Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. '9 „Eg er komin heim" - segir Ágústa Aðalheiður Ágústsdóttir í Holti í Önundarfirði Reynir Traustason, DV, Flateyri: „Ég er komin heim aftur, ég finn það nú að ég var búin að tapa upp- runa mínum. Það er eitthvað í nátt- úrunni, mannlífinu og veðurfarinu hér sem verkar þannig á mig aö ég finn mitt element. Það er ofsalega mikil breyting að koma hingað í Holt en hún er til góðs, mér líkar flest betur hér en í þéttbýlinu,“ segir Ágústa Aðalheiður Agústs- dóttir sópransöngkona, kennari og prestsfrú. Þau hjónin, hún og séra Gunnar Björnsson, sitja nú hið fornfræga prestsetur Holt í Önundarfirði þar sem séra Gunnar þjónar sem sókn- arprestur. Ágústa rekur þar söng- skóla auk þess að leiðbeina kirkju- kórum í nágrenninu. Þau fluttu í Holt síðasthðið haust. Ágústa er þó ekki á ókunnum slóðum því hún er fædd og uppalin til 16 ára aldurs aðeins spölkorn í burtu, í Dýrafirði. Konsertsalur í frystihúsinu Sú spurning vaknar hvort vest- firskur menningarheimur þoli samanburð við þá menningu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Gæði menningar fara ekki eftir magni. Menning getur verið svo margvísleg, syo sem matargerðar- Ust og fleira. Ég reikna með að sió- menn geti talað um listamenn í sinni grein, fiskna menn sem aUtaf rata á fisk hvað sem líður öllum tækjum. Hér í Önundarfirði er geysimikið og öflugt menningarlíf, mikið söng- starf og góð aðstaða til iðkunar þess. Til dæmis má nefna að í frystihúsinu í Flateyri er konsert- salur, hvar í heiminum annars staðar kemur fólk inn í frystihús sem hefur að geyma fullkominn konsertsai? Hvergi nema hér. Það vantar bara fólkið til að nýta þá aðstööu sem fyrir hendi er. Það er mikill misskilningur að það sé hvergi hægt að stunda listir nema í Reykjavík, það er misskilningur sem ég held að alið sé á. Það halda svo margir að ekki sé hægt að starfa nema þar og það fara allir þangað. Það af leiðir að það eru of margir sem skapa listina og of fáir sem njóta hennar. Það er stór spurning hvort það er ein- hver menning fólgin í því að þeyt- ast á milli þessara litlu, ófullnægj- andi tónlistarsala í Reykjavík og hlusta þar á misjafnlega frambæri- lega söngvara. Konsert í stofu Við héldum konsert hérna heima í stofu eitt kvöldiö þar sem fram komu þrír söngvarar, auk mín Björn Björnsson, nemandi minn úr Reykjavík, og stórsöngvari Flat- eyringa, Björgvin Þórðarson, sem hefur yfir að ráða stórkostlegri rödd og einstakri tækni. Ef þetta er ekki menning þá veit ég ekki hvað menning er.“ Skapgerð Vestfirð- inga eins og fjöllin Það er talaö um að fólk beri sín einkenni eftir því hvar á landinu það býr. Fyrrverandi sóknarprest- ur ísfirðinga, séra Jakob Hjálmars- son, lýsti Vestfirðingum í blaðavið- tali sem vörgum. Hvernig koma Vestfirðingar nútímans Ágústu fyrir sjónir? „Hér er kraftmikið, kjarnyrt og hreinskilið fólk. Skapgerð þess er eins og fjölUn; það eru kolsvartir, snarbrattir hamrar en þegar þeim sleppir taka við bogadregnar og mjúkar, grænar línur. Vestfirðing- Frú Ágústa Ágústsdóttir og séra Gunnar Björnsson með kirkjuna í Holti i baksýn. DV-myndir Reynir Traustason Tekin létt æfing við flygilinn heima i Holti. Agústa ásamt nemendum sínum, þeim Helgu Dóru Kristjánsdóttur frá Tröð í Önundarfirði og Birni Björnssyni sem er að sögn Ágústu einhver efnilegasti barítónsöngvari islendinga. ar eiga öll skapbrigði, allt frá hinu mýksta og upp úr. Hér eru gríðarlega góðar söng- raddir. Ég ferðaðist á vegum söng- málastjóraembættisins í nokkur ár til að þjálfa kirkjukóra og komst þá að því að það er hvergi annað eins úrval af röddum eins og hér. Þær eru bjartari og hærri og það er meiri kraftur í fólkinu. Það þarf mikinn líkamskraft til að syngja vel.“ Söngnámskeið um páskana Hvað er framundan í starfinu og hvernig verður skólastarfinu hátt- að á næstunni? „Þaö er ráðgert að halda hér söngnámskeið um páskana sem mundi enda meö tónleikum. Þetta ræðst þó auðvitað af veðri, við Vestfiröingar verðum alltaf að taka veðrið með í reikninginn. Þá er fyrirhugað kóramót á Isafirði í vor eða sumar, við erum að byrja að funda með fólki til að undirbúa þátttöku þar. Það stendur til að kennarinn minn, Hanne-Lore Kuh- se, haldi námskeið hér í Önundar- firði um mánaðamótin ágúst/sept- ember. Hún er frægasta óperu- söngkona Þýskalands, Wagner- stjarnan þeirra. Fólk kemur frá fjærstu hlutum V-Þýskalands og leggur á sig að fara í gegnum Checkpoint Charlie til að komast í einn og einn tíma hjá henni en hún byr í A-Berlín. Hún hefur komið hingaö til lands þrisvar sinnum á mínum vegum og er höfundur þeirrar aðferðar sem grundyalla mína kennslu á. Hún á engan sinn líka. Það má nefna að. það er í bígerð hjá mér að bjóða nemendum mín- um upp á eins konar helgarpakka hingað í Holt. Hér er fullkomin kyrrð, algjört næði og náttúran er þvíhk að það er ekki til sá listamað- ur sem verður ósnortinn. Það er miklu betra að kenna söng hér en í Reykjavík." Enginn bilbugur á Ágústu Fjórði hver Vestfirðingur vill flytja á brott ef marka má opin- berar tölur. Fyrirtæki fara á haus- inn í öllum greinum. Þjóðin er í skelfingu sinhi búin að gleyma á hverju hún lifir og hvar verðmæta- sköpunin fer fram. En frá prest- setrinu í Holti ómar Sverrir kon- ungur út í vestfirskan veturinn fluttur af krafti. Atorkukonan Ágústa Aðalheiður Ágústsdóttir, sem rekur söngskóla uppi í sveit, lætur engan bilbug á sér finna, hristir höfuðið dálítið undrandi þegar fólksflutningana ber á góma og segist vera komin til að vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.