Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Skák x>v Margeir Pétursson stórmeistari stendur sig vel á alþjóðlega skák- mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem lýkur um helgina. Aö loknum tíu umferðum af þrettán hafði hann 5,5 vinninga, einum minna en efsti maður, Viktor Kortsnoj, og hálfum minna en Bandaríkjamaðurinn Maxim Dlugy, sem var einn í 2. sæti. Engum hefur enn tekist að leggja Margeir að velh en hann er á góðri leið með að hljóta nafnbótina vafa- sömu,, jafntefliskóngur“. Eftir sex jafntefli vann Margeir loks Hol- lendinginn Nijboer í sjöundu um- ferð. Síðan hafa jafnteflin orðið þrjú, m.a. viö Kortsnoj í níundu umferð, þar sem Margeir hafði lengstum betri stöðu, og Short í tí- undu umferð. Er þeir tefldu hafði Short, sem framan af móti barðist um efsta sætið við Kortsnoj, tapað þremur skákum í röð, gegn landa sínum Nunn, Dlugy og Van der Wiel. Þrátt fyrir jafnteflin hefur engin lognmolla ráðið ríkjum í skákum Margeirs. Peðsfómir eru ærið al- gengar og stundum riðlast jafnvægi Uðsaflans enn meir. Ein skemmtilegasta skák hans til þessa er við ungverska stórmeist- arann Lajos Portisch. Brot úr henni birtist í DV sl. fimmtudag. Þá var sýnt hvemig Portisch tókst með laglegri fléttu að blása til sókn- ar og þvinga síðan fram jafntefli með þráskák. Nú hefur komið í ljós að fléttan hefði átt að sktia Ung- verjanum meiri arði. í stöðunni leyndist einfold vinningsleið sem Friðrik Ólafsson stórmeistari kom auga á. Hvítt: Lajos Portisch Svart: Margeir Pétursson Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 He8 Þeir félagar Margeir og Jóhann skoðuðu þetta afbrigði enska leiks- rns gaumgæfilega fyrir einvígi Jó- hanns við Karpov fyrir réttu ári. Það er kaldhæðni örlaganna að undirbúningur þeirra bar lítinn árangur í einvíginu en hefur síðan nýstMargeiri, aðstoðarmanninum, þeim mun betur! Síðasti leikur Margeirs er jafnvel vinsælU en 9. - Be6 10. Hbl f6 með sömu stöðu og í 2. einvigisskák Karpovs viö Jóhann. 10. Hbl Annar kostur er 10. d3 a5 11. b5 Rd4 12. Rd2 a4 13. Bb2 BfB 14. e3 Re6 með möguleikum á báöa bóga, Jóhann Hjartarson - fvantsjúk, Linares 1989. 10. - Bf8 11. d3 a5 12. b5 Rd4 13. Bb2 a4 14. Rd2 Ha5 15. Rc4 Rxc4 16. dxc4 Be6! Fram að þessu hefur teflst eins og í skák Ehlvest við Jóhann í Rott- erdam 1989. Jóhann lék 16. - Bf5?! en eftir 17. Bxb7! Bxbl 18. Dxbl hafði Ehlvest rífleg færi fyrir skiptamun og um síðir tókst hon- um að vinna taflið. í skýringum við skákina bendir Ehivest á leik Mar- geirs og áfram 17. Bd5 Bxd5 18. Rxd5 Bc5 og „staðan er jöfn“. Port- isch endurbætir þetta afbrigði. 17. e3!? Bxc4!? 18. exd4 exd4 19. Re4 Bxfl 20. Dxfl Dd7 Margeir hefur látið tvo létta menn fyrir hrók og tvö peð og stað- an er óíjós. í næstu leikjum þrýstir hann að peðinu á b5 en Portisch að drottningarpeðinu. 21. Bal He5 22. Dc4 Annar möguleiki er 22. Hdl!? og ná d-peðinu í skiptum fyrir b-peöið og opna fyrir biskupnum um leið. 22. - Hexb5 23. Hdl Hæpið er 23. Hxb5 Hxb5 vegna veikleikans á a3 og á fyrstu reita- röðinni. 23. - Hb3! Nú strandar 24. Hxd4 á 24. - Hbl + 25. Bfl Dh3 26. Bc3 Hh5 með mátsókrt. Og ef 24. Bxd4, þá 24. - c5. Hvítur þoUr heldur ekki enda- tafl ef hann missir peðið á a3. Port- isch lagar kóngsstööuna en þá fær Margeir tækifæri tti að valda drottningarpeðið. 24. h4 c5 25. Dcl Hb6 26. Bfl Dg4 27. Dc2 h6 28. Bc4 Hg6? Margeir Pétursson teflir vel í Wijk aan Zee og er með efstu mönnum. Skákmótið 1 Wijk aan Zee: Sviptingar í skák Margeirs vid Portisch Beinn afleikur, sem Portisch er ekki seinn að færa sér í nyt. í DV í vikunni mat ég stöðuna sem betri á svart og hafði þá í huga 28. - Hc6 með b7-b5 bak við eyrað. Þetta var ekki stutt vísindalegum rökum. Hvítur hefur einnig sín færi og á auövelt meö að spoma við út- þenslustefnu svarts, t.d. með 29. Hbl. Og biskupinn á c4 er stór- veldi. Það er erfitt að meta stööuna án þess aö rekja tafliö áfram með ttiheyrandi afbrigðum. Líklega kemst Friðrik Ólafsson eins nálægt sannleikanum og unnt er með því að segja að staðan sé í „dínamísku jafnvægi“. 29. Rg5!! hxg5 30. Dxg6 Dxdl+ 31. Kg2 Ha8 32. DxU+ Kh7 8 X Jl 7 Á 'W’ G B A 1 1 k ílá & 3 A & 2 ABCDEFGH 33. Be6? Portisch fatast flugið og nú er skákin einungis jafntefli. Kemur lesandinn auga á vinningsleiðina? Margeir taplaus eftir tíu umferðir Skák Jón L. Árnason Skoðum nokkra möguleika: a) Eftir 33. f3 (hótar 34. Dh5 mát) bjargar svartur sér með 33. - Dd2 + 34. Kh3 gxh4 og getur skotið drottn- ingunni til h6 ef hvítur skákar. b) 33. h5!? er athygUsverð tilraun en svartur virðist hanga á sínu eft- ir 33. - Dbl 34. Be6 De4+ (ekki 34. - Kh6 35. Bf5 Db6 36. Dg8 Kxh5 37. g4+ Kh4 38. Be6! og vinnur) og nú 35. Í3 De2+ 36. Kh3 Bd6 37. Dg6+ Kh8 38. h6 De5, eða 35. Kgl Kh6 36. Bf5 De8 37. Dh7 g4 og kóngurinn reynir að sleppa tti f6. c) 33. hxg5! er rétti leikurinn eins og Friðrik Ólafsson hefur bent á. Hvítur hótar 34. Df5+ g6 35. Dh3 + Kg7 36. Dh6 mát. Þar eð 33. - Dc2 gengur ekki vegna 34. Dh5 mát, er ekki að sjá aðra vamarmöguleika en 33. - Dg4, en þá kemur 34. Bd3 + Kh8 35. Dg6 Kg8 (þvingað) 36. f3! Dd7 37. Bc4 + Kh8 38. Dh5 mát. Ein- föld en snotur vinningsleið. 33. - gxh4 34. Bf5+ Kh8 35. Dg6 Kg8 36. Dh7 + Kf737. Dg6+ Kg838. Be6+ Kh8 39. Bf5 Kg8 Og jafntefli. Skoðum einnig hvemig Kortsnoj tók á móti kóngsindverskri vöm enska stærðfræðidoktorsins Nunn en refilstigu þeirrar byrjunar þekkir Nunn flestum betur. Kortsnoj lætur sér hins vegar ekki allt fyrir brjósti brenna og eftir lag- legar vendingar nær hann vinn- ingsstöðu. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: John Nunn Kóngsindversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 e5 7. Be3 h6 8. (W) Rg4 9. Bcl Rc6 10. d5 Re7 11. Rel f5 12. Bxg4 fxg4 13. Be3 b6 14. Rd3 g5 15. b4 Rg6 16. a4 Rf4 17. a5 Hb8 18. Rb5 Ba6 19. axb6 Bxb5 Hugmynd Nunn er að eftir 20. bxa7 Bxc4 21. axb8 Dxb8 22. Bxf4 exf4 hefur hann þokkaleg færi fyrir skiptamuninn. Kortsnoj endurbæt- ir þetta afbrigði skemmttiega: 20. Hxa7! Bxc4 21. bxc7 Df6 22. cxb8=D Hxb8 23. Bxf4 exf4 24. Ha3 Borið saman við athugasemdina að framan hefur Kortsnoj náð c- peði svarts í kaupbæti! Nú tekst Nunn ekki að skapa sér nægileg gagnfæri þrátt fyrir góðan vtija. 24. - g3 25. hxg3 fxg3 26. fxg3 Dd4 + 27. Kh2 Dxe4 28. Df3 Bxd5 29. Dxe4 Bxe4 30. Hdl Hb6 31. Ha7 Hb7 Eöa 31. - Bxd3 32. Hxd3 Hxb4 33. Hxd6 og vinnur auðveldlega. 32. Hxb7 Bxb7 33. b5 Bc3 34. Rc5! dxc5 35. Hd8+ Kf7 36. Hd7+ Ke6 37. Hxb7 Kd5 38. Hd7+ Ke6 39. Hh7 c4 40. Hxh6+ Kd5 41. b6 Be5 42. b7 c3 43. Hh8! Og Nunn gafst upp. Skákþing Reykjavíkur Að loknum átta umferðum af ell- efu á Skákþingi Reykjavíkur var Hannes Hlífar Stefánsson einn efst- ur meö 7,5 v. Hafði aöeins gert jafn- tefli við Þröst Þórhallsson sem var í.2. sæti með 7 v. í 3.-4. sæti komu Ami Á. Ámason og Þröstur Árna- son með 6,5 v. og með 6 v. vom Héðinn Steingrímsson, Ögmundur Kristinsson, Láras Jóhannesson, Snorri Karlsson og Steffen Lamm. I gærkvöldi átti að tefla níundu umferð, tíunda umferð verður tefld á sunnudag og mótinu lýkur síðan á miðvikudagskvöld. Teflt er í Faxafeni 12, nýju heimili Taflfélags Reykjavíkur. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.