Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 5
r LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. 5 dv . Fréttir Fallið frá útboði á símboðum til Ríkisspítalanna: varðar fiskimjol, loðnumjöl og lysi _ , Finnland Utflutningur í Noregur 69.000^ ^ j tonnum 1988 og 1989. ( ^ K^/Sviþjóð24M00 Bretland 105.000 HofölSÍ 32.000 PoÍmul69.C TékKbslóvakía 7.500 Frakkland 28.000 Q «»- Útflutningur 1989 Fisk- og loðnumjöl "" Lýsi Bretland Pólland Finnland Svíþjóð Frakkland Tékkóslóvakía Danmörk IVIoregur Holland Önnur lönd I 2013 I 46073 32380 20083 7337 4300 27143 I 15824 5100 Samdráttur í mjól- og lýsisframleiðslu í fyrra - afspymu lélegri haustvertíð er um að kenna Framleiðsla a mjöli og lýsi hér á landi í fyrra var langt undir meðai- framleiðslu síðustu ára. Samtals voru framleidd 155 þúsund tonn af mjöli sem er 28 þúsund tonnum minna en árið 1988. Framleidd voru 52 þúsund tonn af lýsi sem er 38 þús- und tonnum minna en árið áður. Ástæðan fyrir þessum mikla sam- drætti var að loðnuvertíðin í haust | er leið brást svo til algerlega. Aðeins var landað 54 þúsund lestum af loðnu en yfir 300 þúsund tonnum var land- að tvö næstu haust á undan. Ef svo miklu magni hefði verið landað í haust, hefði verið hægt að framleiða 45 þúsund tonnum meira af mjöh og 35 þúsund tonnum af lýsi, en gert var. Söluverðmæti þess afla hefði verið á þriðja milljarð króna. Verðmæti útflutnings á mjöl- og lýsisafurðum í fyrra var 5,1 milljarð- ur króna. Fyrir mjölið fengust 4,3 milljarðar en 740 milljónir fyrir lýsið. Það er sama verðmæti og fékkst fyr- ir afurðirnar árið áður, reiknað á verðlagi hvors árs. Aftur á móti hef- ur meðalgengi gjaldmiðla helstu við- skiptalanda okkar hækkað um 20 til 30 prósent miili ára. Bretar keyptu mest allra af mjöli í fyrra eða 46.073 lestir. Pólverjar keyptu 32.380 lestir og Finnar 20.083 lestir. Aðrar þjóðir keyptu mun minna. Norðmenn keyptu 27.143 lestir af lýsi og Hollendingar 15.824 lestir, en aðrar þjóðir eru þar langt undan. -S.dór Tæki frá Pósti og síma ein tekin til reynslu - rikið að semja við sjálft sig, segja keppinautamir Akveðið hefur verið að kaupa til Rik- isspítalanna 10 símboða af Pósti og síma til reynslu eftir að faliið var frá almennu útboði á tækjunura. Fjögur fyrirtæki kepptu við Póst og síma um sölu á tækjunum og sendu svör við útboði á alls 60 tækjum. Eftir að út- boðið var gert lækkaði Póstur og sími sitt verð og var þá ákveðið hjá Ríkis- spítuiunum að falla frá útboðinu og ganga til samninga við Póst og síma. „Við vorum með lægsta tilboðið en eftir að það koma fram lækkaði Póst- ur og sími verðið hjá sér niður fyrir okkar verð. Eftir þetta var ákveðið að hætta við útboðið. Við höfum heyrt af baktjaldamakki en ekkert verið tilkynnt um niðurstöðuna,“ sagði Stefán A. Stefánsson hjá inn- ílutningsfyrirtækinu ístel sem átti lægsta tilboðið í samvinnu við Radíó- búðina. ístel lækkaði tilboðið niður fyrir síðari tilboð Pósts og síma en því var ekki tekið. Guðmundur Ólafsson hjá Símtækni var fenginn til ráðgjafar um tilboðin og ráðlagði hann Ríkis- spítulunum að falla frá öllum tilboð- um. Hans mat var einnig að tækin væru öll áþekk að gæðum en mælti ekki með einu öðru fremur. Fyrirtækin, sem kepptu við Póst og síma, eru óánægð með að fá ekki að selja Ríkisspítulunum tæki til reynslu eins og Póstur og sími þann- ig að eðlilegur samanburður fengist. Ingólfur Þórisson hjá innkaupa- deild Ríkisspítalanna vildi ekki leggja mat á það. „Þetta er það sem var ákveðið enda er allt okkar síma- kerfi frá Pósti og síma. Það getur þó vel verið að fleiri tæki verði reynd síðar,“ sagði Ingólfur. Stefán A. Stefánsson hjá ístel sagði að allur gangur málsins væri óeðli- legur. „Póstur og sími nýtur þess þarna að vera að skipta við ríkis- stofnun. Vegna eftirlits hefur Póstur og sími aðgang að öllum innflutn- ingsskýrslum frá okkur og getur fylgst með því sem við kaupum um leið og stofnunin er í beinni sam- keppni við okkur í sölu á tækjum. Þetta er eins og Rafmagnseftirlitið færi að selja straujárn. Við höfum hingað til haldið okkur á mottunni vegna þess að við verðum að sækja margt til Pósts og síma. Það er þeirra að viðurkenna nýjan búnað og þangað verðum við að sækja með nýjar hnur. Það hefur verið haldinn fundur með Steingrími Sigfússyni samgönguráðherra um að fá þessu breytt en hann lýsti því yfir að í engu yrði hróflað við Pósti og síma,“ sagði Stefán A. Stefánsson. -GK '=GfföNM Ekki útlit fyrir framboð „borgara“ á Akureyri Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri: „Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei en mér sýnist staðan vera þannig að Borgaraflokkurinn muni ekki bjóða fram við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri í vor,“ seg- ir Matthías Gestsson, einn af tals- mönnum flokksins í bænum. Matthías sagði að Borgaraflokkur- inn væri fyrst og fremst flokkur sem starfaði í landsmálapólitík og sín skoðun væri sú að þannig ætti hann að starfa. Hann sagði þó að endanleg ákvörðun varðandi kosningarnar á Akureyri í vor hefði ekki verið tekin. „Ég tel að við hefðum getað tekið þátt í einhverju blönduðu framboði en þar sem konurnar hafa ákveðið að bjóða fram einar tel ég ólíklegt að við förum fram með hsta,“ sagði Matthías. -ATTTTTFID- Aldrei aftur i megrun! helgina 3.-4. febrúar veröur haldið helg- arnámskeiö fyrir ofætur - fólk sem borðar of mikiö, of litið eöa bara of óreglulega. Kynntar veröa nýjar áhrifamiklar leiðir sem tugþúsundir manna um allan heim hafa nýtt sér til heilbrigðis og hamingju. námskeiöiö verður haldiö í RISINU, Hverfis- götu 105, Reykjavik. Upplýsingar og skráning í síma 625717 (Axel). Hringdu núna - vilji er allt sem þarf! > I I I Kaffibrennsla Akureyrar hf. Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Kóiumbíu-blönduna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.