Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990. Kvikmyndir Nýlega varfrum- sýnd myndin Blaze sem fjallar um ástarævintýri ríkisstjóra Louis- iana- ríkis og nekt- ardansmeyjarfrá New Orleanssem gerðist fyrirtæp- um 30árum. Eitt af því sem fylgir því aö vera í stjórnmálum er að vera sífellt undir smásjá fjölmiöla og þar meö almennings. Fjölmiölar fylgjast grannt með starfi stjórnmála- manna og oft á tíðum einnig með einkalífi þeirra. Sérstaklega hafa bandarískir fjölmiðlar verið dug- legir að draga fram fyrir sjónir al- mennings öll feilspor þingmanna sinna jafnt sem annarra aðila sem gegna ábyrgðarstöðum innan bandaríska þjóðfélagsins. í Evrópu hafa fjölmiðlar verið gætnari þótt oft komi upp slík mál þar. Vinsælasta efnið er að draga fram kvennafar stjómmálamanna og reyna að tengja það einhverju njósnamáli eða aö þjóðaröryggi hafi verið stefnt í voða. Við þekkj- um mál eins og þegar Gary Hart, sem var einn af frambjóðendum Atriði úr Blaze. Hneykslismál í brennidepli demókrata til embættis forseta, var sleginn út í kosningunum þegar fjölmiðlar birtu myndir af leyni- fundum hans við unga stúlku. Einnig má minnast hvemig tveir af þekktustu prestum sértrúar- safnaða Bandaríkjanna misstu ær- una þegar blöð birtu fréttir af heim- sóknum þeirra til vændiskvenna. Gott myndefni Eins og sjá má er hér um að ræða krassandi efni sem fellur vel að kvikmyndagerö. Hins vegar em kvikmyndaframleiðendur ekki til- búnir til að gera myndir um þessi hneykslismál fyrr en löngu eftir að þau gerðust, líklega af tilhtssemi við þá sem Ientu í þessum leiðinda- málum. í fyrra var t.d. gerð myndin Scandal. Hún fjallaði um hneyksli sem gerðist 1963 þegar það fréttist að þáverandi hermálaráðherra Bretlands, John Profumo, og Eug- ene Ivov, hernaðarsérfræðingur í rússneska sendiráðinu, deildu sama bólfélaga eða hinni 21 árs gömlu Christine Keeler. Nú er sama sagan uppi á teningnum því nýlega var fmmdsýnd myndin Blaze sem fjallar um atburöi sem gerðust fyrir um 30 ámm. Söguhetjurnar eru hinn 63 ára Earl K. Long, ríkisstjóri Louisiana, og hin 27 ára gamla nektardans- mær, Blaze Starr. Það senyjerir þessa sögu kannski frábmgðna öðrum hneykslismál- um er að þau virtust ástfangin og Earl var ekkert að reyna að leyna sambandi sínu við Starr þótt hann væri giftur. Þau sáust því oft saman og voru því eins og sending af himnum ofan fyrir fjölmiðlana. Baráttumaðurinn Earl Myndin er byggð á bókinni „Blaze Starr: My Life as Told to Huey Perry“. Þar segir Starr frá lífi sínu. „Þessi bók hefur að geyma efni í að minnsta kosti 50 kvik- myndir,“ hefur verið haft eftir leik- stjóra myndarinnar, Ron Shelton. Um þessar persónur fjallar Blaze. „Það væri hægt að gera framhalds- þátt um þessa konu. Hún eignaðist nýja vini á.næstum því vikufresti. En það vora kaflamir um miðbik bókarinnar um ástarævintýri Starr við ríkistjórann Earl K. Long, sem vora bitastæðastir." Earl K. Long var þekktur stjóm- málamaöur í sínu ríki. Eins og eldri Umsjón: Baldur Hjaltason bróðir hans, Huey P. Long, var hann mikill baráttumaður og var vanur að ferðast víða til að kynn- ast kjósendum og koma hugmynd- um og sjónarmiðum sínum á fram- færi. Hann var ákaflega aðlaðandi persóna og vinsæll stjómmálamað- ur enda hélt hann embætti ríkis- sfjóra í ein þijú kjörtímabil. En eins og margir stjómmála- menn var hann veikur fyrir hinu kyninu og virðist hafa heimsótt einum of oft nektarbúllu í Bourbon Street, New Orleans, þar sem hann kynntist Blaze Starr árið 1959. Fréttirnar um ástarævintýri þeirra Earl og Starr komu eins og þruma úr heiðskím lofti fyrir hina íhaldssömu íbúa Louisiana. Þrátt fyrir allt umtahð lagði Earl ekki árar í bát og var ekkert að leyna sambandi sínu við Starr. Hann hélt áfram í stjórnmálum og hafði unn- ið sigur í forkosningum demókrata til þingsætis þegar hann lést óvænt af hjartaslagi 1963. Góður leikur Blaze Starr er enn á lífi og kemur raunar fram í stuttu atriði í mynd- inni. Hún var leikstjóranum innan handar við að leiðbeina hinni ungu kanadísku leikkonu, Lolita Davidovich, sem hreppti hlutverk Starr eftir aö búiö var að fá 600 leik- konur í viðtal. Starr var orðin þjóðsagnaper- sóna þegar hún dró sig í hlé og var líkt við nektardansmeyjar eins og Gypsy Rose, Sally Rand og Lili St. Cyr. Raunar kallaði tímairitið Es- quire hana „almenningseign“. Starr dró sig í hlé áður en klám- myndirnar héldu innreið sína í Bandaríkin og hefur stundað hönn- un og framleiðslu á skartgripum. Eins og allar þekktar nektardans- meyjar bauö Starr upp á mjög sér- stakt atriði um tíma . Hún hafði.sér til hjálpar tigrisdýr sem aöstoðaði hana við að fella fót- in. Það sem hún gerði var að festa litla kjötbita við fótin þannig aö þegar tígrisdýrið reyndi að losa um kjötið losaði það líka um hnútana sem héldu saman fótunum. „Þú getur gert þetta, allir geta gert þetta,“ hefur verið haft eftir Starr. „Tígrisdýrið var svangt, svo ég festi hrátt kjöt við fótin mín. Þetta var mín hugmynd og til lengdar reynd- ist hún ekki nógu góð. Tígrisdýrið vildi stærri kjötbita og það boðaði ekki gott.“ Paul Newman Paul Newman var lengi mjög hik- andi hvort hann ætti að taka að sér hlutverk Earl Long. Hann var hræddur um aö ímynd hans breytt- ist í augum kvikmyndahúsagesta ef hann léki ríkisstjóra sem væri á kvennafari. Eftir að hafa hitt leik- stjórann ákvað hann að taka áhættuna og slá til. „Þú færð strax á tilfmninguna þegar þú hittir leikstjórann í fyrsta sinn hvort þú getur unnið með honum eða ekki,“ var einmitt haft eftir Newman. En rétt áöur en kvikmyndatakan átti að hefjast fékk Newman bak- þanka og afþakkaði hlutverkið. Framleiðandi myndarinnar, Buena Vista, sem er í Walt Disney sam- steypunni, dró að sér hendumar og allt benti til þess að ekkert yrði úr gerð myndarinnar. Alhr vom sendir heim og Disney fyrirtækið vildi byrja upp á nýtt en með mun íburðarminni mynd í huga. Newman hafði á tilfmningunni að áhorfendur myndu ekki sætta sig við hann í svona hlutverki. Hann var ekki viss um hve nálægt hann kæmist persónuleika Earl í túlkun sinni á honum ásamt því að honum fannst aldursmunurinn of mikill milli sín og leikkonunnar sem lék Starr, enda á Newman dætur sem em eldri en hún. En skömmu seinna hringdi Newman aftur í leikstjórann og sagðist hafa skipt enn einu sinni um skoðun. Hann hefði hringt í vin sinn, John Malkovich, sem lék eitt aðalhlut- verkið í Dangerous Liasons, og leit- að hjá honum ráða. Hann fékk auð- sýnilega góð ráð því gagnrýendur hafa lofað Newman fyrir næman leik og fyrir að gefa hlutverki Earl þann kraft sem til þurfti. Leikstjórinn Buena Visna tók ákveöna áhættu aö láta leikstjórnina í hendur hin- um rúmlega fertuga leikstjóra, Ron Shelton. Hann hafði aö vísu sýnt hvað í honum bjó með gerð mynd- arinnar um knattleikskappann Bill Durham. En það var raunar ekki fyrr en tölurnar um aðsókn tvær fyrstu vikurnar að Bill Durham lágu fyrir að Shelton fékk grænt ljós. En málið hafði lengri undir- búning. Á sínum yngri ámm hafði Shelton unnið töluvert að hand- ritagerð og endurskrifaði m.a. handritið Under Fire sem Roger Spottiswoode leikstýrði meö þeim Nick Nolte og Gene Hackman. Skömmu seinna skrifaöi hann handritið að The Best of Times sem Roger Spottiswoode leikstýrði einnig með Robin Williams í aðal- hlutverki. Roger lét Shelton einnig vinna að gerð myndanna sem aðstoðarmað- ur. „Þessar myndir voru kvik- myndaskóli minn,“ segir Shelton. „Eg fylgdist vel með, hlustaði á samræður og spurði mikið. Ég var alltaf að angra einhvern með spurningum mínum." Þegar kvikmyndatökum lauk hélt Shelton áfram að spyrja meðan á klippingu stóð. Þegar upp var staðiö var Shelton tilbúinn í slag- inn. Handritið að Blaze var tilbúið 1983 og í fyrstu átti Herbert Ross að leikstýra. 20th Century Fox tók aö sér að framleiða myndina en þegar mannabreytingar urðu þar og Barry Diller tók við stjórnar- taumunum var ákveðið að láta Blaze sigla sinn sjó. Það var því ekki fyrr en Shelton hafði slegið í gegn með Bill Durham og Newman hafði sagt já að kvikmyndaverin fóm að sýna aftur áhuga á mynd- inni. Og þegar upp var staðið var það Disney kvikmyndaverið sem hreppti hnossiö. Hclstu hcimildir: American Film Empirc Variet -B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.