Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 29
1 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. 41 LífsstOl „Viö höfum nú rekið þessa gistíaö- stöðu í rúmt ár og verður að segja eins og er að aðsóknin er sífeUt vax- andi, hefur verið mjög góð nú sl. tvo mánuði," sagði Anna Bjamason, sem rekur gistíaðstöðu og annast mót- töku feröamanna í litlum bæ, St. Cloud, skammt fyrir sunnan Or- lando. Anna, sem var blaðamaður á DV um árabil og skrifar raunar enn greinar í blaðið, hefur verið búsett í Bandaríkjunum í tvö ár og býr nú í Flórída með manni sínum, Atla Steinarssyni blaðamanni. Ferðalög Dásamleg aðstaða „Aðstaðan tíl að taka á mótí ferða- mönnum í Flórída er svo dásamleg að því verður varla lýst með orðum. Veðrið er nánast alltaf eins gott og hægt er að hugsa sér. Hægt er að komast í aUar hugsanlegar lystí- semdir sér tíl skemmtunar og dægra- styttingar. Hægt er að baða sig í sjón- um og láta sólina verma kroppinn á baðströndinni og svo geta ferða- mennirnir fengið sér góðan mat á hæfilegu verði. Við erum með sérstakt hús á lóö- inni hjá okkur sem við höfum leigt út tíl íslenskra ferðamanna. í húsinu eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa, borðkrókur og eldhús með öllum hugsanlegum þægindum, örbylgju- ofni, uppþvottavél og öðru því sem nauðsynlegt telst í nútímaeldhúsi. Það má líka taka fram að í kæli- skápnum er að finna allt sem fólk þarf til þess að fá sér góðan morgun- verð, auk þess kaífi og te og ýmislegt annað sem er að finna í venjulegu eldhúsi. Þannig þurfa gestir okkar ekki að byrja á því að finna sér mat- vöruverslun áður en þeir geta fengið sér lífsnæringu. Gestir sóttir á flugvöllinn Glæný sundlaug er hér í götunni en við húsið hjá okkur er afgirt sól- baðsaðstaða. Verslanir eru hér alveg í grennd- Anna Bjarnason leigir út húsnæði fyrir ferðalanga i Orlando. inni og nánast allt við höndina. Það tekur um það bil 25 mínútur að aka í Disney-garðana og Sea World og einn klukkutíma að aka á ströndina við Atlantshafið, hjá Melbourne. Um Húsið er hið fallegasta og þar geta fjórir fullorðnir og eitthvað af börnum dvalið i einu. 20 mínútur tekur að aka í Florida Mall, sem er stórkostleg „kringla" með mörgum tugum verslana. Við höfum aðstoðað fólk, sem hér hefur dvaliö, bæði við að ná í bíla- leigubíl, versla og leiðbeint því með hvað er sniðugt að gera svo að tíminn nýtist sem best. Við sækjum auðvitað gestí okkar á flugvöllinn og sjáum um að koma þeim þangað aftur við brottfor. Alhr eru þakklátir fyrir þá aðstoö, jafnt þeir sem eru vanir ferðamenn og tala máhð reiprenn- andi eins og þeir sem eru kannski ragir á erlendri grund og ekki ahtof sleipir í enskunni. Fólkveit lítið um Orlando Það hefur komið okkur hjónunum á óvart hve ferðafólk, sem hér hefur komið, veit Utið um Orlando-svæðiö, jafnvel þótt það hafi komið hér við ár eftir ár á leiö sinni til baðstrand- anna við Mexíkóflóann, Sarasota, Tampa og St. Petersburg. Við höfum farið með fólk í smá- skoðunarferðir og rétt tæpt á ein- hverjum fróöleik um svæðið og fólk er afar þakklátt og metur staðinn betur en áður. Á Orlando-svæðinu væri hægur vandi að dvelja í þijár vikur og gera alltaf eitthvað nýtt og skemmtílegt á hveijum degi. En það myndi taka í pyngjuna. Því held ég að góð lausn sé að skipta dvölinni milU Orlando- svæðisins og strandsvæðanna. Það kostar drjúgt að fara með börn inn í skemmtígarðana og í leiktækin en það kostar ekkert að vera á strönd- inni sem er ekki síður skemmtílegt," segir Anna. Upplýsingar um verð Gjald fyrir allt húsið (geta verið Qórir fullorðnir og eitthvað af börn- um) er 70 dollarar eða 4270 krónur fyrir nóttina. Tveir einstaklingar borga 60 doUara eða 3660 krónur. Það kostar 30 dollara eða 1830 krónur að ná í fólk út á flugvöU og koma því þangað aftur. HeimiUsfangið er Anna Bjarnason, > 1703 Drive, St. Cloud, Fl, 34769. Sím- inn er: 407-957-3599 og faxnúmerið er 407-957-4068. • • Félag íslenskra bifreiöaeigenda er nú orðið aðUi aö bandaríska bí- leigendafélaginu, AAA, sem er eitt öflugasta félag í Bandaríkjunum og hefur meira en tíu miUjónir félags- manna, Félagar í íslenska félaginu eiga aö fá sömu þjónustu og banda- rískir félagsmenn. Rétt er að benda feröamönnum, sem hyggja á Bandaríkjaferö, á aö taka með sér félagsskírteini sín í FÍB tíl þess aö geta notfært sér þessa þjónustu. Skrifstofur AAA eru í öllum borgum Bandarikj- anna. Á skrifstofunum er hægt að fá ýmsa fyrirgreiðslu svo sem eins og öll kort sem þar eru á boðstól- um, upplýsingahandbækur, auk þess sem ýmis önnur þjónusta get- ur einnig komiö sér vel. Má nefna aðstoö við að opna bfl ef lykillinn læsist óvart inni í bflnum auk ýmissar annarrar aðstoðar. Þá má nefna aö hægt er að fá nákvæmlega kortlagða ferðaleiö sem ferðamað- urinn hyggur á og leiðbeiningar varðaftdi leiðaval. Mörg hótel veita félagsmönnum AAA umtalsverðan afslátt af gist- ingu, AUar upplýshigar um það má lesa í ferðahandbókunum sem fást endurgjaldslaust hjá AAA. Undirritaöur hefur oðiö var við að íslenskir ferðamenn, sem haim hefur hitt í Orlando, vita yftrleitt ekki um þessa þjónustu sem þeim Félag íslenskra bifreiðaeigenda er nú orðið aðlli að bandaríska biletg- endafélaginu, AAA, sem er eltt öflugasta félag i Bandarikjunum og hef- ur meira en tiu mllljðnir félagsmanna. stendur til boða án endurgjalds. Fjöldi þeirra íslendinga, sem aka bflaleigubflum i Bandaríkjunum, er gífúrlega mikfll. Það er ekkiUtið öryggi fyrir þá að vita að meö því aö vera í FÍB eru þeir orönir félags* menn í AAA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.