Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. BÚSTÖRF Tilraunastöð Háskóla islands í meinafræði að Keldum óskar að ráða starfskraft við búrekstur stofnunarinnar. Starfssvið: Skepnuhirðing, heyskapur og önnur úti- vinna, aðstoð við blóðtökur og fleira. Skriflegum umsóknum, merktum „Bústörf', skal skil- að til Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, Pósthólf 8540, 128 Reykjavík, fyrir 10. desember 19S0. ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Meiming______________dv Trúfræði í klæði- legum íslensk- um búningi Það er skammt stóra högga á milli í útgáfustarfsemi guðfræðideildar. Nýútkomið er viðamikið hefti um biblíuþýöingar í sögu og samtíð (Ritröð Guðfræðistofn- unar 4/1990). Hér í blaðinu hefur verið getið ritsins Trúarlíf íslendinga eftir þá dr. Björn Bjömsson og dr. Pétur Pétursson (Ritröð Guðfræðistofnunar 3/1990) og útkoma þess kölluð kirkjusögulegur viðburður. Út- koma þess rits sem hér er til umsagnar er ekki síður merkur viðburður. Það hefur nefnilega ekki gerst áður að gefið sé út íslenskt yfirlitsrit yfir kristna trúfræði. Ýmsar bækur hafa vissulega sést áður, sem gefið hafa greinargóða lýsingu á ýmsum þýðingarmiklum þátt- um hinnar kristnu trúar. Má þar nefna bækur nýguð- fræðinganna Jóns Helgasonar, Grundvöllurinn er Kristur (1915), og Friðriks J. Bermanns, Trú og þekk- ing (1916), svo og bók Sigurðar Einarssonar, Kristin trú og höfundur hennar (1941) og jafnvel mætti nefna hið gagnmerka hirðisbréf Sigurbjörns Einarssonar biskups, Ljós yfir land (1960). En engu þessara rita var ætlað að spanna alla trúfræðina eins og bók dr. Ein- ars gerir. Dr. Einar Sigurbjörnsson, sem er prófessor í trú- fræði við guðfræöideild Háskóla íslands, eins og faðir hans, dr. Sigurbjörn Einarsson, á árum áður, hefur reynst afkastamikill fræðimaður. Doktorsritgerð sína varði hann í Lundi þrítugur að aldri (1974) og síðan hefur hann sent frá sér bækurnar Orðið og trúin (1976) og Kirkjan játar (1980) auk fjölmargra greina í útlend og innlend tímarit. Bókin Credo skiptist í sex hluta: 1. Forspjall trúfræð- innar. 2. Sköpunarguðfræði. 3. Kristsfræði. 4. Heilagur andi. 5. Kirkjan og trúarlífið. 6. Vonin í heilögum anda. Jákvæð afstaða til játninganna Margir munu kannast við aö nýguðfræðin svokall- aða, sem þeir Jón Helgason (1866-1942) og Haraldur Níelsson (1868-1928) ruddu braut hér á landi um alda- mótin síðustu, hafi mótað heila kynslóð íslenskra presta. Eitt einkenni þeirrar guðfræðistefnu var að vinna gagnrýnum biblíurannsóknum þegnrétt í ís- lenskri guöfræði. Annað einkenni var mjög gagnrýnin afstaöa til játninga kirkjunnar. Ekki þarf lengi að blaða í bók Einars Sigurbjörnsson- ar til að sjá hvar skilur leiöir með honum og aldamóta- guðfræðingúnum íslensku. Það kemur fram í hinni jákvæðu afstöðu hans til játninganna. Þessi afstaða hans kemur strax fram í kaflanum um stefnu ritsins (s. 31) þar sem hann segist ganga „út frá fornkirkju- legu játningunum." Hins vegar tekur Einar undir með aldamótaguð- fræðingunum um að nauðsynlegt sé að kanna.söguleg- an uppruna Biblíunnar, enda megi heita að þessi „sögulegi biblíuskilningur" sé nú ráðandi stefna með- al guðfræðinga af öllum kirkjudeildum. Hann talar um Biblíuna sem tímabundinn búning um eilíf sann- indi. „Allur maðurinn á hlutdeild í eilífa lífinu“ Því miður er hér ekki rúm til annars en að nefna örfá atriði um túlkun höfundar á einstökum þáttum hinnar kristnu trúar. Um sköpunarsöguna fáum viö að vita að hún sé ekki sögð í þeim tilgangi að skýra uppruna heimsins í einstökum atriðum heldur sé hún tjáning þeirrar trúar, að lífið eigi sér höfund og eigi aö bera höfundi sínum vitni (s. 111). „Syndafallssagan er í eðli sínu sígild dæmisaga um lífið á jörðu“ (s. 133). í kaflanum um ævi Jesú vekur sérstaka athygli hversu hátt dr. Einar gerir Jóhannesgarguðspjalli undir höfði og telur þaö um margt áreiðanlegra en samstofna guð- spjöllin og gengur þar gegn hefðbundinni skoðun. Hins vegar er höfundur í fullu samræmi við kirkjulega hefð er hann undirstrikar mikilvægi upprisunnar. „Vegna upprisunnar frá dauðum fullyrðá kristnir menn um Jesú, að hann sé sá sem birti hvað Guð er og líka hvað maðurinn er“ (s. 252). í umfjöllun sinni um friöþæginguna leggur höfundur áherslu á að hún sé í senn hlutlæg og huglæg, þ.e. dauði Jesú á krossi var ekki hugarburður, heldur atburður sem átt hafði sér staö í tíma og rúmi, en jafnframt breytti þessi at- burður samskiptum Guðs og manns (s. 277). Um deilur þær sem lengi hafa verið hér á landi um orðalag 3. greinar Postullegu trúarjátningarinnar, hvort segja skuli „upprisu holdsins", „upprisu dauðra“ (Handbók 1934) eða „upprisu mannsins" (Handbók 1981) segir dr. Einar að síðastnefnda orðalagið nái vel merkingu frumtextans. „Það er allur maðurinn, sem á að eiga hlutdeild í eilífa lífinu, ekki sálin ein eða andinn" (s. 484). Einar Sigurbjörnsson. Bókmeimtir Gunnlaugur A. Jónsson Hefðbundin trúfræði Hiö latneska heiti bókarinnar, Credo, er til þess fall- ið að undirstrika hið hefðbundna við hana og tengslin við játningar kirkjunnar. E.t.v. heföi verið meira við- eigandi að velja bókinni íslenskt heiti, því vissulega er bók Einars íjarri því að vera endursögn á erlendum trúfræðiritum. Hann vitnar mjög í íslenskt trúarskáld, einkum Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans, í Brynjólf biskup Sveinsson, einnig mikiö í Helga Hálf- dánarson (og stendur greinilega nær honum heldur en Jóni syni hans, upphafsmanni nýguðfræðinnar á íslandi), í Lilju Eysteins, í Galdra-Loft, Sæmund fróða og svo mætti lengi telja. Hér er því klassísk, játninga- trú guðfræði færð í klæðilegan íslenskan búning þar sem efniviður hefur mjög verið sóttur í íslenska trúar- sögu fyrri alda, og leynir sér ekki hversu vel höfundur er heima í sögu guðfræðikenninganna, enda tala sam- kennarar hans við guðfræðideildina stundum um hann í gamni og alvöru sem guðfræðiorðabók sem tímasparnaður sé að fletta upp í! Ætti maður á móti að benda á einhveija veikleika ritsins þá yrði helst fyrir að óska eftir meiri umræðu við ýmsar af áber- andi stefnum samtímans innan guðfræðinnar, s.s. kvennaguðfræði og frelsungarguðfræði. Ýmislegt af því sem er ofarlega á baugi í umræðu samtímans fær þó nokkra umfjöllun, t.d. vistræöi. Trúfræðin er í vissum skilningi höfuðgrein guð- fræðinnar. Segja má að í henni sameinist allar hinar greinarnar með einum eða öðrum hætti. Það er því ekkert áhlaupaverk aö semja yfirlitsrit um kristna trúarfræði, er nái til allra meginþátta hennar. Enda sýnir reynslan erlendis frá að slíku verki hafa guð- fræðingar yfirleitt ekki gengið frá til útgáfu fyrr en í lok æviskeiðs síns. Það er því mikið fagnaðarefni að dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor skuli þegar korn- ungur (á mælikvarða guðfræðinga) senda frá sér slíkt rit. Vonandi á það eftir að leiða til mikillar umræðu, þó vissulega hafi sú umræða að miklu leyti enn látið á sér standa hjá þeim sem helst hafa forsendur til að taka þar til máls. Þetta viðamikla og vel samda rit á sannarlega aðrar og betri móttökur skilið en þögnina. Hafi höfundur heilar þakkir fyrir framtak sitt. Einar Sigurbjörnsson Credo. Kristin trúfræði. 494 bls. Háskólaútgátan - Guðfræðistofnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.