Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGL'R 27. JA.NÚ'AK 1990. í hvaða sæti lendir íslenska handboltalands- liðið í HM í Tékkóslóvakíu og hverjir verða heimsmeistarar? Sigurður örn Arnarson, Fram: ís- land lendir í 3.-4. sæti en ætli Rúss- arnir vinni ekki mótið og verði heimsmeistarar. Haukur Sigurðsson, Víkingur: Ég spái því að við lendum aftur í 6. sæt- inu en við eigum að stefna á verð- launasæti. Ég held hins vegar að Rússamir vinni, þeir eru sterkir. Árni Þór Árnason, Víkingi: Ég spái því að ísland nái að verða í 3. sæti og þá vinna Sovétmenn örugglega en þeir eru með mjög sterkt lið. Árni Ingimundarson, Fram: Ætli ísland lendi ekki í þriðja sæti. Sovét- ríkin verða örugglega heimsmeistar- ar. Baldvin Einarsson, Ármanni: Ég held að ísland verði 6. sæti en það er hins vegar engin spurning um að Rússamir vinna, þeir eru með lang- sterkasta hðið. Ragnar Ólafsson, ÍR: Ég spái ís- lendingum 6. sætinu og Sovétríkjun- um efsta sætinu en sennilega tapa þeir ekki leik á mótinu. 37 Handknattleikur unglinga Erfitt að velja liðið því hópurinn er mjög jafn - segir Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari 16 ára landsliðsins Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, hefur verið ráðinn þjálfari 16 ára landshðs phta. Þar með hefur Jóhann Ingi þjálfað öll karlalandsliðin Að sögn Jóhanns Inga voru 38 pilt- ar valdir th æfinga og er það ljóst að breiddin er mjög mikil í þessum ald- ursUokki og því verður mjög erfitt að velja lið. Þessu var alveg öfugt farið í fyrra en þá var meira um „stjörnur" í liðunum. í næstu töm mun verða fylgst með hvemig leik- mennirmr standa sig með hðum sín- um og eftir hana verða valdir 24 leik- menn. Það verður farið með þann hóp í æfingarbúðir aö Laugarvatni og æft stíft. Síðan verður eitthvaö æft fram á vorið en eftir úrslitin verður æft stíft því að hðið mun halda th Lúxemborgar og keppa þar á Benelux mótinu. Einnig verður reynt að keppa við V-Þjóðverja og Dani til að sjá hvar við stöndum gagnvart sterkari þjóðum. Það eiga alhr möguleika á aö komast í hðið þótt menn hafi ekki verið valdir í upphafi því mikU svehla er á getu leikmanna frá hausti fram á vor. Núverandi fyrir- komulag gott Ég held að núverandi keppnisfyrir- komulag sé gott en strákarnir hafa gott af því að spila svo marga leiki á skömmum' tíma en hins vegar er spurning hvort ekki líður of langt á milli tarna. Það á líka við um meist- araflokk að liðin æfa of mikið og spila of lítið. Það er mjög misjafnt í hversu góðu standi þjálfaramáhn eru hjá félögun- um. Sum félög hafa mjög hæfa ungl- ingaþjálfara en hjá öðrum eru ungir strákar sem eru að hefla ferilinn að þjálfa og kunna ekki nóg fyrir sér. Þó finnst mér aö mikil brotlöm sé í markmannaþjálfun hér á íslandi. Ég vil engu spá um framhaldið með þetta hð en hópurinn er mjög jafn og því er mikil samkeppni á milli einstakra leikmanna sem á vafalaust eftir að gera þeim gott þannig aö Uð- ið á alla möguleika á að ná langt í framtíðinni. • Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari, Eftir langt hlé fer keppni aftur af stað um helgina og verður leikið víða um landið i 2. og 4. flokki karla og kvenna. Um næstu helgi fer síðan fram keppni í 3. og 5. flokki. Leikir í íslandsmóti um helgina - eftir langt hle í gærkvöldi hófst keppni í íslands- móti yngri flokka á ný eftir langt hlé, en síðast var leikiö í íslandsmóti yngri flokka í nóvember. Um helgina fer því fram önnur umferð hjá 2. og 4. flokki karla og kvenna og um næstu helgi verður leikið í 3. og 5. flokki. í Vestmannaeyjum hófst keppni í 1. deild 2. flokks karla en 2. deildin er leikin í Digranesi. 1. deild 2. flokks kvenna fer fram á Seltjarnarnesi og 2. deUd í Hafnar- flrði. í 4. flokki karla er 1. deUd leUcin í Garðabæ og á Selfossi er leikið í 2. deild. í Réttarholtsskóla fer fram keppni í 3. deild en 4. deild verður leikin í Hveragerði. í Seljaskóla fer fram keppni í 1. og 2. deild 4. flokks kvenna en 3. deild veröur leUdn í Grindavík. Um næstu helgi verður síðan leikið í 3. flokki karla og kvenna og 5. flokki kvenna eins og áöur sagði. Leikir í 1. og 2. deUd 3. flokks karla fara fram í Seljaskóla en 3. deUd að Varmá. í Hveragerði fer síðan 4. deUdin fram og í nágrannabænum, Selfossi, er leikið í 1. deUd 3. flokks kvenna. í Vestmannaeyjum fer fram keppni í 2. deUd og 3. deUd verður í Vogaskóla. í nýja íþróttahúsinu í Garðabæ fer fram keppni í 1. deUd 5. flokk karla, 2. deild verður í Sandgerði, 3. deUd á Akranesi og 4. deUd í Keflavík. Unghngasíðan vih síðan hvetja aUa sem áhuga hafa að láta sjá sig á keppnisstöðunu og fylgjast með skemmtUegum leikjum í íslandsmóti yngri flokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.