Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Erlendbóksjá Homblower í sjóhemum Cecil Scott Forester, sem and- aðist árið 1966, er einkum kunnur fyrir skáldsögur sínar um Hor- atio Homblower sem er einn kunnasti sjóliðinn í vestrænum skáldskap. í fyrstu skáldsögunni hóf Horn- blower feril sinn í enska flotanum sem miðskipsmaður en endaði mörgum bókum síðar í æðstu valdastöðum innan sjóhersins. Að sögn dregur sögupersónan dám af mestu sjóhetju Englend- inga, Horatio Nelson. I þessari nýju bók birtast þrjár fyrstu sögumar um Hornblower: Mr. Midshipman Hornblower, Lieutenant Hornblower og Horn- blower and the Hotspur. Hér lær- ir kappinn undirstöðuatriði sjó- hernaðar og lendir hvað eftir annaö í kröppum dansi jafnt í viðureign við fjandmenn og veð- urguðina. Hann stendur sig vel og hlýtur nokkurn frama þótt hann sé ekki af „finum" ættum. Hornblowersögurnar eiga að gerast á valdatíma Napóleons, þegar enski sjóherinn vann frækilega sigra, og er lífi um borð í herskipunum og sjóorastunum lýst ítarlega. THE YOUNG HORNBLOWER OMNIBUS. Höfundur: C. S. Forester. Penguln Books, 1989. Indverskur landsfaðir Tveir á margan hátt ólíkir menn voru í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Mat- hama Gandhi, sem náði undir- tökunum í Kongressflokknum árið 1920, og Jawaharlal „Pandit“ Nehru sem varð formaður Kon- gressflokksins árið 1928 og fyrsti forsætisráðherra sjálfstæðs Ind- lands árið 1947. Þessi yfirgripsmikla ævisaga Nehras er eftir kunnan indversk- an blaðamann. Eins og nafn bókar- innar gefur til kynna er frásögnin jöfnum höndum ævisaga Nehras og lýsing á því hvemig Indiand varð til sem sjálfstætt ríki - en þar hafði Nehra jafnvel enn meiri áhrif á gang mála en Gandhi. Nehru leit snemma á sig sem Garibaldi Indveija og lagði allt í sölurnar fyrir baráttuna. Hann sat þannig í fangelsi Breta sam- tals í 18 ár frá 1921 þar til sjálf- stæðisbaráttan bar árangur. Hann stýrði einnig landinu fyrstu áratugina eftir sjálfstæðistökuna, þ.e. frá 1947 til 1964 að hann lést. Þetta er læsileg og ígranduð frásögn af margbrotnum manni sem fór með lykilhlutverk á ör- lagatímum í sögu þjóðar sinnar. NEHRU. THE MAKING OF INDIA. Höfundur: J. Akbar. Penguin Books, 1989. Veraldarsagan í fréttaformi Frásagnir af viðburðum dagsins birt- ast jarðarbúum um víða veröld á síð- um dagblaða. Samkeppnin um tíma og athygli fólks eykst sífellt. Það hef- ur áhrif á efni og útlit blaðanna. Fyr- irsagnir hafa stækkað. Myndskreyt- ingar tekið stórstígum framfórum. Textinn orðið styttri. Allt til að ná og halda athygli lesandans. Bækur sem endurspegla slíkt nú- tímalegt dagblaðaform era kunnar hér á landi. „Aldirnar" svonefndu hafa notið mikilla vinsælda. Þar er atburðum þessarar aldar, og reyndar nokkurra síðustu alda, lýst eins og um dagblaðsfréttir væri að ræða. Mannkynssagan sem fréttir Síðustu árin hafa erlendir útgef- endur farið inn á sömu braut með góðum árangri. Fyrir tveimur árum kom út á ensku slík dagblaðsfréttabók eða annáll um atburði tuttugustu aldar- innar. Það viðamikla verk, sem hefur fengist í bókaverslunum hérlendis, hefur löngum verið á metsölulistum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar er komin út hhðstæður annáll um sögu Bandaríkjanna, ann- ar um frönsku stjómarbyltinguna og fréttaannáll um sögu Bretaveldis er á leiðinni. Þá er einnig fariö að gefa út slíkar bækur um atburði nýliðins árs. Útgefendur þessara annála hafa hins vegar ekki látið staðar numið við að taka fyrir atburði einstakra ára, einnar aldar eða sögu tiltekinna stórvelda. í Chronicle of the World er viðfangsefnið einfaldlega öll saga mannlífs á jörðinni, eins konar fréttayfirht frá því um 3.500.000 fyrir Krists burð fram á okkar daga. Mikih fjöldi blaðamanna og sér- fræðinga hefur lagt sitt af mörkum við gerð þessarar þrettán hundruö blaðsíðna bókar. Farið er fljótt yflr sögu árdaganna. Fyrstu 2.500.000 árin eru til dæmis afgreidd á einni opnu. En mestan hluta bókarinnar nær hver blaðsíða yfir eitt eða fáein ár. Þó er atburðum sem gerst hafa eftir lok síðari heims- styijaldar þjappað mun meira sam- an, enda þeim gerð ítarleg skil í áður- nefndum annál tuttugustu aldar. Auk fréttagreinanna eru inni á milli ítarlegri skrif um merk tíma- mót í veraldarsögunni eða atburði sem höfðu umtalsverð áhrif á fram- vindu sögunnar. Slíkar ritgerðir eru um fimmtíu talsins. Loks fylgir í bó- karlok sérkafli þar sem gefnar eru helstu staðreyndir um öll þjóðríki jarðar. Ritstjóri bókarinnar, fyrram rit- stjóri Time Out tímaritsins enska, beitir vinnuaðferðum nútíma blaða- mennsku við gerð hennar. Unnar er upp úr fyrirliggjandi heimildum stuttar og hnitmiðaðar fréttafrásagn- ir þar sem gjarnan er lögð áhersla á mannlega þáttinn. Fyrirsagnir eru yfirleitt stuttar og oft hnyttnar. Notk- un mynda og grafa er til fyrirmynd- ar: margar myndir og/eða kort á hverri síðu og meirihlutinn í litum. Skemmtileg sögubók Ég kann afar vel við þessa bók bæði sem blaðamaður og áhugasam- ur lesandi sögubóka. Hún er afar aðgengileg og skemmtilega skrifuð og hönnuð. Efnismagnið er auðvitað slíkt að enginn kemst yfir að lesa bókina í striklotu. Undirritaður hef- ur hins vegar gripið til hennar flest kvöld undanfamar vikur og alltaf fundið eitthvað áhugavert. Og á margt eftir ólesið enn. Ekki skal dregið í efa að fræðimenn kunni að hafa sitthvað við þessa bók að athuga, til dæmis að hún fjalli á yfirborðskenndan hátt um mikil- væga atburöi. Slík gagnrýni á hins vegar einnig við um ýmsar sögubæk- ur sem hafa yfir sér fræöilegri svip en eru um leið mun óaðgengilegri. Höfundum bókarinnar tekst oft mjög vel að draga fram það forvitni- lega og mannlega og segja frá því á auðskilinn máta. Bókin er einnig aðgengileg sem uppflettirit því efn- inu er raðað í rétta tímaröð og ítarleg nafnaskrá fylgir í lokin. CHRONICLE OF THE WORLD. Ritstjóri: Jerome Burne. Longman og Chronicle Communications Ltd., 1989. Metsölubækur Bretland Kiljur, Bkalduögur: 1. DlcK Francis: THE EDGE. 2. Colln Forbes: THE QREEK KEY. 3. Sldnoy Sholdon: THE SANDS OF TiME. 4. Erlch Seoal: OOCTORS. 5. Mary Stewari: THORNYHOLD. 6. Rosamunde Pllcher: THE SHELL SEEKERS. 7. Len Delghton: SPY HOOK. 8. Jeanette Wlntorson: ORANGES ARE NOT THE ONLY FRUIT. THE SOUL. 9. Janet Dalley: RIVALS. 10. Stephen Klng: THE TOMMYKNOCKÉRS. Rlt almenns eðlis: 1. flosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 2. Roscmary Conley: COMPLETE HIP & Thlgh Diet. 3. Barry Lynch: THE NEW BBC DIET. 4. Callan Plnckney: CALLANETICS. 5. Allsdalr Atrd: THE 1990 GOOD PUB GUIDE. 8. Tom Jalno: THE GOOD FOOD GUIDE 1990. 7. Egon Roney: GUIDE TO HOTELS & RESTAUR- ANTS. 8. Betty Shlne: MiND TO MIND. 9. AA HOTELS AND RESTAURANTS IN BRITAIN 1990. 10. Gambaccini, Rice & Rlee; GUINNESS BOOK OF BRITISH HIT SINGLES. <Byggt á The Sunday Tlmes) Bandaríkin Metsðluklt|ur: 1. Stephen King: THE DRAWING OF THE THREE. 2. Sidney Sholdon: THE SANDS OF TIME. 3. Tony Hillerman: A THIEF OF TIME. 4. Rosamunde Pilcher: THE SHELL SEEKERS. 5. Douglas Adams: THE LONG DARK TEA-TIME OF THE SOUL. 6. Len Deighton: SPY HOOK. 7. Plers Anthony: UNICORN POINT. 8. Jack Higglns: A SEASON IN HELL. 9. Lawrence Sanders: STOLEN BLESSINGS. 10. Margaret Atwood: CATS EYE. 11. Kathryn Lynn Davls: TOO DEEP FOR TEARS. 12. John Gardner: SCORPIUS. 13. Peter Oavid: A ROCK AND A HARD PLACE. 14. Anne Tyler: BREATHtNG LESSONS. 18. Mary Stewart: THORNYHOLD. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 2. Cleveland Amory: THE CAT WHO CAME FOR CHRISTMAS. 3. Joseph Wambaugh: THE BLOODING. 4. Grace Catalano: NEW KIDS ON THE BLOCK. 5. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 6. Joseph Campbell/Bitl Moyers: THE POWER OF MYTH. 7. Joe McGinniss: BLIND FAITH. 8. James Glelck: CHAOS. 9. George Burns: GRACIE. 18. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. (Byggt é New York Tlmes Book Review) Danmörk Metsölukiljur: 1. Fay Weldon: NEDE MELLEM KVINDER. 2. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 3. Martha Chrlstenson: DANSEN MED REGITZE. 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 5. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. 6. Elisabeth Holden: NATURDAGBOG AF EN ENGELSK DAME. 7. Regine Déforges: PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL. 8. Emma Gad: TAKT OG TONE. 9. Reglne Dólorges: I KRIG OG KÆRUGHED. 10. Helle Stangerup: CHRISTINE. (Byggt A Polltlken Sendag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Þeódóra og sonur hennar Ekki er að undra að Þeódóra, sem varð keisaraynja í Mikla- garði árið 527 og þar með - ásamt manni sínum, Jústíníusi keisara - æðst allra í hinu rómverska ríki í rúma tvo áratugi, hafi gegnum tíðina leitað á huga skáldsagna- höfunda. Þótt margt sé á huldu um feril Þeódóru, og ekki öllu trúandi sem fullyrt hefur verið þar um, er Ijóst að hún var af lágum stígum: faðir hennar gætti öls í hringleikahúsi í Miklagarði. Hún gerist á tán- ingsaldri leikkona og kunn vændiskona meðal hefðarmanna. Hún varð ástmey Jústíníusar og síðar hans ektakvinna. Hún tók það hlutverk sitt alvarlega, breytti um lífshætti og hafði að sögn mest að segja um stjórn rík- isins. í þessari nýju skáldsögu er einkum fjallað um valdatíma Þe- ódóru og þá alveg sérstaklega um samband hennar viö launson sinn en honum kemur hún til áhrifa við hirðina þar sem valda- barátta er hörð og baráttuaö- ferðir óprúttnar. Höfundurinn er vel að sér um sögulegar stað- reyndir og hefur innan ramma þeirra skrifað bæði skemmtilega og spennandi skáldsögu. THE BEARKEEPER'S DAUGHTER. Höfundur: Gillian Bradshaw. Penguin Books, 1989. 'A( i.w i * > HX'i íMÚiU'-'Úh W : 1 íV >! ■: Leitað hefnda Jack Higgins, sem er líklegast kunnastur fyrir spennusöguna The Eagle Has Landed (Örninn er lentur), fjallar í nýjustu sögu sinni um alþjóðlega eiturlyija- smyglara og fer þar troðnar slóð- ir í efnisvali. Söguþráðurinn er þannig kunnuglegur: eiturlyíjasmyglar- ar koma ungu fólki fyrir kattar- nef í þágu glæpastarfsemi sinnar. Aðstandendur tveggja fórnar- lambanna vilja leita hefnda og hafa til þess bæði fjárráð, hæfni og aðgang að opinberum aöilum sem búa yfir vitneskju um starf- semi glæpasamtaka og hryðju- verkamanna. Leitin að höfuð- paurnum leiðir til að byrja með inn á nokkrar blindgötur þar sem hart er barist en aö lokum er ljóti kallinn aíhjúpaöur og fær makleg málagjöld. Higgins er einn þeirra spennu- sagnahöfunda sem kemur sér beint að efninu og forðast allar málalengingar. Sögur hans, sem sumar eru spennandi þótt at- burðaás þessarar sé of gegnsæ frá upphafi, eru því fljótlesnar. A SEASON IN HELL. Höfundur: Jack Higgins. Pockel Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.