Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 43
LAUGARÐAGUTÍ 2. JÚNÍ 1990. 51 Afmæli Sævar Magnússon Sævar Magnússon, mjólkuriðnað- arverkfræðingur hjá Rannsóknar- stofu mjólkuriðnaðarins, til heimilis að Kögurseh 5, Reykjavík, verður fimmtugur á annan í hvítasunnu. Sævar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði til sautján ára ald- urs er hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá ML1961 og stund- aði nám í mjólkuriðnaði við NLH í Noregi en þaðan lauk hann M.Sc.- prófi haustið 1967. Sævar var framleiðslustjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi 1967-68, var síðan tæknistjóri og ráðunautur við Osta- og smjörsöl- una í Reykjavík 1968-82 en hefur frá ársbyrjun 1983 starfað hjá Rann- sóknarstofu mjólkuriðnaðarins í Reykjavík. Sævar sat í stjórn Tæknifélags mjólkuriðnaðarins um árabil og var formaður þess 1970-71. Þá hefur hann veriö ritstjóri tímarits félags- ins frá upphafi, 1977. Sævar var kvæntur Eddu Mic- helsen, f. 14.12.1943, en þau slitu samvistum 1979. Dætur þeirra eru íris, f. 24.5.1961, skrifstofustúlka í Reykjavík, í sam- búð með Valdimar Skarphéðinssyni iðnfræðingi og eiga þau einn son, og Anna, f. 23.9.1965, deildarstjóri hjá TNT Express Europe í Madrid, gift spænskum manni. Sævar á þrjá bræður. Þeir eru Leifur, f. 19.12.1931, vélvirki í Reykjavík, Karl, f. 24.3.1935, loft- skeytamaður í Reykjavík, kvæntur Ólöfu S. Eiríksdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn, og Viggó, f. 8.4. 1946, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Kristrúnu Kristjánsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sævars voru Magnús A. Jensson, f. 17.2.1903, d. 1984, loft- skeytamaður í Hafnarfirði og Reykjavík, og kona hans, Sæunn Þorleifsdóttir, f. 24.10.1909, d. 1981. Magnús var sonur Jens Alberts, kaupmanns og útgerðarmanns á Þingeyri, Guömundssonar, b. í Belgsdal í Saurbæ í Dalasýslu, ' Magnússonar. Móðir Jens Alberts var Anna Margrét Jónsdóttir frá Litlu-Ávík. Móðir Magnúsar loftskeytamanns var Margrét ljósmóðir, Magnús- dóttir, b. og sjómanns í Unaðsdal og á Neðri-Bakka, bróður Sigríðar, móðurömmu Hannibals Valdimars- sonar, fyrrv. ráðherra, fóður Jóns Baldvins utanríkisráðherra og Arn- órs heimspekings. Magnús var son- ur Arnórs Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði, bróður Auðuns, langafa Jóns, fóður Jóns Auðuns dómpróf- asts og Auðar Auðuns, fyrrv. borg- arstjóra og ráðherra. Móðir Magnúsar í Unaðsdal var Guðrún Magnúsdóttir í Tröð, Jóns- sonar. Móðir Magnúsar í Tröð var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súöavík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns for- seta og Jens rektors, langafa Jó- hannesar Nordal. Móðir Margrétar var Guðný, systir Sigríðar, móður Þorláks O. Johnson kaupmanns, langafa Einars Laxness, fram- Sævar Magnússon. kvæmdastjóra Menningarsjóðs. Guðný var dóttir Þorláks, prests á Móum á Kjalarnesi, Loftssonar og Sigríðar Markúsdóttur. Sæunn var dóttir Þorleifs, verk- stjóra á ísafirði, Jónssonar og Her- dísar Jónsdóttur. Guðmundur Bergsson Til hamingju með afmælið 4. júní Guömundur Bergsson, bóndi í Hvammi í Ölfusi, er sjötíu og fimm áraídag. Guðmundur fæddist að Lundi í Fljótum og ólst upp í Fljótum og í Reykjavík. Hann missti fóöur sinn mjög ungur og ólst því upp hjá móð- urbróður sínum, Pétri Benedikts- syni, og konu hans, Kristínu Björns- dótturíReykjavík. Guðmundur stundaði nám í Reyk- holti 1934-36. Hann var við ýmis störf í Reykjavík og í Borgarnesi til ársins 1944 er hann hóf búskap í Borgarfirði en þar bjó hann í níu ár. Arið 1953 flutti hann að Hvammi í Ölfusi og hefur búið þar síðan, nú síðustu ár í sambýli með sonum sín- um. Guðmundurkvæntist4.11.1944 Þrúði Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 15.7.1924, húsmóður, en foreldrar hennar voru Sigurður Einar Ingi- mundarson, f. 21.8.1895, d. 12.4.1979, sjómaður og kona hans, Lovísa Arnadóttir, f. 21.12.1897, d. 2.3.1973, húsmóðir. Börn þeirra Guðmundar og Þrúð- ar eru: Halldór Ómar, f. 28.4.1945, vörubifreiðarstjóri og bóndi, í sam- býli með Sigurbjörgu Jóhannes- dóttur; Guðný, f. 31.3.1947, verk- stjóri í Reykjavík, var gift Heiðberg Hjelm og eiga þau tvær dætur og tvö MaríaFriðriksdóttir, Hlíf, ísafirði, verður áttatíu og fimm ára á annan í hvítasunnu. María fæddist í Miðvík í Sléttu- hreppi og ólst upp í Aðalvíkursveit. Hún var bóndakona í Fljóti í Sléttu- hreppi í fjölda ára en þau hjónin fluttu í Hnífsdal 1946 þar sem María bjó þar til hún fluttí að Hlíf á dvalar- heimili aldraðra á ísafirði fyrir íjór- um árum. María giftist 27.11.1929, Hermanni Vernharði Jósepssyni, bónda í Fljóti, sjómanni og landverka- manni, f. 12.8.1906, d. 9.5.1982, en foreldrar hans voru Jósep Her- mannsson, b. á Atlastöðum, og kona hans, Margrét Katrín Guðnadóttir húsfreyja. Dóttir Maríu frá því fyrir hjóna- bamabörn; Svanfríður Kristín, f. 24.7.1949, kennari og bóndi í Syðri- Knarratungu, í sambýli með Gunn- ari Kolbeinssyni, kennara og bónda, og á hún tvö börn og eitt barnabarn; Lovísa, f. 15.12.1951, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Þorvalds- syni vaktstjóra og eiga þau þrjú böm; Bergur Geir, f. 18.7.1954, húsa- smíðameistari á Selfossi, í sambúð með Sigríði Steingrímsdóttur og eiga þau einn son; Birna, f. 7.5.1956, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Sveinssyni bifvélavirkja og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Pétur Benedikt, f. 10.1.1959, búfræðingur og bóndi í Hvammi í Ölfusi; Erna Björk, f. 27.7.1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni B. Gissurarsyni húsasmíðameistara og eiga þau tvö böm, og Guöni Kristinn, f. 12.12. 1967, búfræðingur. Þá á Guðmundur son fyrir hjónaband, Reyni Mar, f. 20.1.1945, bifvélavirkja í Hvera- gerði, sem er kvæntur Jónínu M. Pétursdóttur húsmóður og eiga þau þijá syni. Sonur Þrúðar frá því fyrir hjónaband og fóstursonur Guð- mundar er Einar F. Sigurðsson, skipstjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Helgu Jónsdóttur húsmóður og eiga þau flögur böm en þrjú þeirra eru álífi. Albróðir Guðmundar var Bene- band er Helga Hansdóttir, f. 4.9.1926, gift Líndal Magnússyni og eiga þau eitt barn. Börn Maríu og Hermanns Vernharðs eru Þórunn Friðrika Vernharðsdóttir, f. 25.1.1931, gift Andrési Hermannssyni; Herborg Vernharðsdóttir, f. 29.1.1932, gift Ingólfi H. Eggertssyni og eiga þau sex börn; Bára Freyja Ragna Vern- harðsdóttir, f. 2.9.1934, gift Hjörvari Óla Björgvinssyni og eiga þau sjö börn; Sigrún Vernharðsdóttir, f. 29.6.1940, gift GuðnaÁsmyndssyni og eiga þau þrjú börn auk þess sem hún átti eitt fyrir, og Jósef Hermann Vernharðsson, f. 24.3.1942, kvæntur Hrafnhildi Samúelsdóttur og eiga þau þrjú börn. Auk þess létust þrjú börn þeirra Maríu og Friðriks í æsku. Guðmundur Bergsson. dikt, f. 18.10.1913, d. 19.12.1943, en hann átti eina dóttur. Hálfbróðir Guðmundar sammæðra er Hjálmar Jónsson, málarameistari í Reykja- vík. Fóstursystir Guðmundar er Heiöbjört G. Pétursdóttir. Foreldrar Guðmundar voru Berg- ur Jónsson, f. 5.11.1890, d. 11.3.1917, bóndi í Fljótum, og kona hans, Guðný Benediktsdóttir, f. 27.5.1891, d. 7.9.1927, húsmóðir. Guðmundur tekur á móti gestum á heimih sínu eftir klukkan 15 á afmælisdaginn. María átti sautján systkini en þrjú þeirra létust í barnæsku. Foreldrar Maríu voru Friðrik Finnbogason, f. 23.11.1879, d. 29.10. 1969, bóndi í Efri-Miðvík og kð Látr- um, og kona hans, Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 16.9.1884, d. 1973, húsfreyja. Friðrik var sonur Finnboga Árna- sonar. b. í Efri-Miðvík, og konu hans, Herborgar Kjartansdóttur. Þórunn María var dóttir Þorbergs Jónssonar, b. í Efri-Miðvík, og fyrri konu hans, Margrétar Þorsteins- dóttur, b. á Læk og síðar í Efri- Miðvík, Bjarnasonar. María tekur á móti gestum á af- mælisdaginn á sal Hlífar klukkan 20.00. 85 ára Ingibjörg Konráðsdóttir, Freyjugötu 46, Sauðárkróki. 80 ára Sigurður Guðmundsson, Dynskógum 7, Hveragerði. 75 ára Sigurveig Jóhannesdóttir, Háaleitisbraut 115, Reykjavík, 70 ára Einar Hálfdánarson, Svalbarði 3, Höfn i Hornafirði. Sveinn G. Sveinsson, Víkurbraut 1B, Miðneshreppi. Elísabet Þorbjarnardóttir, Garðabraut 8, Akranesi. Kristján Mikaelsson, Asparlundi 10, Garðabæ. Edda Þórz Þórðardóttir, Kirkjubraut 15, Seltjamarnesi. Friðrik Baldvinsson, Norðurgötu4lB, Akureyri. 60 ára Þórður Ásgeirsson, Álfhóli 4, Húsavík. Gunnhildur Þórmundsdóttir. Lára J. Magnúsdóttir, Hverafold 138, Reykjavík. Pétur Einarsson, Garði, Presthólahreppi. 50ára Ástrún Jónsdóttir, Hraunbæ 18, Reykjavík. Vignir Svanbergsson, Hamarsgötu 18, Búðahreppi. 40 ára Dagbjört Guðmundsdóttir, Norðurbraut 9, Höfn í HornafirðL Erla Þorsteinsdóttir, Miðvangi 83, Hafnarfiröi. Hjördís Ingvadóttir, Fífuseli 16, Reykjavík. Magnea Guðný Stefánsdóttir, Hjallavegi 3E, Njarövík. Einar Stefánsson, Heiðargih 10, Keflavík. Halla Karlsdóttir, Hóh, Svarfaöardalshreppi. Edda Maríanna Bang, Skógargötu 7, Sauðárkróki. Viðar H. Jónsson, FlyðrugrandaS, Reykjavík. Jens Magnfreðsson, Fjaröarstræti 2, ísafn ði. Einar Jónsson, Brú I, Jökuldalshreppi. Gunnhildur Þórmunds- dóttir Gunnhildur Þórmundsdóttir, Dynskógum 8, Hveragerði, verður sextug á hvítasunnudag. Maður Gunnhildar er Bjarni Eyvindsson, trésmíðameistari. Þau verða erlend is á afmæhsdaginn. María Friðriksdóttir Til hamingju með afmælið 2. júní 80 ára 70 ára 50 ára Gestur Magnús Gamalíelsson, Vitastíg 4, Haftiarfiröi. Stefanía Guðmundsdóttir, Fannarfelli 4, Reykjavik. Hún tekur á móti gestum ó heimili son- Guðrún Alfonsdóttir, Hlfðarbyggð 38, Garðabæ. Hanna Ingólfsdóttir, Ásvegi 21, Breiðdalshreppi. 75 ára eftir klukkan 15.00 á afmælisdaginn. 40 ára Stefán Július ísaksson, Fannafold 88, Reykjavík. Helga R. Ingvarsdóttir, Vallholti 3, Olafsvfk. 60 ára Ingunn Steina Pétursdóttir, Heiðarbakka 10, Keflavík. Kristján Stefánsson, Smyrilshófum 2, Reykjavík. Oddur Brynjólfsson, Borgarholtsbraut 30, Kópavogi. Þór Jakobsson, Vesturgötu 45, Reykjavík. Missið ekki af nyjasta Urval kaupið það NÚNA STRAX á næsta blaðsölustað Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, simi 670760 Blómaskreytingar við öll tækifæri. Sendingarþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.