Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 27, JANUAR 1990. Psoriasis-sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasis-sjúklinga 10. apríl nk. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöðina Panor- ama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúk- dómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 28. febrúar. Tryggingastofnun ríkisins INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbuningsmenntuhar er krafíst til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólfíagnir, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl. Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ. Heimilisfang....................J................ Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 01 27 90 Styrkir til umhverfismáfa Landvernd mun á næstunni úthluta styrkjum úr pokasjóði Landverndar 1. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands, og til fræðslu og rannsókna. 2. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókninni þarf að fylgja verk- og fjárhagsáætlun. 3. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag sem getur falist í fjárframlögum, vél- um, tækjum, efni eða vinnu. 4. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok út- hlutunarárs. 5. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land- verndar fyrir 15. febr. 1990. Landvernd, Skólavörðustíg 25, 101 Rvík IÐNAÐARVÉLAR SAMBYGGÐAR TRÉSMÍÐAVÉLAR frá kr. 231.500 LOFTPRESSUR frá kr. 16.500 GEIRSKURÐARSAGIR frá kr. 31.868 AFRÉTTARAR OG ÞYKKTARHEFLAR frá kr. 61.500 HJÓLSAGIR frá kr. 35.000 SPÓNSUGUR frá kr. 21.160 RAKATÆKI, FYNBO frá kr. 141.000 Verð án vsk. I & T HF. IÐNVÉLAR OG TÆKI SMIÐSHÖFÐA 6 SÍMI 674800 Hinhliöin í uppáhaldi Kristján Sigmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, lagði skóna á hilluna fyrir um það bil tveimur árum óg þá á hátindi ferilsins. Um síöustu helgi kom Kristján aftur fram á völlinn með gamla liðinu sínu, Víkingi, og sýndi aö hann heftir engu gleymt. Kristján hóf aeiingar rétt fyrir jól er markvörð- ur Víkings, Hrafn Margeirsson, varö fyrir alvariegu slysi á lands- liðsæfingu og er því íjarri góðu gamni Kristján hefur aðeins hug á að standa markið í fjarveru Hrafns. Hann var ánægður meö árangur sinn í leiknum um síöustu helgi og á næstunni verða miklar æfingar en næsti leikur er þó ekki fyrr en um rniðjan mars. Það er Kristján sem sýnir okkur hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafh: Kristján Sígfús Sig- raundsson. Fæðingardagur og án 9. júní 1957. Maki: Guörún H. Guölaugsdóttir. Börn: Þau eru tvö, Sigmundur 6 ára og Magöalena ársgömul. Bifreið: Toyota Corolla árgerö 1987. Starf: Framkvæmdastjóri. bolti. Hvað hefúr þú fengið margar tölur náö þremur tölum réttum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila handbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegt að vaska upp þó ég geri þaö alltaf annaö slag- iö. Uppáhaldsmatur: Lambalæri er alltaf best upp á gamla móöinn. Uppáhaldsdrykkur: Mjólkin er góð. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Ég myndi segja aö þaö væri Þorbergur Aðalsteinsson sem spilar í Svíþjóö. Uppáhaldstímarit: Nú setur þú mig í vanda. Ég les nu tímarit en ég veit ekki hvaö er í uppáhaldi. Lík- legast er þaö þjóðlíf. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Æi, þarftu nú aö spyija aö þessu. Eg veit þaö svei mér ekki. Það eru svo margar fallegar stúlkur til. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Andvígur. hitta? Migf langar mikiö að hitta söngvarann og leikarann Phil Coll- in8. Uppáhaidsleikari: Þaö er Jack Nic- holson. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssðngvari: Phil Collins. Uppáhaldsstjómmálamaður: Það er Finnur Ingólfsson. Uppáhaidsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaidssjónvarpsefni: Fréttir horfi ég liklegast mest á. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll Þor- steinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég hugsa að ég horfi nokkuð jalht á báöar stöðvamar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hallur Hallsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel Uppáhaldsfélag i iþróttum? Víking- ur. Stefnir þú aö einhverju sérstöku í framtíðinni? Eg stefni alltaf að því að gera betur. Hvað geröir þú í sumarfriinu? Ég fór meö fjölskylduna hringinn í kringum landiö og þaö tók hálfan mánuö meö stoppi, auövitað, og við fengum ljómandi gott veður. Hvað viö gerum næsta sumar ér hins vegar alveg óráöiö. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.