Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Page 2
2
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990.
Fréttir________________________________________________________________
Málamaður Evrópu skrifaðist á vlð sjómann á Akranesi:
„Kynntist honum
úti í Leirvík"
- segir Karl Ragnarsson sem hitti Derick Heming 1970 en Skotinn talar 22 tungumál
Hluti bréfs sem Skotinn skrifaði Karli Ragnarssyni, matsveini á Akranesi,
fyrir hartnær 20 árum.
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi:
Skotinn Derick Heming, sem fyrir
stuttu var útnefndur „málamaður
Evrópu" fyrir að tala 22 tungumál,
skrifaðist lengi á viö Karl Ragnars-
son, sjómann á Akranesi. Til stað-
festingar því sýndi Karl fréttaritara
DV bréf sem Herning haföi skrifað
honum 1972.
„Ég kynntist honum eitt sinn þegar
við vorum í höfn í Leirvík á Hjalt-
landi þar sem Derick býr,“ sagði
Karl. „Ætli þetta hafi ekki verið í
kringum 1970. Viö vorum á síldveið-
um í Norðursjó og komum oft að
landi í Leirvík. Derick kom um borð
til okkar á Óskari Magnússyni frá
Akranesi, þar sem ég var matsveinn,
og ég var sá eini úr áhöfninni sem
gaf mig að honum."
Að sögn Karls skrifuðust þeir á í
nokkur ár áður en tengshn slitnuðu.
„Ég var orðinn pennalatur, hafði í
nógu að snúast og fór þess á leit við
Hjálmar Þorsteinsson kennara að
hann tæki upp þráðinn þar sem ég
hvarf frá. Hjálmar var þá kennari
eins og Derick. Þeir skrifuðust á lengi
og Skotinn fékk sendar héðan marg-
ar bækur.“
Málamaðurinn Derick Herning.
Myndin er tekin 1972.
Þegar bréf Skotans er skoöað
grannt má glöggt sjá að hann hefur
ágætt vald á málinu þótt í því megi
að sjálfsögðu finna einstaka beyging-
arvillur. Orðaforði hans er hins veg-
ar mjög góður og gæti margur íslend-
inguriim verið fullsæmdur af. Þess
má geta að Derick Heming hefur
aldrei til landsins komið.
Eyjabátar losnuðu við afla sinn í gær og allt fór fram með friði.
DV-mynd ÓG
Ró og spekt viö útskipun á gámafiski í Friðarhöfn:
„Hann fór bara af og það verður að hafa það, svona er veiðin,“ sagði
Karl Ómar Jónsson og Ólöf Stefánsdóttir, kona hans, sem hafði gaman
af öliu saman. 11 laxar veiddust i Norðurá fyrsta hálfa daginn.
DV-mynd G.Bender
Feiknabyrjun
í Norðurá
„Það var gaman að setja í laxinn
en hann fór bara af eftir stutta bar-
áttu,“ sagði Karl Ómar Jónsson,
verkfræðingur í samtali við DV við
Stokkshylsbrotið en hann á heiður-
inn af að setja í fyrsta lax sumarsins
og missa hann snemma í gærmorgun
en þá voru Norðurá og Þverá opnað-
ar en Laxá á Ásum eftir mat.
„Opunin var góð og þaö komu 11
laxar á þurrt en margir fóru af eftir
stutta baráttu. Flestir laxarnir veidd-
ust uppi við Laxfoss, sex laxar og þar
veiddi Halldór Þórðarson fyrsta lax-
inn rétt um níu í gærmorgun. Einn
veiddist í Myrkhyl, þrír í Stokks-
hylnum og hinir tveir í æðandi
straumi Norðurár sem er vatnsmik-
il. Töluvert virðist vera komið af laxi
í ána, stærsti laxinn á land var 11
pund,“ sagði Ólafur H. Ólafsson,
stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur, seinni partinn í gær.
„Þverá var köld, við sáum laxa en
þeir tóku ekki,“ sagöi Jón Ólafsson
í veiöihúsinu við Helgavatn við
Þverá í gærdag. „Það verður reynt
eftir matinn og ég á von á að fyrsti
laxinn komi seinni partinn í dag,“
sagði Jón og hugðist reyna víða í
strengjum Þverár.
Veiðimenn í Laxá á Ásum voru aö
gera sig klára upp úr hádeginu en
veiði mátti hefjast seinnipartinn.
-G.Bender
Allt fór friðsamlega fram við höfn-
ina í Vestmannaeyjum þegar útskip-
un á gámafiski fór fram í gær. Engir
gámar voru teknir um borð í flutn-
ingaskip nema þar sem útflutnings-
leyfi var fyrir hendi.
Um borð í Reykjafoss fóru aðeins
tveir gámar og nokkrir fóru með
skipi frá Skipadeild Sambandsins.
Starfsmönnum Eimskipafélagsins
þótti þetta heldur rýr gámadagur.
Hefur verið algengt að 15-20 gámar
fari um borð við útskipun í flutninga-
skip sem sigla á erlenda markaði á
föstudögum.
Þrír gámar, sem komu frá Aust-
fiörðum, voru kyrrsettir þar sem
ekki voru útflutningsleyfi fyrir þeim
afla. Átti aö reyna að koma þeim
gámum á Fiskmarkaðinn í Hafnar-
firði.
Tveir íslenskir kaupendur fóru
víða um í höfninni í Eyjum í gær og
buðu í gámafisk - 94 krónur fyrir
kílóið af stórum og góðum þorski á
bryggjunni. Árni Kjartansson, stýri-
maöur á Sólborgu SU, var einn af
þeim heppnu. Sólborgin var með um
35 tonn og hafði áhöfnin útflutnings-
leyfi fyrir tveimur gámum, eða um
28 tonnum. Sá fiskur fór með Reykja-
fossi.
Eftir því sem DV kemst næst,
munu þeir bátar sem lönduðu í gær-
morgun hafa losnað við allan sinn
afla - ýmist á markaði í Reykjavík
og Hafnarfirði eða í frystihúsin í
Eyjum. Menn voru misjafnlega
ánægðir með það verö sem þeir fengu
fyrir aflann. ÓG/ÓTT
Engum fiski skipað
út án útflutningsleyfa
- aöeins tveir gámar fóru með Reykjafossi
Jóhann tapaði
Jóhann Hjartarson tapaði fyrir
Georgiev frá Búlgaríu í áttundu
umferð undankeppninnar fyrir
heimsbikarkeppnina í skák i
Moskvu í gær. Skák Jóns L.
Ámasonar við Sovétmanninn
Vaganjan fór í bið. Biðskákin var
tefld í gærkvöldi en hún var ekki
til lykta leidd þegar DV fór í
prentun.
Sovétmaðurinn Bareev er nú
efstur á mótinu eftir að hafa sigr-
að Portisch í áttundu umferöinni
í gær. Hann er nú með sex vinn-
inga. Jóliann er með þijá og hálf-
an vinning en Jón var með fióra
vinninga fyrir biðskákina sem
tefldvarígærkvöldi. -ÓTT
Neytendasíða
DVer
ómetanleg
- segir Guömundur J.
„Þaö er ljóst að það verða allír
að taka höndum saman í stríðinu
við verðhækkanir og ég vil þakka
neytendasíðu DV þvi hún hefur
reynst fádæma góð í þessu stríði
og nánast ómetanleg,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, en hann seg-
ist hafa miklar áhyggjur af þeim
verðhækkunum sem þegar hafi
verið leyfðar og hann telur að séu
á leiðinni.
Guðmundur sagði aö það væri
ljóst aö allir yrðu að taka höndum
saman því það hefði til dæmis
sannast í tilfelli kókmálsins að
það væri hægt að berjast gegn
hækkunum og sagði hann að
forráðamenn Vífilfells ættu heið-
ur skihnn að taka við þeim
ábendingum sem þar var beint til
þeirra.
„Það verðlagseftirlit sem felst
til dæmis í neytendasíðu DV er
bráðnauðsynlegt og fólk verður
einmitt að hafa svona tækifæri
til að sjá verðbreytingar og
verðmismun. - Og þá á fólk að
fara eftir þessu,“ sagði Guð-
mundur. -SMJ
myndanir
í Kópa-
vogiog
á Akureyri
Þegar DV fór í prentun í gær-
kvöldi haföi fulltrúaráð Sjálf-
stæðisflokks í Kópavogi sam-
þykkt samning um myndun
meirihluta aö bæjarstjóm með
Framsóknarflokki. Fulltrúaráð
Framsóknarflokks sat hins vegar
enn á fundi þegar síðast fréttist.
Fullt samkomulag naföi hins
vegar náöst um meirililutamynd-
un bæjarstjórnar á Akureyri hjá
sjálfstæðismönnum og Alþýðu-
bandaiagi í gærkvöldi. Sam-
komulagið verður lagt fyrir
flokkana á þriöjudag. Ýmsir hafa
verið tilefhdir til bæjarsfióra, þar
á meöal Halldór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra-
hússins, Larus Jónsson, fyrrver-
andi alþingismaður Sjálfstaföis-
flokksins, og Tómas Ingi Olrich
menntaskólakennari. Nái sam-
komulagið fram að ganga veröur
Sigfús Jónsson þvi ekki bæjar-
stjóri áfram.
-ÓTT