Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 4
4
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Fréttir
Ný áætlun byggingamefndar um endurbyggingu Þjóðleikhúss:
Kostnaðurinn
fjórðung fram
úr áætlunum
- hönnun 1 fyrri áfanga kostar um 200 milljónir
Byggingarnefnd Þjóöleikhússins
áætlar aö heildarkostnaöurinn viö
endurreisn hússins komi til meö aö
nema tæplega 800 milljónum við
verklok áriö 1992.
Samkvæmt áætlun frá síðari hluta
árs 1989 var reiknað með aö heildar-
kostnaöurinn viö fyrsta áfanga fram-
kvæmdanna yröi um 640 milljónir
krónur á núviröi en nú er fyrirséð
aö kostnaðurinn verður um 790 millj-
ónir eöa 23% hærri en áætlað var.
Til aö ljúka framkvæmdum viö
tvær fyrstu lotur verksins áætlar
byggingarnefndin að á næsta ári
þurfi samtals 332 milljónir eöa 257
milljónum meira en gert er ráö fyrir
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar.
í framkvæmdaáætlun er gert ráö
fyrir aö ljúka aö fullu við 1. áfanga
verksins á árinu 1992. Verður þá lok-
ið viö allar framkvæmdir i áhorf-
endasal og í öllu hliöarrými hans frá
kjallara og upp á 3. hæö.
Engin ákvörðun um 2. áfanga
Enn hefur engin ákvörðun verið
tekin um framkvæmdir viö 2. áfanga
sem tekur til alls noröurenda húss-
ins. Felst hann einkum í endurbótum
á leiksviöi og ýmissi aðstöðu fyrir
starfsfólk og þeim tæknibúnaði sem
snýr beint að leikstarfseminni.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun-
um byggingarnefndarinnar er fyrsta
áfanga skipt upp í þrjár verklotur.
Áætlunin gerir ráö fyrir að allri
vinnu við 1. lotu verksins veröi lokið
fyrir 15. mars næstkomandi þannig
aö sýningar geti hafist frá og meö
þeim degi. Næsta sumar er ætlunin
aö ljúka aö fullu viö 2. lotu fram-
kvæmdanna og á árinu 1992 vonast
byggingarnefndin til aö geta lokið 3.
og síðustu lotu þessa áfanga.
Hækkanir á árinu
Alls hafa verið gerðar þrjár kostn-
aöaráætlanir vegna fyrstu lotu fram-
kvæmdanna á þessu ári. í byrjun
apríl var gert ráð fyrir að kostnaður-
inn yröi tæpar 430 milljónir en nú
er gert ráð fyrir aö hann verði rúm-
lega 490 milljónir eða um 14% hærri.
Helmingur þessa kostnaðarauka,
tæplega 30 milljónir, stafar af van-
áætluðum hönnunarkostnaði en af
heildarkostnaðinum fara um 123
milljónir í hönnun. Miðaö við aö
heildarkostnaður viö 1. áfanga
verksins verði um 800 milljónir er
gert ráð fyrir aö í hönnun fari um
200 milljónir.
Að öðru leyti má rekja 17 milljónir
af kostnaöaraukanum til fram-
kvæmda sem samkvæmt áætlun áttu
aö tilheyra 2. lotu en nauðsynlegt
þótti aö hraða. 14 mOljónir má hins
vegar rekja til breyttra aðstæðna
sem komiö hafa upp á framkvæmda-
tímanum en 4 milljónir stafa af töfum
vegna afhendinga á teikningum og
verklýsingum viö breyttar aðstæöur.
-kaa
Lokaumferð ólympíuskákmótsins:
Mætum Sovétmönnum í dag
„Strákarnir hafa haft það huggu-
legt í dag. Þeir fóru í gönguferð og
skoðuöu sögufrægan kastala sem
stendur á bökkum Dónár,“ sagði
Þráinn Guðmundsson, einn af far-
arstjórum íslensku skáksveitar-
innar sem keppir á ólympíumótinu
í Novi Sad i Júgóslavíu.
Síðasta umferð mótsins verður
tefld í dag en þá munu íslending-
amir mæta Sovétmönnum.
„Héðni Steingrímssyni var boðið
í mat hjá júgóslavneskri fjölskyldu
en innfæddir eru mjög hrifnir af
honum og skákstíl hans. Svo fór
skáksveitin 1 kaþólska messu með
Gunnari Eyjólfssyni síðdegis en
það hefur hún gert alla frídaga sína
í mótinu.
Við erum ekki míög bjartsýnir á
að við vinnum Sovétmennina en
það er ætlun strákanna að standa
íþeim,“sagöiÞráinn. -J.Mar
Framkvæmdir í fullum gangi i Þjóðleikhúsinu. Kostnaðurinn eykst stcðugt.
DV-mynd GVA
í dag mælir Dagfari
Ósátt um þjóðarsátt
Merkileg staða er komin upp á ai-
þingi. Sjálfstæðismenn hafa ákveð-
ið að greiða atkvæði gegn bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar.
Þeir segjast vera með þjóðarsátt en
á móti bráðabirgðalögunum. Ríkis-
stjórnin stendur líka meö þjóðar-
sáttinni en er með bráðabirgðalög-
unum. Það er sem sagt bæði stjórn
og stjórnarandstaða með þjóðar-
sáttinni en ríkisstjórnin leggur
samt fram frumvarp um bráða-
birgðalögin sem sprengja þjóöar-
sáttina ef frumvarpið er fellt. Og
Sjálfstæðisflokkurinn, sem er með
þjóöarsáttinni, ætlar að greiða at-
kvæði á móti bráðabirgðalögunum
sem sprengir þjóðarsáttina í loft
upp.
Ríkistjórninni þykir svo vænt um
þjóöarsáttina að hún segist ætla að
rjúfa þing og láta kjósa um þjóðar-
sáttina eftir að búið er að sprengja
hana. Sjálfstæðisflokknum er svo
annt um þjóðarsáttina að hann
ætlar að knýja fram kosningar til
að vernda þjóðarsáttina eftir kosn-
ingar. Þaö telur hann best gert með
því að eyðileggja þjóðarsáttina fyr-
ir kosningar til að geta staðið vörð
um hana eftir kosningar.
Niðurstaðan er sú að það verður
kosið um þjóðarsáttina, þar sem
allir flokkar boða þjóðarsátt sem
er farin fyrir bí vegna þess að flokk-
arnir í þinginu sáu til þess aö þjóð-
arsáttin var sprengd í loft upp,
ýmist með því að vera með bráða-
birgðalögunum eða á móti bráða-
birgðalögunum.
Kjósendur verða því að gera það
upp við sig hvort þeir kjósa flokk
sem sprengdi þjóðarsáttina tii að
koma þjóðarsáttinni á eða hvort
þeir kjósa flokk eða flokka sem
stóðu svo fast um þjóðarsáttina aö
þjóðarsáttin sprakk. Þeir verða
sem sagt annaðhvort að kjósa flokk
sem eyðilegur þjóðarsátt til að
koma þjóðarsátt á eöa hins vegar
að kjósa flokka sem komu þjóðar-
sátt á til aö þjóðarsátt myndist um
að standa vörð um þjóðarsáttina.
Þannig hefur þessi þjóðarsátt
haft þær afleiðingar í þjóðfélaginu
að allt er komið á annan endann í
pólitíkinni og í efnahagsmálunum.
Ef allt hefði verið eins og áður hefði
enginn þurft að rífast um þjóðar-
sátt og allt verið með felldu í þing-
inu og enginn bráðabirgðalög til
afgreiðslu. En þegar menn fóru að
asnast til að gera sátt á vinnumark-
aðnum varð allt vitlaust í pólitík-
inni. Bráðbirgðalögin hefðu aldrei
komið til atkvæða, ef ekki hefði
verið gerð þjóðarsátt og auðvitað
eru bráöabirgðalögin forsenda fyr-
ir því að þjóðarsátt haldist.
Þetta kennir okkur að við eigum
aldrei að sættast. Við eigum ekki
að láta okkur dreyma um þjóðar-
sáttir því að þær hafa hinar skelfi-
legustu afleiðingar og skapa þvílíkt
ósætti meðal þjóðarinnar og niðri
á þingi aö enginn veit hvort ríkis-
stjórnin lifir eöa deyr. Ríkisstjórn-
in stóö að þessari þjóðarsátt sem
hún hefði betur aldrei gert. Þá
væri hún ekki í þeim vanda sem
nú steðjar að. Þjóðarsáttin veröur
til bölvunar vegna þess að þegar
hún springur í loft upp verður
ástandið sýnu verra heldur en ef
engin þjóöarsátt hefði verið gerð.
Þegar menn eiga við vandamál
að stríða eða hatrammur ágrein-
ingur kemur upp reyna þingflokk-
arnir jafnan að leita málamiðlunar
eða sátta. En þegar sættir eru gerð-
ar í þjóðfélaginu, og það þjóðars-
ættir, þá fer allt í loft upp. Þjóðar-
sáttin hefur klofið stjórnarliðið í
herðar niður. Þjóðarsáttin hefur
reitt háskólamenn til reiði. Þjóðar-
sáttin er svo heilög í augum aðila
vinnumarkaðarins að þeir hóta
öllu illu ef hún fær ekki að lifa.
Þjóðarsáttin er svo heitt pólitískt
mál að flokkarnir í þinginu geta
ekki undir neinum kringumstæð-
um komið sér saman um að standa
að henni. Þó eru allir henni fylgj-
andi.
Þjóðarsáttin ætlar nú að verða
ríkisstjórninni að falli. Og hún sýn-
ist ætla að verða Sjálfstæöisflokkn-
um til vandræða í komandi kosn-
ingum ef flokkurinn þarf að boða
þjóðarsátt eftir að hann hefur kom-
iö í veg fyrir þjóðarsáttina með því
aö vera á móti bráðabirgðalögun-
um. Og þjóðarsáttin er á svo við-
kvæmu stigi að kjörin og verð-
bólgan og allur efnahagur landsins
hangir á bláþræði af því aö menn
koma sér ekki saman um að sætt-
ast um þjóðarsáttina!
Þessi þjóðarsátt heföi betur aldrei
verið gerð.
Dagfari