að reynt verði með dipló- matískum aöferðum að stöðva þær. Því hefur enn engin ákvörðun ver- ið tekin um að senda varðskip á veiðisvæðið. -SMJ - sjá nánar á bls. 2 Lögreglan í Stykkishólmi: 1 bflniim, litlu herbergi eða á heimilum „Við reynum að þjappa okkur sam- ^an á þeim fimm fermetrum sem við höfum héma á sýsluskrifstofunni. Reyndar erum við ýmsu vanir því lögreglustöðin hér í Stykkishólmi, sem nú er búið að loka, er ekki nema um þijátíu fermetrar," sagði Eðvarð Árnason yfirlögregluþjónn í samtali viðDV. Vinnueftirht ríkisins lokaði lög- reglustöðinni í Stykkishólmi á fimmtudag. Síðan hefur lögreglan látið fyrirberast í bíl embættisins, í litlu herbergi á sýsluskrifstofunni eða jafnvel á heimilum lögreglu- manna við skyldustörf sín. „Það liggur í loftinu að nú eru margar hendur á lofti til að leysa málin. Ráðuneytið hefur unnið mikið í málinu. Peningunum er stýrt í Réykjavík og það er ljóst að þaöan verður lausnin að koma,“ sagði Eð- varð. Ekki tókst aö ná tali af fulltrú- um ráðuneytisins sem hafa með mál- iö að gera. -ÓTT Bændur á hlaupum í Svínahrauni Bændur frá Selvogi og úr Mosfells- sveit sáust á hlaupum í Svínahrauni í slæmu veðri í gær. Voru þeir að leita að kindum sem tilkynnt hafði verið um. Vegfarandi sá fimm kindur á móts viö Litiu kaffistofuna og þótti honum það heldur óvanalegt á þess- um árstíma. Þegar DV fór í prentun ^ var ekki vitað hvort bændurnir Tíöfðu náð að koma fjórfættu stroku- dýrunumísínavörslu. -ÓTT Dýrasti tanngarður á íslandi? „Fólk tekur eftir þessu þegar maður brosir. Ég kom með demantana frá Argentínu og spurningin var hvað ætti að gera við þá. Þvi ákvað ég að láta Þórarin Sigþórsson tannlækni setja þá í tennurnar fyrir aftan augntennurnar," sagði Ragnar Mikaelsson blóma- kaupmaður við DV. „Mér datt þessi fiflagangur í hug því maður vill fá at- hygli á tískusýningum. Þetta sést vel á sviði, þá glampar vel á steinana þegar maður brosir breitt í sterkum Ijósum," sagði Ragnar. -ÓTT/DV-mynd GVA Sérstakar láglauna- bætur inni í myndinni - samkomulag um kauptryggingu í sjónmál í gær miðaði vel í kjarasamninga- viðræöunum. Var allt með rólegra yfirbragði í gær en á fimmtudaginn þegar litlu munaði aö upp úr syði. Sú nýjung var rædd í gær að sérstak- ar bætur kæmu á allra lægstu laun í landinu. Það hefur ekki verið inni í myndinni fram að þessu. Aðeins hefur veriö talað um 3 prósent launa- hækkun. Menn voru vongóðir um að samkomulag næðist um þetta at- riði. Talið er að þetta muni geta breytt miklu um framgang samning- anna í verkalýðsfélögunum. Þegar DV fór í prentun var tahð að samkomulag um kauptryggingu væri í sjónmáh. Það hefur verið eitt helsta deiluefnið í viðræðunum alla vikuna. TaUð er víst að launanefnd verði skipuð og kaupmáttur miðaður við verðlagsþróun og þar farið eftir úrskurði kauplagsnefndar. Að vísu hafa samningamenn verið vongóðir lengi um að samningar væru að takast en það hefur dregist á langinn. „Ég held að þetta sé ekki lengur „úlfur, úlfur“ heldur muni takast að loka rammanum þótt hann verði að- eins rýmri en gert var ráð fyrir í upphafi," sagði einn samninga- manna í samtali við DV í gær. Gert var ráð fyrir að aðilar vinnu- markaðarins hittu ráðherra um helgina en menn voru á því í gær- kvöldi að það yrði vart fyrr en á mánudag. -S.dór Fiskmarkaöurinn í Bretlandi: Otto Wathne setti sölumet - meðalverðið 166,37 krónur fyrir kíló af þorski Togarinn Otto Wathne NS fékk í gær hæsta verð sem íslenskt skip hefur nokkru sinni fengið fyrir fisk. Hann seldi í Grimsby 100 lestir af þorski og fékk 1,66 pund fyrir kílóið, eða 166 krónur íslenskar. Eldra metiö var 1,46 punda meðal- verð fyrir kíló af þorski og áttu það tvö skip, Hoffell, sem fékk það verð fyrir tveimur árum, en síðan jafnaði Haukur GK þetta met fyrr í þessari viku. Skipstjóri á Otto Wathne er Trausti Magnússon, en það var umboðsfyrir- tækið Fylkir í Grimsby sem annaðist söluna fyrir togarann. Þórarinn Guðbergsson hjá Fylki sagði í samtali við DV að fiskskortur væri á breska markaðnum. Auk þess hefði afli Ottos hafi verið mjög falleg- ur fiskur. Þórarinn sagði að rúm sjö tonn af grálúðu úr afla Otto Watírne hefðu veriö seld til Frakklands og hefðu 147 krónur fengist fyrir kílóið sem er afburðagottverð. -S.dór LOKI Þetta hlýtur aö vera bjartasta bros norðan Alpafjalla! ÍS_______________________ Veðrið á sunnudag og mánudag: Hvasst sunnanlands og vestan Hvöss austan- og norðaustanátt verður við suðurströndina og lík- lega einnig á Vestfjörðum. Þurrt veröur vestanlands og í innsveit- um á Norðurlandi en annars él. Frostlaust verður allra syðst á landinu en 2-7 stiga frost í öðrum landshlutum. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR h Þjóðar hmh SALIN býr í Rás 2. Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp Kl. 18: Þjóðarsálin, simi 38500 FM 90,1 - útvarp með sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.