Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Er enginn fjöl- miðlamaðnr - segir Þorvarður Elíasson, nýr sjónvarpsstjóri á Stöð 2 Þorvarður og eiginkona hans, Inga Rós Sigursteinsdóttir, á heimili sínu við Fjólugötu. Þorvarður segir að hann ætli sér ekki i spor Jóns Óttars, fyrir- rennara síns, og hefur ekki hugsað sér að birtast á skjánum. DV-myndir KAE „Ég get ekki neitað að það kom mér á óvart að ég yrði fyrir valinu í starf sjónvarpsstjóra. En í raun hafa öll störf, sem ég hef tekið aö mér, komið þannig upp í hendur mínar,“ segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, sem 1. febrúar tekur við starfi sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 af Jóni Óttari Ragnarssyni. Þorvarður hefur verið skólastjóri Verslunarskólans frá árinu 1979. „Það má segja að það hafi verið óvænt að ég tók við því starfi. Doktor Jón Gíslason, fyrrum skólastjóri, var kominn á eftirlaunaaldur og verið var að leita eftir nýjum skólastjóra. Þeir fengu þá hugmynd að ráða mig í starfið en ég hafði þá verið fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands í sjö ár. Mig langaði að breyta til á þeim tíma en var þó ekki farinn að ræða það. Mér leist því vel á að taka starfið að mér enda hef ég aldrei fengið að vinna við það sem ég kann,“ heldur Þorvarður áfram og brosir. „Ég hef alltaf frá því ég hætti í námi lent í þeirri aðstöðu að taka að mér starf sem ég hef ekki vitað hvemig ætti að vinna.“ Þorvarður lauk námi frá viðskipta- deild Háskóla íslands árið 1965. Hann var gjaldkeri stúdentaráðs og í stjórn félags viðskiptafræðincma og einnig gjaldkeri. Þorvarður hefur verið við- loöandi fjármál hvar sem hann hefur komið að eigin sögn. „Ég virðist vera vel til þess fallinn að passa peninga fyrir aðra en eignast minna af þeim sjálfur," segir hann. Með háskóla- náminu starfaði hann hjá hagfræði- deild Seðlabankans en eftir nám fór hann að vinna hjá Kjararannsóknar- nefnd en þá höfðu staðið yfir miklar kjaradeilur. „Ég var skipaður af Vinnuveitendasambandinu í Kjara- rannsóknarnefnd og fékk það verk- efni að setja á stofn launastatistik og koma henni í tölvuúrvinnslu en það voru mín fyrstu kynni af tölvum." Vann að uppbyggingu Eftir að hafa unnið hjá Kjararann- sóknarnefnd í tvö ár stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Hagverk, sem var ráðgjafarþjónusta, ásamt tveimur verkfræðingum. Þar var Þorvarður í tvö ár eöa þangað til honum bauðst starf framkvæmdastjóra Verslunar- ráðsins. Þorvarður segir að það hafi ekki verið svo erfitt að skipta úr því yfir í skólastjórastarfið. „Það var í raun ekki meiri breyting en þegar ég fór úr ráðgjafarfyrirtækinu yfir til Verslunarráðs. Ég tók við stöðunni í Verslunarskólanum vitandi aö meginverkefnið væri að koma skól- anum í annað húsnæði og treysta reksturinn á ýmsan hátt. Ég leit á það sem mitt helsta verkefni í skól- anum og held að hægt sé að segja að því verki sé lokið.“ Verslunarskólinn hefur vaxið nokkuð á þeim árum sem Þorvarður hefur starfað þar sem skólastjóri. Fyrir utan hversu húsnæðið hefur stækkað hafa verið stofnaðar tvær nýjar deildir viö skólann. Það er stærðfræðideild og verslunarmennt- unardeild. Þá hefur skóhnn verið með ýmis námskeið í gangi auk þess sem stofnaður hefur verið tölvuhá- skóh og öldungadehd. Evrópumál áhugaverð Þorvarður hafði ákveðið sl. haust aö taka sér ársleyfi frá skólanum á þessu ári og hugðist flytja til út- landa. „Ég ætlaði að hafa það huggú- legt og sinna því sem ég hef áhuga á en ekki þýðir að hugsa frekar um þaö núna. Til stóð að ég sinnti málefnum sem ég hef hug á að kynna mér, sér- staklega viðskiptamálum Evrópu sem eru í mikilli þróun og breytingu, og í víðara samhengi þær hræringar ahar sem eru að gerast í Evrópu, bæði á viöskiptasviðinu og í stjóm- málum. Ég hafði þó ekki endanlega ákveðið hvert ég myndi fara. Þetta mál var komið nokkuð áleiðis í des- ember þegar mér var fleygt inn í málefni Stöðvar 2. Síöan hef ég vart htið upp, þannig að ég hef ekki unn- ið frekar í því máli. Ég hafði ákveðið að fara í leyfið annaðhvort í byrjun þessa árs eða í vor eftir skólaslit." Þorvarður segir að málefni Stöðvar 2 séu ekki ný fyrir sér. Hann hefur fylgst með þróun mála alllengi þar sem hann situr í stjórn Verslunar- banka íslands, sem er viðskiptabanki Stöðvarinnar. „Þó ég hafi unnið í þessum málum grunaði mig aldrei að ég ætti eftir að verða sjónvarps- stjóri. Þannig var ekki um málið fjallað enda hefur bankinn aldrei skipt sér af rekstri þessa félags, eða ekki fyrr en menn voru komnir í þá stöðu að annaðhvort yrði að ná sam- komulagi við eigendur um fram- haldið eða yfirtaka reksturinn. Sem betur fer náðist samkomulag um hvernig framhald skyldi verða.“ Verð ekki á skjánum Þorvarður glottir þegar ýjað er að sviðsljósi fyrirrennara hans, Jóns Óttars Ragnarssonar. „Ég fer ekki í spor Jóns Óttars," segir hann. „Þó ég verði sjónvarpsstjóri er ekki þar meö sagt að ég verði eins og einhver annar maöur.“ Þorvarður segist ætla aö halda sig frá sviðsljósinu og hann hefur ekki hugsað sér að birtast á skjánum. „Ég held að það sé ekki til góðs fyrir sjón- varp að sjónvarpsstjóri setji jafnað- armerki milh sín og Stöðvarinnar. Það þarf að byggja upp góða ímynd fyrir Stöð 2 en ímyndin má ekki vera sjónvarpsstjórinn sjálfur,“ segir Þor- varður. Hann segist vera búinn að velta fyrir sér nýja starfinu en vill sem minnst um hugmyndir sínar tala. „Ég vil láta verkin tala,“ segir hann og hætir við að hann hlakki til að takast á við hið nýja starf og það leggist vel í hann. „Ég hef alltaf ver- ið tilbúinn að taka að mér það sem mér hefur verið boðið. Þetta er tví- mælalaust mikið og spennandi starf. Ég geri mér hka fulla grein fyrir aö þessu starfi fylgir umtal. Starfið verður mjög erfitt tíl að byrja með því það þarf virkilega aö taka til hendinni." Dæmdur fyrir klám? Þorvarður segist hafa heimsótt Stöð 2 og skoöað húsakynni og heils- að upp á starfsfólk en hann ætlar að bíða meö frekari afskipti þar til hann hefur störf á fimmtudag. Þorvarður vakti athygh er hann vísaði stúlku úr Verslunarskólanum vegna samskipta hennar við Pan- hópinn svokahaða. Bláar myndir hafa verið sýndar á Stöð 2 undan- farna mánuði og eru reyndar kæru- mál en margir telja að þar sem svo siðavandur maður komi í sjónvarps- stjórastóhnn verði þær allar á bak og burt. Þorvarður segist lítið geta sagt um þessar myndir þar sem hann hafi ekki séð þær. Hann segist yfir- höfuð ekki horfa mikið á sjónvarp en hann fékk sér þó myndlykil fyrir ári. „Það er kannski margt skoplegt sem kemur upp,“ segir Þorvarður og brosir. „Það væri kaldhæðnislegt í þessu nýja starfi að ég fengi dóm fyr- ir brot á klámlögunum. Eg held að þaö væri varla fyrirgefanlegt," segir hann. Af útgerðarfólki Þorvarður er fæddur í Hnífsdal 9. júh 1940 og alinn upp þar til fimm ára aldurs. Foreldrar hans voru Elías Ingimarsson og Guöný Jónasdóttir. „Faðir minn stofnaði frystihús og kaupfélag í Hnífsdal. Við fluttum síð- an til Skagastrandar þar sem hann reisti Síldarverksmiðjuna. Faðir minn starfaði sem verksmiðjustjóri þar. Þaðan íluttum við til Akureyrar þar sem hann tók við stöðu yfirfisk- matsmanns. Síðar starfaði hann hjá Útgerðarfélaginu og reisti t.d. frysti- hús Útgerðarfélags Akureyringa og var þar síðar verksmiðjustjóri. Loks fluttum við til Reykjavíkur þar sem hann vann hjá Sænsk/íslenska frystihúsinu. Faðir minn lést fáum árum eftir að við komum suður. Ég kom hingað suður tveimur árum á eftir foreldrum mínum, árið 1960, en þá lauk ég stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri.“ Þorvarður á fimm systkini, þijá bræður og eina systur. Bræðurnir fóru allir í Háskólann en systirin í Myndlistarskólann og starfar nú sem listamaður í Svíþjóð. Eiginkona Þor- varðar er Inga Rósa Sigursteinsdóttir og þau eiga fjögur böm, Einar, frí- kirkjuprest í Hafnarfirði, Guðnýju Rósu, sem starfar hjá Eimskipum í Gautaborg, Bjama Kristján, raf- magnsverkfræðing, en hann er við framhaldsnám í Bandaríkjunum, og Elías Þór, nemanda í Versló. Öðruvísi fólk Þau ellefu ár sem Þorvarður hefur verið skólastjóri Verslunarskóla ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.