Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 21
LÁlÖÁkDKt/UR 27/ 'Mo:'1 21S Söngvakeppni Sjónvarps í kvöld: - sextíu manna dómnefnd fagfólks með alræðisvald Æfingar hafa staðið yfir fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins í vikunni og hluta afrakstursins sjá menn í kvöld. DV-mynd KAE „Þetta er allt komið af stað og mikið um að vera,“ sagði Egill Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við helgar- blaðið en fyrstu sex lögin í keppninni verða kynnt í kvöld. „Það var upp- hafleg dómnefnd sem skipti lögunum niður í tvo hópa með það fyrir augum að velja sem líkust lög í hvorn þátt. Með því móti hafa lögin tólf jafna möguleika á að halda áfram. Sextíu manna dómnefnd velur þau þijú lög sem halda áfram keppni,“ sagði Egill. Dómnefndin er skipuð jöfnum hóp- um fagfólks, flytjendum tónlistar, gagnrýnendum, útvarpsmönnum og almenningi. „Við ákváðum að leita til fólks sem hefur starfað við eða í tengslum við tónlist undanfarna ára- tugi. Við töldum best að dómurinn yrði ekki eingöngu almennings- dómur. Þetta er stór dómnefnd og mjög almenn," sagði Egill. Sama dómnefndin verður í báðum þáttunum og hefur það vald að úti- loka þijú lög úr hvorum. Úrslita- keppnin fer fram 10. febrúar en þá verður eitt lag valið af sex til að keppa í Eurovision í Júgóslavíu í vor. Breyting á úrslitadómnefnd Ekki verður sama dómnefnd að störfum á úrslitakvöldinu. Að sögn Egils tókst þó ekki að hafa það fyrir- komulag sem menn höfðu áhuga á að reyna. „Við vildum að áheyrendur gætu hringt í sex mismunandi númer og að tölva mældi hversu margir hringdu í hvert númer. Þannig fyrir- komulag var notað í söngvakeppn- inni hjá BBC í fyrra og við fengum okkar upplýsingar þaðan. Yfirmenn Pósts og síma voru aflir af vilja gerð- ir til að þetta yrði framkvæmanlegt en því miður treystu þeir sér ekki til þess þar sem búnaður hér á landi er ekki nógu fullkominn. Það hefði ver- ið spennandi að reyna þessa aðferð," segir Egill. Hann sagði aö dómnefndin yrði þó ekki alveg eins og áður hefur verið. „Við viljum að allt landið taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Hingað til höf- um við beðið um að í dómnefndir væri valið fólk sem ekki hefur verið tengt tónlist en því ætlum við að breyta. Nú óskum við eftir fólki sem er þekkt í sinni heimabyggð sem áhuga- fólk um tónlist, t.d. starfandi í hljóm- sveitum, kórum eða einhverju slíku. Þá verða sjö manna dómnefndir í stað ellefu í átta kjördæmum. Leitin að rétta laginu Hvert kjördæmi vegur tíu prósent en þau tuttugu sem eftir eru skipa dómnefndarmenn sem Sjónvarpið velur. Sú dómnefnd er einnig skipuð sjö mönnum en ekki endilega af.höf- uðborgarsvæðinu. Allt er það fólk sem hefur starfað í tónlist. Þessi sér- staka dómnefnd sem vegur tvöfalt á við aðrar á að hjálpa landsmönnum að finna rétta lagiö. Með þessari skip- an vonum við að loksins flnnist rétta lagið þó ekkert sé öruggt í þeim efn- um,“ sagði Egill ennfremur. „Hér reynum við þó nýtt fyrirkomulag sem er á engan hátt hlutdrægt. Það hlýtur að vera betra að hafa fagfólk með í valinu þó líklegast eigi ein- hverjar gagnrýnisraddir eftir að heyrast vegna þess.“ í keppninni verða höfundar ekki tengdir lögum sínum og ekkert gefið upp fyrr en sigurlagið er komið í höfn. Egill segir að það ætti aö gera keppnina meira spennandi því þá geta áheyrendur spáð í hverjir eiga hvaða lög. Æflngar hafa verið strang- ar undanfarið en hver höfundur fær þijá tíma í stúdíóinu ásamt hljóm- sveit keppninnar sem leikur undir í öllum lögum keppninnar. Söngvarar laganna eru Grétar Örvarsson, Björg- vin Hafldórsson, Sigríður Beinteins- dóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Ari Jónsson, Helga Möller, Ágúst Ragnarsson, Ell- en Kristjánsdóttir, Bergþóra Árna- dóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurösson ogRutReginalds. -ELA Fordkeppnin: Mikill áhugi á fyrirsætustörfum - skilafresturinn styttist Mikill áhugi virðist fyrir Ford- keppninni eins og undanfarin ár og þegar er kominn mikill bunki af myndum af fallegum stúlkum. Skilafrestur er til 3. febrúar nk. en þá verða aflar myndirnar sendar til Ford Models í New York. Það er Eileen Ford sem velur sex til tíu stúlkur til að keppa til úrslita hér .á landi. Sigurvegari keppninnar tekur þátt í keppninni Supermodel of he World, sem fram fer næsta sumar. Þátttakendur verða þrjátíu, hver frá sínu landinu. Eftir að Eileen Ford hefur valið þátttakendur í képpnina hér heima verða þeir aflir kynntir í helgar- blaði DV með myndum og við- tölum. Sjálf úrslitastundin verður 11. mars en þá kemur til landsins ein af eftirsóttustu fyrirsætum heimsins á áttunda áratugnum, Vibeke Knudsen, og velur sigur- vegara keppninnar hér á landi. -ELA Fordkeppn i n - þátttökuseði II Nafn:.................................... Fæðingardagur og ár..................... Heimilisfang............................. Sími..................................... Staða.................................... Hæð...................................... Þyngd.................................... Skilafrestur er til 3. febrúar Lillí Karen, sigurvegari Ford-keppninnar i fyrra. Nýr sigurvegari verður valinn 11. mars en áður verða keppendur kynntir i DV. Fínnland i febrúar - Ferðaskrifstofan sími 652266 Einstök ferð til Helsinki dagana 25. febrúar tíl 2. mars nk. HELSINKI Gísting 5 nætur frá kr. 28.200 STOKKHÓLMUR/HELSINKI 5 nætur (sigling) frá kr. 42.500 LENINGRAD/HELSINKI 5 nætur frá kr. 42.300 HELSINKI/FLUG OG BILL frá kr. 22.500 Aðeíns þessi eína ferð PANTIÐ STRAX FERÐASKRIFSTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.