Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Kvikmyndir Veiðimaðurinn Ein af þeim myndum sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár var nýjasta mynd Clint Eastwood sem bar nafnið WHITE HUNTER BLACK HEART. Eins og svo oft áður er Clint Eastwood bæði framleiöandi og leikstjóri myndarinnar fyrir utan að leika aðalhlutverkið. Það má því með sanni segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar þessi tuttugu og fimm ár sem eru liðin síðan East- wood gat sér nafn sem leikari þegar honum tókst með hjálp leikstjórans Umsjón Baldur Hjaltason Sergio Leone að endurvekja vin- sældir kúrekamyndanna með hinni sérstæðu túlkun sinni á kú- rekanum í A FISTFUL OF DOLL- ARS. Gömlu kúrekamyndimar frá Hollywood höfðu alltaf skýr skil á milli hins góða og illa. Góðu menn- irnir vom með ljósa hatta og vel rakaðir meðan skúrkarnir voru yfirleitt svartklæddir og órakaðir. Það sem Eastwood gerði var aö taka sér til fyrirmyndar ítalskar kúrekamyndir þar sem ekki voru eins skörp skil milli hins góða og illa. Því var kúrekinn sem East- wood lék í myndinni órakaður, tötralega klæddur, hafði vindil milh tannanna og reið á asna sem var alger andstæða ímyndar gömlu kúrekanna eins og þeirra sem John Wayne var vanur að leika. En áhorfendur féllu i stafi yfir þessari persónu og þar með var ísinn brot- inn. Ný ímynd Fyrstu þrjár myndir Eastwood mynda nokkurs konar þríhyrning sem varð undirstaðan að ferli hans sem leikara og líklega síðar sem leikstjóra. Fyrir utan A FISTFUL OF DOLLARS eru þetta myndirnar THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY og svo FOR A FEW DOLL- ARS MORE. Þegar Eastwood sneri síðan til Bandaríkjanna eftir dvöl sína í Evrópu lét hann verða sitt fyrsta verk að framleiða banda- rískan „spaghetti“-vestra sem var HANG EM HIGH. Síöan hefur hann leikið í fjötda kúrekamynda eins og HIGH PLAINS DRIFTER, THE OUTLAW JOSEY WALES og svo PALE RIDER. Það sem gerir Eastwood frá- brugðinn mörgum leikurum er' að hann geröi sér snemma grein fyrir því að hann yrði að breyta ímynd sinni i hugum kvikmyndahúsa- gesta og reyna fyrir sér í öðrum hlutverkum en sem kúreki. Og það sem meira er er að honum tókst þetta og hann hefur á síðari árum verið að þroskast, bæði sem leikari og leikstjóri. Erfið aðlögun Margir aðdáendur hans uröu furðu lostnir á sínum tíma þegar hann birtist á hvíta tjaldinu í hlut- verki Dirty Harry í samnefndri mynd. Þótti honum takast nokkuð vel upp enda var Harry mikið hörkutól og fámáll sem átti vel við Eastwood. Sagt var að þeim mun minna sem hann segði í myndum sínum þeim mun betri væru þær. Að vísu var þessi tilraun East- woods ekki sú fyrsta sem hann gerði til að varpa af sér kúreka- klæðunum því að hann haíði leikið m.a. plötusnúð í PLAÝ MISTY FOR ME og svo í myndinni THE BEGU- ILDED. Hins vegar gekk Eastwood í gegnum erfitt tímabil eftir Dirty Harry tilraunina eins og myndim- Hér sést Eastwood að störfum sem leikstjóri. Hér er Eastwood að ræða við Marisa Berenson sem fer með sama hlutverk og Katharine Hepburn á sínum tíma. í nýjustu mynd sinni White hunter, black heart, er Clint East- wood talinn veraað lýsa lífi John Huston meðan hann vann að gerð myndarinnar African queen í Afríku 1951 ar EVERY WHICH WAY BUT LO- OSE og ANY WHICH WAY YOU CAN sýna, þær misstu algerlega marks. Sama má segja um TIGH- TROPE, CITY HEAT og BRONCO BILLY meðan myndin um San Franscisco fangelsið, ESCAPE FROM ALCATRAZ, naut mikUla vinsælda. Það var einnig á þessu tíma að Eastwood ákvað að reyna fyrir sér sem leikstjóri og eins og eðlilegt er tók það sinn tíma að þróa sinn leikstjómarstíl og slípa af alla vankanta. Myndin BIRD, sem Eastwood gerði 1988 um líf bandaríska djassleikarans Charlie Parker, var einstaklega sterk, heil- steypt og vel gerð og sýndi og sann- aði að þegar Eastwood tekst vel upp em honum flestirwegir færir. Afríka En þá er komið að WHITE HUNT- ER, BLACK HEART. Þótt nafnið gæti geflð til kynna að hér væri um að ræða ævintýramynd í stíl við ROMANCING THE STONE og sögusviðið væri í Afríku Þá er það ekki svo. Myndin er byggð á sögu Peter Vertel frá 1953 og segir á áhri- faríkan og næman máta frá banda- rískum leikstjóra sem verður grip- inn þeirri áráttu að veiða fíla með- Það er ekki haegt að neita að Vans- tone likist Bogart. an hann er að vinna að leikstjórn breskrar kvikmyndar í Afríku. Þótt í lok WHITE HUNTER, BLACK HEART sé þess getið að efni mynd- arinnar hafi enga stoð í raunveru- leikanum og að í myndinni sé leik- stjórinn nefndur John Wilson þá vefst það varla fyrir nokkrum manni, sem hefur séð WHITE HUNTER, BLACK HEART, að myndin fjallar um John Huston heitinn og dvöl hans í Afríku meö- an hann var að undirbúa kvik- myndatökurnar á myndinni AFRICAN QUEEN. Meira að segja heitir myndin sem John Wilson er að vinna að í Afríku THE AFRIC- AN TRADER. Stórbrotinn persónuleiki Þaö er Clint Eastwood sjálfur sem leikur Huston. Hann klæðist eins og hann gerði, reykir sams konar vindla ásamt því að hafa uppi til- burði og málfar eins og Huston ein- um var tamt. Það er auðséð að Eastwood ber mikla virðingu fyrir Huston og aðdáun hans skín oft í gegnum túlkun hans á John Wil- son. Handritiö er skrifað af þeim Peter Viertel, James Bridge og Burt Kennedy. Vandi Eastwoods sem leikstjóra felst í því að draga upp mynd af bráðgáfuðum og hæfi- leikaríkum manni sem ákveður að láta alla ábyrgðartilfinningu lönd og leið. Þeim félögum virðist hafa tekist það nokkuð vel, enda hæg heimatökin fyrir Eastwood þar sem hann leikstýrir sjálfum sér. WHITE HUNTER, BLACK HE- ART hefst í Bretlandi. Wilson býr þar í vellystingum á sveitasetri ásamt tilheyrandi þjónustuliði. Hjólin fara síðan að snúast eftir að Pete Verrell bætist í hópinn en hann hafði tekið að sér að rita end- urminningar Wilsons. Skömmu síðar er lagt af stað til Afríku til að leita að heppilegum stöðum til kvikmyndatöku. Þar kemur fljót- lega í ljós að Wilson hefur meiri áhuga á villidýraveiðum en kvik- myndagerð og varð ástandið það alvarlegt aö aðstandendur mynd- arinnar voru að velta fyrir sér að láta lýsa Wilson geðveikan til að fá hann ofan af þessum hugarórum sínum. Einvala lið Clint Eastwood þræðir nýjar brautir í þessari mynd. WHITE HUNTER, BLACK HEART fer mjög rólega af stað og það er lítið um hasaratriði. Eastwood nýtur góðrar aðstoðar fiölda manna eins og kvikmyndatökumannsins Jack N. Green og búningahönnuðarins John Mollo að ógleymdum meðlei- kurum. Myndin var tekin í Zimbabwe og gekk allt snurðulaust fyrir sig sem er í algerri andstöðu við reynslu John Huston þegar hann gerði AFRICAN QUEEN. Huston tók þá mynd í Belgísku Congo og varð hann að berjast við bæði mikinn hita og sjúkdóma auk eilífra deilna við aðalleikendurna sem voru Humphrey Bcgart og Katharine Hepbum. En margt hef- ur gerst í Afríku á þessum tæpum 40 árum. Fyrir kvikmyndahátíðina í Can- nes voru uppi miklar vangaveltur um hvemig dómnefndin tæki myndinni, enda sat í henni Anjelica Huston, dóttur Johns Huston. Hvort það réð úrslitum skal látið ósagt en það var alla vega mynd David Lynch, WILD AT HEART, sem hlaut að þessu sinni gullpál- mann. Helstu heimildir: Variety, Premiere.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.