Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Page 2
2 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Fréttir Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna: Af leit hugmynd að rjúfa þing strax - vill fá skýra afstöðu frá hverjum þingmanni „Ég stefni að því að afgreiöa frum- varpið frá nefndinni ekki síðar en á miðvikudag og treysti því að sam- starf takist við stjórnarandstöðuna um það,“ sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar- manna og formaður fjárhags- og við- skiptanefndar, sem hefur frumvarp um bráðabirgðalög rikisstjórnarinn- ar til meðferðar. „Mér finnst eðlilegt að fram komi skýr afstaða frá hverjum og einum. Atkvæðagreiðsla þarf að fara fram með nafnakalli. Ég kæri mig ekkert um að láta sjálfstæðismenn geispa því framan í mig á einhverjum fram- boðsfundi að þeir hafi stutt bráða- birgðalögin þrátt fyrir allt. Ég vil láta reyna á hvort sjálfstæðismenn eru jafn ábyrgðarlausir og samþykkt þingflokksins bendir til. Þetta þarf að vera til skjalfest. Það er því mjög nauðsynlegt að sem flestir þingmenn séu viðstaddir þeg- ar málið kemur til atkvæða. Það er sjálfsagt að leita afbrigða hjá forset- um þingsins til þess að málið komist á dagskrá sem fyrst,“ sagði Páll. Náist ekki að afgreiða málið frá fjárhags- og viðskiptanefnd á mið- vikudag er sennilegt að það dragist fram í næstu viku. Veröi máliö fellt í neöri deild á jöfn- um atkvæðum taldi Páll að stjórnin ætti skilyrðislaust að rjúfa þing og boða til kosninga. Hann taldi hins vegar að meirihluti þingmanna styddi frumvarpið þótt ekki væri hreinn meirihluti i neöri deild. Hann taldi sjálfsagt að sama ríkisstjórn sæti óbreytt áfram eftir þingrof. „Þetta sýnir að löngu tímabært er aö gera Alþingi að einni málstofu. Þaö er fráleitt aö 29 þingmenn geti komið í veg fyrir vilja meirihluta þings. Það er ekkert lýðræði í því.“ - Nú hafa formenn samstarfsflokka Framsóknar lýst því yfir að rétt sé að ijúfa þing þegar í staö. Finnst þér þaö koma til greina? „Mér finnst það afleit hugmynd. Málið þarf að ganga til atkvæða. Af- staða manna verður að koma fram. Jón Baldvin og Ólafur eru baráttu- glaðir og ég lái þeim í sjálfu sér ekk- ert þó þeir vilji höggva Sjálfstæðis- flokkinn þegar hann liggur svo vel viö höggi.“ Komið hefur fram að falli bráða- birgðalögin á jöfnum atkvæðum í neðri deild taki samningar BHMR þegar gildi. Páll sagði í samtali viö DV að honum þætti ósennilegt að starfsstjórn setti þegar í stað sam- hljóða bráðabirgðalög en sagðist telja vænlegt að setja lög sem frestuðu gildistöku samninganna fram yfir kosningar. Fari svo aö þing verði rofið og boðað til kosninga yrðu þær tímasettar eftir 4-6 vikur frá þing- rofi. -Pá Vestfirðir: Þorvaldur haf n- aði heiðurssæti Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum kom saman til fundar í gær og gekk frá framboðslista flokksins fyrir komandi aiþingis- kosningar. Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson alþingismaöur verður ekki á listanum. Þorvaldur hafnaði í fjóröa sæti í prófkjöri og ítrekaðar tilraunir til þess að fá hann til þess að taka neðsta sætið á listanum, sem stundum er kallað heiðurssætiö, báru ekki ár- angur. Jörgína Jónsdóttir, húsmóðir á Tálknafirði, mun skipa fjórða sæti listans. -Pá Norðurland eystra: Steingrímurefst- ur hjá allaböllum Gylfi Kristjáiisson, DV, Akureyri: Kjördæmisráð Alþýöubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur gengið frá lista flokksins vegna kosninga til Alþingis. Þetta var gert á fundi ráðsins í Skúlagarði í Keldu- hverfi um helgina. Steingrímur Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráöherra, skipar efsta sæti listans sem fyrr en Ste- fanía Traustadóttir, félagsfræðingur úr Reykjavík, skipar annað sætið. Björn Valur Gíslason, sjómaður og bæjarfulltrúi á Ólafsfirði, er í 3. sæti, Örlygur Hnefill Jónsson héraðs- dómslögmaður í 4. sæti. Volvobifreið skall harkalega á Ijósastaur við Æsufell síðdegis á laugardag. Kona ók bílnum en hún slasaðist ekki alvarlega. Bíllinn skemmdist hins vegar mjög mikið og er hann jafnvel talinn ónýtur. DV-mynd S Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Óábyrg vinnubrögð að rjúfa þing strax „Það væru oabyrg vinnubrögð að rjúfa þing og boða til kosninga áður en málið kemur til umræðu þar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV. Samhljóða samþykkt þingflokks sjálfstæðismanna um að greiða at- kvæði gegn bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar um kjarasamninga BHMR gæti orðið til þess að lögin öðluðust ekki gildi. Ríkisstjórnin á þá engra kosta völ annarra en að rjúfa þing og boða til kosninga. Dav- íð Oddsson, varaformaður flokksins, sat umræddan þingflokksfund eins og venja en stjórn flokksins og stofn- anir eiga rétt á áheyrnarfulltrúa á þingflokksfundum. „Það er mér vitanlega algjör ein- hugur um þetta meöal þingmanna flokksins," sagði Þorsteinn. Hann taldi það fullkomlega óeðlilegt ef til þingrofs kæmi aö sama ríkisstjórn sæti óbreytt áfram. „Viö höfum lagt á það áherslu að mynduö yröi ný ríkisstjórn og Sjálf- stæðisflokkurinn mun ekki skerast úr leik í því máli.“ í morgun var boðað til fundar meö forystu í Sjálfstæðisflokknum og fulltrúum Vinnumálasambands samvinnufélaganna og Vinnuveit- endasambands íslands vegna þessa máls. Þorsteinn sagði flokkinn vinna að varðveislu þjóðarsáttar áfram. „Við greiðum atkvæöi gegn bráða- birgðalögunum á allt öörum forsend- um. Við erum mótfallnir ólögmætum og siðlausum vinnubrögðum ríkis- stjórnarinnar í þessu máli. Við telj- um að ná megi samningum við full- trúa BHMR án þess að forsendur þjóðarsáttar raskist. Þetta og margt fleira í þessu sambandi þarf að ræða til hlítar í þinginu áður til þess komi að það verði rofiö og boðað til kosn- inga,“ sagði Þorsteinn. -Pá Garðey SF í miklu hvassviðri við Homaflarðarós: Brotsjór í stýrishúsið og báturinn strandaði - varð stjómlaus þegar stýrið fór úr sambandi Garðey SF 22 frá Hornafirði fékk á sig brotsjó við mynni Homafjarðar- óss um klukkan eitt á laugardag með þeim afleiðingum að stýrið fór úr sambandi. Brotsjórinn braut brúar- glugga og fór sjór inn í stýrishúsið. Báturinn varð því stjórnlaus og strandaði viö svokallaða Hvanney. Skipveijum tókst aö ná bátnum á flot um þremur klukkustundum síðar. Báturinn er 116 tonn og eru átta menn í áhöfninni. „Þaö var myljandi rok þarna,“ sagði Þráinn Gíslason, skipstjóri á Garöey, í samtali við DV. „Það var ólag sem reið yfir bátinn og gluggi brotnaði. Við vorum hér um bil komnir inn fyrir. Þaö urðu ekki miklar skemmdir í brúnni en rafmagnsstýrið fór út. Það má segja að það hafi verið mistök að hafa ekki kúplað inn handstýrinu. Annars var aldrei nein hætta með karlana þegar báturinn skorðaðist fastur. Lóðs- báturinn fór með spotta í land og þar var hann festur. Dráttarvél dró spott- ann og svo var hann settur fastur utan um klett. Okkur tókst svo að hífa bátinn aftur á flot meö spilunum um borð. Hann losnaði í rólegheitun- um,“ sagði Þráinn Gíslason. Ekki er talið að Garðey hafi skemmst á botninum enda er sand- botn þar sem báturinn strandaði. -ÓTT Eiður Guðnason: Kemur vel rjúfa þing strax „Það kemur vel til greina aö ijúfa þing strax áður en bráða- birgðaiögin koma til afgreiöslu," sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, í samtali við DV. „Þetta mál þarf að rannsaka vel og það verður ítarlega rætt á þingflokksfundi okkar í dag. Verði þing rofið strax þá eru ýmsar lögfræðilegar spurningar sem þarf að fá svar við. En í ljósi þessarar furðulegu samþykktar sjálfstæðismanna þá finnst mér vel koma til greina að láta á það reyna hvorn kostinn fólk velur,“ sagðiEiöur. -Pá Júlíus Sólnes: Vil ekki rjúfa þingstrax „Ég vil ekki ijúfa þing strax. Þaö verður að leggja þetta fyrir þingið. Mér fiimst mikilvægast að verja þjóðarsáttina með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra og formaður Borgaraflokksins, í samtaliviðDV. -Pá Margrét Frímannsdóttir: Vil láta reyna áafstöðu þingmanna sem fyrst „Séu menn vissir um að frum- varpið hafi ekki tilskilinn meiri- hluta er náttúrlega ekkert annað að gera en ijúfa þing og boða til kosninga. Mér finnst hins vegar að við þessar áðstæður eigi for- takslaust að láta reyna á það hvort frumvarpið nær fram áö. ganga og leggja það fyrir þingið sem fyrst,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Alþýöu- bandalagsins og formaður þing- flokksins, í samtali við DV. Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Hjörleifur Guttormsson og Geir Gunnarsson, hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki bráða- birgöalög ríkisstjórnarinnar á samninga BHMR. „Sé eifthvaö að marka yfirlýs- ingar sjálfstæðismanna þá liggur málið ljóst fyrir. Það er hins veg- ar sjálfsagt að láta reyna á það,“ sagðiMargrét. _pá Steingrímur Hermannsson: „Éghef þingrofs- réttinn en ekki þeir“ „Þetta mál verður ekkert útklj- áð í fjölmiðlum og ég ræði það ekki frekar," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við DV. - Formenn bæði Alþýöuflokks og Aiþýðubandalags hafa lýst því yfir að réttast væri að ijúfa þing þegar í stað og boða til kosninga. Kemur það til greina, að þínu áliti? »Ég hef þingrofsréttinn en ekki þeir. Þetta er flókið mál og marg- ir þættir sem taka þarf tillit tiL Meira segi ég ekki,“ sagði Stein- grímur aö lokum. -Pó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.