Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 17
 <117 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Sviðsljós Tom Crnise skilur við eiginkonuna Leikarinn góökunni, Tom Cruise, sem aflað hefur sér töluverðrar frægðar undanfarið ætlar að skilja við eiginkonuna Mimi Rogers. Tom Cruise, sem er 27 ára gamall, hefur opinberað að þau hjónakornin, en hún er sjö árum eldri, hafl ákveðið að slíta hjónabandinu en aðeins eru þrú ár síðan þau gengu í það heilaga. Reyndar höfðu þau reynt ítrekað að laga sambandið en þegar það ekki gekk var ákveðið að skilja. Þetta var fyrsta hjónaband leikarans en annað hjónaband hennar. Mimi Rogers og Tom Cruise hafa tilkynnt að hjónaband þeirra sé búiö. Bruce Springsteen og bakradda- söngkona hans eiga von á barni. Fjölgun hjá Bruce Spring- steen Popparinn Bruce Springsteen, sem er fertugur, og bakradda- söngkona hans, Patti Scialfa, 3'6 ára, eiga von á fyrsta barni sínu innan skamms. Það var hljóm- plötuútgáfa Springsteen, Col- umbia, sem flutti blaðamönnum fréttirnar. En hvort hjónaband væri fyrirhugað á næstunni hjá parinu var ekkert sagt um. Þann- ig er það nú hjá stórstjörnunum. \ ÖLL LAUGARDAGSKVÖLD FRÁ OG MEÐ 27. JAN. TIL VORS Þeim sem vilja skemmía sér ærlega er nú boðið í ógleymanlega ,,sjóferð“ með MS Sögú. Landgangurinn er opnaður kl. 19. Kvöldsiglingin hefst með þríréttaðri veislumáltíð (vai á réttum). Síð- an er stefnan tekin á stanslaust fjör og haldið suður til Horrimol- inos. Skipstjórinn er grínfræðingurinn Halli og skemmtilegustu menn landsins, Laddi og Ómar, bregða sér í allra sjókvikinda líki. Meðal farþega eru gleðimennirnir Eddi og Elli, Leifur óheppni, hin þokkafulla Elsa Lund, Marteinn Mosdal,, pokapresturinn fjöl- þreifni, Magnús og Mundi, HLÓ-flokkurinn og magadansmær sem iðar í yndislegu skinninu. Stígum ölduna - stígum í vænginn á MS Sögu laugardagskvöld! Einsdæmi og Ragnar Bjarnason leika fyrir dansi frá kl. 23.30 til 03. Miðaverð eftir kl. 23.30 750 kr. Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr. Tilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 91-29900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.