Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 6
6 Útlönd Stórfellt _ _ U ■ 9 Rúmlega áttatíu létust og hundruð slösuðust í óveörinu mikla sem gekk yiir Bretlands- eyjar og Evrópu. Talið er að tjón- ið af völdum óveðursins nemi hundruðum milljóna dollara. Flest dauðsfóBin og mestar skemmdir urðu í Bretlandi. Stormiuinn, sem náði allt að 120 kílómetra hraða á klukkustund, skildi eftir sig slóð eyðileggingar frá Comwall í suðri tíl Skotlands. Hús skemmdust, raftnagnslinur shtnuðu og tré rifnuðu upp með rótum. Lögregla og sjúkrabif- reiðastjórar 'telja að a.m.k. ijöru- tíu og fimm hafx týnt lífi. Sérfræð- ingar. álíta að tjónið af völdum óveðursins geti kostað trygginga- félög allt að mfiljarð sterfings- punda. í Hollandi er talið aö nítján hafi látist i óveðrinu og tiu í Frakk- landi. Þrír létust í Vestur-Þýska- landi, þar á meðal var sautján ára stúlka sem lést er hún varð undir tré. Taiið er að a.m.k. sjö hafi týnt lífi í Belgíu. Stormurinn skall á Danmörku með látum aðfaranótt fóstudags og náði hámarki um miðmorgun í gær. Óttast er að fjórir hafi lát- ist. Þá náði óveðrið einnig til Sví- þjóðar aðfaranótt fóstudags. Þök fuku af húsum og tré brotnuöu í tvennt Veðurfræðingar í Svíþjóð 'segja að þetta sé versta veður sem gengið hefur yfir landiö í tvo ára- tugi. I Sviss bar óveðrið meö sér snjó og að því er veðurfraððingar þar í landi segja má búast við frekari snjókomu. Það er mörgum fagm aðarefni eför spjóleysi og milda vetur í Sviss síöastliðin þrjú ár. Bændaflokk- urinn hótar þingrofi Austur-þýski Bændaflokkur- inn, einn samstarfsflokka komm- únista í ríkisstjóminni, hótaði í gær að rjúfa þing og þrýsta á áð kosningar færu fram tafárlaust nema stjómarandstööunni væri þegar í stað gefin hlutdeild i stjóm landsins. Hótun Bænda- flokksins kemur aðeins sólar- hring eftir að kristilegir demó- kratar sögöu að þeir myndu hætta stjómarsamstarfinu 9. fe- brúar næstkomandi til að þrýsta á að forsætísráðherrann sam- þykki skilyrði stjómarandstöð- unnar fyrir þátttöku í þjóðstjóm. Stjómarandstaðan sagði í gær að hún væri reiðubúin til aö taka þátt í þjóðstjóm. Talsmaður stjómarandstöðunnar, Konrad Weiss, sagði að hún myndi fara fram á aö fá ráðherraembættí í fimm málaflokkum. Hinir tveir samstarfsflokkar kommúnista í stjórninni - frjáls- lyndir demókratar og þjóðlegir demókratar - hafa ákveðið aö slíta ekki sljómarsamstarfi aö svo komnu. En þeir hafa þó sagt að þeir muni endurskoða ákvörð- un sína ef viðræður um myndun þjóðstjórnar bera ekki árangur. Talsmaður Bændaflokksins sagði að félagar í flokknum myndu iara fram á þingrof strax og að kosningum yrði flýtt nema Hans Modrow forsætisráðherra næði samkomulagi viö stjórnar- andstööuna um myndun þjóð- stjómar fljótlega. Stjómarandstaðan kom saraan til fundar í gær til að ræða skil- yröi sem hún setur fyrir þátttöku í þjóðstjóm. Hún gerir kröfu um aö Modrow láti af skyldum sínum f kommúnistaflokknum þar til aö afloknum fyrirhuguðum kosn- ingum í maí. Modrow hefur sagt að ekki sé tímabært að tala um að hann leggi flokksskirteininu. Líklegt er að viðræður stjómar og andstöðu hefiist á morgun. * Reuter LAUGARÐAGUR 27. JANÚAR 1990. Flugslysið 1 New York: Orsökin enn ekki fundin Sérfræðingar reyna nú að komast að þvi hvers vegna kólumbísk Bo- eing 707 farþegaþota fórst í aðflugi að Kennedy-flugvelli að kvöldi fimmtudags. Sextíu og sjö létust þegar vélin skall á jöröina í Cove Neck, úthverfi Löng Island í New York. Orsök slyssins er ekki kunn en sérfræðingar rannsaka nú hvort vélin hafi orðið eldsneytislaus, hvort hreyfill hafi gefið sig eða hvort tveggja. Að sögn tcdsmanns Avianca-flugfélagsins var of mikil umferð á Kennedyflugvelli til þess aö vélin gæti lent heilu og höldnu. Hann sagði að flugstjórinn hefði neyðst til að fljúga í hringi fyrir ofan völlinn í allt að eina og hálfa klukkustund áður en hann gat lent vélinni. En talsmaður flugvallarins sagði að ílugstjórinn hefði tekið ranga beygju og komið inn til lend- ingar á röngum stað á vellinum. Nærri eitt þúsund manns tóku Fórnarlamb fiugslyssins í New York að kvöldi fimmtudags er bor- ið frá slysstað. Kólumbísk farþegavél, með 158 um borð, fórst í aðflugi að Kennedyflug- velli að kvöldi fimmtudags. Simamyndir Reuter þátt í björgunarstarfmu, báru látna og slasaða af slysstað og reyndu að róa farþegana, bæöi á spænsku og ensku. Margir þeir sem lifðu af eru mikið slasaðir, nokkrir misstu út- lim eða beinbrotnuðu illa og enn aðrir fengu slæm höfuðhögg. Sum líkanna voru mjög illa farin. Boeing-707 vélarnar eru meðal elstu farþegavéla sem enn eru í notkun. Mörg ílugfélög hafa lagt þessum vélum og þess í stað tekið í notkun nýrri vélar. Vél Avianca- flugfélagsins, sem fórst í fyrra- kvöld, hafði verið í notkun í 22 ár. Reuter Sovéski vamarmálaráðherrann um Azerbajdzhan: Herinn átti að buga þjóðernissinna Sovéski vamarmálaráðherrann segir að stjórnvöld í Moskvu hafi sent Rauða herinn til lýðveldisins Azerbajdzhan í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur hin áhrifamiklu samtök þjóðemissinna í lýðveldinu, Alþýðufylkinguna, að því er fram kom í Izvestia, málgagni sovéskra yfirvalda, í gær. Á fundi með blaðamönnum í Baku, höfuðborg Azerbajdzhan, sagði Dim- itri Yazov vamarmálaráðherra að samtökin væru staðráðin í að grafa undan flokksforystu sovéska komm- únistaflokksins og taka völdin í sínar hendur. „Verkefni okkar er ekki að handtaka alla heldur að bijóta niður þá skipulögðu starfsemi sem hefur verið sett á laggirnar í fyrirtækjum og skrifstofum," hafði Izvestia eftir vamarmálaráöherranum. Hermenn vom sendir til Baku síð- astliðinn laugardag. Þeim mættu vegatálmar og vopnaðir Azerar. Meira en eitt hundrað manns hafa týnt lífi. Félagar í Alþýðuhreyfingunni höfðu ákveðið fiöldafund síðastliðinn laugardag - daginn sem herinn var sendur til lýðveldisins. Þá ætluðu þeir aö tilkynna að þeir hefðu tekiö völdin í sínar hendur, sagði Yazov. Særðir sovéskir hermenn fluttir til Moskvu. Sovéski varnarmálaráðherrann segir að hernum hafi verið' ætlað að brjóta á bak aftur Alþýðuhreyfinguna, samtök þjóðernissinna. Símamynd Reuter Sovéskir embættismenn hafa látið í það skína að þeir séu reiðubúnir að ræða við fulltrúa Alþýðufylking- arinnar. En opinberlega hefur ekki birst tilkynning þess efnis að viöræö- ur standi yfir. Róttækir þihgmenn á löggjafar- þinginu í Moskvu hafa farið fram á að þingmenn komi saman til neyðar- fundar og ræði ástandið í Azerbajdz- han. Þeir segja að langvarandi átök ógni umbótastefnu stjórnvalda. Reuter Rúmenía: VaraforseHnn segir af sér Varaforseti Rúmerúu, Dumitru Mazilu, sagði af sér í gær og sak- aöi Þjóðfrelsishreyfinguna, sem farið hefur með völd í landinu frá því harðstjóranum Ceausescu var steypt af stóli, um að beita stalíniskum aðferðum. Þetta kom frara í fréttum Rompres, hinnar opinberu fréttastofu. Mazilu sagði að hann hefði aldr- ei viljað þetta embætti varafor- seta og kvað það valda sér sárs- auka að sjá að enn væri stalinisk- um aöferðum beitt í þessu landi. Margir hafa gagnrýnt þjóðfrels- ishreyfinguna og segja að í raun sé hún bara samansafn gamalla kommúnista sem séu aö reyna aö halda völdum. Hreyfingin til- kynnti nýlega að hún hygðist bjóöa fram í fyrirhuguðum kosn- ingum og hafa félagar í henni mátt þola mikla gagnrýni vegna þeirrarákvörðunar. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 7-9 Allir nema LB Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 7.5-11 Ib 6mán. uppsögn 12 Ib 12mán. uppsögn 8-13 Ib 18mán. uppsögn 21 Ib Tékkareikningar, alm. 1-3 Sb Sértékkareikningar 7-9 Allir nema Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir nema Sp 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb Sterlingspund 13-13,75 Ib.Bb Vestur-þýskmörk 6,5-7 ib Danskarkrónur 9-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 24,5-26,5 Bb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 28,5-32 Bb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb Utlán verotryggö . Skuldabréf 7,5-8,25 Lb Utlántilframleiðslu Isl.krónur 25,5-31 Bb SDR 10,75 Allir Bandaríkjadalir 10,25-10,5 Allir nema Ib Sterlingspund 16,75 Allir Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir nema Lb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR Óverðtr. jan. 90 31,8 Verðtr. jan. 90 7,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2771 stig Lánskjaravísitalafeb. 2806 stig Byggingavísitala jan. 510 stig Byggingavísitala jan. 159,6 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,609 Einingabréf 2 2,534 Einingabréf 3 3,032 Skammtímabréf 1,573 Lifeyrisbréf 2,317 Gengisbréf 2,029 Kjarabréf 4,566 Markbréf 2,430 Tekjubréf 1,906 Skyndibréf 1;378 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,229 Sjóösbréf 2 1,700 Sjóðsbréf 3 1,561 Sjóðsbréf 4 1,314 Vaxtasjóðsbréf 1,5715 Valsjóðsbréf 1,4750 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 415 kr. Eimskip 415 kr. Flugleiðir 162 kr. Hampiöjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Iðnaðarbankinn 180 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Útvegsbankinn hf. 155 kr. Verslunarbankinn 153 kr. Olíufélagið hf. 328 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp= Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.