Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990, Konur frá Asíulöndum: Fá slæmar móttökur hér á landi segir Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra „Okkur þykir það mjög alvarlegt mál að nokkrar konur frá Asíulöndum hafa þurft að leita til Kvennaathvarfsins. Þess vegna hefur verið sett upp óformleg nefnd sem skipuð er mér, fulltrúa frá Jafnréttisráði og Kvennaat- hvarfinu. Þessi hópur mun ræða hvernig og hvort eitthvað er hægt að koma til móts viö þessar konur þegar þær koma hingað til lands. Því er ekki að neita að skort hefur á að vel hafi verið tekið á móti þessum konum,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, er hún var spurð hvort ráðu- neytið myndi reyna að bregðast við þeim vanda sem hugsanlega gæti skapast hér eins og ann- ars staðar á Norðurlöndum þar sem ljóst er að mikill meirihluti þeirra kvenna sem leita til athvarfa er frá Asíulöndum. Guðrún sagði að hugmyndir hópsins væru að gera einhvers konar bækhng fyrir þessar konur á Asíumálum, þar sem fram kæmi hvers konar þjóðfélag það væri sem þær væru komn- ar tíl, hver réttur þeirra og barna þeirra væri gagnvart skólum, verkalýösfélögum og heil- brigðismálum og jafnframt hverjar skyldur þeirra væru. Auk þess kæmu fram upplýsingar um ýmis námskeið Námsflokkanna og annarra fræðslustofnana. Guðrún sagðist ekki vita til þess að nokkur kona frá Asíu, sem búsett hafi verið hér á landi, annaöist mál þessara kvenna. „Það væri gott ef einhver slík væri til,“ sagði hún. Hér á landi eru í kringum hundrað og tuttugu konur frá Thailandi og Filippseyjum í sambúð, giftar eða sem hingað hafa komið í atvinnu. Ljóst þykir að flestar þessara kvenna eru í góð- um hjónaböndum og hafa fallið vel inn í ís- lenskt þjóðfélag. Hins vegar eru konur frá þess- um löndum sem hafa þurft að leita til athvarfs- ins og það er vissulega áhyggjuefni að sögn Guðrúnar. Vonast hún til að ríkisstjórnin íjalli um málefni þeirra og gefi leyfi til einhverrar aðstoðar. -ELA (!f Um 120 konur frá Asíulöndum eru búsettar hér á landi. Langflestar eru í hamingjusömum hjónaböndum og vegnar vel en aðrar hafa verið óheppnar og þurft að leita til Kvennaat- hvarfsins í vandræðum sínum. Kvenfyrirlitning fremur en kynþáttahatur - segir Nanna Christensen hjá Kvennaathvarfinu „Á síðasta ári leituðu um 170 konur í Kvennaathvarfið og af þeim eru sex konur frá framandi menningarsvæð- um, Thailandi og Filippseyjum.," sagði Nanna Chrisensen hjá Kvenna- athvarfinu í Reykjavík. „Það hefur komið í ljós í viðtölum við þessar konur að þær eru afar ófróðar um réttarstöðu sína og hvaða möguleika þær hafa hér á landi. Sem dæmi má nefna að ein varð afar undrandi á því að hún gæti skilið við mann sinn án þess að vera rekin úr landi sem hún gat ekki hugsað sér.“ Nanna taldi ekki að hér væri um kynþáttahatur að ræða heldur miklu fremur almenna kvenfyrirlitningu. „Það er nú svo að margir karlmenn eru haldnir þessari kvenfyrirlitn- ingu og telja að þeir geti vaðið yfir konur á allan máta. íslenskar konur, sem leita til athvarfsins, eru margar hverjar mjög beygðar en þær eiga betri möguleika á að taka föggur sín- ar og losa sig úr þess konar ástandi. Tungumálaerfiðleikar austurlensku kvennana koma einnig í veg fyrir að þær fái atvinnu við sitt hæfi, þeim vex í augum að standa á eigin fótum og verða fyrir bragðið algerlega háð- ar eiginmanni sínum." Það eykur enn á vandann að oftast eru þessar konur ekki talandi á öðru tungumáh en sínu móðurmáli og því er hægt að telja þeim trú um hvað sem er. Kvennaathvarfið hefur tekið þátt í óformlegu nefndarstarfi með menntamálaráöuneytinu og Jafn- réttisráði í þeim tilgangi að leita leiða til að koma upplýsingum á framfæri til þeirra kvenna sem flytjast til landsins. „Það er staðreynd að hingað til lands hafa flust rúmlega hundrað konur af asískum uppruna. Við vilj- um taka vel á móti þeim svo þær geti átt sem besta ævi hér á landi,“ sagði Nanna. „Þrátt fyrir allt vitum við um fjöldann allan af hjónabönd- um sem hafa blessast enda engin ástæða til að ætla að þessi hjónabönd séu betri eða verri en önnur. Okkur, sem fylgst höfum með þessum mál- um, óar samt við þeirri tilhugsun að hingað til lands sé verið að flytja konur sem sæti illri meðferð af hendi eiginmanna sinna. Sérstaklega þegar tekið er mið af þeirri staðreynd að þær eru félagslega einagraðar og eiga í fá hús að venda.“ Að sögn Nönnu hafa þessar um- ræddu konur ekki komið af sjálfs- dáðum heldur gegnum mihigöngu annarra aðila, svo sem lögreglu, ná- granna eða vina. Margar hverjar hafa liðið hörmungar af einhverju tagi í heimalandi sínu og þegar ekki tekur betra við hér á landi er varla von að þær viti að þeir eiga rétt sem manneskjur. -JJ VERÐ FRA KR. 317.000 Lada Safir er faiiegur og vandaður 5 manna fjöiskyidu* bíii, öruggur, sterkur og eyðsiugrannur. Lada Safir hefur reynsf afar vei við erfið akstursskifyrði og er þvt sérstakiega heppíiegur fyrir ísienskar aðstæður. isiendíngar gera mikiar kröfur, það sésí vef á vinsæídum Lada Safir. biiinn upp í um eftir-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.