Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1990, Blaðsíða 27
LAUGAÍIPAGUÍU].-JANÚAR, 1990. 39 Bítlavinafélagið hættir á fjögurra ára afmælinu Eldd bítlalög eitt árið enn Ný hljómsveit er þegar í burðarliðnum Nýhljómsveit Bítlavinafélagiö heyrir sögunni til. Það var lagt niöur í byrjun ársins. Þá voru einmitt um íjögur ár liðin síðan hópnum var hóað saman. „Við settumst einfaldlega niður og spurðum sjálfa okkur hvað við vild- um gera. Hvort við ætluðum að halda áfram aö spila bítlatónlist eitt árið enn,“ segir Jón Ólafsson, hljóm- borðsleikari og stofnandi hljómsveit- arinnar. „Niðurstaðan varð sú að við ákváðum að hætta. Þetta gerðist allt í mesta bróðerni og allir skildu sátt- ir.“ Bítlavinafélagið sendi fyrir síðustu jól frá sér plötuna Konan sem stelur Mogganum. Salan varð dræm. Fyrir jóhn á undan átti Bítlavinafélagið hins vegar metsöluplötuna, Tólf ís- lensk bítlalög. „Fólk hefur talið að við höfum ákveðið að hætta vegna þess að plat- an seldist ekki,“ segir Jón. „Það er hins vegar ekki rétt. Kannski flýtti það fyrir því að við ákváðum að taka á málinu. En við vissum að með plöt- unni vorum við að taka vissa áhættu. Staðreyndin er einungis sú að við vorum búnir að ná öllum markmið- um sem hægt er að ná hér á landi og ekki hvarflaði að neinum okkar að við færum að reyna fyrir okkur erlendis," segir Jón. „Við vorum búnir að eiga plötu ársins, lag sum- arsins, troðfylla hvert félagsheimilið af öðru, halda vel heppnaða hljóm- leika. Hefðum við haldið áfram hefð- um við bara verið byrjaðir að endur- taka okkur.“ Þrír liösmenn Bítlavinafélagsins hafa ákveöið að slá saman í hljóm- sveit með þremur úr Stjórninni, hljómsveit Grétars Örvarssonar. I þeirri nýju verða Jón, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hjörleifsson ásamt Sigríði Beinteinsdóttur, Eiði Arnarssyni bassaleikara og Þorsteini Jónssyni trommuleikara. „Við reiknum með að taka til starfa í maí,“ segir Jón Ólafsson. „Senni- lega snörum við af einni plötu til að byrja með og förum síðan af krafti í dansleikjahaldið. Annars er svo skammt um liðiö ennþá frá því að þessi nýja hljómsveit kom til tals að engar alvarlegar ákvarðanir hafa veriðteknarenn." -ÁT- Helgarpopp Bítlavinafélagiö - búið að ná þeim markmiðum sem hægt er að ná. DV-mynd. Eiríkur, sálin og Todmobile kynnt í Cannes Midem tónlistarráðstefnan eða kannski öllu heldur -kaupstefnan í Cannes hefur ekki alveg farið á mis við íslenska tónlist þetta árið. Eiríkur Hauksson. Góður rómur Steinar hf. hafa kynnt þrjáaf samn- ingsbundnum listamönnum sín- um, Sálina hans Jóns míns, Todmobile og Eirík Hauksson. „Okkur hefur vel tekið,“ sagði Steinar Berg er haft var samband við hann í Cannes fyrr í vikunni. „Það sem ég hef heyrt hér stað- festir bara það sem ég vissi áður, að við höfum upp á aö bjóða tónhst sem stendur fyllilega jafnfætis mörgu því besta sem kynnt er hér. Það sem háir okkur er fyrst og fremst hve langt við erum frá öllum öðrum." Steinar sagði að á Midem ægði öllu saman. Skammt frá bás fyrir- tækisins er spænskt fyrirtæki með aöstöðu sína og er önnum kafið við að selja hana og rétt hjá er fyrir- tæki að selja tónhst frá New Órle- ans og þannig mætti lengi telja. „Það eru sjaldnast neinar ákvarðanir teknar á Midem,“ sagði Steinar Berg. „Hér hittast menn, ræðast við og kanna hvað hinir hafa upp á að bjóða. Svo þegar heim er komið hefjast samningaumleit- gerður að íslensku poppi á Midem. anir.“ Skiptinemi kom Roxette á framfæri Sænski dúettinn Roxette á banda- rískum skiptinema í Svíþjóö alla frægö sína og frama vestra að þakka. Að sögn Rohing Stone tíma- ritsins tók skiptineminn eintak af Look Sharp! geisladiskinum með sér heim að dvöhnni í Svíþjóð lok- inni. Hann lánaði kunningja sínum hjá útvarpsstöð í Minneapohs di- skinn. Sá byrjaði þegar að spila lagið The Look og sendi að auki sínum kunningjum hjá öörum út- varpsstöðvum afrit af laginu. Áður en langt um leið hafði það slegið í gegn. Þegar þetta gerðist haföi Roxette ekki einu sinni plötusamning í Bandaríkjunum. EMI hafnaði dú- ettinum reyndar. Forráðamenn fyrirtækisins létu loks undan þrýstingi og þurftu ekki að sjá eftir því. Lagið fór á toppinn í Banda- ríkjunum. Þetta er ekki einsdæmi í poppsög- unni. Bandarískur hermaður er sagður hafa tekið lagið Volare með sér heim frá ítahu. Það er nú klass- ískt. Og svipað mun hafa gerst með japanska lagið Sukyaki. Það sló í gegn fyrir hreina slysni. Mezzoforte á Bandaríkjamarkað Mezzoforte-platan Playing For Time kemur út í Bandaríkjunum áður en langt um hður. Hljómsveitin hefur átt í samningaviðræðum við BMG-útgáfuna um langt skeið. Á mánudaginn var var loksins gengið frá málunum. BMG er stórfyrirtæki á heims- mælikvarða. Það er þýskt en lætur jafnt að sér kveða í Bandaríkjunum sem annars staðar í heiminum. BMG á th að mynda RCA-fyrirtækið heimskunna. Mezzoforte gerði ein- mitt plötusamning við BMG um út- gáfu í Evrópu og víðar fyrir nokkru. Fyrsta plata hljómsveitarinnar á merki fyrirtækisins var einmitt Playing For Time. Umsjón Ásgeir Tómasson „Bandaríski markaðurinn er mjög deildaskiptur. Poppið er út af fyrir sig. Sömuleiöis djass, kántrí, svört tónhst eða rhythm ’n’ blues og svo framvegis,” sagði Steinar Berg ísleifsson, útgefandi Mezzoforte á ís- landi og framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, er hann var inntur eftir nýja samningnum. „Það sem meðal annars hefur tafiö fyrir Mezzoforte í Bandaríkjunum er að menn hafa verið í vafa um í hvaða hópi hljóm- sveitin ætti heima. í poppi, rokki, djassi eða jafnvel svartri tónhst. BMG-menn ætla að flokka hana til djasshljómsveita og verður Playing For Time geíin út á htlu undirmerki BMG þar í landi sem nefnist Novus.“ Að sögn Steinars Berg hefur Mezzoforte nokkrum sinnum boðist th að gera samning við bandarísk hljómplötufyrirtæki. Hingaö tíl hafa thboðin ekki þótt nógu freistandi. Steinar kvað framtíðina verða að skera úr um hvort Mezzoforte ætti eftir að vegna vel á stærsta plötu- markaöi heims eður ei. Það ylti að miklu leyti á því hversu mikið útgef- andinn væri thbúinn að vinna að markaðsmálum hljómsveitarinnar. Allt frá því að Mezzoforte sló í gegn úti í heimi fyrir um sjö árum hafa plötur hljómsveitarinnar selst þokkalega vel. Seld eintök af fimm titlum hljómsveitarinnar eru nú komin í á aðra mhljón. -ÁT- Mezzoforte-menn voru í vafa um til hvaða stefnu ætti að flokka tónlist hljóm- sveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.