Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Mannréttindi eflast Stjórn Ceausescus í Rúmeníu naut fram undir andlát- iö sérstakrar velvildar stjórnar Bandaríkjanna, þar á meðal svonefndra beztu kjara í viöskiptum. Þetta staf- aöi af, að Ceausescu stóö oft uppi í hárinu á ráöamönn- um Sovétríkjanna, Bandaríkjamönnum til ánægjuauka. Ráðamenn vestra hafa lengi metiö fólk eftir, hvort það segist vera á móti „Rússum“ og „kommum“. Þetta hefur sett svip á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sér- staklega gagnvart þriöja heiminum, þar sem dólgum af ýmsu tagi hefur verið lyft á kostnað lýðræðissinna. Með hruni Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins minnka líkurnar á, að ógeðfelldar ríkisstjórnir og stjórn- málamenn í þriðja heiminum geti spilað á Bandaríkin í skjóh Rússa- og kommagrýlunnar. Þetta mun smám saman bæta ástandið í þriðja heiminum. Hjöðnun spennunnar milh póla austurs og vesturs hefur líka áhrif á hinn veginn. Fidel Castro mun veitast örðugar að sníkja hjá Sovétríkjunum fé til viðhalds harðstjórn sinni á Kúbu. Ýmsir aðrir ógeðfelldir skjól- stæðingar Sovétríkjanna sjá fram á erfiða tíma. Breytingin gerist ekki á svipstundu. George Bush Bandaríkjaforseti er enn að reyna að halda á floti hinu vanheilaga bandalagi Bandaríkjanna og Kína, til dæmis með því að ofsækja kínverska námsmenn, er vilja fá að vera áfram vestra af ótta við kínverska ráðamenn. Skömmu fyrir áramótin laug James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að desemberferð ráðherranna Scowcrofts og Eagleburgers til Kína væri sú fyrsta eftir Úöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. í ljós hefur komið, að þeir voru þar líka rétt eftir morðin. Bush virðist ímynda sér, að hann hafi sem sendi- herra í Kína í gamla daga öðlazt skhning á, hvernig beri að umgangast ráðamenn þar eystra. Ekki hefur blásið byrlega fyrir þeirri ímyndun í vetur, en Banda- ríkjaforseti hefur enn ekki lært af þeirri bitru reynslu. Þetta lagast vonandi fljótlega, sem og viðhorf stjórn- valda í Bandaríkjunum til ýmissa stjórnvalda, sem hafa of lengi skákað í skjóli kalda stríðsins. Þíðan rýrir svæð- isbundið mikilvægi stjórnvalda í vandræðaríkjum á borð við ísrael, Suður-Afríku og E1 Salvador. Erfiðara verðui' fyrir ríkisstjórn Turgut Özals í Tyrk- landi að halda áfram ógeðfelldum mannréttindabrotum í skjóli þess, að ríkið hefur landamæri að Sovétríkjunum og er öflug brjóstvörn Atlantshafsbandalagsins í suðri. Þannig munu Tyrkir græða á þíðunni eins og fleiri. Hingað til hafa hin vondu áhrif kalda stríðsins verið eins og vítahringur. Stuðningur Sovétríkjanna við Víet- nam, hemámsríki Kambódíu, og tilhugalíf Bandaríkj- anna og Kína, óvinar Víetnams, leiddi til óbeins stuðn- ings Vesturlanda við Rauðu khmerana í Kambódíu. Nú má á hinn bóginn vænta uppsöfnunaráhrifa þíð- unnar. Þegar ráðamenn í Bandaríkjunum sjá, að ekki hentar Vesturlöndum að halda uppi hryðjuverkastjórn í ísrael, má búast við, að auðveldara verði að einangra þær stjómir í heimi íslams, sem verst haga sér. Þegar mannréttindabrj ótar geta ekki lengur hallað sér að heimsveldi, hafa Vesturlönd fengið tækifæri til að ryðja braut hinum raunverulegu hagsmunum Vest- urlanda, sem felast í, að vestrænar hugmyndir um mannréttindi nái fram að ganga í þriðja heiminum. Þannig verða aukin mannréttindi í þriðja heiminum eitt af stærstu framfaramálum mannkyns á næstu árum, einmitt vegna hmns sovézka heimsveldisins í vetur. Jónas Kristjánsson Hagsmunir allra að halda Aserum niðri George Bush Bandaríkjaforseti kvaöst á þriðjudag óska og vona að Mikhail Gorbatsjof Sovétleiðtogi kæmi tvíefldur úr þeirri raun að fela hernum að bæla niður vísi aö ófriði milli tveggja sovétlýövelda handan Kákasusfjalla, Armeníu og Aserbadsjan. Ætti úr þessu ekki að þurfa frekari vitna við að kalda stríðinu er lokið. Forseti Banda- ríkjanna heitir Sovétstjóminni því pólitíska liðsinni sem hann megnar að veita við að afstýra þvi að um- myndun sovétveldisins í fijáls- ræðisátt veröi til þess að jaðar- svæði þess breytist í ormagryfjur, blóði drifnar af þjóðemaríg og trúarofsóknum. Framvindan veltur þó að sjálf- sögðu fyrst og fremst á viðbrögðum sovétstjómarinnar og þá einkum á hæfni herstjómarinnar til að beita vopnavaldi sínu þannig að ekki geri það illt verra. Atlagan að götu- vígjum herskárra Asera í Bakú sýnir það sem vita mátti, að sovét- herinn er ekki þjált verkfæri til að kveða niöur uppreisnarástand í stórborg. Hermennirnir era ekki þjálfaðir til að gera greinarmun á vopnuðum andspymumönnum og friðsömu fólki sem á vegi þeirra verður. Ekki bætir úr skák að herstjómin hefur stöðvað starfsemi íjölmiðla, útvarp, sjónvarp og blaðaútgáfu, með þeim aíleiðingum að orðrómur og skotspónafréttir fá ákjósanleg vaxtarskilyrði. Ein afleiðingin var að olíuskipaflotanum var beitt til að loka Bakú-höfn þegar sá kvittur komst á kreik að herinn væri að flytja lík á brott sjóleiöis til að leyna því hve margir heíðu falhð af borg- arbúum við töku hennar. Kostaði 40 mínútna skothríð herskipa Kaspíahafsflotans og stórskotaliðs í landi á skipagirðinguna að rjúfa hafnbannið. Upphaf átakanna í Bakú var að morðsveitir Asera lögðu í einelti þá Armena sem eftir voru í borg- inni eftir brottflutninginn á síðustu tveim ámm, aðallega gamalmenni. Fyrir íjöldamoröin á Armenum í nágrannaborginni Sumgait í febrú- ar 1988 er tahð að 200.000 Armenar hafi verið búsettir í Bakú. Eftir hertöku borgarinnar sneru dólgarnir sér að því að vinna á konum og börnum setuliðsmanna sovéthersins. Þegar tvær her- mannakonur höfðu verið myrtar og margar orðið fyrir árásum var ákveöið að flytja á brott skyldulið hermanna setuhðanna í Bakú og Kírovabad og sjóliða í aöalstöðvum Kaspiahafsflotans, 15.000 manns Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson alls. Sú ráöstöfun er skýrastm- vottur um að herstjómin sér ekki fram á að sér takist að friða As- erbadsjan í bráð. Og ekki verður hægara fyrir sov- étstjórnina að ná tökum á ástand- inu með pólitískum ráðum. Mið- stjórn kommúnistaflokks Aserbad- sjan kom saman til skyndifundar í Bakú á miðvikudag. Fregnir herma að flokksforustan í Moskvu hafi sent á fundinn Égor Lígatsjof stjórnmálanefndarmann og Dmitri Jasof landvamaráðherra. Þar var fyrri flokksleiðtogi settur af fyrir að láta undir höfuð leggjast að halda uppi lögum og reglu og í hans stað kjörinn sá sem hingað til hefur gegnt embætti forsætisráðherra. En vandséð er hverju flokkur sem í ríkjandi ástandi er nafnið eitt fær til vegar komið. Aserar koma unnvörpum saman til að brenna flokksskírteini sín á al- mannafæri, helst í augsýn her- varða sovéthersins. Alþýðufylking Aserbadsjana er sú hreyfing sem Aserar líta til um forustu. Alþýðufylkingin er tvískipt. Stofnendur hennar og fyrstu for- ustumenn vora einkum úr röðum menntamanna og lögöu meginá- herslu á breytingar á stjórnarhátt- um í lýðræðisátt og aukið sjálfs- forræði Aserbadsjan. Þessir menn reyndu að koma í veg fyrir ofsókn- irnar á hendur Armenum í Bakú. En þeir fengu ekki ráðið viö þann arm fylkingarinnar sem myndaður er af Aserum landflótta frá byggð- um sínum í Armeníu og Nagorno- Karabak. Þeir krefjast ófriðar við Armena og að Aserbadsjan segi sig úr lögum við Sovétríkin og gerist sjálfstætt. Sovétherinn hefur síðustu daga handtekið þá sem til hefur náðst af fomstumönnumm hins herskáa arms Alþýðufylkingarinnar en lá- tið menn úr upphaflegri forustu- sveit að mestu óáreitta. Haft hefur verið eftir sovéskum hershöfðingja að til greina komi að taka upp við- ræður við fylkingarmenn um að koma á eðlilegu ástandi í landinu. Allsherjarverkfall ríkir í Bakú þegar þetta er ritað og raddir uppi á þingi landsins um að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um úrsögn úr Sovétríkjunum. Haft er við orö í vestrænum fjölmiðlum að búast megi við skæruhemaöi gegn sovét- hemum í fjöllum og borgum As- erbadsjan og rætt um að þar geti verið framundan stríð svipað og háð var í Afganistan. Þar er þó sá grundvaUarmunur að Aserar, sem í sUkt vilja leggja, eiga ekkert öraggt bakland eins og Mujahedin frá Afganistan fengu í Pakistan og íran. Aserar eru skipt- ir milli þriggja ríkja, Sovétríkj- anna, írans og Tyrklands. Fjöl- mennastir munu þeir vera í Iran. En þeir eru ekki Persar heldur sérstök þjóö og tala mál af tyrk- neskum stofni. Draumur her- skárra Asera í sovéska hlutanum er ekki að sameinast íran heldur aö losa þjóðina alla undan erlend- um yfirráðum, ekki bara sovéskum heldur einnig írönskum og tyrk- neskum, og stofna eitt, sjálfstætt Aseraríki sem verulega kveði aö. Fyrstu átökin sem klerkastjórn Khomeinis í íran lenti í voru viö aðskilnaðarhreyfingu Asera. Því er svo um hnúta búið að þótt núver- andi stjómvöld í íran lýsi yfir um- hyggju sinni fyrir trúfrelsi trúar- systkinanna handan við landa- mærih að Sovétríkjunum er þeim umhugað um að styðja í engu þjóð- ernis- og sjálfstæðishreyfingu As- era sem að verulegu leyti beinist gegn þeim sjálfum. Við bætist að Hashemi Rafsanjani, forseti írans, hefur unnið kappsamlega að því að efla viðskipta- og stjórnmála- tengsl við Sovétríkin til að afla Uö- sinnis viö endurreisnarstarfið eftir Persaflóastríðið. Sama máli gegnir um afstööu Tyrklandsstjómar. Hún er önnum kafin að bæta sambúðina við Sovét- ríkin. Þar að auki veldur þjóöa- fjöldi á tyrknesku landi og harka- leg viðleitni stjórnvalda til að gera þær aUar aö Tyrkjum því að stjóm- in í Ankara skelfist mjög áfleiðing- ar allrar þjóöaólgu á svæðinu þar sem tyrkneskt, íranskt og sovéskt land koma saman. Magnús Torfi Ólafsson Sovéthermaður i Bakú réttir særðum félaga tekrús á þriðja degi eftir hertöku borgarinnar (Simamynd Reuter).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.