Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27, JANÚAR 1090. Lífsstm Montana Flestir í hátiskuelítunni í París bjuggust viö að Claude Montana hreppti fingurhjörgina frægu fyrir sýningu sína á dögunvun en öllum að óvörum féllu verðlaunin í skaut spánska hönnuðarins Paco Ra- banne. Þaö var dómnefnd blaöa- manna sem komst að þeirri niður- stöðu að Rabanne væri vel að launum kominn fyrir sýningu sem einkenndist af niðþröngum, svört- um og afar ílegnum leðurkjólum og gljáandi, íofnum klæðnaði sera haldið var saman með gullkeðjum. Þetta er í týrsta sinn sem Ra- banne hlýtur þessi eftirsóttu verð- laun og í samtali sagði hann aö tiska næsta áratugar yrði með kyn- þokkafyllra yfirbragði. Áherslan yrði þó mest á bkamann sjálfan eins og hann kemur frá náttúrunn- ar hendi en ekki tilbúna upgerð. Montana ekki Miklar umræður spunnust um þessa verðlaunaveitingu og mörg- um fannst illa hallað á Montana. Hann komst ekki einu sinni í úrslit og þótti ýmsum aö vísvitandi væri verið að sniðganga hann. Montana, sem skapaði ímynd níunda áratug- arins, breiðar axlir og mjótt mitti, hefur löngum þótt vera á undan sinni samtið. Aðdáendur hans bentu á þessa staðeynd og sögðu jafníramt að sennilega væri hann fullhugmyndaríkur og nýjunga- gjam fýrir fastheldna kaupendur. Bent var á fyrstu sýningu Lacroix í þessu sambandi en honum tókst wiauihxiicttn*ii i c*r iihju yuimu 111 lyui wjwiyuioj ciu1myui urnvii I tiskuheiminum. Margir höfðu spáð Montana þessum titli en það gekk ekki eftir og komst hann ekki einu sinni í úrsiit 5. ekki sem best upp þá en er nú mjög virtur. Aðrir sögðu að Montana ætti bara ekkert erindi inn í þessa samkundu. Pils og kjólar Sýningarnar í Paris í þessari viku einkenndust af fallegum drögtum og kjólum en ílestar buxur voru beinar og vel sniðnar en ekki eins víðar og áður hafði sést. Pilsin í ár eiga enn aö vera stutt og margir hönnuðir höfðu faldana ójafna eða tennta, hálslínan var yfirleitt flegin og djörf. Blússa og pils eftir verð- launahafann Paco Ra- banne. Einfalt, stílhreint en samt sérstakt eins og skrautiö, sem stúlkan ber, er til sönnunar um. Tíska telt en teltegt aðmatí áhorienda. Símamyndir Reuter Hubert de Givenchy var eini hönnuðurinn sem hélt sig við stórmynstruð efni og míkið blómaskrúð. Kjóllinn er með áprentuðu blómamynstri, vel stuttur og tekín saman í mittið með breiðu belti sem er úrsama efni og kjóllinn. Blómaskraut er á greinilegu und- anhaldi og aðeins einn hörmuður, Huhert de Givenchy, sýndir afar stutta kjóla með miklu hlóma- mynstrí. Gróft og glæsilegt Yves Saint Laurent, virtasta nafnið í franska tískuheiminum, hélt sína sýningu á miðvikudag og sveiflaðist hún frá glæsileika yfir í ruddaskap. I byrjun komu stúlk- urnar fram í fallegum pilsum, drögtum og jakkafótum sem greini- lega höfðuöu til viðskiptavinanna. En þegar að kvöldklæðnaði kom brást honum bogalistin. í október vakti hann athygli og jafnvel hneykslan fyrir kvöldkjóla sem aðeins huldu annaö btjóstiö. Núna hlífði hann þcim frægu og ríku við þessum ósköpum en þótti samt hera of mikið af efri hluta kvenlík- amans. Flestum þótti lítið leggjast fyrir kappann og sögðu að það væri eiginlega synd aö eyðileggja sýninguna með grófleika. Hann hélt samt fullri reisn þegar tekið var tiilit til litavals en hann þykir sniflingur í samsetningum lita. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.